Bændablaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 6
6 Bændablaðið | fimmtudagur 7. apríl 2011 Málgagn bænda og landsbyggðar LOKAORÐIN Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 6.200 en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr. 3.100. Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0332 Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir ehg@bondi.is Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Freyr Rögnvaldsson fr@bondi.is – Sigurður M. Harðarson smh@bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason eh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN 1025-5621 Áfangaskýrsla um díoxínmengun í Engidal í Skutulsfirði hlýtur að vera öllum bændum nokkuð áfall. Þar er staðfestur grunur um að mengandi starfsemi, sorpbrennsla á vegum sveitarfélags, hefur valdið bændum alvar- legum skaða. Í áraraðir hefur staðið styr um starfsemi Funa. Það er þess vegna sem bænd- ur og afurðastöð þeirra í mjólkuriðnaði hafa haldið vöku sinni og afhjúpað stóralvarlega brotalöm þeirra sem bera ábyrgð á starfsemi mengandi fyrirtækis og þeirra eftirlitsaðila sem þar gefa út starfsleyfi. Matvælastofnun hefur í framhaldinu lýst yfir banni við nýtingu afurða af svæðinu. Þar sem ekki er um sjúkdóm að ræða er ekki hægt af stjórnvöldum að fyrirskipa niðurskurð bústofns. Hitt er hins vegar alveg augljóst að lítill ávinn- ingur er fyrir bændurna að halda áfram fram- leiðslu. Þó ekki sé hægt að fullyrða að t.d. lömb verði ekki hæf til nýtingar í haust, ef féð gengi t.d. í öðru beitarlandi, er talin of mikil óvissa að forsvaranlegt sé að halda búskap áfram. Í það minnsta er ekki hægt að heimila slíka nýtingu fyrr en eftir ítarlegar rannsóknir á kjötinu. Það eru hins vegar ekki rök fyrir niðurskurði á kostnað og ábyrgð bænda að rannsóknir á sýnum séu svo kostnaðarmiklar að þess vegna ætti að farga bústofni. Vera má að ítarleg sýnataka og rannsóknir innifeli hærri kostnað en afurðaverð til bændanna, en eiga bændur ekki einfaldlega rétt á að slíkum rannsóknum sé sinnt? Hér verður að treysta á leiðsögn og ráðgjöf Matvælastofnunar og okkar bænda að eiga við hana gott samstarf. Umhverfisvernd í skötulíki Þá kemur að þeirri grundvallarspurningu sem allir bændur landsins hljóta að setja fram: Er það sjálfgefið að landbúnaður, búskapur, víki fyrir hagsmunum annarra sem seinna koma? Að það sé sjálfgefið að t.d. mengandi starfsemi geti og eigi ekki að víkja fyrir þeim hagsmunum bænda sem áður nýttu landið og byggðu bú sín í góðri trú. Sérstaklega í þeirri trú að allt regluverk og eftirlit hins opinbera væri það burðugt að ekki kæmi til slíkra árekstra. Víða um land er örugg- lega að finna starfsemi sem í dag er ekki sýni- legur mengunarvaldur á umhverfi. En þegar slíkt kemur upp sitja matvælaframleiðendur, bændur, veiðimenn, sjómenn og fleiri aðilar sem byggja afkomu sína á náttúrunni í súpunni. Mér liggur við að segja að af þessari reynslu megi draga þann lærdóm að umhverfisvernd er í skötulíki. Of oft er fullyrt að tiltekin starfsemi sé ekki skaðleg og hafi enga mengun í för með sér. Þegar í harðbakkann slær, eins og nú hefur gerst, eiga þau viðhorf helst framgang að hags- munir bænda