Bændablaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið | fimmtudagur 7. apríl 2011 Fréttir Í væntanlegu frumvarpi Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til nýrra jarðalaga eru hugmyndir sem hafa farið mjög fyrir brjóstið á landeig- endum. Telja þeir sig hlunnfarna verði slíkt frumvarp að lögum. Er afar þungt hljóð í mörgum land- eigendum vegna þessa sem og gagnvart fleiri fyrirhuguðum laga- breytingum sem lúta að skerðingu á réttindum landeigenda. „Berjist af fullri hörku“ Örn Bergsson frá Hofi í Öræfum, formaður Landssamtaka landeigenda á Íslandi (LLÍ), var ómyrkur í máli á aðalfundi samtakanna um að verið sé að ganga á rétt landeigenda á ýmsum sviðum og sagði þar m.a.: „Framundan er blóðug barátta fyrir okkar fornu réttindum sem við höfum haft allt frá landnámi. Þess vegna hvet ég félagsmenn til að halda vöku sinni og berjast af fullri hörku gegn því þjóðnýtingar- og forsjárhyggjuliði sem nú er við stjórnvölinn. Hins vegar skulum við alltaf vera meðvituð um að því fylgir ábyrgð að eiga land og að okkur ber skylda til að varðveita það og skila því jafn góðu eða betra til komandi kynslóða.“ Óttinn við lagabreytingu fælir kaupendur frá „Umræðan er strax byrjuð að hafa áhrif og fælir fólk frá því að kaupa,“ segir Magnús Leopoldsson, fast- eignasali hjá Fasteignamiðstöðinni, sem hefur mikla reynslu af sölu jarða víða um land. „Það virðist samt enginn vita hvert vandamálið er og af hverju þurfi að breyta lögunum. Enginn skortur er á landi en aftur á móti er skortur á fjármagni svo fólk geti keypt sér jarðir.“ Magnús segir það einnig mikið ofmat að menn hafi verið að sanka að sér jörðum í stórum stíl. „Það var heldur meira selt af jörðum 2007 vegna þess að þá var auðveldara að fá fjármagn. Salan var þó ekkert í líkingu við það sem skilja má af umræðunni. Svo langt sem ég hef skoðað þessi mál aftur í tímann hefur það alltaf gerst annað slagið að einhverjir hafa átt nokkrar jarðir um tíma. Ég sé engin teikn á lofti um að slíkt sé að gerast í auknum mæli. Óttinn við að slíkt gerist í stórum stíl er því algjörlega ástæðulaus.“ Segist Magnús þó geta tekið undir að sumir jarðeigendur hafi farið full geyst í að taka jarðir úr ábúð til að nýta þær undir sumarbústaðabyggð eða annað. Það réttlæti samt ekki for- ræðishyggju af þeim toga sem birst hafi í þessum frumvarpsdrögum. Jarðasala hafi svolítið farið í gang að nýju á árinu 2010 eftir þann aftur- kipp sem varð í efnahagshruninu en nú haldi menn að sér höndum vegna óvissunnar. Hömlur á jarðasöfnun Í frumvarpsdrögum Jóns Bjarnasonar er gert ráð fyrir að ábúðarskylda verði lögð á bújarðir að einhverju leyti. Hefur ítarlega verið rætt hvort setja eigi hömlur á að jarðir safnist á hendur fárra ein- staklinga og lögaðila, eins og dæmi voru um fyrir efnahagshrunið 2008. Landssamtök landeigenda á Íslandi (LLÍ) sendu frá sér harðorða ályktun eftir aðalfund 16. mars sem greint var frá í síðasta tölublaði Bændablaðsins. Þar var lýst þungum áhyggjum vegna hugmynda sem starfshópur landbúnaðarráðherra hefur sett fram um breytingu á jarðalögum og varða ábúðarskyldu á jörðum. Nóg til af ræktanlegu landi Í ályktun stjórnar LLÍ var bent á að nóg væri til af ræktanlegu landi á Íslandi, gagnstætt því sem er í Danmörku og Noregi sem vinnu- hópur landbúnaðarráðherra kýs að nefna til samanburðar. „Hér er því engin ástæða til að óttast að fæðuöryggi sé stefnt í hættu vegna þess að skortur sé á landrými til landbúnaðar. Þá vilja lands- samtökin minna á að stutt er síðan jarðalögin voru endurskoðuð og að ekki hefur með nokkrum hætti verið sýnt fram á nauðsyn til breytinga, hvað þá afturhvarf til fortíðar