Bændablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 25
BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 20. APRÍL 2011 Sauðfjárræktin - 25 Víkurhvarf 5 Á Urriðaá í Miðfirði búa þau Sigvaldi Sigurjónsson og Þóra Ólafsdóttir. Fjárbú Sigvalda og Þóru hefur síðustu ár talið um 450 vetrarfóðraðar kindur og hefur síðasta áratug verið þekkt fyrir að vera í hópi afurðamestu fjárbúa í landinu. Sérstaklega hefur það verið þekkt fyrir einstaklega góða flokkun sláturlamba fyrir gerð, en þar hefur það verið í efsta eða í einhverjum af efstu sætunum á landinu öllu síðasta áratuginn. Ferskir fjárbændur Bændablaðið er í heimsókn og Jón Viðar Jónmundsson, landsráðunautur Bændasamtaka Íslands, er með í för. Ætlunin að ræða við Sigvalda bónda Sigurjónsson um fyrirkomulag sauð- burðar á bænum, sem þykir fremur óvenjulegur, þar sem hann er í raun tvískiptur. Sigvaldi segir svo frá: „Þetta byrjaði fyrir 15 árum. Þá var komin upp ákveðin krafa um að kjöt kæmi fyrr á markaðinn. Við stofnuð- um þá með okkur félagsskap, nokkrir bændur hér á svæðinu og einnig vestur í Dölum, sem heitir Ferskir fjárbænd- ur. Þeim félagsskap hefur ekki verið slitið. Það var þá aðal markmiðið að skaffa kjötið snemma og vera tilbúin með lömb til slátrunar helst á miðju sumri, jafnvel í lok júní – og svo var slátrað stöðugt allt sumarið og fram á haustið. Þessu fyrirkomulagi með sauðburð höfum við haldið, kannski fyrst og fremst til að komast af með minna húspláss á sauðburði.“ Kostir og gallar „Kostirnir við þetta tvískipta fyrir- komulag eru fyrst og fremst þeir að nýtingin á húsnæðinu er mjög góð. Gallarnir eru hins vegar t.d. að sauð- burðurinn verður lengri. Svo getur það auðvitað verið ókostur ef maður situr eftir með fyrirmálslömb sem maður kemur ekki út. Það getur verið af ýmsum ástæðum, t.d. júgurskemmd. Ærnar í fyrri burðarhópnum hafa byrjað í kringum 20. apríl og eru allar samstilltar. Ég svampaði þær lengi vel og prófaði síðan að láta sprauta þær en það gekk ekki nógu vel. Ég hef því bara tekið aftur til við að svampa þær og þá bera þær flestar á fjórum til fimm dögum. Þetta eru allt fullorðnar ær – elstu ærnar – og eru oftast um 50. Þær eru svo flestar komnar út um mánaðamótin þegar hitt byrjar, gemlingar og tvævetlur. Ég hef þær hér heima yfir sumarið og það er raunin að þær tolla miklu betur hér í heimalandinu en yngri ær, sem eru vanar að fara fram í dal – þessar eldri sætta sig betur við það. Meirihluti fjárins er fluttur fram í Núpsdal fyrir miðjan júní.“ Burðartímabil „Ærnar í fyrri burðarhópnum bera á tímabiliinu 20.–25. apríl og eru ekki inni nema fáa daga; kannski fjóra til fimm daga. Þær mega helst ekki vera mikið lengur en viku því þá fer ég að þurfa plássið. Gemlingarnir byrja svo um mánaðamótin og svo tvævetlurnar í kjölfarið kringum sjötta maí. Afgangurinn af fénu byrjar svo að bera í kringum miðjan maí. Þær tvílembur sem við vitum að munu bera síðast, eftir 20. maí, sorterum við frá til að setja út og þar fóðrum við þær þar til pláss er komið fyrir þær inni. Almennt má segja að við séum með kindurnar einar í stíu fyrsta sólarhring- inn og síðan tvær saman. Síðan fara þær fáar saman út í lítil hólf og eru þar í nokkra daga og svo fleiri saman í stærri hólf. Öllum ám er gefið hey að vild í útihólfunum. Burðarhjálp er veruleg. Við höfum þá vinnureglu að fara fljót- lega að athuga hvort allt er í lagi. Ef svo er látum við þetta bara hafa sinn gang og fylgjumst með, en ekk- ert of lengi áður en við grípum inn í. Ef lömb koma aftur á bak gildir að sjálfsögðu að vera eins snöggur og hægt er – án þess að vera of stress- aður.