Bændablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 43

Bændablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 43
43Bændablaðið | fimmtudagur 20. apríl 2011 YFIRHEYRSLA Páskakúlur Mál um 5 cm í þvermál. Efni: bómullargarn, til dæmis Safran eða Muskat frá Drops. 50 g gult 50 g appelsínugult 50 g grænt Glimmergarn gyllt. Tróð til að fylla upp kúlurnar. Ein dokka af gulu Safran dugar í 8 kúlur. Heklunál nr. 3. Hver umferð byrjar með 1 loftlykkju sem er talin sem 1 fastalykkja og endar með því að tengja 1 loftlykkju í fyrstu loftlykkjuna. Úrtaka: Stingið nálinni niður í fyrstu fastalykkjuna dragið þráðinn í gegn, stingið í næstu fastalykkju, dragið þráðinn í gegn, sláið upp á nálina og dragið í gegn um allar 3 lykkjurnar. Skammstöfun: fl = fastalykkja, ll = loft- lykkja, st = stuðull. Kúla: Sláið upp 4 ll með gulu Safran + gyllta glimm- ergarninu saman á nál nr. 3 , tengið saman í hring. 1. umf. Heklið 6 fl í hringinn. 2 umf. Heklið 2 fl í hverja fl = 12 fastalykkjur. 3. umf. Heklið 1 fl í fyrstu fl, 2 í næstu, endur- takið= 18 fastalykkjur. 4. umf. Heklið 1 fl í 2 fyrstu fl og 2 fl í næstu fl, endurtakið = 24 fastalykkjur. 5.umf. Heklið 1 fl í næstu 3 fl og 2 fl í næstu fl , endurtakið= 30 fastalykkjur. 6. umf. Heklið 1 fl í næstu 4 fl og 2 fl í næstu fl, endurtakið = 36 fastalykkjur. 7-10. umf. Heklið fl í hverja fl. 11. umf. Heklið 2 fl saman ( samkvæmt úrtöku) 1 fl í næstu 4 fl endurtakið= 30 fastalykkjur 12. umf. Heklið 2 fl saman,1 fl í næstu 3 fl, endur- takið = 24 fastalykkjur. 13. umf Heklið 2 fl saman , 1 fl í næstu 2 fl, endurtakið = 18 fastalykkjur. Fyllið kúluna með tróði. 14. umf. Heklið 2 fl saman, 1 fl í næstu fl, endur- takið = 12 fastalykkjur. 15. umf. Heklið saman 2 og 2 fl allan hringinn = 6 fastalykkjur. Klippið á þræðina og dragið saman. Upphengilykkja: Heklið loftlykkjur um 12 cm með grænu bóm- ullargarni, festið bandið í báða enda í toppinn á kúlunni svo það myndi lykkju. Stærra blómið: Heklið 4 ll með appelsínugulalitnum og gyllta þræðinum, tengið í hring. 1. umf. Heklið 6 fl í hringinn, tengið. 2. umf. 4 ll, 2 stuðlar í fyrstu ll, 1 fl í næstu fl, endurtakið 6 sinnum. Minna blómið: Heklið 3 ll með grænu bómullargarni og gylltu glimmergarni, tengið í hring. 1 umf. 4 ll, 1 st í fyrstu ll, 1 fl um hringinn, endur- takið alls fimm sinnum. Samsetning: Leggið litla blómið ofan á stærra blómið og dragið með heklunálinni lykkjuna efst á kúlunni í gegnum miðjuna á báðum blómunum svo þau liggi ofan á kúlunni. Prjónaðir páskaungar: Mál um 8 cm í þvermál. Efni: Alpaca frá Drops. 50 g nr. 100 hvítt. Kid silk mohair hvítt 25 g. Gult og svart til að sauma í gogg, fætur og augu. Tróð til að stoppa upp með. Sokkaprjónar nr. 3. Prjónfesta 10 x10 = 24 lx 32 umf. með einum þræði mohair og einum þræði Alpaca. Heklunál nr. 3 fyrir upphengið. Ath. til þess að ekki myndist göt þegar slegið er upp á er tekið aftan í lykkjuna. Páskaungi: Prjónað er í hring með sokkaprjónum. Slá upp 9 lykkjur með 1 þræði Alpaca og 1 þræði Kid silk mohair. 1. umf. slétt. 2. umf. slá uppá 1 slétt, endurtekið = 18 lykkjur. 3-4 umferð slétt . 5. umf. slá uppá 1 slétt , endurtekið = 36 lykkjur. 6-7 umf. slétt. 8. umf. Slá uppá, 2 sléttar, endurtekið = 54 lykkjur. 9-11 umf. slétt. 12. umf. 9 sléttar slá uppá = 60 lykkjur. 13- 20 umf. slétt. Dragið kúluna saman þar sem slegið var upp í byrjun og saumið gatið saman að innanverðu. 