Bændablaðið - 06.09.2012, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 06.09.2012, Blaðsíða 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 6. september 201 Fossselsskógur gerður aðgengilegur sem útivistarsvæði „Þetta tókst ljómandi vel og allir voru ánægðir með daginn,“ segir Agnes Þórunn Guðbergsdóttir, formaður Skógræktarfélags Suður-Þingeyinga en opinn dagur var haldinn í Fossselsskógi í júlímánuði. Fossselsskógur er sunnan við bæinn Vað, austan við Skjálfandafljót, á leiðinni frá Kinn yfir í Aðaldal. Agnes segir að ætlunin sé að gera skóginn aðgengilegan sem útivistar- svæði fyrir almenning og var opni dagurinn liður í að kynna skóginn og það sem hann hefur upp á að bjóða. Ráðist var í gerð göngustíga í fyrra- sumar og hafa þeir verið litamerktir, þá hefur vegur að skóginum verið gerður fólksbílafær, sem ekki var áður, og hægt að aka að Geiraseli, litlu timburhúsi í skóginum og niður að Kvennabrekku. Næsta sumar stendur svo til að setja upp skilti við eyðibýlið Fosssel og koma fyrir yfir- litskorti við inngang að skóginum. Fallegur lerkiskógur í Kvennabrekku Í Kvennabrekku er nú fallegur lerki- skógur, en konur úr ýmsum kven- félögum innan Kvenfélagasambands Suður-Þingeyinga komu saman og gróðursettu tré í Fossselsskógi 19. júní 1985 í tilefni af því að kvenna- áratugi Sameinuðu þjóðanna var þá að ljúka, en sama ár var einnig 70 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi. Þá var gróðursett sem svaraði einni plöntu fyrir hverja þingeyska konu, alls um 2000 tré. Kvenfélög innan Kvenfélaga- sambands sýslunnar afhentu á opna deginum nýtt áningarborð, smíðað hjá Skógræktinni á Vöglum í Vaglaskógi, en það verður til afnota fyrir gesti skógarins. Geirasel er nefnt eftir Friðgeiri Jónssyni skógarbónda sem fædd- ist í Ystafelli í Kinn í Suður- Þingeyjarsýslu, en hann bjó lengi félagsbúi þar á bæ með Sigurði bróður sínum og Kolbrúnu konu hans. Friðgeir vann auk bústarfa við smíðar og stundaði skógrækt og umhirðu nýskóga frá því að skóg- rækt hófst í Fellsskógi austanvert í Kinnarfelli. Hátt í 400 þúsund plöntur Fosssel er í um 100 metra hæð yfir sjó, landið umhverfis var girt árið 1951, en hafist var handa við að planta í skóginn á vegum Skógræktarinnar á Vöglum árið 1958. Friðgeir vann við plöntun og grisjun í skóginum. Hafði hann frá árinu 1973 fasta umsjón með honum og allt til ársins 1992. Síðustu æviárin bjó Friðgeir á Húsavík ásamt sambýliskonu sinni Klöru H. Haraldsdóttur frá Kaldbak á Rangárvöllum. Árið 1989 byggði Friðgeir lítið timburhús fyrir Skógræktarfélag Suður-Þingeyinga sem afdrep fyrir gesti og starfsmenn. Húsið er nefnt Geirasel og afhjúpaði Klara minningarskjöld við húsið á opna deginum. Skógræktarfélag Suður- Þingeyinga hefur haft umsjón með Fossselsskógi frá árinu 1960, en búið er að gróðursetja hátt í 400 þúsund plöntur í skóginn, mest rauðgreni. Gott berjaland er í skóginum að sögn Agnesar og þar er einnig mikið um skógarsveppi. Til stendur síðar í sumar að efna til sveppaferðar um skóginn með leiðsögn Guðríðar Gyðu Eyjólfsdóttur sveppafræðings. /MÞÞ Ungir sem aldnir njóta skógarins, hér er Ingi Tryggvason á Narfastöðum með Valdemar Hermannsson. Klara Haraldsdóttir afhjúpar minn- ingarskjöld um Friðgeir Jónsson. við nýtt áningarborð úr lerki sem kvenfélög innan Kvenfélagasam- Mynd / MÞÞ

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.