Bændablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 34
34 Bændablaðið | fimmtudagur 20. apríl 2011 Árið 2011 er helgað viði og timbri. Þorsteinn Ingi Sigfússon, for- stjóri Nýsköpunarmiðstöðvar, segir að ræktun skóga á Íslandi gefi af sér við til ýmissa nota og sé þegar orðin mikilvæg undirstaða nýsköpunar í landinu. Mikilvægi trjáræktar eigi eftir að verða enn meira í framtíðinni. Gamlar sögur herma að Ísland hafi verið skógi vaxið milli fjalls og fjöru þegar land byggðist. Þeir skógar virðast hafa horfið að mestu af ýmsum orsökum. Kólnandi veður- far er nefnd sem ein skýring. Auk þess hjuggu landnámsmenn tré til nota bæði í nytjahluti og sem eldi- við. Loks var skógurinn notaður til kolagerðar, eins og lýst er þegar þær stöllur Bergþóra og Hallgerður sendu þrælana sína til kolagerðar í skóginum nærri Fljótshlíð. Þannig eyddu landnámsmenn skógunum og létu þar að auki búfénað sinn ganga þar lausan. Á löngum tímabilum Íslandssögunnar hefur skógurinn því verið í mikilli varnarstöðu. Mistilteinn örlagavaldur í goðheimum Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar, segir af þessu tilefni að þegar norræna goða- fræðin fjallaði um goðin og örlög þeirra, eins og Snorri Sturluson getur um, var einn sá hlutur sem gat grandað guðinum góða Baldri. „Þetta var mistilteinn, viðartegund sem óx vestan við Valhöll og Loki Laufeyjarson sleit upp og setti í hendur hinum blinda Heði með afleiðingum sem voru margfalt verri en bankakreppa nútímans!“ Mistilteinn (Viscum Album) er ævaforn lækningajurt sem vex sem sníkjuplanta á mörgum trjám. Ort í tré „Heimur ævintýranna yrkir oft í tré,“ segir Þorsteinn. „Við þekkjum öll Gosa (Pinocchio) úr skáldsögu ítalska rithöfundarins Carlo Collodi, strák sem var tálgaður úr tré af tréskurðar- manninum Geppetto. Brúðuna Gosa dreymdi um að verða raunverulegur strákur og lenti í ýmsum raunum og ævintýrum; nefið á honum lengdist alltaf ef hann laug! Gosi er kannski gott dæmi um þann heim sem hægt er að skapa úr tré. Sama sköpunarþrá réði þegar listamaðurinn Dieter Roth hannaði dýrahjörð úr tré 1962 og Eyjólfur í Epal og Skógrækt ríkisins hafa komið á framfæri síðan með því að endurvekja þessa hönnun á síðasta ári.“ Tré notuð sem syndaaflausn „Nútíminn lítur skóginn svolítið öðrum augum. Hann er prýði og hann er jafnvel metinn sem ,,kolefnisjafn- ari“, þannig að nokkur tré í viðbót verða eins og syndaaflausn fyrir stóra jeppann hans pabba. Birkilaufið nýtur sólarljóssins og notar það til þess að umbreyta kol- tvísýringi andrúmsloftsins og vatni jarðarinnar í tréni. Þannig er tréð sá hluti lífríkisins sem bindur gróður- húsagas.“ Þrír framleiðsluflokkar „Menn eru sammála um að hnatt- ræn hlýnun muni væntanlega auka líkur á árangursríkri skógrækt hér á landi. Nýsköpunarmiðstöð Íslands fagnar ári trésins og hefur í huga að timburafurðir úr skógum og lundum landsins skiptast upp í þrjá megin framleiðsluflokka: Í fyrsta lagi flísina sem til verður við skógarhögg og sögun. Í öðru lagi handverksefnið, sem nota má til þess að gera ýmsa nytja- hluti úr timbri. Íslenski askurinn er gott dæmi um slíka hluti. Í þriðja lagi er timbrið efni í byggingar; ekkert er dýrðlegra en að dvelja við íslenskt tréborð í fögrum timburbústað í skógarjaðri!“ Flísin verður sífellt mikilvægari „Sem nýsköpunarmanni finnst mér alltaf að notkun íslenskra skóga í eldsneyti, eins og gerist í hluta stór- iðjunnar, sé ef til vill ekki bestu not á þessu verðmæta og gildishlaðna náttúruefni. Járnblendifélagið hóf að nota viðarflís í ofnum sínum og opn- aði fyrir þessa áhugaverðu notkun. Hækkandi verð á jarðefnaeldsneyti hefur gert flísina enn mikilvægari til brennslu. Nýsköpunarmiðstöð mun í fram- tíðinni geta komið að þróun og úrvinnslu, ásamt því að veita fyrir- tækjum aðstoð við að fara í sam- vinnu við önnur fyrirtæki í úrvinnslu á þessu sviði í gegnum tengslanet Evrópumiðstöðvar NMÍ.