Bændablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 32
32 Bændablaðið | fimmtudagur 20. apríl 2011 Utan úr heimi Undanfarin ár hafa vísinda- menn í landbúnaði víða erlendis unnið hörðum höndum að því að finna tækni sem getur dregið úr umhverfisáhrifum frá landbúnaði. Eitt af því sem sérstök áhersla hefur verið lögð á er minni amm- oníak- og lyktarmengun búanna, sér í lagi þar sem bú eru nálægt þéttbýli. Í dag eru þekktar nokkrar aðferðir sem draga verulega úr þessum þáttum. Nú hefur fyrirtækið MT Højgaard fengið einkaleyfi á sérlega áhugaverðri lausn og fyrsta fjósið, sem byggt er með þessari útfærslu, verður tekið í notkun síðar á árinu í Danmörku. Þekktar aðferðir Það er hægt að nota ýmsar aðferð- ir til þess að minnka lykt frá úti- húsum, s.s. með lífrænum aðferðum, sérstökum efnum eða með vélrænum aðferðum. Þekktustu aðferðirnar í dag eru líklega sk. þvottaaðferðir, þegar lofti útihúsanna er dælt í gegnum sérstaka hreinsistöð og möguleg mengandi efni hreinlega síuð og þvegin úr loftinu með þar til gerðu kerfi (sjá skýringarmynd 1). Kerfi sem þessu er mun einfaldara að koma í notkun í svína- og alifuglahúsum heldur en í fjósum eða fjárhúsum. Ástæðan er fyrst og fremst munur á þeim loftræstikerfum sem notuð eru. Hið nýja kerfi MT Højgaard Það sem er óvenjulegt við hið nýja kerfi frá MT Højgaard er að það er hannað fyrir náttúrulega loftræst fjós og gerir það að verkum að sk. umhverfisálag slíkra fjósa verður minna samkvæmt skilgreiningum um umhverfismál. Kerfið vinnur þannig að það fjarlægir ammoníak sem stígur upp af mykju í kjöllurum fjósanna og við gólf þeirra með því að draga loft meðfram yfirborðinu (sjá skýringarmynd 2) og blása því í gegnum síu áður en loftinu er dælt upp um stromp. 70–90% ammoníaksins fjarlægð Samkvæmt tilraunum háskólans í Árósum minnkar þannig verulega magn ammoníaksins sem stígur annars frá viðkomandi fjósi og sýndu rannsóknir háskólans að draga mætti úr menguninni um 70–90%. Auk þess kom í ljós að um helmingi minni lyktarmengun kom frá fjósinu sem var með þessum nýja búnaði, en við þá rannsókn var notaður stafrænn lyktarmælir. Umhverfisráðunautar mæla með tækninn Fyrsta fjósið sem byggt verður með þessari nýju tækni er nú í byggingu í nágrenni við bæinn Skjern á Jótlandi en fjósið er um 5 þúsund fermetrar að stærð og mun hýsa rúmlega 400 árskýr til að byrja með. Vegna loft- hreinsibúnaðarins telja ráðunautar á svæðinu að auðsótt ætti að vera að stækka búið verulega án þess að gera þurfi sérstakar kröfur til umhverfis- mála, en í Danmörku gilda strangar kröfur á því sviði vegna vandamála með bæði þéttbýli og mengun grunn- vatns. Þá horfa umhverfisráðunautar jafnframt til þess að afar líklegt sé að á næstu árum verði kröfurnar hertar varðandi minni losun ammoníaks frá landbúnaði og þá muni kerfið frá MT Højgaard koma sér vel. Snorri Sigurðsson Auðlindadeild Landbúnaðarháskóla Íslands Heimildir: Anya B. Vinstrup og Peter Kai, 2005. „Lugt fra husdyrbrug“. Grøn Viden: Husdyrbrug nr. 42: 8 s. Arne Grønkær Hansen og Helle Birk Domino, 2002. „Et biologisk filter af papir“. www.landbrugs- info.dk, skoðuð 12. apríl 2011. Heimasíða MT Højgaard, www. mth.dk, skoðuð 5. apríl 2011. Poul Pedersen og Thomas Ladegaard Jensen, 2005. „På vej mod den lugtfrie stald“. DS Nyt 2005 (9): 18–19. Verða útihús framtíðar svo til lyktarlaus? Skýringarmynd 1. Grunnuppbygging á hreinsistöð fyrir loft (mynd: Hansen og Domino, 2002). Skýringarmynd 2. Hér sést myndrænt hvernig kerfið frá MT Højgaard virkar (mynd: MT Højgaard). Aðalfundur Sambands garð- yrkjubænda (SG) var haldinn á Hótel Selfossi föstudaginn 8. apríl. Sveinn A. Sæland, formaður sambandsins, var endurkjörinn á fundinum og kom víða við í árs- skýrslu sinni fyrir 2010. Hann fjallaði m.a. um hugsanlega ESB- aðild, raforkumál, fánaröndina, tilraunamál, aðlögunarsamning- inn, tollamál og skógarplöntu- mál svo eitthvað sé nefnt. Mesta púður fundarins fór í umræður um tvö ylræktarver, sem stendur til að reisa á Suðurnesjunum og við Hellisheiðarvirkjun, þar sem garðyrkjubændur fylgjast grannt með stöðu mála. Innganga gulrófnabænda Margir fundarmenn lýstu yfir miklum áhyggjum af verunum, sérstaklega því á Suðurnesjunum. Þá fór tölu- verður tími fundarins í umræðu um inngöngu Félags gulrófnabænda í SG en