Bændablaðið - 07.04.2011, Side 1

Bændablaðið - 07.04.2011, Side 1
34 7. tölublað 2011 Fimmtudagur 7. apríl Blað nr. 346 Upplag 22.300 22 Bærinn okkar Drangshlíðardalur 24 Einungis kostagripir í Ræktunarbúinu Torfunesi Bændasamtök Íslands (BÍ) hafa sent frá sér umsögn um tillögu til þingsályktunar um afturköllun umsóknar Íslands að Evrópusambandinu (ESB). Þar kemur fram að samtökin telji að hinar svokölluðu samningaviðræður séu komnar á aðlögunarstig og þegar sé hafin vinna við að breyta íslenskri löggjöf til samræmis við reglur ESB. Afdráttarlaust hafi komið í ljós á rýnifund- um í Brussel að undan- förnu að ekki sé í boði að Ísland fái varanlega heimild til að banna innflutning á lifandi búfé og plöntum frá öðrum löndum ESB. Þetta kom meðal annars skýrt í ljós á tvíhliðafundi um dýra- og plöntuheilbrigði 28. - 31. mars sl. þar sem fulltrúar ESB lýstu því yfir án nokkurra tvímæla að Ísland gæti ekki fengið slíkar undanþágur frá inn- flutningi plantna og dýra til landsins. Erna Bjarnadóttir og fleiri starfs- menn BÍ sátu þennan fund sem áheyrnarfulltrúar og fylgdust með honum í beinni útsendingu í utan- ríkisráðuneytinu. Að sögn Ernu tók Wolf Meyer yfir- maður hjá framkvæmdastjórn ESB á sviði heilbrigðismála (SANCO), til máls á fundinum og sagði afdráttar- laust að ekki yrði um neinar slíkar undanþágur að ræða . Að sögn Meyers þurfi Íslendingar að svara hvort þeir ætli að taka upp reglur ESB. Ef ekki, sé hægt að slíta viðræðum. Ísland verði að fara að ESB- reglum. Fulltrúar ESB á fundinum lögðu áherslu á að viðskipti Íslands við önnur lönd innan sambandsins teld- ust ekki innflutningur. Innflutningur ætti við um viðskipti við þriðju ríki. Forsendur umsóknar brostnar Í meirihlutaáliti utanríkismála- nefndar Alþingis vegna aðildarum- sóknarinnar er fjallað um megin- hagsmuni Íslands. Þar kemur m.a. fram að búfjár- stofnar á Íslandi séu afar viðkvæmir fyrir utanaðkomandi sýkingum. Þá segir: „Ísland hefur til þessa samkvæmt EES-samningnum verið undanþegið viðskiptum með lifandi dýr. […] Meirihlutinn telur rétt að kröfu um að þessari undanþágu verði framhaldið fyrir Ísland verði haldið uppi í mögulegum aðildarvið- ræðum.“ Ef litið er til viðbragða fulltrúa ESB á nefndum fundi er ljóst að slík kröfugerð mun ekki halda. Þar með má halda því fram að forsendur fyrir umsókninni séu brostnar. Samfylkingarmenn vilja frjálsan innflutning gæludýra Fyrir skemmstu lögðu þrír þingmenn Samfylkingarinnar fram frumvarp til breytinga á lögum um innflutning dýra til landsins. Í frumvarpinu er lagt til að gæludýr þurfi ekki að setja í sóttkví við komuna til landsins heldur þurfi eingöngu að fylgja þeim heilbrigðis- og upprunavott- orð, svokölluð dýravega- bréf. Frumvarp þetta hlýtur að skoðast í samhengi við viðræður Íslands og ESB um undanþágur frá reglum sambandsins um frjálsan flutning dýra milli landa og svæða. Óheftur innflutningur fásinna Dr. Margrét Guðnadóttir veirufræð- ingur og fyrrverandi prófessor í sýklafræði segir frumvarpið fásinnu. Margrét bendir á að karakúlféð sem flutt var hingað til lands og bar með sér tvær tegundir mæðiveiki, garnaveiki og visnu hefði fengið stimpla frá fín- ustu stofnunum um heilbrigði þess. „Eftir að þessar pestir voru greindar hér kom á daginn að þær voru til staðar í mildu formi á svæðum þaðan sem þessi dýr komu. Þar gerðu þær ekki usla vegna þess að stofninn hafði við þeim ónæmi. Sjúkdómarnir voru sem sagt óþekktir þar til þeir urðu að faraldri hér á landi. Hvernig á að vera hægt að gefa út heilbrigðisvottorð vegna sjúkdóma sem eru óþekktir?