og forræðishyggju. Vonandi kemur sá tími aldrei aftur, þegar bændur vilja bregða búi, að þeir geti einungis selt eignarjörð sína fyrir sambæri- legt verð og tveggja herbergja íbúð í Reykjavík kostar. Verði ábúðarskylda á jörðum lög- fest á Íslandi munu bújarðir vafalaust falla í verði og því er lagabreyting í þá veru bein aðför að bændum og öðrum jarðeigendum. Jafnframt er minnt á að margar jarðir eru nýttar m.a af eigendum nágrannajarða og gera þannig búskap á þeim jörðum mögulegan. Ef markmiðið með lagabreyting- unni er að auðvelda nýliðun í bænda- stétt er hvorki sanngjarnt né eðlilegt að það sé gert á kostnað landeigenda einna heldur á kostnað samfélagsins alls. Landssamtök landeigenda vara við því að eigendur bújarða verði settir á klafa átthagafjötra með því að rýra verðgildi jarða þeirra með vanhugsaðri lagasetningu.“ Bann við utanvegaakstri Örn Bergsson gagnrýndi einnig harðlega á fundi LLÍ frumvarp um breytingu á lögum um náttúruvernd. Í frumvarpsdrögunum er gert ráð fyrir að banna allan utanvegaakstur og að akstur utan vega verði háður leyfisveitingum. Einnig er heimild til gjaldtöku fyrir leyfisveitingar. Vísaði hann í umsögn LLÍ um málið, þar sem segir m.a.: „Landssamtökin telja þá ráðagerð sem fram kemur í frumvarpinu, um að lögfesta fullkomið bann við akstri vélknúinna ökutækja á eignarlöndum utan vega, fráleita og leiða af sér svo miklar takmarkanir á nýtingu eignarréttarins að ekki standist stjórnarskrá. Að banna umferð um eignarlönd með þessum hætti myndi gera það að verkum að möguleikar eigenda á nýtingu lands síns myndu skerðast svo verulega að nýting landsins yrði dýrari og torveldari. Þetta myndi leiða til verðfalls og til þess að bótaréttur stofnast á hendur ríkisvaldinu.“ Hápólitísk átök Vatnsréttindi landeigenda voru Erni einnig hugleikin og sagði hann m.a. í ræðu sinni: „Ráðherrar í ríkisstjórn og stjórnarliðar á Alþingi telja það eitt af forgangsverkefnum að lögfesta þjóðareign á vatni. Umræðan um vatn og vatnsréttindi er þannig hluti af hápólitískum átökum um sjálfa þjóðfélagsgerðina í þágu ríkis- væðingar en gegn eignarrétti sem viðurkenndur hefur verið frá því að land byggðist. Svo langt er gengið í grímulaus- um áróðri að látið er í veðri vaka að tryggja verði almenningi aðgang að drykkjarvatni með því að breyta sjálfri stjórnarskránni. Staðreyndin er hins vegar sú að 75% vatnsrétt- inda eru í eigu ríkisins en 25% eiga eigendur fasteigna. Síðan er almenn- ingi tryggður, með víðtækum eignar- námsheimildum í gildandi vatna- lögum frá 1923, aðgangur að nægu vatni.“ Þá sagði Örn: „Þjóðareign á auðlindum. Þetta er hrópað á torgum og fremstur í þeim flokki er forsætisráðherrann sjálfur. Í þinginu sagði hún að það væri aðal- mál stjórnlagaþings að koma inn í stjórnarskrána ákvæði um þjóðareign á auðlindum.“ /HKr. LLÍ telja að sér vegið, nái frumvörp um breytingar á jarðalögum og náttúruverndarlögum fram að ganga: „Framundan er blóðug barátta fyrir okkar fornu réttindum“ - sagði Örn Bergsson formaður LLÍ á aðalfundi samtakanna Örn Bergsson frá Hofi í Öræfum (lengst til hægri á myndinni), formaður Landssamtaka landeigenda á Íslandi á málþingi í Bændahöllinni þar sem m.a. var rætt um lagalega stöðu landeigenda gagnvart hinu opinbera. Mynd/HKr. Magnús Leopoldsson. Ferðamálastofa hefur tekið ákvörðun um úthlutun styrkja vegna úrbóta á ferðamannastöð- um fyrir árið 2011. Alls hlutu 28 verkefni styrki að upphæð samtals 33 milljónir króna. Alls bárust 178 umsóknir, sem er nokkur fækkun frá fyrra ári. Heildarupphæð sem sótt var um var um 330 milljónir króna en til úthlut- unar að þessu sinni voru, sem fyrr segir, 33 