Bændablaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 27

Bændablaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 27
27Bændablaðið | fimmtudagur 7. apríl 2011 Megastretch og Duoplast Rúlluplast Hafðu samband við sölumenn og fáðu tilboð í síma: 540 1100 Sterkt, öruggt og endingargott. Fyrir allar gerðir rúlluvéla Lynghálsi 3 og Korngarðar 5 Reykjavík / Lónsbakka Akureyri / sími: 540 1100 Fræðaþing landbúnaðarins var haldið dagana 10. og 11. mars sl. Í málstofunni Bætt nýting afurða, aðbúnaður dýra og eftirlit flutti Guðjón Þorkelsson erindið Tækifæri ti bættrar nýtingar hjá bændum með smáframleiðslu matvæla, en Guðjón er sviðsstjóri hjá Matís. Í erindi hans kom fram að mikill áhugi sé meðal bænda á smáframleiðslu matvæla og að slík framleiðsla hafi farið vaxandi á síðustu misserum. Þróunin sé þó rétt að hefjast hér miðað við önnur lönd og stuðning við slíka framleiðslu þurfi að auka, m.a. með samstíga og einföldu stoð- kerfi. Frumkvæðið verði þó að koma úr grasrótinni. Guðjón segir að hjá Matís hafi verið unnið að þessum málum um nokkurra ára skeið. „Þetta hefur fylgt okkar rannsóknum á íslensk- um matvælum almennt – og þar með talið sérkennum íslenskra mat- væla. Tilgangurinn er tvíþættur: Annars vegar er verið að styrkja innviði dreifbýlis; atvinnulífið þar, tekjumöguleika og tækifæri bænda og fólks í sjávarþorpum, til dæmis. Hins vegar er verið að mæta vaxandi kröfum ákveðinna neytenda um vörur sem hægt er að tengja tilteknum uppruna; bæjum eða stöðum. Það á til dæmis við um vaxandi hóp ferðamanna sem kemur til landsins. Við teljum þannig að efling á smáframleiðslu matvæla geti aukið sjálfbærni svæðanna e f n a h a g s - leglega, um- hverfis lega og samfélags- lega – sem birtist m.a. í fjöl breyttari atvinnutæki- færum.“ Tækifærin eru alls staðar „Það hefur verið gaman að fylgjast með hvernig Beint frá býli hefur þróast úr því að vera lítið verkefni fyrir nokkrum árum, yfir í það að vera í dag orðið öflug samtök sem hlotnuðust landbúnaðarverðlaunin á nýafstöðnu Búnaðarþingi,“ segir Guðjón um þá gerjun sem virðist vera í gangi í þessum málum í dag. „Við hjá Matís höfum verið að fá óskir um að setja upp starfs- stöðvar úti um allt land, þannig að gerjunin og tækifærin eru eiginlega alls staðar. Hlutirnir hafa gerst mjög hratt á síðustu árum. “ Guðjón ráðleggur þeim sem hafa áhuga að stíga þó varlega til jarðar áður en ráðist er í miklar fjárfestingar. „Áður en fólk fer á fullt út í framleiðslu af þessu tagi verður það að gera sér grein fyrir nokkrum hlutum. Til dæmis verður að vera hægt að selja vöruna með einhverjum hætti og þar eru ýmsir möguleikar í stöðunni. Í því sam- bandi er mikilvægt að gaumgæfa þann markað sem varan er hugsuð fyrir og gera sér grein fyrir hvernig best er að koma henni á framfæri. Þar sem best hefur tekist til með slíkar vörur hefur yfirleitt verið farið rólega af stað með vöruþróun og markaðsmál – og fólk prófað sig áfram.