Bændablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 44
44 Bændablaðið | fimmtudagur 20. apríl 2011 Eftir að hafa lesið í framvind- uskýrslu utanríkismálanefndar Evrópuþingsins, Motion for a Resolution (dagsett 28. janúar 2011), um aðildarviðræður Íslands við ESB stendur eftir- farandi upp úr að mínu áliti. Utanríkismálanefndin leggur þunga áherslu á að Ísland lagi sig að skilyrðum aðildar að Evrópusambandinu með því að leggja grunn að aðlög- un að grundvallarreglum Evrópusambandsins (e. „EU acquis“). Hér er aðeins vísað í þá kafla aðildarsamningsins, sem ekki eru hluti EES-samningsins, því Ísland hefur þegar lagað sig að öðrum þáttum (sjá 18. og 19. lið í framvinduskýrslunni). Hin sam- eiginlega landbúnaðarstefna ESB (CAP) er hluti af þessari aðlög- unarvinnu. Skilaboð þingmanna Evrópuþingsins eru afdráttarlaus í þeim málaflokki: „Ísland er hvatt til að undirbúa þátttöku sína í landbúnaðar- og dreifbýlisþróunarstefnu ESB, þar sem sérstaklega skal leggja aukna áherslu á að byggja upp stjórnsýslu sem er nauðsynleg til að hrinda stefnunum í framkvæmd frá og með aðildardegi (20. liður, lausleg þýðing mín).“ Ekki er fjallað um landbúnaðarmál frekar í skýrslu utanríkismálanefndarinnar. Þetta er sérstaklega athyglisvert að tvennu leyti. Loðin umfjöllun um sjávarútvegsmál Annars vegar er umfjöllun um sjávarútvegsmál lengri og loðn- ari, vikið er að endurskoðun s a m e i g i n - legrar sjávar- útvegsstefnu ESB (CFP) innan sam- bandsins og ágæti íslensku sjávarútvegs- s t e fnunna r hvað varðar sjálfbærni og nýtingu á sjávar- auðlindinni. Þar virðist ýmsu vera haldið opnu, þó vissulega sé fyrir- sögn á þessum hluta skýrslunnar skýr: Capacity to adopt the obliga- tions of membership. Minnir þetta óneitanlega á svipaðar væntingar sem voru gefnar Bretum þegar þeir gengu í sambandið 1973. Þá full- yrtu þarlend stjórnvöld að ESB myndi endurskoða sjávarútvegs- stefnu sína til að koma til móts við breskan sjávarútveg. Að grunni til er stefna ESB í sjávarútvegsmálum enn óbreytt, nú 40 árum síðar. Ekki mögulegt að semja sig frá landbúnaðarstefnu ESB Hins vegar sýnir orðalagið um landbúnaðarmál að þingmenn Evrópuþingsins vilja senda Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra, skilaboð um hvernig landbúnaðarmálin verða meðhöndluð í aðildarsamningi. Þar verður ekki möguleiki á að semja sig frá sameiginlegri land- búnaðarstefnu ESB (CAP) heldur skal hefja undirbúning aðlögunar án tafar. ,,Samningaviðræðurnar“ munu þá snúast um upphæðir styrkja og aðlögunartímabil íslensks landbúnaðar að CAP. Annað er ekki í boði, ef marka má framvinduskýrslu utanríkis- málanefndar Evrópuþingsins. Því fyrr sem menn gera sér grein fyrir þessum raunveruleika, því betra. Jón Baldur Lorange Sviðsstjóri upplýsingatækni- sviðs Bændasamtaka Íslands Lesendabásinn ESB hvetur Ísland til að laga sig að skilyrðum aðildar Undirritaðir landeigendur við Ölfusá óska eftir svörum fyrir- svarsmanna Selfossveitna og bæjarstjórnar Árborgar við eftir- farandi spurningum. Mikilvægt er að það verði gert með ítarlegum og rökstuddum hætti, þar sem framkvæmd sem þessi kæmi til með að hafa mikil áhrif á náttúru landsins auk beinna og óbeinna áhrifa á hagsmuni íbúa sveitarfélaganna á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár, m.a. vegna laxveiðihlunninda, flóðahættu og óvissu um arðsemi og kostnað. Með ítarlega rökstuddum svörum má ætla að íbúar sveitarfélagsins geti betur áttað sig á umfangi og stöðu málsins, hver verði næstu skref og hver sé afstaða þeirra sem bera ábyrgð á virkjunaráformum þessum og undirbúningi. Hagkvæmni, arðsemi og fjármögnun: A. Yrði virkjun Ölfusár við Selfoss hagkvæm með tilliti til fallhæðar? B. Er líklegur stofnkostnaður vatnsvéla og rafala hagstæður með tilliti til orkuframleiðslu og fallhæðar samanborið við aðrar vatnsaflsvirkjanir? C. Hvað gögn liggja fyrir um arðsemi fyrirhugaðrar virkjunar, þ.e. mat á tekjum, stofn- og rekstrarkostnaði? D. Á hvern hátt kæmi mjög skuldsett sveitarfélag til með að geta fjármagnað milljarða fram- kvæmd? E. Hvernig yrði eignarhaldi virkjunarinnar háttað? F. Hvernig yrði virkjunin fjár- mögnuð? G. Hvaða tryggingar yrðu lagðar fram við fjármögnun? H. Hvert myndi meintur arður af virkjuninni renna? Í kynningu Eiríks Bragasonar á fundi með bæjarráði og veitustjórn hinn 9. október 2010 er virkjunin talin umhverfisvæn og sama haldið fram í grein Eyþórs Arnalds í Dagskránni 24. mars 2011. A. Hvernig getur virkjun Ölfusár verið umhverfisvæn? B. Hver er Eiríkur Bragason? Tómas Ellert Tómasson, stjórnar- maður í Selfossveitum, ritar eftir- farandi í greininni „Selfossbær, Selfossbær… er mér kær!