“ Vanið á milli „Það hefur alltaf þurf að venja þó nokkuð mikið á milli. Það er alltaf nokkuð um þrílembdar og stundum of margar einlembdar. Oftast gengur það vel upp að færa til innan hópsins. Ég geri það oft að taka saman tvo þrílembinga og setja undir einlembu og geyma einlembinginn – eða láta hann hanga á mömmunni þangað til næsta einlemba ber. Það passar oft betur þannig að venja tvo einlemb- inga saman undir. Þegar þetta er gert verður að þvo lömbin vel og skella svo legvatni saman við volgt baðvatnið. Þetta hefur reynst okkur best og er einfaldast. Þá höfum við oft látið einlembar rollur hafa lamb áður en þær bera. Það er kannski eitthvað lamb á lausu sem þarf að venja undir. Það gefst alltaf mjög vel ef þær eru búnar að taka þeim og lambið komið á spena áður en ærnar bera, þá hafna þær þeim aldrei – það er orðið þeirra. Þetta á sérstaklega við í þeim tilfellum þegar maður veit af því að sumar ær eiga mjög oft stór lömb en aðrar eiga minni, þá er oft einfaldast að gera þetta svona. Þetta er aðeins öðruvísi núna þegar talið er, þá er minni munur – einlembingarnir verða ekki eins stórir. Maður fer þá svolítið verr með einlemburnar. Gefur þeim minna eða lakara hey. Eins og þetta var áður voru einlembingarnir dálítið stærri og áttu ekki saman með þrílembingunum. Munurinn hefur minnkað og nú getur maður gert betur við þrílemburnar; haft rýmra á þeim og gefið þeim betur. Allt er það til bóta. “ Fóðrun „Við höfum gefið þessum fyrir- málsrollum svolítið kjarnfóður. Þær þurfa að mjólka lengur áður en þær komast á grös. Öðrum gef ég sáralítið og er nánast hættur að gefa t.d. tvílembum sem bera á eðli- legum tíma. Ég gef gemlingunum aðeins og þrílembum. Ég er aðeins að prófa að gef súrsað bygg og þær eru vitlausar í það. Í fyrra slátraði ég 23. ágúst og fór þá megnið af þessum fyrir- málslömbum. Meðalfallþungi þeirra lamba var um 17,5 kg. Ég slátraði síðan ekki aftur fyrr en 26. september. Á þessum snemms- látruðu lömbum er mun lakara gerðarmat en fitan hlutfallslega meiri. Það kann að skýrast af því að fita hefur farið minnkandi með árunum í ræktuninni, en það eru eldri ærnar sem bera fyrst. Í fyrra má segja að flest hafi gengið okkur í haginn um vor og sumar, sem skýrir þennan góða meðalfallþunga fyrirmálslamb- anna. Vöxurinn var jafn og góður og ekki mörg sem skilin voru eftir hér heima.“ /smh Heimsóknir á fjárbú í V-Húnavatnssýslu Urriðaá í Miðfirði Nú er framundan lokaspretturinn í vetrarfóðruninni og hið við- kvæma tímabil þegar lambær fara út á græn grös, fyrst gjarnan á tún og svo á úthagann. Markmiðið með fóðrun og allri meðferð á þessum tíma er að lágmarka van- höld og hámarka vaxtarhraða lambanna, sem þessar fyrstu vikur ræðst auðvitað mest af mjólkur- framleiðslu mæðranna. Taflan sem hér fylgir sýnir dæmi um fóðuráætlun fyrir ær sem bera og ganga með tveimur lömbum. Svona áætlun getur aldrei gefið upp nema grófu línurnar, en sá lærdómur sem fyrst og fremst má draga af henni er hversu mikið þarfir ánna fyrir bæði orku og prótein aukast síðustu vik- urnar fyrir burðinn og svo enn meira eftir burðinn. Á áttunda og níunda áratug síðustu aldar voru gerðar umfangs- miklar tilraunir á fjárræktarbúinu á Hesti þar sem til skoðunar var fóðrun ánna síðustu vikurnar fyrir burðinn og fyrstu vikurnar eftir burðinn. Niðurstaðan úr þessum til- raunum var að ær sem höfðu verið fóðraðar þannig fram eftir vetri að þær söfnuðu fituforða, mátti fóðra á góðu heyi eingöngu fram að burði, án þess að það kæmi niður á fæðing- arþunga lamba, jafnvel þó að 30% vantaði uppá reiknaðar orkuþarfir síðustu vikurnar fyrir burðinn. Aftur á móti var niðurstaða þessara til- rauna sú að með því að gefa 50-100 g af fiskimjöli síðustu 4-5 vikur meðgöngu og 200 g eftir burðinn yrði nyt ánna og þar með vaxtar- hraði lamba umtalsvert meiri en ef þær fengju hey eingöngu (Stefán Sch. Thorsteinsson og Sigurgeir Þorgeirsson, 1989. Vetrarfóðrun og hirðing fjár. Í: Minningarrit um Dr. Halldór Pálsson, bls. 113-145). Síðan þessar tilraunir voru gerðar hafa