Bændablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 36
36 Bændablaðið | fimmtudagur 20. apríl 2011 Líf og starf Nautgripasæðingar 2010 Fjóstíran Sveinbjörn Eyjólfsson Nautastöð Bændasamtaka Íslands, Hesti Tafla 1 sýnir árangur sæðinga eftir svæðum. Tekin eru þrjú ár sem eiga að vera fyllilega sambærileg. Þegar litið er yfir tölur hefur árangur á Vesturlandi heldur fallið en batnað á Suðurlandi. TAFLA 1 - Samanburður milli áranna 2008, 2009 og 2010 Búnaðar- samband 2008 2009 2010 1.sæðing Árangur 1.sæðing Árangur 1.sæðing Árangur Án svæðis 60 42% 3 67% 6 100% Kjalnesinga 263 58% 312 55% 312 55% Borgarfjarðar 1954 57% 1965 59% 1822 60% Snæfellinga 766 60% 695 66% 700 61% Dalamanna 376 66% 373 63% 423 61% Vestfjarða 556 64% 584 67% 559 65% Strandamanna 43 51% 41 61% 43 79% V-Hún. 505 67% 490 65% 536 69% A-Hún. 789 64% 779 66% 869 65% Skagafjarðar 1912 64% 1913 65% 1945 62% Eyjafjarðar 4625 62% 4481 63% 4558 65% S-Þing. 1679 57% 1588 56% 1454 58% Austurlands 1004 56% 993 59% 1015 61% A-Skaft. 424 66% 409 52% 431 63% V-skaft 785 52% 749 59% 672 62% Rangárvalls 3137 52% 3134 54% 3186 57% Árnessýsla 5243 59% 5331 62% 5173 60% Suðurlands Landið 24121 59% 23840 61% 23704 61% Á mynd 2 má sjá að á árunum 2009 og 2010 voru flestar sæðingar í janúar líkt og undanfarin ár og næst flestar í desember. Bæði árin voru sæðingar fæstar í september líkt og áður. Mynd 3 sýnir hlutfallslegan fjölda sæðinga eftir mánuðum. Ekki er að sjá miklar breytingar milli ára. Á mynd 4 má sjá að töluverður munur er á fanghlutfalli milli mánaða. Ekki síður er verulegur munur milli mánuða milli ára. Athygli vekur hversu mikið betra fanghlutfallið er síðustu mánuði ársins 2010 heldur en árið 2009. Þó nú séu liðnir 90 dagar af árinu 2011 þá er ekki hægt að útiloka að fanghlutfallið falli er líður á árið en einhverntíma verður að setja mörkin. Ef þetta er raunhæf bæting er vonandi að hún haldi áfram. Best halda að meðaltali kýr sem sæddar eru í ágúst og september en júlí er ekki langt undan. Fanghlutfall er eins og oft áður lægst í febrúar. Á mynd 5 má sjá að alls voru 32 óreynd naut notuð í 150 1. sæðingum eða fleiri á árinu 2010 á móti 35 nautum árið 2009. Á myndinni kemur fram árangur þessara nauta. Meðalfanghlutfall þeirra er 60,6% sem er nokkru lægra en á árinu 2009 þegar það var 61,9% Munar ekki minnst um að nú fara 3 naut undir 55% fanghlutfall en á síðasta ári var það bara eitt. Þó heldur mun betur við óreyndu nautunum en reyndu nautunum sem hafa fanghlutfall upp á 58,5%. Skýring á því kann að vera að mjög mikil notkun hefur verið á nautum fæddum 2002 og er því verið að nýta þann hluta sæðis sem ekki var talinn í besta flokki. Á mynd 6 má sjá að á árinu 2010 voru notuð 24 (25 á árinu 2009) reynd naut í 150 eða fleiri 1. sæðingum (með fylgja 5 holdanaut sem mest voru notuð eins og áður). Árangur þeirra sést á mynd hér fyrir neðan en hann er að meðaltali 58.5% sem er nokkru betri en á árinu 2009 er hann var 57.0%. Ekkert naut fer niður fyrir 50% sem er gott. Mynd 1 sýnir metinn árangur sæðinga áranna 1997 til 2007, sem þýðir að kýrin kom ekki til endursæðingar innan 60 daga frá sæðingu. Þá sýnir myndin raunverulegan árangur sæðinga árin 2008, 2009 og 2010. Samanburðurinn er sláandi þegar hann er birtur með þessum hætti en það skal þó fullyrt að hann er betri en gengur í samanburðarlöndum. Hér kemur skýrsla þar sem fjallað er um sæðinga- starfsemina á árinu 2010 og nokkrar lykiltölur bornar saman við fyrri ár. Á árinu 2010 voru sæddar 24.307 kýr 1. sæðingu eða 69.7% af heildarfjölda kúa og kvígna samkvæmt talningu árið á undan. Til uppgjörs koma þó einungis 23.704 sæðingar því ófáar sæðingar eru færðar á kýr sem af einhverjum ástæðum eru ekki viðurkenndar í Huppu þar sem þær eru annað hvort ekki skráðar eða fleiri en ein kýr bera sama númer. Sambærilegar tölur fyrir árið 2009 eru 23.840 1. sæðingar eða 68.5% af stofninum. Af þessum tölum má ljóst vera að um 30% gripa kemur ekki til sæðinga og er það hlutfall alltof hátt. Ef þeir gripir kæmu til viðbótar í kynbótastarfið gætum við fjölgað ungnautum í árgangi verulega og byggt þannig undir frekari framfarir. Hér er verk að vinna. Vegbúi. Hosi. Gustur.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.