Bændablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 41

Bændablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 41
41Bændablaðið | fimmtudagur 20. apríl 2011 Aðalfundur Evrópusamtaka loð- skinnaframleiðenda (European Fur Breeders' Association eða EFBA) var haldinn á Íslandi 8. apríl síðastliðinn. Var haft á orði að vel væri við hæfi að fundurinn skyldi haldinn á Íslandi að þessu sinni í ljósi þess mikla uppgangs sem verið hefur í loðdýrarækt hér á landi síðustu misseri. Skinnaverð hefur farið hækkandi með hverju uppboðinu sem haldið hefur verið síðustu ár. Skýringar á því eru einkum þær að Kínverjar og Rússar hafa komið inn á markaðinn og eftirspurn hefur aukist verulega með tilheyrandi hækkunum á verði. Af því hafa íslenskir loðdýrabændur ekki farið varhluta. Íslendingar grípi gæsina Formaður EFBA, Knud J. Vest, segir enda að á Íslandi séu mikil tækifæri í loðdýraræktinni nú um stundir. „Aðstæður sem Ísland býður upp á eru þær bestu í Evrópu. Vandamálið er að bændur vilja sjaldnast flytja af búum sínum. Ég segi því við Íslendinga að grípa gæsina sjálfir og byggja upp loðdýrabú. Byggið upp og framleiðið minnkaskinn.“ Blaðamaður bendir á að sporin hræði á Íslandi og það skilur Vest vel. Hann bendir þó á að ekkert bendi til að verð á skinnum muni falla eins og gerðist á níunda áratugnum. „Ég ráðlegg bændum líka að byrja hægt. Byggið eitt hús til að byrja með. Þegar bændur hafa síðan selt skinnin sín geta þeir byggt næsta hús og gert hlutina hægt og rólega.“ Hóf búskap 17 ára Vest hefur sjálfur rekið minkabú skammt frá Hróarskeldu í Danmörku frá árinu 1964 en þá var hann ein- göngu sautján ára gamall. Faðir hans keypti býlið Vigen árið 1945, ein- ungis þremur dögum eftir að hersetu Þjóðverja í Danmörku lauk. Í upphafi var þar rekinn blandaður búskapur en í dag rekur Vest eingöngu minkabú þar sem framleidd eru 20.000 skinn á ári auk þess sem talsverð kornrækt er á búinu. Í gegnum tíðina hefur Vest byggt hægt og rólega og síðast var byggður minkaskáli árið 2003. Hinsvegar eru skilyrði fyrir upp- byggingu nú orðin svo stíf að hann sér ekki fyrir sér að hægt sé að byggja frekar upp. „Þannig er þetta líka orðið í Danmörku og víða í Evrópu, landnæði er orðið takmarkað og við eigum í erfiðleikum með að losna við skít frá búunum, svo dæmi sé tekið.“ Nauðsynlegt að tryggja stuðning Vest hefur verið formaður EFBA síð- ustu þrjú ár og segir hann að megin verkefnið síðustu ár hafi verið að tryggja pólitískan stuðning við grein- ina. Til þess settu samtökin á fót hið svokallaða WelFur-verkefni, þar sem unnið er að því að búa til samræmda aðbúnaðarstaðla fyrir loðdýr, dýra- vernd og umhverfisvernd. Þá hefur samstarf milli aðildarþjóða innan EFBA aukist verulega að mati Vest og segir hann það gríðar mikilvægt. Vaxandi pólitísk andstaða Meðal helstu áskorana sem loðdýra- bændur þurfa að bregðast við er vax- andi pólitísk andstaða í fjölda landa. Vest segir að róttækir dýraverndar- sinnar beiti ýmsum ljótum brögðum til að sverta ímynd loðdýrabúskapar. „Þetta unga fólk í Anima [dönsk dýraverndarsamtök, innsk. blm.] og í PETA og fleiri samtökum, þau hafa aldrei prófað að vinna á loð- dýrabúi. Þau vita ekkert hvað þau eru að tala um. Þessir dýraverndarsinnar eru bara bókstafstrúarfólk, eins og talíbanar og Al-Kaída. Þau eru upp- full af þröngsýni, það er ekki hægt að eiga samskipti við þau því þau hlusta ekki á rök. Þeirra takmark er aðeins eitt, að útrýma okkur. Þetta er klárt fólk sem veit hvernig á að nota fjöl- miðla og tæknina og eru tilbúin til að brjótast inn á búin og sýna skekkta og ranga mynd af loðdýrabúskap. Þetta er áhyggjuefni fyrir alla bændur, ef þeim tækist að eyðileggja loðdýra- ræktina þá myndu þau bara snúa sér að næstu búgrein.