milljónir. Sótt var um styrk vegna fjölda áhugaverðra verkefna og reyndist því erfitt að velja á milli, þar sem einungis var hægt að verða við litlu broti af umsóknunum. Alls hlutu 28 verkefni styrk en almennt má segja að talsvert hafi verið veitt í hönnun og undirbún- ing framkvæmda að þessu sinni. Að meðaltali er hver styrkupphæð heldur hærri en verið hefur undan- farin ár en hæsta styrkinn, 6 millj- ónir króna vegna tveggja verkefna, fékk félagið Vinir Þórsmerkur vegna hönnunar göngubrúa yfir Markarfljót og viðhalds göngustíga á Goðalandi. Mörg áhugaverð verkefni Meðal þeirra sem einnig fengu styrk að þessu sinni má nefna Sjálfsbjörgu Suðurlandi, sem fékk 1,5 milljónir til að koma upp heilsárs náðhúsi í Haukadal, Rangárþing eystra fékk 2 milljónir króna vegna verkefnis sem snýst um að gera tröppur að Seljalandsfossi, VSÓ Ráðgjöf og Skútustaðahreppur fengu 900 þúsund krónur til að gera hjólastíg umhverfis Mývatn, Vesturbyggð hlaut 2 millj- ónir króna í styrk til að vinna að heildarskipulagi svæðisins við Látrabjarg, Ferðaþjónustan Hólmi og Brunnhóll, ferðaþjónusta bænda hlutu 1,4 milljónir króna í styrk vegna göngubrúar yfir Hólsá við Fláajökul í Austur-Skaftafellssýslu, Framfarafélag Flateyjar fékk 3 millj- ónir til að bæta ferðamannaaðstöðu í Flatey á Breiðafirði og þá komu 500 þúsund krónur í hlut Ferðafélags Snæfellsness vegna Miklubrautar – gönguleiðar um Snæfellsnes. Auk þeirra 33 milljóna sem komu til úthlutunar má geta þess að fjár- munir voru settir í eins konar við- bragðssjóð sem hugsaður er fyrir aðstæður sem kunna að skapast á komandi sumri. Styrkjum vegna úrbóta á ferða- mannastöðum hefur verið úthlutað árlega frá 1995 og var þetta því í 17. skipti. Á þessum tíma hefur Ferðamálastofa varið yfir 700 millj- ónum króna til framkvæmda á um 300 stöðum á landinu. /MÞÞ Styrkir vegna úrbóta á ferðamannastöðum: 28 verkefni fengu samtals 33 milljónir Skil á búreikningum til Hag- þjónustu landbúnaðarins eru hluti af árlegri hagtölusöfnun í landbúnaði. Uppgjör búreikninga er m.a. notað við gerð samninga milli ríkis og bænda, við gerð rekstraráætlana fyrir bændur, búnaðarkennslu og margt fleira. Búreikningar vegna ársins 2010 eru þegar teknir að berast til Hagþjónustunnar. Lögaðilar geta skilað frumtölum í síðasta lagi 31. maí. Með hliðsjón af því að best er að búreikningar berist hagþjónustu landbúnaðarins um svipað leyti eða eigi síðar en 20. júní. Þegar senda á búreikning úr dkBúbót til hagþjónustunnar, er valið verkfæri í valröndinni (sem kemur upp á skjáinn) og síðan Gagnaflutningar-dkBúbót- hagþjónusta landbúnaðarins. Þá er valið bókhaldstímabil (2010) og ákveðið hvernig ganga á frá gögn- unum. Best er að senda gögnin sem viðhengi í tölvupósti á netfangið hag@hag.is en einnig er hægt að vista gögnin á disk eða diskettu og senda til Hagþjónustunnar. Mikilvægt er að slá inn viðbótar- upplýsingar sem ekki koma fram í bókhaldinu. Hér er um að ræða: Rekstrarform búsins, ársverk, túnstærð, stærð grænfóðurs- og kornakra, aldur bænda, lömb til nytja, greiðslumark og heyuppskeru í fóðureiningum. Í þeim tilvikum sem forritið hefur ekki verið notað til að gera skattframtal, en nota á forritið til að skila búreikningi til Hagþjónustunnar er mikilvægt að fylltar séu út bústofnsupplýsingar sem sjá má á bls. 4.08r2 (bústofns- blað) í framtali. Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Sigurðardóttir hjá Hagþjónustu landbúnaðarins í síma 433-7080 og 433-7084. Tölvupóstfang: ingibj@hag.is Skil á búreikningum til Hagþjónustu bænda vegna ársins 2010: Reikningar þurfa að berast fyrir 20. júní

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.