“ spyr Margrét. Hún segir málið stóral- varlegt og það verði að stoppa. /fr Hagræðingarferli í mjólkuriðnaði á Íslandi hófst 1988 hefur skilað umtalverðum sparnaði og lægra verði á mjólk til neytenda að mati stjórnenda í afurðastöðvum MS. Sjá blaðauka um mjólkuriðnaðinn á bls 15 - 20. Mynd | HKr. Engar undanþágur í boði Gengur gegn meginhagsmunum Íslands og forsendur umsóknar því brostnar Ísland verður að hlíta reglum ESB um óheftan innflutning dýra og plantna: Hálfíslenskur Dani með lífrænt kúabú Þrír stofnfélagar Landssambands kúabænda á 25 ára afmælisárshátíð samtakanna í Sjallanum á Akureyri 26. mars sl. F.v. Jón Gíslason, Lundi í Lundarreykjadal, Egill Sigurðsson, Berustöðum, Ásahreppi og Benjamín Baldursson, Ytri-Tjörnum, Eyjafjarðarsveit. Mynd | MÞÞ Sjá nánari umfjöllun um aðalfund LK á bls. 26 Landssamband kúabænda 25 ára „Ef litið er til viðbragða fulltrúa ESB á nefndum fundi er ljóst að slík kröfugerð mun ekki halda. Þar með má halda því fram að for- sendur fyrir umsókninni séu brostnar.“ Bændatorg - Ný upplýsingagátt á vefnum Bændatorg, upplýsingagátt fyrir bændur og ráðunauta, er ný vef- þjónusta frá Bændasamtökunum sem fer í loftið á morgun föstu- dag. Inni á vef samtakanna, www. bondi.is, geta bændur skráð sig inn á sitt eigið svæði þar sem þeir hafa aðgang að margvíslegum upp- lýsingum úr sínum búrekstri. Með Bændatorginu þurfa bændur því eingöngu að nota eitt lykilorð í stað þess að skrá sig inn í mörg kerfi eins og verið hefur. Á vefnum geta bændur og ráðunautar skipst á upp- lýsingum en stefnt er að því að sam- skipti þeirra á milli fari í ríkari mæli í gegnum Bændatorgið þegar fram líða stundir. Öruggur aðgangur er tryggður með rafrænu auðkenni en meðal upplýsinga sem bændur geta fengið á Bændatorginu eru yfirlit úr skýrsluhaldskerfum, upplýsingar um beingreiðslur og grunnupplýsingar um bú og félagsaðild. Sjá nánar á bls. 23. Drög að nýjum jarða- og ábúðarlögum lögð fram Lögbýli verða ábúðarskyld Óheimilt verður að eiga fleiri en þrjú lögbýli Eigendum lögbýla verður skylt að byggja þau sjálfir eða að leigja þau hæfum umsækjanda að mati sveitarstjórna. Því verður ábúðar- skylda lögbýla innleidd að nýju. Sömuleiðis mega einstaklingar eða lögaðilar ekki vera eigendur að fleiri lögbýlum en þremur, hvorki að öllu leyti né að hluta. Gildir það einnig um eignarhluti í félögum. Þá er tiltekið að eignist einstaklingar eða lögaðilar fleiri en eitt lögbýli skuli þau liggja í ákveðinni fjar- lægð í loftlínu frá íbúðarhúsnæði á því lögbýli sem viðkomandi eignast fyrst. Sú fjarlægð hefur enn ekki verið ákveðin. Þetta kemur fram í drögum að frumvarpi til nýrra jarða- og ábúðar- laga sem Jón Bjarnason sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra hefur lagt fram til kynningar. Í drögunum kemur einnig fram að áður en skipu- lagsáætlanir sveitarfélaga taki gildi skuli leitað umsagna sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra enda megi slíkar skipulagsáætlanir ekki ganga gegn markmiðum laganna um land- búnaðarnot lands og fæðuöryggi. Frumvarpsdrögin byggja á niðurstöðu vinnuhóps sem ráðherra skipaði og skilaði af sér 1. desember á síðasta ári. Ef frumvarpið verður samþykkt verður hægt að beita jarðeigendur áminningum byggi þeir ekki jarðir sínar. Bregðist þeir ekki við innan ákveðins tíma er sveitarstjórnum heimilt að ráðstafa lögbýlum til leigu í allt að fimm ár í senn. Einnig verður ráðherra heimilt að leyfa ábúendum á jörðum sem skipt hefur verið heimild til að leysa til sín úrskipta jarðar- hluta á ný sé ekki rekið þar bú. Til þess þurfa þó að liggja hagsmunir sveitarfélags. Náist ekki samkomu- lag um verð á jarðarhlutanum skal greiða bætur samkvæmt lögum um eignarnám. Frumvarpið hefur verið birt á heimasíðu ráðuneytisins og sent hags- munaaðilum til umsagnar. Frestur til athugasemda og umsagna er til 27. apríl. /fr Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.