“ Mikil þróun á vörum handverksmanna „Handverk úr skógarafurðum er orðin þekkt vara hér á markaðinum og nýta handverksmenn og hönnuðir þessa vöru í auknum mæli. Hér hefur NMÍ nú þegar komið að máli og aðstoðað marga frum- kvöðla við rekstur og þróun á vörum þeirra. Miðstöðin okkar býr svo vel að hafa á að skipa trjáfræðingi, Eiríki Þorsteinssyni, sem gjörþekkir sviðið og hefur verið leiðbeinandi um notkun trés sem smíða- og hönn- unarefnis í mörg ár. Við höfum til dæmis stutt fyrir- tæki sem hyggur á að bjóða þjónustu viðarsagar sem passar aftan í bíl- kerru og getur farið á vettvang þar sem skógarhöggsmenn vilja saga niður á staðnum. Ef til vill má segja að Reykjavík sé orðin stærsti skógur á Íslandi og mun fyrirtækið með litlu færanlegu sögina hafa starfsaðstöðu í borg- inni.“ Íslenskt timbur í byggingar „Íslenskt timbur sagað úr bolviði og nýtt sem burðarviður á langt í land með að verða markaðsvara, til þess eru skógarnir of ungir. Aftur á móti mun það aukast hægt og rólega að bolir verði sagaðir í fjalir og nýttir í byggingar og þá til smíða á inn- réttingum og í klæðningar innan- og utanhúss. Í því sambandi má nefna fram- leiðslu Guðmundar Magnússonar á Flúðum, sem er að framleiða vegg- flísar. Hér mun NMÍ geta komið í auknum mæli að aðstoð við vöru- þróun og markaðssetningu í gegnum tengslanet sitt.“ Gagnabanki um íslenskan timburiðnað „Að síðustu vil ég nefna spennandi framtak sem Nýsköpunarmiðstöð er að koma að ásamt Eyjólfi í EPAL, þeim gagnmerka frumkvöðli í íslenskri hönnun. Eyjólfur hefur áður sýnt íslensku timbri mikinn áhuga varðandi margs konar fram- leiðslu nytjalistar og kjörgripa úr tré eins og við nefndum hér að ofan. Hugmynd Eyjólfs er að búa til gagnagrunn með skrá yfir alla þá aðila á landinu sem bjóða fram þjónustu við vinnslu trés, hvort sem er sögun, rennismíði, eða hvers kyns trésmíði. Gagnabankinn mun einnig innihalda smiðjur sem vinna úr öðrum efnum. Fyrsti gagnagrunnurinn mun taka mið af Austfjörðum og mun starfsstöð Nýsköpunarmiðstöðvar á Austurlandi undir stjórn Kristbjargar Jónasdóttur hafa umsjón með verkefninu. Hönnuðir, listamenn og framleiðendur geta þá fundið í gagnagrunninum upplýsingar um hvar unnt er að fá ýmiss konar þjónustu varðandi vinnslu úr timbri og skógarafurðum,“ segir Þorsteinn Ingi Sigfússon forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar. Flísar, gosar, askar og mistilteinar: Ótal tækifæri á ári trésins Íslensk trjárækt og timburframleiðsla leiða til fjölþætts iðnaðar og nýsköpunar Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar, segir mikil tækifæri liggja í ræktun skógar og vinnslu á trjáviði. Alþjóðlegt ár skóga og verkefnið Grænn apríl hafa tekið höndum saman um að senda landsmönnum jákvæð skilaboð í tilefni af sumar- komunni. Sumardagurinn fyrsti er táknrænn samstöðudagur þjóðarinnar, tilefni sem allir geta sameinast um að gleðjast yfir. Það hefur legið þungt ský á þjóðinni undanfarin misseri. Neikvæðni og sundurþykkja hafa einkennt umræður í samfélaginu. Með ÞJÓÐARKORTI ÁRS SKÓGA vilja þessi samtök hvetja fólk til að rækta vináttu og samhygð sín í milli og benda á mikilvæg spakmæli því til stuðnings. Allir þekkja heim- speki Hálsaskógar um að ,,öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir" og Hávamál og kristin siðfræði hvetja okkur til þess að rækta vináttuna og koma vinsamlega fram, hvert við annað. Nokkur fyrirtæki hafa lagt ÞJÓÐARKORTINU lið og vilja með því stuðla að jákvæðum anda í samfélaginu. Senda landsmönnum ÞJÓÐARKORT á Ári skóga í tilefni af sumarkomunni „Tré hafa ótrúlega getu til að aðlagast loftslagsbreytingum. Aðlögun tekur hins vegar nokkurn tíma og hugsan- legt er að breytingar framundan verði örari en þekkst hefur. Þótt allnokkur þekking á aðlögun og erfðafræði- legri fjölbreytni skógartrjáa okkar sé til staðar þarf engu að síður að efla hana verulega því slík þekking er grundvöllur ákvarðanatöku um hvaða trjátegundir og kvæmi sé best að nota í skógrækt við breytilegar aðstæður.“ (Úr Selfossyfirlýsingu skógarmálaráð- herra Norðurlandanna, 2008 ). Moli um skóga í tilefni af Alþjóðlegu ári skóga 2011 Erfðafræðileg aðlögun trjáa

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.