Bændablaðið - 06.09.2012, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 06.09.2012, Blaðsíða 1
17. tölublað 2012 Fimmtudagur 6. september Blað nr. 378 18. árg. Upplag 25.000 8 - - Sjá myndasyrpu frá hátíðinni á bls.7 Mynd / MHH Landbúnaður í nýrri ríkjum Evrópusambandsins: Víða stórskaddaður eftir inngöngu Dr. Ólafur R. Dýrmundsson, landsráðunautur Bændasamtaka Íslands í lífrænum búskap og landnýtingu, segir ljóst að landbúnaður í fjölmörgum Evrópusambandsríkjum hafi stór- skaðast eftir inngöngu landanna í sambandið. Þetta hafi komið fram í fjölmörgum viðtölum hans við búvísindamenn og bændur frá Póllandi, Slóvakíu, Slóveníu, Tékklandi og Ungverjalandi sem gengu í ESB fyrir sjö árum. Ólafur segir að þarna hafi hann verið að ræða við venjulegt fólk sem lýsi því hvernig kaldur veruleikinn komi því fyrir sjónir. Í grein sem Ólafur ritar í Bændablaðið í dag, segir hann m.a.: „Varnarðarorð, t.d. í Ungverja- landi, hafa reynst sannspá, þ.e.a.s. að hinn frjálsi markaður hefur stór- skaðað innlenda framleiðslu og afkomu bænda, með nokkrum undan- tekningum þó. Hjá þess- um þjóðum er staðan einna sterk- ust í Póllandi en þó er svínaræktin þar stór- sködduð. Í öllum hinum löndunum er hún hrunin. Inn flæðir svínakjöt , einkum frá Danmörku.“ [...] "Áður en þessi lönd gengu í ESB héldu aðildarsinnar og talsmenn ESB í Brussel því fram að styrkir myndu tryggja hag bænda þótt vitað væri að þeir fengju mun lægri greiðslur en bændur í aðildarlöndunum 15 sem þá voru í ESB. Þannig var samkeppnis- staða þessara Austur-Evrópuþjóða lakari strax frá fyrsta degi aðildar árið 2005." - Sjá nánar á bls. 28 Dýrmundsson. Í júní síðastliðnum úthlutaði sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðneyt- ið tollkvótum vegna innflutnings á ýmsum kjötvörum, smjöri og ostum. Meðal þeirra fyrirtækja sem fengu úthlutað tollkvóta var fyrirtækið Íslenskar matvörur. Íslenskar matvörur fengu, auk annars, úthlutað 50 tonna kvóta til innflutnings á kinda- og geitakjöti en það mun vera í fyrsta skipti sem tollum fyrir slíkt kjöt er úthlutað. Nú er svo komið að fyrirtækið er að kanna eftirspurn eftir innfluttu lambakjöti á markaði hér á landi. Helgi Einarsson er framkvæmda- stjóri fyrirtækisins en auk þess er Helgi ritari Alheimssamtaka mat- reiðslumanna og er því flestum hnútum kunnugur varðandi kjöt- markaðinn hér á landi, sem og erlendis. Íslenskar Matvörur hafa nú flutt inn lítið magn af nýsjálensku lambakjöti og er ætlunin að kynna hugsanlegum viðskiptavinum það á næstunni. „Við vorum að fá til okkar prufu- sendingu til að skoða þetta, hvort það henti á íslenskan markað og kanna hvernig fólki líki varan. Menn eru áhugasamir um að skoða þetta en margir eru líka á þeirri skoðun að það sé óþarfi að flytja inn lambakjöt, við eigum nóg og gæðin mikil. Ég tel hins vegar að innflutningur á kjöti ýti undir innlenda framleiðslu, með samanburð í gæðum sem og verði (og samkeppni.) Við segjum alltaf að íslenska lambakjötið sé best í heimi, en t.d. Skotar segja slíkt hið sama um skoskt lambakjöt. Við höfum gott af því að fá samanburð- inn.