Bændablaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 29

Bændablaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 29
29Bændablaðið | fimmtudagur 7. apríl 2011 Í nýliðnum HönnunarMars var matarhönnun gerð skil í Norræna húsinu með sýningunni MANNA. Samhliða var þar haldið málþing um matarmenningu. Málþingið var skipulagt af stýrihópi um verk- efnið „Nýr norrænn matur“, sem heyrir undir Norrænu ráðherra- nefndina, og var fyrirlesurum og gestum frá öllum Norðurlöndum boðin þátttaka. Mörg áhugaverð erindi voru flutt um tengsl matar og menningar. Fjallað var um einkenni Norræna eldhússins í markaðssetningu, áhrif listarinnar í matreiðslu og þá menn- ingarþætti sem gera „nýja norræna eldhúsið“ að því sem heimurinn upplifir í dag. Verkefnið „Stefnumót hönnuða við bændur“ var kynnt við mjög góðar undirtektir en þar gaf að líta skyrkonfekt frá Erpstöðum og örflugur (fitulausar kartöfluflögur með hafsalti) frá Björg í Bú, en í báðum tilfellum var tilgangurinn að auka virði afurðanna og „endurheimta virðingu fyrir afurðunum,” eins og einn af hönnuðunum orðaði það. Hópur listnema frá Lista- háskólanum í Stokkhólmi stóð fyrir mataruppákomu í hádeginu á mál- þinginu. Þá var litarspjaldi í öllum regnbogans litum stillt upp á borð- inu og hráefni í munnbitum raðað eftir litum. Þá var áhorfendum falið að taka 3 bita úr litrófinu og blanda þeim – nota hvert hráefni bara einu sinni – og ræða við næsta mann um upplifunina af samsetningunni. Uppákoman var unnin í samstarfi við Dill Restaurant og þótti heppnast vel. /Dominique /smh Nýja norræna eldhúsið, hönnun og matarmenning í Norræna húsinu Þorgrímur Gestsson á Erpsstöðum kynnti skyrkonfektið. Hádegishlaðborðið á málþinginu. Mynd | Mixology ÞÓR HF REYKJAVÍK - AKUREYRI 1000 lítra opinn tankur með kælibúnaði ............ kr. 825.480 án vsk 1200 lítra opinn tankur með kælibúnaði ............ kr. 992.950 án vsk 1500 lítra lokaður tankur án kælibúnaðar .......... kr. 815.310 án vsk 2100 lítra lokaður tankur án kælibúnaðar ....... kr. 1.479.650 án vsk ÞÓR HF | Reykjavík : Krók háls i 16 | AKUREYRI : Lónsbak k a | w w w.thor. is Sími 568-1500 Sími 461-1070 Útlitsgallaðir mjólkurtankar á niðursettu verði G a rd sm a n Sumarbústaða eigendur Ný sending af Gardsman öryggiskerfum komin Dalvegi 16b Sími: 554-2727 Öryggiskerfi fyrir fastlínu CTC-1131 hægt að tengja við 20 þráðlausa skynjara Öryggiskerfi GSM CTC-1132 hægt að tengja 30 þráðlausa skynjara Öryggiskerfi GSM CTC-1563 g e t u r u n n i ð e i n g ö n g u á r a f h l ö ð u m Skoðið nánar á www.hugna.is Bjóðum sérverð ef 5 eða fleiri taka sig saman og kaupa öryggiskerfi hjá okkur. Hringið og pantið kynningatíma. Vertu þinn eigin öryggisvörður og verðu þína eign. Bændablaðið á netinu... www.bbl.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.