“ Leggja áherslu á dýravelferð Vest segist telja að síðustu ár hafi augu manna opnast fyrir því að andstæðingar loðdýraræktar beiti óheiðarlegum meðölum. „Það er mín tilfinning, en við höfum auð- vitað brugðist við með því að reyna að koma réttum upplýsingum á fram- færi. Við fylgjum öllum þeim reglum sem settar eru og höfum hvatt til þess að lögð sé áhersla á dýravelferð. Við gerum allt sem hægt er til að tryggja að allir bændur fylgi okkur að þessu sama markmiði.“ /fr Formaður Evrópusamtaka loðskinnaframleiðenda segir dýraverndarsinna innan Anima samtakanna ekki hlusta á rök: „Dýraverndarsinnar eins og talíbanar“ - Segir aðstæður á Íslandi þær bestu í heiminum og hvetur íslenska bændur til að auka loðdýrarækt   !"#$$%  %& '(#$$($$)*'(#+(,$#---.   %9  =.   @  5  2+  *(% & -% % - )=  1 9 .  4        .4 2 8 9 14   19    8 .4   &    A     8            .  8    2         .    B5C   =  8    819      =8     & 9        1    >  9 :.     =        6*( + %178 % .%*(*(%  - 1%297!" *   : 8    "!$ ;0-    .%-- D  2 &&   >  &   & 6      4     21 6   9 )    .4 2 F  6G )   > G D  E    3  87($6!7C:(    8(($6!7C+(H   <,    %   D .  EA .    ?   % 4+8, 8 2%7 = 1%  -%  >  - , 2+   1?4 <@/AB1C4/ADA EFGACHA @/DI3@1@J@KGGA EFBA í hnotskurn Aðildarlönd EFBA eru 21 og hefur farið fjölgandi síðustu ár, einkum með inngöngu Austur-Evrópuríkja. Félagsmenn eru um 6.000 og ársframleiðslan er um 30 milljónir skinna. Tæplega 60 prósent allra loðskinna í heiminum eru framleidd í Evrópu. Knud J. Vest formaður EFBA. Frá aðalfundi Evrópusamtaka loðskinnaframleiðenda. Myndir / Freyr Smálambaskinn Loðskinn mun á þessu vori eins og undanfarandi ár kaupa smálamba skinn af bændum greitt verður eftir stærð og verkun skv eftirfarandi Stór skinn lengd 50 cm eða meira (lámarks breidd 30 cm) kr. 1.200 Miðlungs skinn lengd 40- 50 cm (lámarks breidd 25 cm ) kr. 1.000 Lítil skinn 25- 40 cm kr. 700 Minni skinn en 20 cm er ekki greitt fyrir. Fyrir rifin skinn greiðist 50% af verði í viðeigandi verðflokki. Tekið er á móti skinnum söltuðum eða frosnum greitt er 150 kr. aukalega fyrir söltuð skinn ofnaá verð skv. verðlista. Nánari upplýsingar í síma 453 5910 Leiðbeiningar um meðhöndlun Almennt Hægt ar að nýta skinn af öllum lömbum sem fæðast lifandi eða drepast í fæðingu. Rétt er þó að miða við að ekki sé lengra en sólarhringur frá dauða lambsins þar til það er komið í frost eða saltað, hugsanlega getur sá timi verið styttri ef mjög hlýtt er í veðri að sól hefur skinið lengi á hræið, það má kanna ástand með því að toga í ull í nárum ef hún losna auðveldlega er rot hafið og skinnið ekki nýtanlegt. Fláning Fláning getur verið tvennskonar, annars vegar hefðbundin fláning eins gert er á haustin, þá er rist fyrir á eftirfarandi hátt, að aftanverðu er rist frá hækli í hækil og skal skurðurinn vera nálægt rassgati, að framanverðu er rist frá hné að bringukolli og svo fram miðjan hálsinn, síðan er rist frá hinu hnénu í fyrri skurðinn við bringukoll, að lokum er rist frá skurði í bringukoll og aftur í klof. Skinnið er síðan losað af en skinn á haus og fótum skilið eftir. Hinsvegar er fláning sem er gerð á sama hátt og gert er í loðdyra fláningu, þá er rist frá dindli í konungsnef báðum meginn og síðan rist milli þessara skurða neðan við rassgat. Rist hring á fótum og við haus síðan er skinnið losað í klofi afturfætur losaðir og dindill, síðan er tiltölulega auðvelt að draga skinnið fram af lambinu. Gott er að rista svo skinnið eftir miðjum kviðnum til að opna það og ef lambið er kar blautt er gott að skola það úr köldu vatni, ef lamið er full karað eða þurrt geris þess ekki þörf Geymsla Hér eru 2 kostir, frysting eða söltun Frysting: skinnið skal sett í frost sem allra fyrst eftir fláningu. Söltun: skinnið er lagt flatt og salt sett í holdrosann þess skal gætt að saltið fari út í alla skanka, síðan skal skinnið geymt þannig að vökvi geti lekið af því um viku eftir söltun er skinnið tilbúið til sendingar

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.