séu léttvægir í samanburði við kostnað mengunarvaldarins. Það er ekki eðlilegt og þvert á móti sjálfgefið að bændur víki með starfsemi sína. Sveitarfélög eiga að gæta hagsmuna sinna íbúa Það er öllum ljóst að kerfi okkar á ekki skýra verkferla þegar slík mál sem hér um ræðir koma upp. Við eigum farveg ef upp koma alvarlegir sjúkdómar og grípa þarf til niðurskurðar til að tryggja heilnæmi matvæla. Eins til að vernda annað búfé fyrir smiti og verjast útbreiðslu sjúk- dóma. Þó ekki séu allir sáttir við þær aðgerðir er þar samt til aðgerðaáætlun sem hægt er að styðjast við. Það hlýtur að vera krafa bænda að löggjafinn taki þetta föstum tökum. Sú skoðun er sett hér fram að sveitarfélaginu ber að ganga fumlaust fram og ná samkomulagi við bændurna og láta þá ekki velkjast í vafa um stöðu sína. Til þess eru sveitarfélög að halda utan um hagsmuni íbúanna. Sveitarfélagið hlýtur síðan í framhaldinu að leita þeirra leiða sem færar eru að ná fram stuðningi og rétti sínum, telji það ábyrgðina liggja hjá öðrum en sér. Eigum margt ólært Við eigum margt ólært um áhrif af margháttaðri starfsemi okkar nú á tímum. Engin spurning er að málið í Engidal er aðeins fyrsta málið sem kemur upp og þau geta verið margvísleg. Í sambandi við díoxínmengun frá sorpbrennslu er rétt að árétta það hér að samkvæmt rann- sóknum er ekki talin vera sambærileg mengun af öðrum sorpbrennslum sem í gangi eru á landinu. Stór landbúnaðarsvæði í landinu eru t.d. innan áhrifasvæða margskonar stóriðju. Á næstu árum er næsta víst að einhver slík tilfelli, sem við þekkjum ekki í dag, koma upp. Hér er samt ekki efast um að gæði íslenskra búvara og heilnæmi íslenskra matvæla. En ábyrgð okkar allra, bænda, afurðastöðva og eftirlitsaðila er mikil og um það hlutverk verða menn að sameinast. /HB Margt ólært í mengunarmálum Af hverju var ekki    LEIÐARINN Á sunnudaginn mun ég stíga spenntur á fætur. Mitt fyrsta verk verður að kíkja út um gluggann til að sjá hvort eitthvað hafi breyst. Mun ég sjá Fidel gamla Castro aka um götur á 55 módeli af amerískum Chevrolet. eða á haugryðguðum Mosckvits ef við segjum Nei við Icesave? Eða mun ég sjá skæl- brosandi breskar og hollenskar fót- boltabullur arka um stræti og ausa á báðar hendur úr fullum vösum af evrum, ef við gerum það sem ríkis- stjórnin og Samtök atvinnulífsins ætlast til að við gerum? Það er ekker skrítið þó þjóðin sé rugluð í öllu þessu bulli. Hér uppi á klakanum eru stjórnmálamenn að fara á límingunum yfir að þjóðin muni hugsanlega ekki vilja ábyrgjast skuldir óreiðumanna sem fóru með íslenskt þjóðfélag nánast alla leið til fjandans. Það er þó en furðulegra að horfa á sprenglærða hagfræðinga og lög- fræðinga stíga fram ábúðarfulla hvern á fætur öðrum og halda því fram að sín útgáfa af sannleikanum sé sú eina rétta. Samt tala þeir gjörsamlega í kross. Af hverju hafa menn ekki reynt að fá óyggjandi svör við því hvaða lögformlegar skyldur íslenska ríkið og þegnar þess þurfa að uppfylla varðandi Icesave sukkið? Það væri kannski ráð að hlusta eftir orðum hins franska hagfræðings Alain Lipietz, sem situr á Evrópuþinginu og kom auk þess að því að semja eftirlitsregluverkið í kringum banka- starfsemina í ESB. Hann sagði skýrt og skorinort í Silfri Egils fyrr á þessu ári að Ísland hafi engar lögformlegar skyldur við að ábyrgjast skuldir einka- fyrirtækja eins og banka. „Það er ekkert skrifað um það í tilskipun 94 að ríkisábyrgð sé sett fyrir skuldum einkafyrirtækja.