ýmsar forsendur breyst í sauð- fjárræktinni. Heygæði hafa aukist verulega, m.a. vegna tilkomu rúllu- tækninnar og aukinnar endurrækt- unar túna. Kjarnfóðurverð hefur hækkað verulega, ekki síst nú allra síðustu árin. Því er nú svo komið að stór hluti sauðfjárbænda hefur horfið algerlega frá því að gefa kjarnfóður fyrir burðinn og jafnvel eftir burðinn einnig. Í þeim hópi sem styðst mjög lítið við kjarnfóðurgjöf eru m.a. sumir þeirra bænda sem allra bestum árangri ná í sauðfjárræktinni, mælt í kjötþunga eftir á. Árangur þeirra hefur ekki eingöngu með gæði sum- arhaganna að gera, heldur kemur þarna til gríðarlega góð og úthugsuð fóðrun ánna á mismunandi tíma- bilum vetrarins, og mikil áhersla á skjótan og góðan þroska í uppeldinu. Ef það er eitthvað eitt grundvallar- atriði sem sameinar þá sem bestum árangri ná í þessum efnum þá er það mikil áhersla á gæði gróffóðursins. Eftir burðinn eru nánast engin tak- mörk fyrir þeirri svörun sem fæst í mjólkurlagni ánna og þar með vaxtarhraða lamba fyrir aukin gæði gróffóðurs, bæði meðan féð er á húsi og ekki síður eftir að það er komið út á græn grös. Það þekkja margir að erfitt er að fá ær til að halda sig að heyi eftir að þær komast í nýgræð- inginn. Gæði heyjanna og ferskleiki eru úrslitaatriði í því efni. Þegar sauðburður er í hámarki er vinnu- álagið mikið og því mikilvægt að öll aðstaða til að gefa fé úti sé sem best. Sumir bændur láta vel af þeirri aðferð að fara með heilar rúllur út á tún, opna endana og leyfa fénu að éta úr þeim, fara svo með þá rúllu heim í hús og gefa hana þar en setja nýja í staðinn í túnhólfið. Með þessu næst góð nýting og góður lystugleiki með lágmarksvinnu. Sérstakir garð- ar eða gjafagrindur í túnhólfum geta líka komið ágætlega út. Jafnvel þó hey séu góð getur kjarnfóðurgjöf í 5-7 daga eftir burð haft verulega jákvæð áhrif á nyt ánna. Hversu mikil þörf er á þeirri kjarnfóðurgjöf hlýtur að fara eftir því hvort nyt ánna er fullnægjandi eða ekki. Það fer bæði eftir fjár- stofninum og fyrri fóðrun. Ef ærnar flóðmjólka án kjarnfóðurs þannig að jafnvel þarf að tappa af þeim til að þær verði ekki missognar, þá er ekki ástæða til að auka á þann vanda með kjarnfóðurgjöf. Þær ær sem helst þurfa á kjarnfóðri að halda eftir burðinn eru yngri ær (gemlingar og tvævetlur), rýrar ær, þrílembur, og ær sem ganga með fleiri lömb en þær hafa borið (fósturmæður). Þær síðasttöldu, jafnvel þó vænar séu, eru stilltar inn á að mjólka einu lambi en þurfa nokkurra daga aðlögun og smá hjálp til að mjólka tveimur lömbum vel. Á sama hátt fer hæfileg fóðrun ánna fyrir burðinn mjög eftir aldri og ástandi þeirra í aðdraganda burðar og fjölda fóstra sem þær ganga með, ef það er vitað. Þó svo að almenna reglan síðustu vikurnar fyrir burð sé úrvals hey og jafnvel kjarnfóður fyrir valda hópa, þá geta vænar ær á besta aldri sem ekki ganga með fleiri en tvö lömb komist af með aðeins orkuminna hey en hinar síðustu vikurnar fyrir burð. Ýmsar rann- sóknaniðurstöður sýna jákvæð áhrif þess að það niðurbrot á holdum sem óhjákvæmilega á sér stað eftir burð- inn, sé byrjað nokkru áður en ærnar bera. /Jóhannes Sveinbjörnsson, LbhÍ. Vorfóðrun sauðfjár Sigvaldi með lömb sem komu óvænt í heiminn í byrjun apríl. myndir | smhSigvaldi með stíugrindurnar til- búnar í krærnar. Dæmi um fóðuráætlun fyrir ær. Sjá skýringar í texta. Fóðurþörf Æskil. fóðursamsetn. Hópur/tímabil Orka FEm/ dag Prótein, g AAT/dag Heyát, kg þe/dag FEm/kg þe g AAT/ kg þe Uppfylling fóður- þarfa ÆR (tvílembur) Haust+fengitíð 1,05 73 1,4 0,75 52 Gott hey Miðvetur 0,96 73 1,4 0,69 52 Sæmilegt hey 100.-130. d. meðg. 1,2 105 1,6 0,75 66 Gott hey 131.-144 d. meðg. 1,45 150 1,7 0,85 88 Úrvalshey+ kjarnfóður ? 1.-3. vika eftir burð 2,4 255 2,3 1,09 116 Úrvalshey+ kjarnfóður ?

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.