Bændablaðið - 06.09.2012, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 06.09.2012, Blaðsíða 25
25Bændablaðið | Fimmtudagur 6. september 201 Bændablaðið Næsta blað kemur út 20. september Borgarmær í fyrstu göngunum Ingibjörg Pétursdóttir er borin og barnfædd Reykjavíkurmær sem gafst hið einstaka tækifæri í fyrra að fara í fyrsta sinn á ævinni í göngur í Borgarfirði og þurfti hún ekki að hugsa sig lengi um þegar boðið barst í gegnum frænku hennar, Önnu Sigurveigu Magnúsdóttur, að skunda á fjöll í smalamennsku. „Veiga frænka mín, sem er mikill kvengarpur, hafði samið við bændur á svæðinu um að hún mætti fara á gæs gegn því að smala fólki fyrir þá í göngur. Við vorum þrjár sem fórum, borgarbörn á besta aldri og eyddum heilli helgi í Borgarfirðinum. Við vorum ægilega spenntar og lentum í besta veðri haustsins sem skemmdi nú ekki fyrir stemningunni,“ útskýrir Ingibjörg. Eitthvað magnað fór í gang Þær stöllur smöluðu fyrir Magnús Leópoldsson fasteignasala, sem á helming í tvíbýlinu Hvassafelli í Norðurárdal. Smalað var yfir á næsta leitarsvæði vestan Hreðavatns að Vikrafelli. „Við héldum af stað frá Hvassafelli ásamt fullt af fólki með Davíð göngustjóra í broddi fylkingar. Ég man að ég kveið ógurlega fyrir, því við vorum pínulítið eins og álfar út úr hól varðandi staðarhætti en vorum búnar að fá leiðarvísi og við þrjár héldum hópinn. Fyrst var ég svolítið hrædd enda við villtar kindur að etja en síðan verður maður ábyrgðarmikill þegar á hólminn er komið. Þegar við komum upp sáum við einhverjar kindur og byrjuðum að hóa og blaka höndum og þá kom kikkið. Það var eitthvað magnað sem fór í gang og maður hljóp upp og niður hóla og hæðir af verulegum krafti sem kom mér á óvart, því ég var ekki í neinu líkamlegu formi,“ útskýrir Ingibjörg brosandi og segir jafnframt: „Það var undurfallegt uppi á heiðinni þar sem Baula gnæfði yfir allt og allt í einu fannst manni Baula vera fallegasta fjall landsins. Það fer enginn á þetta svæði og á ákveðnum tímapunkti fór ég að öfunda kind- urnar af því að hafa þetta fallega land algjörlega út af fyrir sig. Í lokin var mögnuð sjón að sjá alla breiðuna þegar við vorum komin niður nálægt Bifröst. Ég var svo þreytt daginn eftir að ég var eiginlega veik, enda gengum við og hlupum upp og niður frá átta um morguninn fram á kvöld. Ætli við höfum ekki hlaupið hálft maraþon. En upplifunin var mögnuð og ég varð eiginlega önnur mann- eskja á eftir.“ /ehg Ingibjörg Pétursdóttir og Anna Sigurveig Magnúsdóttir þreyttar og ánægðar eftir vel unnið verk. Dýravelferð í leitum, smölun og réttum Alltaf skal hafa velferð fjárins og hestanna að leiðarljósi í fjár- leitum, smalamennsku og réttum. Aldrei verður ofbrýnt fyrir leitar- mönnum að fara gætilega að fénaði í þessum vandasömu verkum, þar sem gæta þarf fyllsta öryggis bæði fyrir menn og skepnur. Mikilvægt er að standa þannig að smalamennsku að féð sé ekki gert uppgefið. Einkum ber að varast þetta þar sem notuð eru vélknúin hjól, sem aldrei þreytast og eru mun hrað- skreiðari en bæði hestar og kindur. Í nokkrum landshlutum eru langar fjárleitir, jafnvel allt að 6-7 dögum. Kindur sem koma fyrir fjærst byggð á fyrstu dögunum geta þurft að ganga langt áður en til réttar er komið. Það hlýtur því að vera umhugsunarefni hvort ekki sé farsælast að ná þeim í aðhald og gera ferð til þess að flytja þær heim á vagni. Þegar hundar eru notaðir við smalamennsku og rekstur er nauðsynlegt að eigandi þeirra hafi á þeim góða stjórn og sjái til þess að þeir séu ekki að bíta í kindurnar, það er ólíðandi. Búfé þarf að hafa aðgang að vatni Gæta þarf sérstaklega vel að því að fé og hross á fjalli komist í vatn, sér- staklega nú eftir sumar sem hefur verið þurrt víða um land þannig að vatnsból gætu hafa þorrið. Ef næturhólf fyrir kindur eru vatnslaus, þá þarf að bæta