“ Víða aðstoð að finna Guðjón segir að víða sé aðstoð að finna vilji menn þróa hugmyndir sínar og fá við þær stuðning. „Hægt er að leita sér aðstoðar á ýmsum stöð- um; t.a.m. hjá Atvinnuþróunarsjóði, Nýsköpunarmiðstöð, Beint frá býli og Bændasamtökum Íslands – auk aðstoðar sem er að fá hjá sveitar- félögunum sjálfum. Þá höfum við hjá Matís rekið matarsmiðjur þar sem fólk getur þróað hugmyndir sínar. Við erum núna að setja á fót matarsmiðju á Flúðum og finnum fyrir miklum áhuga þar meðal garðyrkjubænda og fleiri aðila á samstarfi við okkur, sem er spenn- andi. Hingað til hefur mest borið á sauðfjárbændum í smáframleiðslu meðal bænda – eins og sjá má á vef Beint frá býli (beintfrabyli.is). Á Flúðum verður, eins og í öðrum mat- arsmiðjum á okkar vegum, boðið upp á bæði aðstöðu og aðstoð við þá sem hyggjast fullvinna úr hrá- efni sínu. Í starfsstöðinni á Höfn er fókusinn fjölbreyttari og þar fléttast sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn saman og blandast ferðaþjónustunni.“ /smh Í könnun Jóns Trausta Kárasonar meistaranema í vélaverkfræði, sem birt var fyrir Fræðaþing landbúnaðarins 2011, kemur í ljós að almennur áhugi er meðal sauð- fjárbænda fyrir því að framleiða sínar eigin afurðir auk þess sem þeir eru velviljaðir innleiðingu færanlegra sláturstöðva. Færanleg sláturhús fýsileg Meistaraverkefni Jóns Trausta felst í hönnun á færanlegri eða lítilli slát- urstöð – ásamt kostnaðargreiningu á slíkum rekstri – og er könnunin hluti af því. Er hún hugsuð sem greining á fýsileika þess að nýjar leiðir verði farnar við slátrun. Jón Trausti segir að nauðsynlegt sé að fá betri tilfinningu fyrir markaðnum áður en lengra er haldið og liggja niðurstöður könnunarinnar nú til grundvallar fyrir áframhaldandi vinnu hans við hönnun á færanlegri sláturstöð, en áætlað er að henni ljúki nú í sumar. Könnunin leiðir í ljós að um þriðj- ungur þeirra sem hún náði til telur líklegt að þeir muni hefja sölu á eigin afurðum. Allir þeir heimavinnsluað- ilar sem svöruðu könnuninni hafa aukið umsvif sín jafnt og þétt. Þá telja 79% þeirra að þeir muni auka umsvif sín á komandi árum. Einungis 14% svarenda segjast ekki hlynntir hugmyndum um færanlegar sláturstöðvar, en 38% telja líklegt að þeir myndu nýta sér slíka stöð. Það væri að líkindum háð því að kostnaður slíkrar slátr- unar væri a.m.k. sambærilegur við hefðbundna slátrun. Vitundarvakning um heilsu og gæði Í ályktunum könnunarinnar kemur fram að almenn ánægja virðist fyrir hendi með framtakið Beint frá býli og ýmislegt bendi til að búast megi við aukinni heimasölu á komandi árum. „Aukin vitund almennings um heilnæmi og gæði þeirra matvæla sem neytt er, ásamt fjölgun ferðamanna til Íslands, helst vel í hendur við svæðis- bundna matvælaframleiðslu þar sem sérstaða hvers svæðis fyrir sig, gæði og hreinleiki, eru grunn- þættir allrar verðmætasköpunar […] Færanlegar sláturstöðvar eru ein útfærsla sem mögulega mætti sjá fyrir sér spretta úr samstarfi nokkurra heimavinnsluaðila á til- teknu svæði. Stöðin gæti verið í sameign þessara aðila og myndi þá annarsvegar geta nýst eigend- unum sjálfum við þeirra eigin framleiðslu jafnframt því sem þeir gætu boðið upp á þjónustu til handa öðrum bændum. Í dag eru þessir hlutir fyrst og fremst á umræðustigi, en hafa ber í huga að eitt sinn var félag heimavinnsluaðila einungis á umræðustigi. Það er engu að síður ákaflega mikilvægt að vandað sé til verka þegar taka á upp nýja starfs- hætti og að í engu sé farið óðslega,“ segir í ályktuninni. /smh Hugur sauðfjárbænda kannaður í meistaraverkefni í vélaverkfræði Áhugi á færanlegum sláturstöðvum og heimavinnslu Guðjón Þor kels son. Guðjón Þorkelsson flutti erindi á Fræðaþingi landbúnaðarins 2011 um tækifærin til bættrar nýtingar hjá bændum Tækifærin alls staðar og aðstoð víða að finna

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.