“ Vilja kynna kjötið sem valkost Kjötið sem um ræðir verður á svip- uðu verði og íslenskt lambakjöt. Um er að ræða gæðakjöt, lambafille snyrt og án fiturandar, að sögn Helga. „Til að bera saman við íslenska framleiðslu þá verður að koma með mikil gæði inná markað hér til sam- anburðar við innlenda framleiðslu. Nýsjálendingar eru stærstu framleiðendur lambakjöts í heimi og fagmennskan til fyrirmyndar. Íslensk sláturhús hafa meðal annars verið að fá til sín slátrara frá Nýja- Sjálandi. Þess vegna er þetta kjöt í hæsta gæðaflokki og spennandi að sjá það í samanburði við íslenska kjötið. Nýsjálenskt lambakjöt er selt á mörkuðum út um allan heim og gott að læra af þeim sem eru stærstir á markaði.“ Ekki með neinum látum Helgi segir alls ekki standa til að koma inn á markaðinn með látum og yfirgangi. „Alls ekki, við ætlum bara að kynna þennan valkost fyrir mark- aðinn og sjá hver viðbrögðin við því verða. Þetta er dýrt kjöt og það verður engin útsala á þessu. Það hefur jaðrað við skort á hryggjum og þar með fille síðustu ár og þetta er tilraun til að bjóða upp á val- kost vegna þess. Við hvetjum samt sem áður til aukinnar framleiðslu á íslensku lambakjöti, bæði fyrir okkur Íslendinga og eins til útflutn- ings. Þar liggja miklir möguleikar enda það samdóma álit þeirra sem gerst þekkja til að íslenska lamba- kjötið sé mikil úrvalsvara. Við eigum að einblína á dýra markaði erlendis fyrir íslenskt lambakjöt þar sem eru sannanlega tækifæri á að selja okkar vörur. “ /fr Nýsjálenskt lambakjöt flutt til landsins - Ekki gert með neinum látum segir framkvæmdastjóri Íslenskra matvara Mynd / fr Hvítur æðardúnn á Melrakkasléttu „Það var mjög skemmtilegt að upp- lifa þetta, ég hef aldrei áður séð hvítan æðardún,“ segir Guðrún Sigurðardóttir talmeinafræðingur á Akureyri, en hún fann í sumar hvítan æðardún þar sem hún var að sinna æðarvarpi á sínum fornu heimaslóðum við Harðbak á Melrakkasléttu. Guðrún er ættuð frá Harðbak, þar var tvíbýli og bjó amma hennar á öðrum bænum og bróðir ömmunnar á hinum. Búskapur lagðist af á Harðbak árið 1962 en afkomendur síðustu íbúanna þar hafa sinnt æðarvarpinu upp frá því sem og sinnt um húsin. Guðrún er öllum hnútum kunnug á þessum slóðum og hefur um árabil sinnt um æðarvarpið á staðnum. Hún var á ferðinni seinni partinn í júlí í sumar, niðri við þjóðveginn sem liggur á malarrifi milli vatns og sjávar. Kollan flaug upp og skildi eftir sig hvítan dún. „Mér þótti þetta mjög merkilegt, kollan var í engu frá- brugðin öðrum kollum, sami litur, en þegar ég skoða af henni nærmyndir sem teknar voru er ekki laust við að hún sé örlítið farin að grána. Það er ekki óalgengt að gamlar kollur verði gráhærðar, líkt og gamlar konur,“ segir Guðrún. Hún var ekki með myndavél með- ferðis þannig að hún greip til þess ráðs að stöðva næsta vegfaranda, sem reyndist vera Ólafur Flóvenz hjá Orkustofnun og smellti hann myndum af kollunni og dúninum hvíta. Guðrún leitaði sér upplýsinga í Stóru æðarræktarbókinni. Þar er getið um að hér á landi hafi verpt hvít kolla í eina tíð, en albínóar eru þekkt fyrir- bæri í nánast öllum dýrategundum. Hún hefur enn ekki ráðstafað dúninum og kveðst ekki vita hvað hún geri við hann. „Við höfum nýtt dúninn sjálf, fólk sem elst upp á hlunnindajörð eins og Harðbak er vant því að sofa með dúnsængur, kodda og svæfla,“ segir Guðrún, en hluti af þeim dún sem tekinn er á hverju ári er einnig seldur. /MÞÞ 24 34

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.