úr því. Hætt er við að fé í rekstri hafi lítið getað drukkið, því er nauðsynlegt að hafa bæði vatn og gras aðgengilegt í hvíldartímanum yfir nóttina. Alla jafna er heldur ekki brynning í rétt- unum. Þar sem svona háttar til er brýnt að gera ráðstafanir til þess að féð komist öðru hverju í vatn eða komið sé upp brynningaraðstöðu í hvíldarhólfunum. Verði féð mjög þyrst getur það orðið bágrækt og jafnvel ekki þolað álagið sem fylgir löngum rekstri á sólbjörtum degi. Því miður eru til dæmi þessa. Í rekstri verður að gæta að hæfi- legum hraða og hafa farartæki við höndina til þess að taka þreyttar eða haltar kindur tímanlega á vagn. Sama gildir ef menn sjá sjúkar kindur á afrétti eða í rekstri, þá er mikilvægt að taka þær upp á sérstakar kerrur og koma skilaboðum þar að lútandi til réttarstjóra og/eða héraðsdýralæknis, sem gera þá viðeigandi ráðstafanir. Réttarstjórn Réttarstjórar þurfa að gæta að dýra- velferð í réttum, og að sundurdráttur gangi fljótt og vel fyrir sig. Stundum þarf líka að gæta að börnunum sem vilja hjálpa til, en hafa ekki reynslu í meðhöndlun dýra. Hundar ættu ekki að vera lausir í réttum. Tryggja verður að ómerkingar og línubrjótar fari tafarlaust til slátrunar. Af þessum gripum getur stafað smit- hætta, því skyldi aldrei taka heim ómerkinga nema móðir hafi helgað sér þá á ótvíræðan hátt. /Halldór Runólfsson yfirdýralæknir, Matvælastofnun. Torf- og grjóthleðslur Guðjón Kristinsson torf- og grjóthleðslumeistari Hefst 28. sept. hjá LbhÍ á Reykjum Trjáfellingar og grisjun með keðjusög Björgvin Örn Eggertsson skógfræð- ingur hjá LbhÍ og Böðvar Guðmunds- son hjá Suðurlandsskógum Hefst 9. okt. á Hallormsstað Mengun - uppsprettur og áhrif Cornelis Aart Meijles umhverfisverk- fræðingur í Hollandi Hefst 20. sep. hjá LbhÍ á Hvanneyri Skjól, skógur og skipulag Dr. Alexander (Sandy) Robertsson M Sc., D.Phil (Oxon) Hefst 25. okt. hjá LbhÍ á Hvanneyri Grunnnámskeið í blómaskreytingum Guðrún Brynja Bárðardóttir brautar- stjóri Blómaskreytingabraut LbhÍ Haldið 3. nóv. hjá LbhÍ á Reykjum Jarðræktarforritið Jörð.is Í samstarfið við Bændasamtök Íslands og Búnaðarsamband Austurlands Borgar Páll Bragason verkefnastjóri hjá Bændasamtökum Íslands Haldið 16. nóv. á Vopnafirði Aðventuskreytingar Guðrún Brynja Bárðardóttir brautar- stjóri Blómaskreytingabrautar LbhÍ Haldið 24. nóv. hjá LbhÍ á Reykjum Endurmenntun LbhÍ Haustskreytingar Guðrún Brynja Bárðardóttir brautar- stjóri Blómaskreytingabrautar LbhÍ Haldið 8. sept. hjá LbhÍ á Hvanneyri Haldið 29. sept. hjá LbhÍ á Reykjum Grunnur að jurtalitun Philippe Ricart handverksmaður Hefst 14. sept. hjá LbhÍ á Hvanneyri Íslenska landnámshænan Júlíus Már Baldursson bóndi á Tjörn á Vatnsnesi Haldið 20. sept. hjá LbhÍ á Hvanneyri Haldið 25. sept. í Skagafirði Skipulagslögfræði (6 ECTS) Hjalti Steinþórsson hrl. forstöðu- maður og formaður úrskurðar- nefndar skipulags- og byggingarmála Hefst 12. okt. hjá LbhÍ í Reykjavík Húsgagnagerð úr skógarefni Ólafur Oddsson fræðslufulltrúi Skógræktar ríkisins og Ólafur G. E. Sæmundsen skógtæknir Hefst 21. sept. í Grímsnesi Hefst 5. okt. í Grímsnesi Grunnur að dkBúbót Í samstarfi við Búnaðarsamband Suður- lands og Búnaðarsamband Austurlands Guðrún Sigurjónsdóttir bóndi á Glitstöðum, Skafti Bjarnason Bænda- bókhald BSSL og Sigurlaug Jónsdóttir bóndi í Hraunkoti Haldið 3. okt. á Selfossi Haldið 4. okt. á Hvolsvelli Haldið 5. okt. á Kirkjubæjarklaustri Haldið 2. nóv. á Austurlandi Allar nánari upplýsingar má finna á www.lbhi.is/namskeid Skráning fer fram á endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000 Við erum líka á Facebook - facebook.com/namskeid Óska eftir að kaupa allar tegundir dráttarvéla og diesel lyftara. Uppl. í síma 866-0471 traktor408@gmail.com Halldór Runólfsson.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.