ekki hefur náðst lending í því máli, þrátt fyrir marga sameiginlega fundi stjórnanna. Sérstakir gestir aðal- fundarins voru þær Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Bændasamtaka Íslands, sem fjallað um áhrif aðildar að Evrópusambandinu og Guðríður Helgadóttir, staðarhald- ari Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi, sem fjallað um námið í skólanum og þær breytingar, sem eiga sér stað á námi skólans. /MHH Æskilegt væri að framleiðendur í alifuglarækt og eggjaframleiðslu væru fleiri og búin dreifðust víðar um landið. Auka þarf hlutdeild innlends fóðurs í alifuglarækt til að tryggja betur fæðuöryggi og sjálfbærni greinarinnar. Þetta er meðal niðurstaða í skýrslu starfs- hóps um eflingu alifuglaræktar á Íslandi sem Jón Bjarnason, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, veitti viðtöku á dögunum. Starfshópurinn, sem var skipaður í janúar á síðasta ári, hafði að verk- efni að kanna og leggja fram tillögur um hvernig efla megi alifuglarækt með sérstöku tilliti til íslenskra aðstæðna hvað varðar fæðuöryggi, fóðuröflun og umhverfissjónarmið. Í niðurstöðu hópsins kemur fram að alifuglarækt á Íslandi eigi að reka á sömu forsendum og aðrar búgreinar. Eldið skuli taka mið af fæðuöryggi þjóðarinnar, umhverfissjónarmiðum og hollustu afurða auk þeirra áhrifa sem búgreinin hafi á nærsamfélag sitt. Brothætt jafnvægi Þrátt fyrir að gott jafnvægi hafi verið í framleiðslu og eftirspurn eftir bæði kjúklingakjöti og eggjum í landinu er það jafnvægi brothætt. Ástæða þess er einkum sú að framleiðslan er á höndum fárra aðila og komi upp alvarlegar aðstæður á borð við stórfellda sjúkdóma getur það jafn- vægi raskast. Hið sama má segja um slátrun og vinnslu á kjúklingakjöti en einungis þrír aðilar sinna þeim þætti nú. Ef einn þessara aðila myndi af einhverjum ástæðum þurfa að draga sig út úr vinnslunni gætu hinir tveir tæplega annað þörfum markaðarins. Engar tillögur um stærðarmörk Sömuleiðis vekur nefndin athygli á að vegna þess hversu fáir framleið- endur eru hér sé hættan sem skapast gæti vegna sjúkdóma veruleg. Ekki eigi þetta síður við vegna þess hversu stór hluti búanna sé á svipuðu svæði, þ.e. í nágrenni höfuðborgarsvæðis- ins. Í skýrslunni er þó lögð áhersla á að staða í sjúkdómavörnum sé góð á Íslandi enda séu reglur hér strangari en í öðrum löndum Evrópu. Ekki eru þó settar fram neinar til- lögur í skýrslunni um hvernig hægt væri að fjölga framleiðendum eða setja mörk á stærð búa. Að sögn Björns Halldórssonar formanns starfshópsins var það ekki hlutverk hópsins að koma fram með slíkar hugmyndir, enda sé þar um pólitískt mál að ræða. „Við bendum hins vegar á þær hættur sem kunna að felast í stöð- unni eins og hún er nú auk þess sem við bendum á mikilvægi þess að hlutdeild innlends fóðurs verði aukin í ræktuninni. Þá leggjum við líka áherslu á að ræktunin sé í sátt við umhverfið, meðal annars með nýtingu á alifuglaskít. Þessa hluti er betur hægt að uppfylla ef búin er dreifðari um landið.“ Bent er á í skýrslunni að nær öll framleiðsla kjúklinga og eggja byggi á innfluttu fóðri, sem samrýmist trauðla kröfum um fæðuöryggi. Hægt væri að auka hlutdeild inn- lends fóðurs verulega og spara með því gjaldeyri og gera greinina minna háða innflutningi. /fr Starfshópur um eflingu alifuglaræktar á Íslandi segir greinina brothætta: Fleiri kjúklingabú og víðar Auka þarf hlutdeild innlends fóðurs í alifuglarækt til að tryggja fæðuöryggi Í hnotskurn Holdakjúklingur er framleiddur á 27 búum. Þar af eru tvö á Norðurlandi en hin öll á Suður- og Vesturlandi í nálægð höfuðborgarsvæðisins. Fjórtán framleiðendur eru með yfir 1.000 varphænur, þ.a. einn með yfir 20.000 og tveir með yfir 40.000. Kalkúnaframleiðsla er á fimm búum á hendi eins framleiðanda. Á einu búi eru ræktaðar aliendur. Aðalfundur Sambands garðyrkjubænda: ESB-aðild og ylræktarver á Hellisheiði og Suðurnesjum aðal málin Erna Bjarnadóttir flutti fróðlegan fyrirlestur um möguleg áhrif inngöngu í ESB á Ísland og ekki síst á garðyrkjuna. Myndir / MHH Ferðaþjónustuhús 20-27 og 32 fm Ef þú vilt auka gistifram- boð eða hefja ferða- þjónustu eru sænsku húsin frá JABO réttu húsin. Góð reynsla og gott verð. Jabohús Ármúla 36,108 Rvk. Sími 5814070 www.jabohus.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.