Bændablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 28
28 - Sauðfjárræktin BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 20. APRÍL 2011 Vinnulag á sauðburði Ekkert léttir vinnuna á sauð- burði eins mikið og gott skipulag. Samkvæmt þeim vinnuathug- unum sem gerðar hafa verið á sauðburðarvinnu, þá er hægt að skýra mun á vinnustundafjölda á milli bæja að nokkru leit með mismunandi aðstöðu en fyrst og fremst með skipulagi vinnunnar, bæði yfir allan sauðburðinn og eins innan hvers dags. Góð aðstaða og vinnuhagræðing gefur okkur möguleika á að sinna gripum og eftirlit með markvissara hætti. Þá gefst frekar tími til að fást við önnur aðkallandi vorverk. Því má síðan ekki gleyma að vinnuhag- ræðin og skilvirkir verkferlar skila sér í auðveldari og skemmtilegri vinnu, þannig að við fáum betur notið þess skemmtilega, en jafnframt erfiða, tíma sem sauðburðurinn er. Á hverjum degi eiga að vera ákveðnir verkgangar, það þarf að vera ljóst hver á að gera hvað og hve- nær. Oft er aukafólk fengið til sauð- burðarstarfa, misvant fjármennsku og fáir er svo gagnslausir að þeir geti ekki létt til með manni ef þeim er sagt nógu skýrt til, munum að verk- stjórinn ber ábyrgð á sýnum mann- skap. Eins þarf það að vera ljóst hver skipar fólki til hvaða starfa á búinu. Það þarf að ganga kerfis- bundið á allar stíur og athuga lömb. Sérstaklega lömbin á fyrsta sólahring. Það á helst að merkja og/eða marka lömb á hverjum degi. Stíufyrirkomulag þarf að vera klárt og hugsa alltaf sólahring fram í tímann. Allar athugasemdir á að skrifa niður, minnið er ekki svo gott á þessum tíma. Gula vorbókin er vinnubókin okkar og hún á að vera í fjár- húsunum og það á að skrifa beint í hana þegar markað er. Matartímar eiga að vera reglulegir, og hver maður verður að sofa að lágmarki 7 tíma á sólahring samfellt. Þreytt og svangt fólk skilar lélegum afköstum í vinnu og gerir fleiri mistök. Bóndinn, eða verkstjórinn verður sérstaklega að gæta að sér svo hann/hún haldi þreki út sauðburðinn. Burðaframvinda Það er hægt að skipuleggja sauðburð- inn ef vitað er um fangdaga. Oft er nóg að skrifa niður ærnar fyrstu 4-5 dagana og svo það sem gengur upp eftir fyrsta gangmál eða í lok gang- málsins. Þá er hægt að áætla hve hratt burðurinn fer af stað og eins hve lengi hann mun standa. Hér er væntanleg burðar framvinda á 400 kinda búi og þar má sjá hve margar ær munu bera á hverjum degi og hve margar ær verða með þriggja sóla- hringa lömb og fimm sólahringa. Þá er hægt að áætla hve margar ein- staklings og fjölbýlis stíur þarf, allt eftir því hvernig fyrirkomulag er hjá hverjum og einum. Sauðburðarskipulagið Þegar við hugum að því að endur- bæta sauðburðarskipulagið hjá okkur er gott að byrja á því að teikna upp sauðburðarferilinn. Hvar ætlum við að láta féð bera? Eiga bornar ær að fara í einstaklingsstíur? Hvað eiga ærnar að vera lengi í einstaklings- stíu? Hversu margar einstaklingsstíur þarf ég? Fara ærnar í hópstíu áður en þær fara út? Hvar og hvert er ánum sleppt út. Þegar við höfum teiknað um sauðburðarferilinn eigum við auðveldara með að setja inn á teikn- inguna þær innréttingar og aðstöðu sem við þurfum að hafa til taks. Það er misjafnt hversu mikla aðstöðu menn hafa til ráðstöfunar fyrir sauðburðaraðstöðu. Í sumum tilvikum eru ærnar jafnvel látnar bera úti og koma jafnvel lítið sem ekkert inn í fjárhúsin. Þá þekkist það að á sauðburði eru óbornar ær fluttar í hlöðuna og látnar bera þar. Sauðburðarkerfið er síðan sett upp í fjárhúsunum. Þannig geta aðstæður og áherslur verið afar misjafnar milli búa. Hér að ofan má sjá dæmi um sauðburðarskipulag sem