Bændablaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 30
30 Bændablaðið | fimmtudagur 7. apríl 2011 Á markaði jan.11 nóv.10 feb.10 Breyting frá fyrra tímabili, % Hlutdeild % Framleiðsla 2011 jan.11 jan.11 janúar '10 3 mán. 12 mán. m.v. 12 mán. Alifuglakjöt 513.316 1.634.626 6.788.280 -10,7 -7,2 -5,6 25,4% Hrossakjöt 46.989 264.676 774.062 -11,7 -16,0 -17,6 2,9% Nautakjöt 265.258 864.872 3.822.017 -9,5 -3,1 2,0 14,3% Kindakjöt 0 22.835 9.165.857 0,0 7,9 3,7 34,3% Svínakjöt 484.227 1.433.984 6.137.765 -3,6 -5,2 -3,1 23,0% Samtals kjöt 1.309.790 4.220.993 26.687.981 -8,0 -6,3 -1,4 Sala innanlands Alifuglakjöt 525.190 1.589.757 7.086.532 -12,0 -8,6 -1,8 29,9% Hrossakjöt 38.912 146.938 524.869 -0,8 -23,8 -17,9 2,2% Nautakjöt 269.662 882.312 3.842.601 -10,6 -1,9 2,3 16,2% Kindakjöt * 402.308 1.132.655 6.208.530 4,3 11,3 0,2 26,2% Svínakjöt 490.630 1.426.025 6.025.933 3,7 -4,1 -4,2 25,4% Samtals kjöt 1.726.702 5.177.687 23.688.465 -3,9 -3,0 -1,7 Sala mjólkur á fitugr. 7.742.818 26.484.127 110.534.320 -7,3 -3,2 -0,6 Sala mjólkur á fitugr. 8.471.586 27.168.797 114.704.634 -4,4 -1,1 -1,0 *Sala á kindakjöti p.r. mánuð er sala frá afurðastöðum til kjötvinnsla og verslana. Influtt kjöt Árið Árið Tímabil janúar - febrúar 2011 2010 Alifuglakjöt 93.264 41.165 Nautakjöt 13.772 6.656 Svínakjöt 62.431 2.276 Aðrar kjötvörur af áðurtöldu 2.063 1.937 Samtals 171.530 52.034 Framleiðsla og sala í febrúar Heildarframleiðslan 8% minni Heildarframleiðsla á kjöti í febrúar var 8% minni en í febrúar 2010. Samdráttur var í framleiðslu allra kjöttegunda. Engin sauðfjárslátrun var þó í febrúar líkt og í fyrra. Þetta endurspeglast í sölutölum og birgða- stöðu kjöts. Þannig var 3,9% minni kjötsala í febrúar í ár en í fyrra. Á ársgrundvelli hefur kjötsala dregist saman um 1,7% en fram- leiðsla um 1,4%. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,95% í mars, frá fyrra mánuði. Síðastliðna tólf mán- uði hafa vísitala neysluverðs og vísitalan án húsnæðis hækkað jafnmikið eða um 2,3%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,2% sem jafngildir 5,0% verðbólgu á ári en vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur hækkað um 5,1% á sama tíma. Í Markaðspunktum Greiningar deildar Arionbanka frá 29. mars segir að sam- kvæmt bráðabirgðaspá fyrir næstu 3 mánuði muni Vísitala neyslu- verðs hækka um 0,7% í apríl, 0,4% í maí og 0,5% í júní. Greiningardeildin telur líklegt að á næstu mánuðum muni ársverðbólgan a.m.k. tímabundið fara upp yfir verðbólgumarkmið Seðlabankans. /EB Miklir erfiðleikar eru nú í japönsk- um landbúnaði. Jafnvel bændur sem hafa ekki orðið fyrir beinum áhrifum af jarðskjálftanum í mars, flóðbylgjunni sem fylgdi í kjölfarið eða geislun frá kjarnorkuverinu í Fukushima, hafa orðið fyrir miklu áfalli. Í Internationella Perspektiv Nr. 6/2011 er fjallað um áhrifin á japanskan landbúnað. Samgöngur eru úr skorð- um í norðausturhluta landsins sem setur flutninga bæði bæði á aðföngum og afurðum úr skorðum. Einnig hefur starfsemi mjólkursamlaga stöðvast. Að auki er greint frá hækkuðu magni geislavirkra efna í mjólk og grænmeti frá svæðinu umhverfis kjarnorkuverið í Fukushima. Landbúnaður er ekki stór atvinnuvegur í Japan eða um 1% af landsframleiðslu en um 4% af vinnuafli starfa í landbúnaði. Landið er á stærð við Noreg en þar búa 126 milljónir manna. Framleiðni í jap- önskum landbúnaði er hins vegar með því mesta sem þekkist og japanskur landbúnaður framleiðir um 40% af þeim matvælum sem þjóðin þarfnast en 60% eru innflutt. Landið er einn stærsti innflytjandi heims á matvælum en framleiðir þó öll þau hrísgrjón sem landsmenn neyta. Sagt er frá kúabóndanum Yoshiyuki Hanzawa sem á eitt stærsta kúabúið í Miyagi héraðinu sem varð hvað verst úti. Hann er með 160 mjólkurkýr. Býli fjölskyldunnar varð ekki fyrir beinum skemmdum