Bændablaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | fimmtudagur 7. apríl 2011 Stofnfundur Hollvinafélags Búnaðarsögusafns Eyjafjarðar var haldinn í Sólgarði í Eyjafjarðarsveit í fyrri viku, en hlutverk þess er að hafa frum- kvæði að stofnun búvéla- og bún- aðarsögusafns í Eyjafirði og koma að rekstri þess. Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur um nokkurra ára skeið falast eftir því að fá til eignar öll bæjar- hús að Saurbæ og var á fundinum samþykkt ályktun þar sem skorað var á hana að auka mjög þrýsting á mennta- og menningarmálaráðuneyt- ið að taka þessa beiðni til afgreiðslu án frekari tafa. Þá beindi fundurinn einnig þeim tilmælum til sveitarstjórnar að leggja nokkurt fé í að bæta umhverfi Saurbæjarhúsanna og ásýnd þeirra um leið og jákvætt svar fengist frá ráðuneytinu. Einnig lýsti fundurinn þeirri skoðun sinni að eðlilegt sé að ráðuneytið og Þjóðminjasafnið leggi fé í þær framkvæmdir enda sé umhverfið einnig umhverfi þeirra fornminja sem þarna eru í umsjón og á ábyrgð þjóðminjavörslunnar. Safnamiðstöð í Saurbæ „Við teljum eðlilegt að horfa til Saurbæjar sem safnamiðstöðvar eða safnaseturs þar sem rúmast gætu fleiri söfn og af ýmsum gerðum,“ segir Bjarni Kristjánsson sem sæti á í stjórn Hollvinafélags Búnaðarsögusafns Eyjafjarðar. Smámunasafnið sem þar er fyrir hefur þegar unnið sér sess í safnaflóru landsins sem og einnig Saurbæjarkirkja. Bendir Bjarni á að Smámuna- safninu berist af og til tilboð um að fá til eignar söfn sem ekki séu öll mikil fyrirferðar en engu að síður forvitnileg, „og full ástæða til að varðveita þau og hafa til sýnis,“ segir hann. Söfnin sem um ræðir eigi þó ekki endilega samleið með Smámunasafninu, enda hafi það sína sögu og sérstöku einkenni sem beri að varðveita sem sjálfstæða einingu. Meðal þeirra verkefna sem félaginu er ætlað að vinna er að semja við eigendur þeirra véla, tækja og áhalda sem nú eru varð- veitt að Saurbæ um hvernig sá vísir að safni verði nýttur í þágu væntan- legs Búnaðarsögusafns Eyjafjarðar. „Þá munum við einnig standa að gerð áætlunar um uppbyggingu safnasvæðis í Saurbæ, t.d. varðandi lagfæringar húsa, nýbyggingar og skipulag og frágang umhverfis, en einnig er félaginu ætlað að styrkja rekstur safnsins með söfnun heimilda og muna, gera upp muni og viðhalda húsnæði og athafnasvæðinu utan- dyra,“ segir Bjarni. Hluti af Safnasetri „Búnaðarsögusafnið mun hins vegar geta fyllt hóp safna af mis- munandi gerð og uppruna og orðið þannig hluti af „Safnasetri Eyjafjarðarsveitar” að Saurbæ. Það er vilji Hollvinafélagsins að vinna með menningaryfirvöldum í sveitar- félaginu að vexti þeirrar hugmyndar og stuðla að því að hún geti orðið að veruleika,“ segir Bjarni. Framlag Hollvinafélagsins verði þó fyrst og fremst að vinna innan þess ramma sem lög þess setja því og þess sé ekki að vænta að félagið geti orðið öflugur fjárhagslegur bakhjarl safnasetursins. „Mörg verk eru aftur á móti þess eðlis að þau kalla á ýmiss konar vinnu sem félagið sér sem sitt fram- lag,“ segir hann. Hollvinafélagið muni einkum starfa sem áhuga- mannafélag án formlegar aðkomu opinberra aðila. Bjarni hvertur alla þá sem áhuga hafa á verkefninu að leggja því lið. /MÞÞ Hollvinafélag Búnaðarsögusafns Eyjafjarðar stofnað í Sólgarði Safnasetur verði staðsett við Saurbæ - Undir þeim hatti yrði líka Smámunasafnið sem þar er fyrir sem og Saurbæjarkirkja Meðal þeirra verkefna sem Hollvinafélagi Búnaðarsögusafns Eyjafjarðar er ætlað að vinna að er að semja við eigendur véla, tækja og áhalda sem varð- veitt eru að Saurbæ um hvernig sá vísir að safni sem fyrir er verði nýttur í þágu væntanlegs Búnaðarsögusafns Eyjafjarðar. Þessi gamli Ferguson var í eigu Karls Jónssonar á Mýri í Bárðardal, árið 1952, en Magnús Tryggvason í Gullbrekku í Eyjafjarðarsveit eignaðist vélina 1955. Mc Cormick frá bandaríska framleiðandanum International Harvester. Sigurður Frímann Emilsson, vélstjóri og löggiltur rafvirkja- meistari á Selfossi, hefur stofnað fyrirtækið Raf- og kæliþjónustuna ehf., með starfsaðstöðu á Selfossi. Sigurður starfaði m.a. í 9 ár hjá Mjólkurbúi Flóamanna við uppsetn- ingu og viðgerðir á mjólkurtönkum og mjaltakerfum. Þá starfaði hann hjá Frostmarki í 3 ár við uppsetningu og viðhald á