byggir á því að hlaða er notuð undir sauð- burðaraðstöðu. Í hlöðunni er búið að koma fyrir inngang og aðstöðu fyrir starfsfólk. Næst þeirri aðstöðu er gert ráð aðstöðu fyrir gripi sem þurfa sér- staka meðhöndlun. Hér er t.d. um að ræða öll tilvik þar sem þarf að venja undir ær, gripir sem þurfa lyfjameð- höndlun eða á einhvern hátt fylgja ekki megin gripaflæði á sauðburði. Með því að hafa þessa gripi næst starfsmannaaðstöðunni er oftar litið til þeirra og jafnframt er styttra að sækja lyf, fóður og annað sem þarf við umhirðu þeirra. Ef búið er að fósturtelja er einlembur og þrílembur hafðar nálægt þessu svæði. Næsta svæði í hlöðunni er aðstaða þar sem tvílembur eru hafðar í ein- staklingsstíum. Þá kemur svæði með hópstíum og loks fara gripir beint út úr hópstíu og í beitarhólf. Þegar rýmkar um í fjárhúsunum er sett upp sauðburðarkerfi þar og jafnframt hópstíur. Þeir gripir fara síðan út úr fjárhúsunum og í beitarhólf. Hér er leitast við að hafa flutningsleiðir skýrar og einfaldar. Hér má síðan sjá hvernig endan- legt skipulag lítur út. Sauðburðagrindur Það er mjög mismun- andi hvernig bændur hafa verkganginn á sauðburði. Mjög margir láta ærnar bera í krónum og færa svo tvílembur bornar í einstaklingstíur þar sem þær fá að vera í 1-3 sólarhringa. Aðrir taka þær strax úr um leið og sést á þeim og láta þær bera í sérstökum burð- arstíum þar sem þær fá að vera í 2-6 tíma og svo eru settar í hópstíu með 2-4 tvílembum. Yfirleitt veltur þetta á aðstöðu á hverjum stað, húsrými, vana bóndans og veður aðstæðum í hverri sveit. Gegnumsneitt er það þrennt sem sker úr um hvort vinnuaðstaðan við sauðburð er góð: - brynning handa öllu fé, hvort sem er í einstaklingsstíum eða fjölbýli. Lömb þurfa fljót að fá aðgang að vatni, sérstaklega hjá marglembum og tvílemdum gemlingum til að hlífa júgrum ánna. gefa öllum ám hey með hjólbörum eða vagni án þess að hey sé borið yfir milligerði. færa fé á milli stía og hólfa án þess þess menn séu að lyfta fé eða þurfi að losa aukagrindur. Besta vinnuaðstaðan er þar sem aldrei þarf að færa til grindur á sauð- burðinum eftir að þær hafa einu sinni verið setta niður, heldur séu hlið eða gangar á milli sem hægt er að reka fé eftir. Stíukerfi sem gefist hafa vel inní hefðbundinn fjárhús byggja á því að mjór gangur myndist aftast í krónni upp við þilið þannig hægt sé að setja ær í hverja stíu óháð öðrum stíum. Annað atriði er að í hverri stíu þarf að vera sjálfbrynning og getur hún annaðhvort verið skálar sem komið er fyrir í stíunum eða stútar. Að brynna handvirkt tekur mikinn tíma og sér- staklega þegar tíminn er einfaldlega ekki fyrir hendi. Það er rétt að benda þeim á, sem fötubrynna, að mikil breyting er að notast við langa slöngu með krana á endanum frekar en bera til föturnar, það léttir miklu álagi af höndum, baki og fótum. Garði með lambavari og einstak- lingsstía. Aftan við stíuna er gangur, af honum eru ær settar inn í stíuna. Stærðarmálin þarf að laga að hverju húsi fyrir sig. En ærin þarf um 80 cm til að snúa sér og tvílemban þarf 1 m2 í legupláss. Hér má sjá hvernig hægt er að setja upp burðarstíur í fjárhúsum. Hér er breiddin á krónni um 2 m og valið að hafa ganginn milli burðarstíu og milli- þils 80 cm breiðan. Þannig er hægt að stúka ganginn af með spjöldum og nota hann sem burðarstíur þegar allt annað þrýtur. Gallinn við þennan gang er hins vegar sá að ærnar geta snúið við. Þannig að ef ekki á að nýta ganginn sem burðarstíur ætti hann að vera á bilinu 45-60 cm. Valið er að hafa hópstíur í krónni hinu megin við milliþilið. Það er því stutt að flytja ærnar úr einstaklingsstíu í hópstíu. Það