Bændablaðið - 06.09.2012, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 06.09.2012, Blaðsíða 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 6. september 20128 Fréttir Aðsóknin að Menntaskólanum að Laugarvatni hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikil og nú því 181 nemandi er skráður við skólann í vetur, þar af 57 nýnemar. Vegna fjölda nemenda verður Hlíð, gömul heimavist héraðsskólans í húsnæðinu, nýtt fyrir um tug nem- enda, en aðrar heimavistir skólans taka rúmlega 160 nemendur. Að auki leigir skólinn húsnæði af gistiheimili í þorpinu sem heimavist. Nokkrir nemendur eru svo utan vista. Rúmlega fjörutíu starfsmenn starfa við skólann í fullu starfi eða hlutastarfi. Skólastarfið hófst form- lega að morgni miðvikudagsins 22. ágúst og hófst kennsla samkvæmt stundaskrá í framhaldi af því. „Framundan eru mörg spennandi verkefni. Næsta skólaár er afmælis- ár skólans en 12. apríl 2013 verða 60 ár liðin frá stofnun hans. Vænta má að margir atburðir muni tengjast afmælisárinu en það eiga starfsmenn, nemendur, skólanefnd og foreldraráð eftir að móta í sameiningu,“ sagði Halldór Páll Halldórsson skóla- meistari í samtali við blaðið. /MHH Menntaskólinn að Laugarvatni: Metaðsókn í vetur – 57 nýnemar „Þetta lítur mjög vel út,“ segir Róbert Fanndal Jósavinsson bóndi í Litla-Dunhaga í Hörgársveit, en hann og Árni Arnsteinsson í Stóra- Dunhaga í sömu sveit rækta í sam- einingu korn á um 30 ha lands og dreifast kornakrarnir á 6 staði í Hörgárdal. Þeir hófu kornskurð um miðjan ágúst og er það um hálfum mánuði fyrr en vant er. Róbert segir að hitastigið í sumar, sem að jafnaði var í hærri kantinum, hafi gert gæfumuninn sem og fjöldi sólskinsstunda. „Kornið er ekki svo viðkvæmt fyrir þurrki,“ segir hann. Uppskeran í fyrra var víðast hvar fremur léleg. Útlitið nú er ágætt og segir Róbert að korn- þroski sé mun betri nú en var í fyrra- sumar. Dunhagabændur selja kornið til Bústólpa, sem framleiðir úr því fóður og segir Róbert það jákvætt fyrir alla að geta lagt hráefni til inn- lendrar fóðurgerðar. Fyrsta sending er þegar farin til Bústólpa „Þó við séum þetta snemma á ferðinni í ár var kornþroskinn meiri í fyrstu sendingunni frá okkur en hann náði nokkurn tíma að verða í fyrra,“ segir Róbert. „Þetta lofar því góðu.“ Þeir Árni og Róbert hófu korn- rækt fyrir fáum árum og þá á 10 ha lands, en hafa bætt við sig á hverju ári og eru nú komnir með um 30 ha lands undir kornrækt. /MÞÞ Kornskurður hófst óvenju snemma í sumar: Útlit fyrir ágætis uppskeru Metuppskera í matjurtagörðum Akureyringa við Krókeyri: Tíföld kartöfluuppskera gefur 6 tonn Akureyringar rækta eigið grænmeti af kappi í sérstökum matjurtagörðum sem þeim standa til boða við höfuðstöðvar Ræktunarstöðvar Akureyrar við Krókeyri. Þetta er fjórða sumarið í röð sem bæjarbúum gefst kostur á að leigja skika og rækta þar kartöflur, kál og annað grænmeti. Aðsókn hefur vaxið ár frá ári og eru nú um 340 reitir til útleigu á svæðinu. Mikil búbót Uppskeran í matjurtagörðunum er með allra mesta móti, enda sérlega sólríkt og hlýtt sumar senn að baki. Jóhann Thorarensen verkstjóri í Ræktunarstöðinni segist aldrei hafa séð eins mikla uppskeru og nú í sumar. Ræktendur gangi á hverjum degi frá görðum sínum klyfjaðir af brakandi fersku grænmeti. Hver og einn sé að fá töluvert magn og sé að því mikil búbót. Margir sjóði niður eða setji í frysti og safni sér þannig forða til vetrarins og þá heyri hann af matarboðum þar sem grænmetis- réttir séu í hávegum hafðir. Heilsufar þeirra íbúa sem stundi grænmetis- ræktun sé því örugglega með besta móti eftir