21. umf. 8 sléttar , 2 sléttar saman , endurtakið = 54 lykkjur 22-24. umf slétt. 25. umf. 1 slétt, 2 slétttar saman , endurtakið = 36 lykkjur. 26-27 umf. slétt. 28. umf. Prjónið saman 2 og 2 lykkjur = 18 lykkjur. 29-30 umf. slétt. 31. umf. Prjónið saman 2 og 2 lykkjur= 9 lykkjur. 32. umf. slétt. Klippið á þræðina þannig að um einn meter sé eftir til að hekla upphengilykkju. Dragið þræðina gegnum lykkjurnar sem eftir eru á prjónunum. Fyllið kúluna með tróði áður en þráðurinn er notaður til að draga saman lykkjurnar. Upphengilykkja: Notið nú lausa þráðinn til að hekla lykkju með heklunálinni. Stingið nálinni efst á kúlunni og dragið þráðinn í gegn, sláið upp um 50 ll og endið með því að stinga nálinni aftur efst á kúl- unni til að mynda lykkju. Gangið frá endanum. Kringlótt og páskalegt Ævar Már Viktorsson er 16 ára gamall nemandi við Hvolsskóla á Hvolsvelli. Hann er einn af fjórum þátttakendum skólans í Skólahreysti sem hafnaði í fyrsta sæti í Suðurlandsriðli keppn- innar fyrr á árinu. Því er úrslita- keppnin framundan í lok apríl í Laugardalshöllinni sem Ævar Már æfir nú fyrir af kappi. Nafn: Ævar Már Viktorsson. Aldur: 16 ára. Stjörnumerki: Vatnsberi. Búseta: Hvolsvelli. Skóli: Hvolsskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Klárlega stærðfræði- tímar hjá Jónasi. Hvert er uppáhalds dýrið þitt? Faðir minn. Uppáhaldsmatur: Hamborgari. Uppáhalds hljómsveit: Engin sér- stök. Uppáhaldskvikmynd: Ekki viss. Fyrsta minningin þín? Þegar ég reyndi að fara yfir ölduna á götóttu snjóþotunni hans Sigga. Aldan var full af vatni, sirka 3-4 metrar. Æfir þú íþróttir, eða spilarðu á hljóðfæri? Já, ég æfi fótbolta, hand- bolta og fimleika. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Að fara úr henni. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég er stór. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Guð má vita það. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Þegar ég fékk ekki að hreyfa mig eftir botnlangakast. Ætlar þú að gera eitthvað sérstakt í sumar? Vinna og spila fótbolta. /ehg Í sigurliði í Skólahreysti Ævar Már æfir fótbolta, handbolta og fimleika. PRJÓNAHORNIÐ Stofnfundur Hollvinafélags Landbúnaðarháskóla Íslands Undanfarnar vikur hefur verið unnið að stofnun Hollvinafélags Landbúnaðarháskóla Íslands. Nú hefur stofnfundur verið ákveðinn föstudaginn 29. apríl kl. 10:30 í Ásgarði, Hvanneyri. Fyrir fundinn verða lögð drög að starfsreglum og tillaga um stjórn. Á fundinum verður kosið í fulltrúaráð. Ársfundur LbhÍ verður haldinn kl. 13 og er gestum á stofnfundinum boðið að sitja fundinn og þiggja hádegisverð í boði skólans. Hægt er að fá gistingu í Gamla stofnana sem síðar mynduðu skólann eru hjartanlega velkomnir. Sjá nánar á heimasíðu skólans (www.lbhi.is) 5307. Netfang: askell@lbhi.is Landbúnaðarháskóli Íslands Hvanneyri 311 Borgarnes % >*(- +  C LM,%%- N ,O ,   !"#$$%  %& '(#$$($$)*'(#+(,$#---.   C LM,%%- N O , Karmar eru úr kvistalausri endalímtrésfuru 208 cm á hæð og 88 eða 98 á breidd. Hurðir eru 200 cm á hæð og 80 eða 90 cm breiðar með sléttum krossvið að innan en fínrásuðum krossvið að utan. Þær eru með ASSA 3ja punkta læsingum og 4 IPA lömum. Hurðirnar eru grunnfúgavarðar og opnast út. www.olfusgluggar.is - Sími 567 6730 Íslenskar útihurðir til á lager. Verð kr. 99.000

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.