“ í Sunnlenska fréttablaðinu þann 19.12.2010: „Ljóst er að fjölmörg tækifæri munu skapast í samfélaginu í námunda við virkjunina [...] Má þar þá helst nefna aukna atvinnusköpun, aukningu í ferðamennsku, fræðslu um lífríki árinnar og auknar tekjur í sveitarsjóð…“ A. Hver eru hin fjölmörgu tækifæri sem talið er að muni skapast í samfélaginu með virkjun Ölfusár? B. Hvaða fræðslu er átt við? Um lífríkið eins og það var fyrir virkjun eða um tjónið sem virkj- unin olli á lífríkinu? Landsréttindi og vatnsréttur: Á sveitarfélagið vatnsréttinn á fyrir- huguðu framkvæmdasvæði? Ef ekki, hvert er áætlað eignar- hlutfall Árborgar í vatnsréttinum? A. Á sveitarfélagið allt það land sem framkvæmdir yrðu á, t.d. vegi, stíflur, skurði, göng? B. Ef sveitarfélagið er ekki eigandi þessara eignarréttinda, hver er þá áætlaður kostnaður við kaup á þeim eða eignarnám? Rammaáætlun. A. Hvað segir um þennan virkjunarkost í rammaáætlun og umsögnum rýnihópa? B. Hvaða þýðingu hefur rammaáætlun almennt og hvaða þýðingu hefur hún sérstaklega við undirbúning virkjunar í Ölfusá að mati Selfossveitna og bæjarstjórnar Árborgar? Rannsóknarleyfi Selfossveitna: A. Hvert er efni rannsóknar- áætlunar, hvenær skal hefja rannsókn og hvenær skal henni vera lokið? B. Hvað hefur verið ákveðið að verja miklum fjámunum til rannsókna á þáttum sem til- teknir eru í umsókn um rann- sóknarleyfið? C. Hverjum hefur verið falin rannsókn á þáttum samkvæmt rannsóknaráætlun? Umhverfismat: A. Liggur fyrir ákvörðun um að fara eigi í umhverfismat? Ef svo er, hver er verkáætlun Selfossveitna varðandi rann- sóknir, umsagnir og gagnaöflun fram að því að gerð yrði tillaga að matsáætlun? B. Eru fyrirliggjandi upp- lýsingar og þekking á áhrifum virkjunar á lífríki vatnasvæðis Ölfusár og Hvítár ekki næg til þess að falla þegar frá áformum um virkjun? Fundir: Í gögnum málsins og blaðagrein Eyþórs Arnalds í Dagskránni fimmtudaginn 24. mars eru taldir upp fjölmargir aðilar sem fundað hefur verið með. A. Hvað fór fram á þessum fundum? B. Hafa þessir aðilar látið frá sér eitthvað skriflegt? Selfossi, 15. apríl 2011 Jón Árni Vignisson, Selfossi III Jörundur Gauksson, Kaldaðarnesi Spurningar til fyrirsvarsmanna Selfossveitna og bæjarstjórnar Árborgar: Virkjunaráform í Ölfusá við Selfoss Hátt í níutíu manns tóku þátt í leiðangri Karlakórs Kjalnesinga á Skjaldbreið laugardaginn 16. apríl. Kórinn fagnar tuttugu ára starfsaf- mæli sínu á þessu ári og stendur af því tilefni fyrir tuttugu viðburðum á árinu, misjafnlega hefðbundnum. Ferðin sóttist heldur seint, þar sem færi var heldur þungt og mikið hjakkað og dregið. Þegar aðeins var stutt eftir á leiðarenda voru flestir bílarnir skildir eftir og ákveðið að treysta á trukkinn. Þar kom þó að meira að segja hann komst ekki lengra – og þá var skollið á dimmt él og þótti því ekki hyggi- legt að þrjóskast við að ná tindinum. Í öruggu skjóli fjallarútunnar flutti Karlakór Kjalnesinga undir stjórn Páls Helgasonar öll ellefu erindin í ljóði Jónasar Hallgrímssonar, Fjallið Skjaldbreiður, og nokkur önnur lög við ljóð Jónasar, við rífandi undirtektir tónleikagesta. Leiðangri kórsins var farinn í sam- starfi við Upplit, menningarklasa upp- sveita Árnessýslu. Laugardaginn 23. apríl verða svo tónleikar á Esjunni, undir yfirskriftinni „Svífur yfir Esjunni“. Nánari upp- lýsingar á vef Karlakórs Kjalnesinga: www.karlakor.is. Karlakór Kjalnesinga á útitónleikum á Skjaldbreið sl. laugardag í tilefni af 20 ára starfsafmæli kórsins: Sungu „Fjallið Skjaldbreiður", og nokkur önnur lög við rífandi undirtektir Mynd / Auðunn Arnórsson.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.