frysti- og kælikerfum. Rafklagnir og viðhald Nýja fyrirtækið tekur að sér allar almennar raflagnir, uppsetningu og viðhald, ásamt uppsetningu og við- haldi á mjólkurtönkum og stórum og smáum kæli- og frystikerfum. Fyrirtækið er nú eina sunnlenska kæliþjónustufyrirtækið. „Ég legg sérstaka áherslu á að þjóna bændum og búaliði enda er ég þar á heima- velli,“ sagði Sigurður Frímann. Síminn hjá honum er 692-4649 og netfangið laufhagi12@internet.is. /MHH Raf- og kæliþjónustan á Selfossi: Þjónar sunnlenskum bændum og búaliði Sigurður Frímann Emilsson, vél- stjóri og löggiltur rafvirkjameistari á Selfossi, segist leggja mikla áherslu á að þjóna bændum í sínu nýja fyrir- tæki. Aðalfundir Ferðaþjónustu bænda hf. og Félags ferðaþjónustubænda voru haldnir í Eyjafirðinum dag- ana 22. og 23. mars. Þar kom fram að rekstur FB var framar vonum, þrátt fyrir áföll í efnahagslífi og að eldgosið í Eyjafjallajökli hafi raskað komum erlendra ferða- manna til landsins um tíma og haft margvísleg önnur áhrif. Sigurlaug Gissurardóttir, for- maður Félags ferðaþjónustubænda setti fundinn en síðan hófst dag- skrá undir yfirskriftinni „Gæðamál – í takt við nýja tíma“. Oddný Björgvinsdóttir, fyrsti framkvæmda- stjóri Ferðaþjónustu bænda rifjaði þar upp ýmislegt frá fyrstu starfsár- unum. Oddný hefur verið fengin til að taka viðtöl við eldri félagsmenn sem lið í að safna heimildum um sögu Ferðaþjónustu bænda. Á fundinum tilkynnti Elva Rakel Jónsdóttir frá Umhverfisstofnun að Hótel Rauðaskriða væri búið að uppfylla ströng umhverfisskilyrði Svansins og hótelið því orðið hluti af Svansvottuðu fjölskyldunni á Íslandi. Í dag eru meðlimir í samtökum Ferðaþjónustubænda 15 talsins og er Hótel Rauðaskriða eina hótelið á Íslandi sem er Svansvottað. Endurskoðun á flokkunarkerfi Berglind Viktorsdóttir gæðastjóri flutti erindi um endurskoðun á flokkunarkerfi Ferðaþjónustubænda. Í vor verður settur af stað vinnu- hópur sem mun endurskoða flokk- unarkerfið, en það var síðast endur- skoðað árin 2002-2004. Hópnum er ætlað að vera í góðri samvinnu við Ferðamálastofu um málið. Elías Gíslason frá Ferðamálastofu kynnti einnig nýja Gæða- og umhverfiskerfið Vakann. Kerfið sem er að Nýsjálenskri fyrirmynd hefur verið lagað að íslenskum aðstæðum og mun geta vottað öll svið innan ferðaþjónustunnar. Gert er ráð fyrir að ferðaþjónustu- fyrirtæki muni geta auglýst sig innan kerfisins á næsta ári. Harpa Ingólfsdóttir hjá Aðgengi ehf. kynnti einnig aðgengismerkjakerfi sem er verið að innleiða á Íslandi. Kerfið kemur frá Danmörku og á upplýsinga- og þjónustusíðu þess www.gottadgengi.is er að finna upplýsingar um staði sem hafa verið teknir út með tilliti til aðgengis fyrir fólk með ýmis konar sérþarfi, eins og vegna hreyfihömlunar, ofnæmis, lesblindu, sjón- og heyrnarskerðing- ar. Einnig upplýsingar um þjónustu fyrirtækisins Aðgengi ehf. sem gerir úttekt á stöðum varðandi aðgengis- mál og leiðbeinir fyrirtækjum. Vetrarferðaþjónusta Hugrún Hannesdóttir hjá Ferða- þjónustu bænda lýsti hvernig Finnar hafa náð frábærum árangri í vetrar- ferðaþjónustu. Þeir hafa skapað sér mikla sérstöðu með jólasveininum og eru stoltir af öllu sem finnskt er. Ekki er það kuldinn sem fælir frá, þrátt fyrir að frostið fari niður fyrir - 40° C, þá leggur fjöldi fólks leið sína til Lapplands. „Fyrst Finnar geta þetta, þá getum við þetta líka!“ sagði Hugrún. Síðasti dagskrárliðurinn var kynn- ing á verkefninu Sjóði en það er sam- starfsverkefni Ferðaþjónustu bænda og Íslandsstofu. Björn Reynisson, verkefnisstjóri hjá Íslandsstofu kynnti vöruþróunar- verkefnið sem miðar að því að hver þátttakandi styrki sína sérstöðu og finni sér ný tækifæri, með sérstakri áherslu á jaðartímum. Aðalfundir Ferðaþjónustu bænda hf. og Félags ferðaþjónustubænda: Bjartsýni þrátt fyrir áföll af efnahagslífi og eldgosum Sigurlaug Gissurardóttir, formaður Félags ferðaþjónustubænda afhend- ir Kolbrúnu og Jóhannesi í Rauðuskriðu blóm í tilefni Svansvottunar Rauðuskriðu. Anna Dröfn frá Ensku húsunum, Ingi Trygvason frá Narfastöðum og Sandra Gunnarsdóttir frá FB. Skagfirðingarnir Eyrún Anna á Flugumýri, Kristina frá Hólum og hjónin Vésteinn og Elínborg frá Hofstöðum. Víkurhvarf 5

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.