vegna náttúruhamfaranna, aðeins minniháttar skemmdir urðu á íbúðarhúsi hennar. Þrátt fyrir það er ekkert eins og fyrr eftir 11. mars sl. Fyrstu fimm dagana eftir hamfarirnar var ekkert rafmagn á búinu. Eftir tvo daga var útveguð díselrafstöð svo hægt væri að mjólka einu sinni á dag. Síðan rafmagn komst á á ný hefur verið hægt að mjólka tvisvar á dag. Síðan jarð- skálftinn varð hefur Yoshiyuki þurft að hella niður allri mjólk. Ástæðan er þó ekki fyrst og fremst hætta á geisla- virkri mengun, heldur eru samgöngur einfaldlega úr skorðum svo hvorki er hægt að flytja aðföng til búsins né mjólk í burtu. Þann 22. mars vart til fóður til tíu daga en bóndinn vonaðist til að samgöngur kæmust í lag áður en fóðurbirgðirnar þryti. Helsta áhyggjuefni hans nú er að neytendur muni ekki þora að neyta afurða frá búinu og að geisla- virk mengun frá kjarnorkuverinu í Fukushima muni dreifast enn frekar út og gera bæði afurðir búsins og akurlendi þess, ónothæf. /lauslega þýtt og endursagt EB Vísitala neysluverðs og verðbólguhorfur Í síðasta Bændablaði var gerð stuttlega grein fyrir tekjuþróun í finnskum landbúnaði frá því landið varð aðili að ESB. Byggt er á skýrslu finnsku landbúnaðarrann- sóknastofnunarinnar (www.mtt.fi) frá 2010. Stofnunin gefur árlega út slíka skýrslu um þróun og hag landbúnaðarins. Sérstakur kafli er um tekjuþróun í finnskum landbúnaði frá því landið varð aðili að ESB. Þar kemur fram að meðal búrekstrartekjur fjölskyldu lækkuðu úr 30.000 Evrum í 24.000 Evrur þegar Finnland varð aðili að ESB árið 1995, þ.e. um 20%. Slæm uppskeru ár voru 1998 og 1999 og þá fóru búrekstrartekjur niður í 19.000 Evrur. Á fyrsta áratug 21. aldarinnar hafa tekjurnar síðan að meðaltali verið um 23.000 Evrur með nokkrum sveifl- um vegna verðbreytinga á afurðum. Vinnuframlag fjölskyldu á finnsk- um búum hefur dregist saman úr 3.500 vinnustundum á ári þegar landið gekk í ESB, í 2.400 vinnustundi nú um stundir. Þetta svarar til 3% lækkunar á ári. Launakrafa fjölskyldunnar miðað við tímalaun landbúnaðarverkamanna hefur hækkað úr 28.600 evrum að meðaltali árin 1995-1997 í 31.800 Evrur árið 2008. Eigið fé hefur aukist að meðaltali úr 140.000 Evrum árið 1995 í 260.000 Evrur 2009. Miðað við 5% vexti hefur ávöxtunarkrafa eigenda því hækkað úr 7.000 Evrum á ári í 13.000 Evrur á ári. Samanlögð launakrafa og vextir af eiginfé var því 36.000 Evrur í upphafi tímabilsins (við ESB aðild) en hefur nú hækkað í 45.000 evrur. Þegar þetta er dregið frá búrekstrartekjunum fæst rekstrarafgangur (hagnaður/tap) bús- ins. Árið 1994 var þannig rekstrartap upp á 6.400 evrur sem tvöfaldaðist árið 1995 þegar landið gekk í ESB. Á árunum 2006-2008 var rekstrartapið að meðaltali 22.000 evrur á bú. Þetta er sú fjárhæð sem tekjur þurfa að hækka um, eða gjöld að lækka til að fjölskylda sem stendur að búrekstri fái eðlilega umbun fyrir það sem hún leggur til við reksturinn þ.e. vinnu og eigið fjármagn. Heildar rekstrartap á bú á þeim tíma sem Finnland hefur verið í ESB nemur að meðaltali 250.000 evrum. Búrekstrartekjur duga því í dag til að greiða um 50% af launum og vöxtum af eigin fé eigenda en sam- svarandi hlutfall var 70% í upphafi ESB aðildar. Þróunin er nokkuð mis- jöfn eftir búgreinum og landssvæðum. Breytileiki eftir landssvæðum endur- speglar fyrst og fremst hvaða búgrein- ar eru stundaðar á svæðinu. Einna mestar sveiflur hafa verið í kornrækt. Í svínarækt dugðu búrekstrartekjur til að greiða 108% af ávöxtunar- og launakröfu eigenda árið 1994 en 24% árið 2008. Í mjólkurframleiðslu var sama hlutfall að meðaltali 57% árin 2006-2008./EB /EB Erna Bjarnadóttir hagfræðingur Bændasamtaka Íslands eb@bondi.is Tekjuþróun í Finnlandi Tekjuþróun í finnskum landbúnaði frá 1995 Japanskur landbúnaður hefur orðið fyrir þungu höggi

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.