“ Það sé auk þess algjörlega andstætt inn- taki tilskipunar 94 frá 2002 og öllum öðrum tilskipunum sem málið varðar. Þá fullyrðir hann að það hafi verið á ábyrgð gistiríkisins að krefjast þess af Landsbankanum að hann legði fram innistæðutryggingar í sjóði í Bretlandi og Hollandi til að mæta áföllum. Það hafi ekki verið gert. Því viti bæði Bretar og Hollendingar að þeir myndu tapa máli gegn Íslendingum fyrir Evrópudómstólnum. Ef þetta er rétt, af hverju reyndi íslenska ríkið ekki einu sinni að knýja fram óyggjandi svör um lög- formlega ábyrgð í málinu fyrir Evrópudómstólnum áður en farið var af stað í þessa furðulegu samninga- leiðangra? /HKr Smekkfullt á góðri Stóðhestaveislu á Króknum Stóðhestaveislan á Sauðárkróki sl. föstudag tókst vel og komust færri að en vildu. Smekkfullt var á pöllunum og stemmingin góð enda húsið fullt af skemmtilegu fólki. Fram komu rúmlega 30 hross, flest stóðhestar, en einnig nokkur afkvæmi. Hestakosturinn var frábær og engin leið að gera upp á milli allra þeirra góðu hesta sem glöddu gesti, en þó má segja að tvö atriði hafi heillað alla upp úr skónum. Annars vegar frammistaða hinnar sex ára gömlu Auðar Karenar á Friðriki X frá V-Leirárgörðum og svo heiðr- unin á höfðingjanum Kjarval frá Sauðárkróki. Auður Karen og Friðrik rúlluðu um gólfið, átakalaust og yfirvegað og sýndi sú stutta mikla fimi, frá- bært jafnvægi og eðlishæfileika sem hestamaður. Bergur Jónson, hrossaræktandi ársins, færði Auði glaðning frá hestavöruversluninni Ástund og Hrossarækt.is og hvatti hana til frek- ari dáða í hestamennskunni. Þess má til gamans geta að Auður Karen var heimsótt í hinum vinsæla sjónvarps- þætti Landanum á RÚV sl. sunnudag og geta þeir sem af misstu geta séð þáttinn á ruv.is. Kjarval frá Sauðárkróki stendur á þrítugu og var hann heiðraður sérstaklega á sýningunni. Hann var leiddur inn af eiganda sínum og ræktanda Guðmundi Sveinssyni og tóku þeir við viðurkenningu frá Hrossarækt.is úr hendi Eyþórs Einarssonar hrossaræktarráðunautar í Skagafirði. Kjarval hefur markað djúp spor í íslenska hrossarækt og er enn að, en sl. sumar fyljaði hann 13 af þeim 15 hryssum sem hjá honum voru. Klárinn er í góðu standi og tók sig vel út á hallargólfinu. Honum til heiðurs dönsuðu hálfsystkinin Fláki og Alfa frá Blesastöðum 1A um gólf- ið, en þau eru undan Kjarvalsdóttur. Á heildina litið tókst þessi fyrsta Stóðhestaveisla norðanlands mjög vel og má reikna með að leikurinn verði endurtekinn að ári. Á Facebook síðu Reiðhallarinnar Svaðastaða má sjá mikinn fjölda skemmtilegra mynda frá veislunni. Stóðhestaveisla á Suðurlandi mun fara fram nk. laugardag 9. apríl kl. 15 og er forsala miða hafin í Ástund og N1 á Ártúnshöfða, Hveragerði, Selfossi og á Hvolsvelli. Auður Karen og Friðrik X heilluðu sýningargesti. Myndir/Sveinn Brynjar Pálmason. Höfðinginn Kjarval var heiðraður sér- staklega á sýningunni.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.