Bændablaðið - 06.09.2012, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 06.09.2012, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. september 2012 Á Korpu, tilraunastöð Land- búnaðarháskóla Íslands, hefur Áslaug Helgadóttir prófessor unnið að jarðræktarrannsóknum í áratugi. Síðustu árin hefur hún lagt áherslu á að rannsaka hvaða ávinning megi hafa af því að rækta ýmisskonar blöndur af grasi og smára. Vorið 2008 var sáð í merki- lega tilraun sem gengur út á að bera saman heyfeng og fóðurgæði sem fást úr gróðurreitum þar sem fjórum gras- og smárategundum hefur verið blandað saman í mis- munandi hlutföllum. Allar tegund- irnar eru einnig ræktaðar einar og sér til samanburðar. Ljóst er af tilraunum Áslaugar að slíkar blöndur geta skilað betri túnum en hreint vallarfoxgras, sem er grunngrastegundin í túnum íslenskra bænda, en markmiðið nú er m.a. að finna út hvort ávinningurinn verði meiri eftir því sem tegundirnar verða fleiri. „Langalgengast er að bændur rækti eingöngu gras í túnum sínum,“ segir Áslaug. „Þegar tún eru ræktuð er í flestum tilvikum sáð vallarfox- grasi, en með tímanum koma svo aðrar tegundir inn í túnin. Ég hófst handa við ræktun á smárablöndum fyrir margt löngu og eru um 25 ár síðan ég sáði til fyrstu tilraunanna á Korpu. Fóðurbelgjurtir, eins og smárar, eru þeim kostum búnar að þær binda nitur úr andrúmsloftinu í samlífi við rótarhnýðisbakteríur. Því má segja að þær séu einhvers konar lifandi áburðarverksmiðjur. Ef vel tekst til með ræktun þeirra má draga úr notkun á tilbúnum nituráburði.“ Áslaug segir að á fyrri hluta síðustu dalað þegar tilbúni áburðurinn varð ódýr og aðgengilegur upp úr 1950. níunda áratugnum vaknaði áhuginn aftur og við fórum af stað með þessar því áburður hefur hækkað mikið í verði á síðustu árum og því teljum fram að færa í íslenskri jarðrækt. Við höfum því haldið þessum tilraunum ótrauð áfram og teljum að bændum sé ekkert að vanbúnaði að bæta fóðurbelgjurtum við í túnin sín.“ Gras er ekki bara „gras“ Nú eru eflaust margir sem ekki vita að til eru ýmsar grastegundir. Áslaug segir að fjölmargar tegundir séu til í íslensku flórunni en í gömlum íslenskum túnum eru einkum fjórar tegundir algengastar. „Það eru hálín- gresi, túnvingull, vallarsveifgras og snarrót. Síðustu 100 árin eða svo hafa menn kynbætt helstu tegund- irnar og nú eru á markaði yrki sem taka hinum villtu stofnum fram. Þau gefa meiri uppskeru og eins eru fóðurgæðin oft betri. Hér á landi er vallarfoxgras langvinsælasta fóður- grasið. Það endist þokkalega og getur gefið ágætis fóður. Eins erum við nú að prófa ný yrki af vallarrýgresi en það er langalgengasta fóðurgrasið hjá nágrönnum okkar sunnar í álfunni. Það hefur hins vegar skort vetrarþol hér á landi en með mildari vetrum og harðgerðari yrkjum erum við að vona að það eigi framtíð fyrir sér hér. Við þessa flóru viljum við svo bæta fóðurbelgjurtunum en þar horfum við einkum til tveggja tegunda, hvít- smára og rauðsmára. Fyrri tegundin vex hér víða villt í úthaga og einnig má finna hana í gömlum túnum en þessir villtu stofnar eru smágerðir og gefa almennt mjög litla uppskeru. Við höfum því fyrst og fremst gert tilraunir með kynbætt yrki.“ Eins og áður segir hefur tilraunin á Korpu staðið yfir frá 2008 og segir Áslaug að um stóra tilraun sé að ræða. „Þar berum við saman mis- munandi blöndur af tveimur grasteg- undum; vallarfoxgrasi og hávingli, og tveimur smárategundum, hvítsm- ára og rauðsmára. Þessar grasteg- undir eru líka ræktaðar einar og sér til samanburðar. Úr þessu verða alls 15 mismunandi gróðurreitir. Þar sem smárinn leggur til áburð ákváðum við að bera á misstóra skammta af nituráburði til þess að hægt væri að meta áburðaráhrif hans. Í ljós hefur komið að smárablanda, þar sem nokkurt jafnræði er á milli tegunda, gefur ávallt meiri uppskeru en hreint gras óháð því hversu mikið er borið á af tilbúnum áburði. Ef við reynum að meta orkuna sem fæst af svona smáratúnum, að teknu tilliti til þeirrar orku sem fer í að framleiða tilbúna áburðinn, þá eru 70 kg af nitri á hektara á smáratún sambærileg við 220 kg af nitri á hektara af hreinu grasi. Því munar um minna. Það er áhugavert að nefna í þessu sambandi að sambærilegar tilraunir hafa verið gerðar út um alla Evrópu, sem við höfum m.a. verið þátttakendur í, og niðurstöðurnar eru alls staðar á einn veg – blöndur gefa ávallt meiri uppskeru en ef sömu tegundir eru ræktaðar einar og sér.