Bændablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 21
21Bændablaðið | fimmtudagur 20. apríl 2011 Við bjóðum bændum nú upp á þann möguleika að panta baggaplast, rúllunet og bindigarn í forsölu til að ná fram lægsta mögulega verði. Um er að ræða verulegan afslátt frá venjulegu sumarverði. Við hvetjum bændur til að kynna sér verð og skilmála vel. ÞÓR HF REYKJAVÍK - AKUREYRI Þ Ó R H F | R e y k j a v í k : K r ó k h á l s i 1 6 | S í m i 5 6 8 - 1 5 0 0 | A k u r e y r i : L ó n s b a k k a | S í m i 4 6 1 - 1 0 7 0 | w w w. t h o r. i s Verð í Evrum án vsk Viðmiðunarverð í íslenskum. krónum *) GREIÐSLUSKILMÁLAR: FYRIRFRAMGREIÐSLA: Endanlegt verð miðast við gengi Evru 2. maí 2011 og þá verður greiðsluseðill með gjalddaga 10. maí 2011 sendur út. GREIÐSLUFRESTUR: Endanlegt verð miðast við gengi Evru 2. maí 2011. 50% greiðist 15. júlí 2011 og eftirstöðvar greiðast 14. október 2011. AFHENDING: Afhending að kostnaðarlausu á næstu afgreiðslu SAMSKIPA/Landlutninga um land allt mánaðamótin maí-júní. *) Viðmiðunarverð í íslenskum krónum er miðað við gengi á Evru = 161 króna. Allt verð er tilgreint án virðisaukaskatts, 25,5%. FORSALA á plasti, garni og neti OUEE POLIWRAP VISQUEEN 5-laga rúlluplast í hæsta gæðaflokki, framleitt í Bretlandi eftir ströngustu kröfum úr besta fáanlega hráefni. VISQUEEN rúlluplast hefur verið notað af íslenskum bændum í mörg ár með frábærum árangri. Hentar jafnt á rúllur sem stór- bagga. Eitt vandaðasta plastið sem völ er á í dag. Finnska PIIPPO bagganetið og bindigarnið þekkja íslenskir bændur af yfir þriggja áratuga frábærri reynslu. PIIPPO er leiðandi framleiðandi á sínu sviði og net og garn frá PIPPO hefur ávallt verið í hæsta gæðaflokki. Fyrirframgreiðsla Greiðslufrestur Verð í Evrum án vsk Viðmiðunarverð í íslenskum. krónum *) Verðlisti - FORSALA Miðað við að pöntun berist fyrir 30. apríl 2011 VISQUEEN rúlluplast 75 cm Hvítt 67,00 10.787,- 71,00 11.431,- VISQUEEN rúlluplast 75 cm Grænt 67,00 10.787,- 71,00 11.431,- VISQUEEN rúlluplast 75 cm Svart 67,00 10.787,- 71,00 11.431,- VISQUEEN rúlluplast 50 cm Hvítt 57,00 9.177,- 61,00 9.821,- Piippo MagicBlue net 1,23 m x 3100 m 137,00 22.057,- 145,00 23.345,- Piippo HYBRID net 1,23 m x 4000 m 169,00 27.209,- 178,00 28.658,- Piippo rúllubindigarn 1000 m/kg (5kg) 15,00 2.415,- 16,00 2.576,- Piippo baggabindigarn 400 m/kg (5kg) 15,00 2.415,- 16,00 2.576,- Piippo ferbaggagarn 130 m/kg (9kg) 21,00 3.381,- 22,10 3.558,- Afhendum á afgreiðslur Samskipa- Landlutninga um land allt Dekkjainnflutningur Viltu spara allt að 35% Eigum talsvert magn Traktors-vagna, jeppa 31“33“35“38“ og fólksbíladekkja til á lager á frábæru verði. Erum einnig að bóka í næsta gám sem kemur til landsins 10. maí. Takmarkað magn af heybindi neti Verð 28.000 auk vsk 3.600m. Verðdæmi: Traktorsdekk 540/65 R30 kr.170.000 m/vsk Vagnadekk 600/50 -22,5 