er mikill kostur að hafa nóg af hliðum á milliþilinu þannig að hægt sé að setja inn í hverja hópstíu af ganginum. Þessi hlið koma einnig að góðum notum við allt annað fjár- rag. Mikilvægt er að geta ráðið því hvor megin er opnað inn í einstak- lingsstíurnar. Þannig á einn maður auðveldar með að flytja gripi á milli staða. Á þessari mynd að neðan má sjá hlið sem hefur alla þá eiginleika sem gott hlið þarf að hafa. Hægt er að opna hliðið beggja vegna og í hvaða átt sem er. Hliði er fest við stólpann með lokutein. Myndin er úr fjárhúsunum á Hesti. Einstaklingstíur í hefðbundinni kró með varanlegum gang á milli króa. Á þilinu er brynningarrenna og hægt er að opna spjöldin með því að taka í handföngin. Ærnar ganga undir rennuna. Sauðburðarstíur í taðhúsi. Tvö kross- viðarspjöld fest saman með löm mynda hverja stíu. Það er ríflega borið undir moð. Brynningin er 4” skolprör með götum fest upp við jötusokkin á sauðburði (sést ekki). Garðar til uppsetningar á sauðburði, annað hvort í hlöðum eða gjafagrinda hólfum. Þeir þurfa ekki að vera eins breiðir og venjulegir. 30-60 cm duga. Það er mikill kostur ef lömb komast ekki á milli stía um garðann. Stuttar grindur til að nota við garðana hér að ofan. Takið eftir járnhakinu efst á grindunum sem er notað til að læsa grindunum saman. Það má nota margvíslegar aðferðir til að læsa grindunum saman t.d. hök, vasa, járnteina. Hefðbundinn þrístæð hús þar sem tveim húsum hefur verið breytt í gjafagrindahólf. Gangur upp við þilið að þriðja húsinu. Hver hurð opnast inn í í einstaklingsstíu. Síukerfi í hefðbundna kró, brynning eru stútar festir á garðabandið. Hér þarf að vera búið að tryggja að ærnar hafi lært á stútanna fyrir sauðburð. Grindurnar eru festar við garðann með járntein sem gengur í gegnum garðabandið og ofan í gólf. Hér fyrir ofan má sjá útfærslu á sauðburargrindum frá Bjarna Bragsyni á Halldórsstöðum í Skagafirði. Grindin er tvískipt og fest við milliþilið og garðabandið með lokutein. Þannig er hægt að opna inn í stíuna beggja vegna og ýmist mynda gang upp við milli- þilið eða garðann. Grindurnar eru tengdar saman með löm, sem er tvöföld, þannig að grindurnar geta lagst allveg saman upp að milliþilinu. Þessar grindur þarf því í raun aldrei að taka niður heldur eru þær alltaf til taks upp við milliþilið. Lamir festa skammhlið og lang- hlið saman og einföld krækja lokar stíunni. Stíukerfið býður sauðburðar. Hér er búið að koma því fyrir upp á hlöðu- vegg í geymslu. Afturhliðin hangir efst og er löng grind með opum fyrir hlera. Neðar hanga stuttar grindur sem mynda langhliðina í stíunni. Það er oft góður kostur að nota hlöður, geymslur eða reiðskemmur fyrir lambfé. Þá er mikill hægðar auki að hafa tilbúnar innréttingar eða grindur og garða sem passa húsinu og auðvelt er að koma fé í og úr. Í upphafi skildi endinn skoða Það er rétt nú þegar sauðburður fer í hönd að hugsa starfið til enda. Núna verður lagður grunnur að mestu tekjumyndun búsins. Hvert lamb sem tapast er beint fjárhagslegt tjón og því verður alltaf að vera ljóst hvað til hvaða aðgerða er hægt að grípa til að auka lifun lambanna. Það er hægt að margfalda þann fjöldi lamba sem fæðist á annað borð lifandi en ferst áður en fé er sleppt, með u.þ.b 9000 krónum og það er sú upphæð sem verja má til að koma í veg fyrir slíkt tjón ef líkur eru að árangur náist til að auka lifun lambanna. Eftir sauð- burð verða menn því skoða hvernig gekk og hvernig er hægt að ná betri árangri. Verklag og skipulag á sauðburði – eftir Unnstein Snorra Snorrason og Sigurð Þór Guðmundsson

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.