“ Brýnt að koma næringarefnum aftur í hringrásina Markmið tilrauna Áslaugar og hennar starfsfólks er sumsé á end- anum að auka heyfeng og fóðurgæði án þess að auka tilkostnað. „Það er mjög brýnt, eitthvað sem við þurfum að stefna markvisst að hvar sem við erum stödd í heiminum. Land er takmörkuð auðlind, þó svo að við verðum ekki endilega vör við það hér á landi þar sem landrými er nægilegt, en við þurfum að fara vel með öll aðföng til landbúnaðar og þar má nefna olíu sérstaklega sem notuð er til þess að framleiða tilbúinn nituráburð í útlöndum. Ef okkur tekst að spara tilbúinn áburð, þó ekki væri nema að litlu leyti, er til mikils að vinna. Bændur nýta almennt þann búfjáráburð sem til fellur á búum þeirra og fer hann ágætlega með ræktun smárablandna. Hann dugir þó tæpast til og því þarf að leita leiða til þess að nýta annan lífrænan úrgang sem nú er fargað, t.d. frá sláturhúsum og í fiskvinnslu, að ekki sé talað um allt það sem fer um hendur fólks á heimilunum í landinu. Markmiðið ætti að vera að endurvinna allan lífrænan úrgang og koma þannig næringarefnunum aftur inn í hringrásina. En það er hægara sagt en gert og þar bíður okkar stórt en afar brýnt verkefni. Ég held að menn séu almennt að vakna til vitundar um þessi mál en í því sambandi er afar brýnt að allar ákvarðanir sem teknar eru séu byggðar á vönduðum rannsóknum og sú leið valin sem skilar okkur ótvírætt þeim árangri sem að er stefnt.“ Þegar blaðamaður kom í heim- sókn á Korpu voru Áslaug og sam- starfsfólk hennar í óða önn að flokka heyfenginn sem kominn var í hús. „Þetta eru tímafrekar tilraunir. Við sláum tilraunareitina með hand- sláttuvél og handrökum allt. Síðan er heyfengurinn veginn af hverjum reit og sýni tekin til þess að meta þurrefnið. Með þessu móti má fá mat á þurrefnisuppskeru á hekt- ara. Eins tökum við sýni sem við greinum síðan í einstakar tegundir sem sáð var og svo illgresi sem eftir stendur. Hrúgurnar verða því fimm. Þarna gildir að vera bæði glöggur og nákvæmur. Við reynum að safna saman öllu tiltæku liði hjá okkur í greiningarnar svo að hægt sé að ljúka verkinu hratt og örugglega. Úr þessu verða hinar skemmtilegustu samkomur þar sem rætt er um allt milli himins og jarðar. Við trúum því að þessi verk okkar skipti máli og muni koma að gagni sem fyrst.“ Niðurstaðna sumarsins beðið með eftirvæntingu „Við eigum nú til uppskerumælingar úr þessari tilraun í fjögur ár. Nú bíður okkar að mæla fóðurgildið. Fyrri rannsóknir okkar hafa sýnt að rauðsmári og hvítsmári gefa bæði prótein- og steinefnaríkt fóður en það er áhugavert að kanna hver áhrif mismunandi áburðargjafa eru á fóður- gildi heyfengs úr þessum mismunandi gróðurlendum. Eins höfum við sáð tegundablöndur. Þar er grunnurinn vallarfoxgras sem haft er til viðmið- unar og síðan blöndum við hægt og - arsveifgras, hávingull, vallarrýgresi og síðan hvít- og rauðsmári. Í þess- ari tilraun eru nituráburðarskammtar þrír eins og áður. Grunn spurningin er hvort blöndur skili meiri ávinningi en hreint vallarfoxgras og hvort ávinn- ingurinn verði meiri eftir því sem - skárum þessa tilraunareiti í fyrsta skipti í sumar og bíðum spennt eftir fyrstu niðurstöðum. Við höldum því ótrauð áfram,“ segir Áslaug. /smh Áslaug Helgadóttir, stendur hér við nýja tilraunareitinn. Vallarfoxgras er haft til viðmiðunar og er í reitnum vinstra Myndir /smh Túnræktartilraunir á Korpu: Smáratún eru framtíðin – er ályktun Áslaugar Helgadóttur af niðurstöðum 100 ára brúarafmæli fagnað á Hellu Hundrað ára afmæli brúarinnar yfir Ytri-Rangá við Hellu var fagnað föstudaginn 31. ágúst með afhjúpun söguskiltis um brúna við handverkshúsið á Hellu. Jón Þorláksson þáverandi landsverk- fræðingur hannaði brúna og stjórnaði smíði hennar, en brúin var sú stærsta á þeim tíma sem alfarið var hönnuð og smíðuð hér á landi. Brúin var vígð í slagviðrisrign- ingu þann 31. ágúst 1912, að við- stöddu miklu fjölmenni, enda mikil lyftistöng fyrir héraðið allt. Það var Hannes Hafstein, ráðherra Íslands, sem vígði brúna formlega og hélt sköruglega vígsluræðu þar sem hann meðal annars kallaði brúna Járngerði, enda var burðargrindin í henni úr járni. Hann tilkynnti jafn- framt að Rangæingar fengju á næstu dögum aðra brú steinsteypta yfir Hróarslæk og ætti þá Járngerður sér systurbrúna Steingerði, en smíði þeirra brúar var þá á lokastigi. Það var Ágúst Sæmundsson á Hellu sem afhjúpaði skiltið en Ágúst starfaði í 33 ár sem brúar- smiður og tók meðal annars þátt í því að byggja brúna sem nú stendur yfir Ytri-Rangá og í því að rífa gömlu brúna. /MHH Ágúst Sæmundsson, ásamt hrepps- nefndarmönnunum Steindóri Tómas- Mynd / MHH

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.