kr.135.000 m/vsk Fólksbíladekk 215/65 R16 kr.18.000 m/vsk Verðið gildir á afhendingastöðvar Landflutninga um allt land. Vinsamlegast hafið samband við Ármann Sverrisson 896-8462 e-mail manni@gott.is Tryggva Aðalbjörnsson 896-4124 Jason ehf Hafnarstræti 88 Akureyri Verð og gæði er vert að kanna Vitur ráðin gagnast best Talaðu við Tryggva og Manna Til að vitir þú sem flest Vel þau duga á Valtra og Deeri Vibon jafnt sem þreskivél Fljóta vel í for og mýri Á Fendtinum það sannast vel Dekkin passa á dráttarvagna Drullutanka, Ford og Krone Sturtuvagni og Steyr þau gagna Stoll og Claas og Ferguson Gæðavöru er gott að selja Sem gagnast vel í snjó og for Enda dekk sem eignast vilja Allir,fyrir þetta vor. Höf. Á.J. Leikfélag Hólmavíkur: Með táning í tölvunni - Leikfélagið fagnar nú 30 ára afmæli sínu Leikfélag Hólmavíkur frumsýnir gamanleikinn Með táning í tölv- unni í dag, þann 20. apríl. Hefst sýningin kl 20 í Félagsheimilinu á Hólmavík. Höfundur verksins er Ray Cooney en leikstjóri er Arnar S. Jónsson. Um er að ræða nútímalegt verk sem hefur allt til að bera sem prýðir góðan gamanleik. Sjö leikarar fara með hlutverk og eru nokkrir þeirra að stíga í fyrsta sinn á svið með leik- félagi Hólmavíkur. Auk leikaranna tekur fjöldi fólks þátt í undirbúningi á bak við tjöldin. Áformað er að þrjá sýningar verði á Hólmavík í páskavikunni og jafnvel ein til viðbótar í maí, ef næg aðsókn verður. Síðan stendur til að fara í sýningarferð um Vestfirði um sjó- mannadagshelgina. Leikfélagið fagnar 30 ára afmæli sínu um þessar mundir og má því búast við fleiri uppákomum áður en árið er á enda. Þess má geta að Café Riis á Hólmavík ætlar að vera með opið í pizzur kl 17:30-20 á frumsýningar- daginn svo það er tilvalið að fá sér pizzu áður en haldið er á leiksýningu. Þá er upplagt fyrir þá sem leggja leið sína á Aldrei fór ég suður á Ísafirði að byrja ferðina á Hólmavík og sjá leiksýningu. Náttúrugripasafn Akureyrar verði flutt til Hríseyjar Á fundi stjórnar Akureyrarstofu í fyrri viku var tekið fyrir erindi frá Aðalsteini Bergdal, þar sem hann varpar fram þeirri hugmynd að koma Náttúrugripasafni Akureyrar fyrir í Hrísey. Til stendur að koma hljóð- færasafni Gunnars Tryggvasonar fyrir á 2. hæð í húsinu Borg, en hugmynd Aðalsteins er að koma Náttúrugripasafninu fyrir á 1. hæð- inni. Stjórn Akureyrarstofu sam- þykkti að fela framkvæmdastjóra að afla frekari upplýsinga um málið, þ.m.t. um kostnað við hugmynd- ina. Náttúrugripasafnið á Akureyri hefur verið geymt í kössum til fjölda ára. Árið 2007 var sú hugmynd til skoðunar að framtíðaraðstaða Náttúrugripasafnsins yrði í hluta af húsnæði Listasafnsins á Akureyri í Kaupvangsstræti, þ.e. að þegar ráðist yrði í breytingar á húsnæðinu myndi Listasafnið flytjast á efri hæðina en Náttúrugripasafnið verða á þeirri neðri.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.