Bændablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 35

Bændablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 35
35Bændablaðið | fimmtudagur 20. apríl 2011 Universal - LAMBAMJÓLK Lynghálsi 3 Reykjavík / Lónsbakka Akureyri / sími: 540 1100 Inniheldur öll nauðsynleg næringarefni, vítamín, steinefni og amínósýrur. Ákjósanlegur valkostur fyrir lömbin. Fæst í 10 kg pokum. Lífland er með mikið úrval vara fyrir sauðburðinn. Nýjung á íslenskum markaði Verðlagsnefnd búvara ákveður lágmarksverð sem bændur fá greitt, frá afurðarstöð, fyrir innlagða mjólk innan greiðslumarks. Auk þess ákveður nefndin hvert heildsöluverð helstu mjólkurafurða er, s.s. á neyslumjólk – smjöri – osti – rjóma og undanrennudufti. Undanfarin misseri og raun allt frá því kerfishrun varð á Íslandi í október 2008 hefur gegnið hægt og illa fyrir bændur og afurðarstöðvar að fá í gegn hækkanir til móts við þann gríðarlega kostnaðarauka sem báðir aðilar hafa mátt taka á sig. Stærsti valdurinn að kostnaðarhækkun er mikil breyting á gengi íslensku krónurnar en einnig hafa orðið beinar hækkanir á aðföngum erlendis frá, s.s. á olíu. Það hlýtur að teljast einsdæmi á Íslandi, og þó víðar væri leitað að, að ein stétt eða atvinnugrein sé skilin eftir í kuldanum og látin bera höfuðþungann af því að halda aftur af verðbólgu og hækkun vísitölu. Það þótti allavega tíðindum sæta að í yfirstandandi kjaravið- ræðum hefur ekki verið minnst einu orði á lækkun aðflutningsgjalda á innfluttar búvörur. Sennilegasta skýringin er sú að þrátt fyrir að engin höft eða tollar væru, þá stæðu íslensku landbúnaðarvörunar ennþá uppi sem ódýrustu matvæli hér á landi í dag. Er það eðlilegt að bestu afurðir í heimi séu jafnframt þær ódýrustu? Samt láta menn þetta yfir sig ganga. Um það leiti sem ég hóf búskap var hart sótt að land- búnaði á Íslandi og þá urðu menn að beygja sig fyrir þrýstingi stjórnvalda sem vildu færa kjósendum ódýrari matarkörfu með því að sleppa eðilegum hækkunum á mjólk og mjólkur- afurðum. Þessu gleyptu kúabændur við og bjuggust við að þeir nytu góðs af því síðar. Þegar hrunið varð, urðu bændur aftur nauðbeygðir að láta yfir sig ganga, lækkun á beingreiðslum – skertar greiðslur til búnaðarlagasamnings og að ríkið hætti að greiða mótframlag í lífeyris- sjóð. Aftur var ekki spyrnt við fótum og talað um að þetta yrði betra þegar landið næði sér upp úr kreppunni. Í dag virðist hins vegar flest hafa hækkað sem getur á annað borð hækkað. Allar innfluttar afurðir og aðföng, innlend vara og þjónusta hefur líka fengið að hækka óárreitt svo ekki sé minnst á skattana. En eftir sitja kúabændur og afurðarstöðvarnar með sárt ennið. Velta má fyrir sér afhverju mjólk og mjólkurafurðir hafa ekki fengið að hækka með eðlilegum hætti eins og í öðrum löndum heims. Er það af því að þeir sem berjast fyrir bættum kjörum bænda eru ekki í eins slæmri stöðu og þeir sem voru búnir að skuldsetja sig með jarða- og kvótakaupum, auk fjárfestinga í tækjum og húsakosti til bættrar vinnuaðstöðu. Er því um að kenna að 2 af 5 aðilum í verðlagsnefnd koma frá aðilum launþega og skilja ekki þá nauðsyn sem felst í því að á Íslandi getum við framleitt sem allra mest af okkar matvöru, bæði til að spara gjaldeyri og halda atvinnustigi uppi. Er þetta kannski skilningsleysi stjórnvalda sem virðast helst vilja halda á lofti orðum eins byggðarstefnu og matvælaöryggi á tillidögum og í kringum kosningar. Óháð því hvað veldur þá er það nauðsynlegt fyrir framtíð mjólkurframleiðslu og þeim fjöl- breytta mjólkuriðnaði sem við eigum í landinu að bæði bændur og afurðarstöðvar fái nú þær eðlilegu hækkanir á sínum vörum til að ekki verði stöðnun og síðan hrun í greinunum. Það má einnig velta fyrir sér hverjum sú verðtilfærsla sem er innan mjólkurafurða er að þjóna. Varla getur það skipt sköpum fyrir hin almenna neytanda, sem kaupir allar þessar vörur. Kannski liggur skýringin hjá fyrrverandi landbúnaðarráðherra og þá önnur en sú sem hann hefur haldið á lofti fram að þessu. Gæti verið að það komi sér vel fyrir flokksbróður hans og kaupfélags- stjóra í fríríkinu fyrir norðan að en eru starfræktar tvær aðskildar einingar í mjólkurvinnslu, þar sem litli bróðir skilar milljarðahagnaði á meðan risinn, Auðhumla, hefur í fyrsta skipti náð að snúa við áralöngu tapi, en þó aðeins með gríðarlegum hagræðingaraðgerðum. En er hægt að tala um hagræðingu þegar 85% bænda og afurðarstöðva gerir allt sitt á meðan hinir fáu njóta ágóðans. Svo ekki sé minnst á þá hættu sem getur skapast af því að fjársterkir aðilar setji á stofn mjólkurvinnslu til að grafa undan kerfinu og fleyta rjóman ofan af mjólkuriðnaðinum. Það hentaði þáverandi landbúnaðarráðherra vel þegar Mjólka var stofnuð og neytendur töldu sig fá „samkeppni“. En meginniðurstaða mín er allavega sú að ef að landbúnaður á að þrífast á Íslandi meira en bara fram að næstu kosningum eða þjóðaratkvæðagreiðslu, þá verða menn að fara að fá greitt eðlilegt verð fyrir afurðir sínar. Við munum alltaf búa við það hér á Íslandi að land- búnaðarafurðir verða dýrari í framleiðslu en á 44. breiddargráðu. En ef að Íslendingar vilja áfram geta átt kost á bestu mjólk og mjólkurafurðum í heimi þá verða þeir að borga fyrir það sem það kostar. Sæmundur Jón Jónsson. Raddir ungra bænda Verðlagsmál og ungbændur

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.