Bændablaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | fimmtudagur 7. apríl 2011 Hermann Ingi Gunnarsson, nýkjörinn formaður Félags ungra bænda á Norðurlandi: Biðstaða en fjölmörg tækifæri fyrir hendi Þegar rofar til og Íslendingar fara í alvöru að ræða um framtíð- ina eftir hið mikla hrun og þjóð- aráfall, er mikilvægt að greina aðalatriðin frá aukaatriðunum. Allar þjóðir vilja stöðugleika, atvinnusköpun og vera virtar sem þjóðir á meðal þjóða. Ég hef heyrt að í útrás og brjál- semi bankanna hafi það verið sagt fullum fetum að ekki borgaði sig að lána í fóðurstöðvar og landbúnað, því landbúnaður væri á útleið á Íslandi vegna annarra tækifæra, ekki síst af því við yrðum fjármála- miðstöð heimsins. Enn virðist sem þurfi að fara inn í bankakerfið og taka sólgleraugun af einhverjum þar sem sjá hlutina enn í hillingum vitleysunnar. Loðdýrabændur í góðum málum Sá mæti foringi loðdýrabænda Björn Halldórsson á Akri í Vopnafirði birtist í sjónvarpi og talaði hreina íslensku við misvitra fjárhirða í bankakerfinu. Hann sagði að bankar neituðu að lána til stækkunar loðdýrabúa því þeir, af öllum, óttuðust að búin gætu farið á hausinn. Ummæli Björns voru ákall til banka og ráðamanna að horfa með réttu á tækifæri dagsins. Loðdýrabændur gengu í gegnum erfið ár í bernsku greinarinnar en oft var það gengisskráning krónunnar sem var óhagstæð útflutnings- og samkeppnisgreinum landsmanna, ekki síst sjávarútvegi og landbún- aði og iðnaði einnig; atvinnan fór úr landi. Nú eru okkar loðdýrabændur í góðum málum, hafa náð langt á heimsmælikvarða í gæðum og afkomu búanna, róta gjaldeyri inn í landið og greinin myndi styrkj- ast með stækkandi búum og fleiri bændum. Burt með sólgleraugu vitleys- unnar, krefjumst þess að hinir endurreistu bankar láni peninga til uppbyggingar atvinnulífs og greiði úr skammtíma skuldavanda fyrir- tækja og fólks. Auðlindir í sjávarútvegi og landbúnaði eru festa landsins Í umræðunni kemur oft fram að hér hafi framsýnir menn stofnað afreksfyrirtæki á veraldarvísu eins og Össur, Marel, CCP o.fl. Allt er þetta rétt en hugverka- og framleiðslufyrirtæki af þessum toga búa við tilboð allsstaðar að um fjármagn og aðstöðu og ódýrt vinnuafl, eru því á markaði og leita til staða sem bjóða þeim gull og græna skóga. Hinsvegar eru auðlindir okkar í sjávarútvegi og landbúnaði festa landsins, jafnframt matvælaöryggis okkar, og mjög skapandi greinar. Ísland er matvælaframleiðsluþjóð, og hvað vantar í veröld framtíðar- innar? Mat, vatn, orku. Af þessu eigum við mikið og búum við sér- stöðu. Kalt og heitt vatn eru verðmæti á við olíuauðlindir og við það bæt- ist orka í iðrum jarðar, fossum og fallvötnum. Ennfremur heilbrigður búpeningur, verðlag hans hækkar og sérstaða okkar vex á þessum sviðum. Hollur er heimafenginn baggi Verðmæti okkar liggja í því forn- kveðna að hollur er heimafenginn baggi. Ég vona að engum detti í hug að flytja dýrmæta orku út í sæstreng, því þá fer virðisaukinn og atvinnan úr landi. Við eigum fólk í mjólkurbúum, kjötvinnslum og fiskvinnslu, sem er að fullskapa unna vöru. Við áttum eitt sinn mikla þekkingu í skinnaiðnaði og þar höfðu þúsundir manna góða atvinnu. Við eigum að fullvinna okkar afurðir í landinu sjálfu, einnig í áliðnaði. Það er landið sjálft og samtaka þjóð sem mun endurreisa Ísland. Sættum okkur ekki við atvinnuleysi og landflótta Við þurfum nýsköpun hugarfarsins, að átta okkur á hver við erum, hvað við eigum og hvert við eigum að fara. „Mitt er þitt og þitt er mitt.“ Við eigum glæstustu tækifæri allra Evrópuþjóða, segja erlendir menn og við eigum ekki að sætta okkur við atvinnuleysi og landflótta. Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri SAM Hollur er heimafenginn baggi „Það má segja að algjör bið- staða sé ríkjandi núna, það getur enginn gert neitt. Við verðum bara að bíða og sjá hver fram- vindan verður og svo framar- lega sem við göngum ekki inn í Evrópusambandið er framtíð landbúnaðar á Íslandi björt, næg tækifæri fyrir hendi sem hægt er að nýta stéttinni til framdráttar,“ segir Hermann Ingi Gunnarsson, sem á dögunumvar kjörinn for- maður Félags ungra bænda á Norðurlandi. Hermann Ingi segist finna fyrir aukinni samstöðu, bændur séu sýnilegri nú en oft áður og þeir noti þau tækifæri sem gefist til að koma sjónarmiðum sínum á fram- færi. Hann nefnir að félagið hafi nýlega sent tillögu til landbún- aðarráðuneytisins um að flýta sem kostur er því ferli sem fyrirhugað er að fara í og miðar að því að aðstoða unga bændur við að eignast jarðir. „Eins og staðan er nú og í því ástandi sem ríkir er það nánast ómögulegt,“ segir Hermann Ingi. Jarðaverð hafi rokið upp í góðærinu og ekki gerlegt fyrir ungt fólk að festa kaup á jörðum. Áform um að efla félagið Í Félagi ungra bænda á Norðurlandi eru um 70 manns, úr Húnavatnssýslum, Skagafirði, Eyjafirði og Suður-Þingeyjarsýslu. Starfsemi þess hefur, að sögn Hermanns Inga, ekki verið mikil en áform eru um að efla hana og m.a. stendur til að félagar fari í heimsóknir og skoði hvað aðrir eru að gera. „Við höfum áhuga fyrir að fjölga félögum, núna eru flestir innan vébanda félagsins úr röðum kúa- og sauðfjárbænda, en við viljum endilega fá fleiri til liðs við okkur, t.d. skógarbændur og aðila í ferðaþjónustu og hrossarækt, svo eitthvað sé nefnt,“ segir hann. Berjumst hatrammlega gegn ESB-aðild Hermann Ingi segir að margir hafi hug á að fara í búskap en geti það ekki vegna þeirrar stöðu sem ríkjandi er í efnahagsmálum. „Menn hafa ekki tök á að gera neitt, það er algjör biðstaða, menn bíða eftir hver niðurstaðan verður varðandi Evrópusambandið. Ef við förum þar inn er voðinn vís fyrir landbúnaðinn og við berjumst hat- rammlega gegn því að svo verði,“ segir hann. Á meðan óvissa ríki geri enginn neitt, menn vilji ekki skuldbinda sig og því séu allir að bíða og sjá til. „Áhuginn er fyrir hendi og fjölmörg tækifæri í land- búnaði. Kreppan hefur líka leitt af sér að menn hafa leitað allra leiða til að hagræða í rekstri og spara og í kjölfarið reynt nýja hluti, eins og til að mynda framleiðslu á metani og eins eru menn farnir að rækta repju sem hægt er að framleiða úr dísel. Ástandið, þó það sé djöfullegt meðan á því stendur, hefur þannig leitt af sér ýmislegt gott,“ segir Hermann Ingi. /MÞÞ „Ástandið, þó það sé djöfullegt meðan á því stendur, hefur þannig leitt af sér ýmislegt gott,“ segir Hermann Ingi Gunnarsson, nýkjörinn formaður Félags ungra bænda á Norðurlandi, en hann stundar nám á Hvanneyri og stefnir að því að hefja búskap í Klauf í Eyjafirði. Á aðalfundi Félags sauðfjár- bænda á Héraði og Fjörðum sem haldinn var fyrir skömmu var farið yfir starfsemi félagsins síðasta ár. Sjö ályktanir voru samþykktar á aðalfundinum og verða sendar til aðalfundar Landssamtaka sauðfjárbænda, sem haldinn er í dag, 7. apríl. Gestur fundarins var Sigurður Eyþórsson framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda. Í erindi hans kom fram að útlitið í afsetningu sauðfjárafurða svo og söluhorfur hafi ekki verið svo góðar sem nú er í langan tíma. Munar þar mestu mikil aukning á útflutningi kinda- og dilkakjöts og gott verð á mörkuðum erlendis, sem að vísu ræðst mest af lágu gengi krónunn- ar. Mest er flutt út til Bretlands. Birgðastaðan hefur ekki verið svo góð áður og er útlit fyrir að sumir hlutar skrokksins seljist upp áður en haustslátrun hefst. Samt er ekki útlit fyrir kjötþurrð, að sögn Sigurðar. Formaður félagsins Sigvaldi H. Ragnarsson á Hákonarstöðum flutti skýrslu stjórnar og Magnús Sigurðsson á Víkingsstöðum fór yfir reikninga félagsins. Var Sigvaldi endurkjörinn í stjórn en Magnús Sigurðsson hafði lokið sex ára stjórnarsetu sinni og var Guðni Þórðarson bóndi á Lynghóli kjörinn í hans stað. Aðrir í stjórn félagsins eru Guðrún Agnarsdóttir í Hofteigi, Margrét Benediktsdóttir Hjarðar, Borg í Njarðvík og Helgi Haukur Hauksson í Straumi. Í vara- stjórn situr Hörður Guðmundsson í Refsmýri. /SASigvaldi H. Ragnarsson. Frá aðalfundi Félags sauðfjárbænda á Héraði og Fjörðum.                     !!      Aðalfundur Félags sauðfjárbænda á Héraði og Fjörðum: Búist við að sumir skrokk- hlutar seljist upp í haust

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.