þetta gjöfula sumar. Hver reitur er leigður út gegn vægu gjaldi og innifalið í leigu er útsæði og kálplöntur af ýmsu tagi og fræ af ýmsum gerðum. Þannig var deilt út til ræktenda í vor um 600 kílóum af útsæði og telur Jóhann ekki ólíklegt að uppskeran verði tíföld í haust. „Það má því búast við að bæjarbúar aki héðan í haust með um 6 tonn af kartöflum og það munar um minna,“ segir hann. Yngstu og elstu íbúarnar áhugasamir Sífellt bætast fleiri í hóp hamingju- samra grænmetisræktenda við Krókeyri. Fyrsta sumarið voru þeir um 200 talsins, en hefur fjölgað upp í um 340 í sumar. Ekkert lát er á vinsældum grænmetisreitanna, en Jóhann segir að nýir bætist við á hverju vori. Leik- og grunnskólabörn í bænum sem og elstu borgarar bæjar- ins hafa einnig látið til sín taka; búið er að koma upp grænmetisræktun við dvalarheimilið Hlíð, við leikskólann Pálmholt og Glerárskóla svo dæmi séu tekin, en aðrar skólastofnanir hafa fengið pláss fyrir sína ræktun á Krókeyri. Jóhann segir ánægjulegt að sjá þennan áhuga á meðal yngstu og elstu íbúa bæjarins. /MÞÞ Jóhann Thorarensen verkstjóri í Ræktunarstöð Akureyrarbæjar bendir á vænt blómkálshöfuð sem óx í matjurtagarði organista Akureyrarkirkju, Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur. Mynd / MÞÞ heim af brakandi fersku grænmeti alla daga. Hér er Jóhann með myndarlega gulrót. Óvenjumiklir þurrkar hafa verið um land allt í sumar. Gott er því og nauð- synlegt að vökva matjurtagarðana reglulega. Mikil gróska hefur verið í kartöflugörðum Akureyringa. Hlýindi og margar sólskinsstundir í sumar gerðu að verkum að kornskurður hófst með fyrra fallinu hjá bændum í Litla- og Stóra-Dunhaga í Hörgársveit. Hér er Árni Arnsteinsson á ferðinni einn daginn í ágústmánuði á akri neðan Möðruvalla. Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar fjallar um ágang búfjár Mál hafa þokast í rétta átt Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar tók á síðasta fundi sínum fyrir erindi frá Jóni H. Eiríkssyni vegna ágangs búfjár. Jónas Vigfússon sveitarstjóri segir að um sé að ræða ágang sauðfjár á land þar sem skógrækt er stunduð og verið að hefja berjarækt. Bréfritari fari fram á að settar verði reglur þann- ig að eigendur búfjár beri ábyrgð á sínum búpeningi og að sauðfé verði haft í afgirtum hólfum eins og í öðrum löndum. Sveitarstjórn fól sveitarstjóra að afla lögfræðiálits um ábyrgð búfjár- eigenda á því tjóni sem búfé veldur. Jafnframt er erindinu vísað til land- búnaðar- og atvinnumálanefndar. Jónas segir að í Eyjafjarðarsveit sé heimilt að sleppa sauðfé og stór- gripum í afrétt, þ.e.a.s. sameiginleg sumarbeitilönd, sem er fjalllendið ofan við heimalöndin og dalirnir. Landið sem um ræðir sé að vísu svo til allt í einkaeigu og þurfi að sjá til þess að það sé ekki ofbeitt. „Búfjáreigendur þurfa því stundum að semja við landeigendur, eigi þeir ekki nægilegt sumarbeitiland fyrir sínar skepnur,“ segir Jónas. „Ábúendum eða eigendum jarða, sem og öðrum landeigendum, er síðan skylt að hafa girðingar sem liggja að afrétti, fjárheldar, hverjum á sínu landi, og bera kostnað af því. Minnt er á þetta á hverju vori en því miður vill verða misbrestur á því. Vandamálin hafa verið á 3-4 stöðum í sveitarfélaginu og höfum við ýtt við girðingareigendum um úrbætur. Þetta hefur þokast í rétta átt. Til skamms tíma hélt ég að girðingar væru nokkurn veginn fjárheldar alls staðar nema á einum stað í sveitar- félaginu og það stendur til bóta með nýrri girðingu fyrir næsta vor.“ /MÞÞ Halldór Páll Halldórsson, skólameistari.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.