Bændablaðið - 06.09.2012, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 06.09.2012, Blaðsíða 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. september 2012 Utan úr heimi Í endaðan júlí hélt hópur íslenskra bænda og bændaefna í land- búnaðarfagferð til Frakklands og Belgíu. Hér á eftir fylgir síðari hluti ferðalýsingar um þessa ferð, en fyrri hlutinn birtist í síðasta Bændablaði. Framleiðir rifsberjavín! Miðvikudaginn 25. júlí var farið í tvær stuttar heimsóknir til bænda en annars var miðað við að unnt væri að nota daginn til strandlegu, í bænum Calais í norðurhluta Frakklands, eða annarrar dægra- dvalar. Sumir nýttu tækifærið og voru eftir en flestir fóru þó með í fagferðina þennan daginn. Fyrst var farið í heimsókn til Romain Dolobel sem er með afar áhugaverða vín- framleiðslu í Loison-sur-Créquoise. Þarna býr hann ásamt föður sínum og framleiðir þrjár gerðir af léttvíni. Þetta þykja nú trúlega ekki mikil tíðindi í Frakklandi, en þó er afar fágætt að vínframleiðsla sé stunduð jafn norðarlega og bú þeirra feðga er. Enda kom í ljós að þeir kaupa að öll ber til framleiðslunnar, en framleiðslan er jafnframt afar sér- hæfð þar sem þeir búa til rifsberja-, hindberja- og kirsuberjavín. Berin lausfryst Eftir staðgóða kynningu á fram- leiðslunni, þar sem m.a. kom fram að þeir feðgar fá berin lausfryst til sín, var að sjálfsögðu komið að því að bragða á framleiðslunni. Léttvínið var virkilega bragðsterkt og sætt enda sagði Romain að þessi vín hentuðu fyrst og fremst sem for- drykkjarvín. Margir ferðafélaganna sáu þarna áhugaverða möguleika, fyrst hægt er að kaupa berin laus- fryst ætti allt eins að vera mögulegt að framleiða svona vín á Íslandi. Heimaostagerð Næst var farið í heimsókn til Alice Barlet en hún býr félagsbúi með bróður sínum í Fruges-héraði. Hann er með 50 svartskjöldóttar kýr, sér um mjólkurframleiðslu búsins og selur svo mjólk til osta- gerðarinnar hjá Alice. Hún tekur þó ekki við nema hluta af fram- leiðslunni, svo restin fer í næstu afurðastöð. Afar fróðlegt var að fá innsýn í ostagerðina og það hve einfaldur aðbúnaðurinn má vera til þess að standast kröfur Evrópusambandsins til ostagerðar. Alice hafði einmitt nýverið fengið úttekt þar sem allt rann í gegn, bæði hálfmálaðir veggir, hrörleg gólf, sérstök ferðamannaaðstaða og svo mætti lengi telja. Það var a.m.k. fróðlegt að sjá að franska eftirlitsfólkið virðist leggja sig fram við að gera bændum auðvelt fyrir að framleiða heimagerðar afurðir til sölu. Köngulær gegna hlutverki Alice framleiðir nokkrar gerðir af ostum, allt frá mjúkostum til gamalla ilmandi osta og fer mest af framleiðslunni í sölu í verslunum í nágrenninu. Mesta athygli vakti þó sérostagerð ein sem byggir á því að þegar osturinn er tilbúinn er hann settur í lagerrými þar sem bú er fyrir sérstakar köngulær. Þessar vinnukonur eru sérstaklega settar á ostana og byrja þær þá þegar að éta yfirborð ostsins og spinna smávefi á yfirborðinu. Við þetta harðnar yfir- borðið og gerir ostinn endingarbetri, að sögn Alice. Ekki voru nú allir í hópnum tilbúnir að bragða þessa sérstöku ostagerð, þó svo að Alice segðist hafa þvegið yfirborðið. Þess má þó geta að heimafólkinu finnst best að borða þennan ost óþveginn, með öllu því sem þá kann að finnast á yfirborði ostsins! Frá Alice var svo haldið á ný til Calais þar sem flestir skelltu sér á ströndina í afar góðu veðri. Belgískur landbúnaður Fimmtudaginn 26. júlí var ekið frá Frakklandi og til Belgíu enda framundan að fara á áðurnefnda landbúnaðarsýningu þar í landi. Belgískur landbúnaður er allums- vifamikill, þó svo að Belgía sé ekki beint þekkt fyrir landbúnað enda hefur verið töluverður sam- dráttur í þarlendum landbúnaði á undanförnum árum. Í landinu eru u.þ.b. 48 þúsund bú sem að jafn- aði eru með um 30 hektara lands og er stærð landbúnaðarlandsins því rétt um 1,4 milljónir hektara. Alls starfa um 65 þúsund manns á þessum belgísku búum. Nautgripir og svín Landbúnaði í Belgíu má í raun skipta í tvennt. Annars vegar bú sem ein- göngu eru í jarðrækt og hins vegar bú þar sem er skepnuhald. Alls eru um 2,6 milljónir nautgripa í landinu en óvenjuhátt hlutfall þessara gripa er holdanaut. Þannig skiptist t.d. fjöldi kúnna nokkurn veginn til helminga en í Belgíu eru 510 þúsund mjólkur- kýr og 520 þúsund holdakýr! Þá er svínarækt umsvifamikil, líkt og í fleiri nágrannalöndum en í Belgíu eru um 6,3 milljónir svína. Þó svo að þessar búgreinar sem hér að framan hafa verið nefndar séu lang- umsvifamestar eru fjölmargar aðrar búgreinar í landinu. T.d. eru um 150 þúsund kindur og 30 þúsund geitur í Belgíu. Sé horft til jarðræktarinnar er framleiðslan fjölbreytt en þyngst vegur framleiðsla á sykurrófum, kartöflum, byggi og hveiti (heimild: Eurostat). Nýtt fjós en þó hálfnýtt Fyrsta búið sem var sótt heim í Belgíu var kúabúið hjá Pascal Deknudt í Hainaut héraði. Pascal er með 60 Holstein Friesian mjólkur- kýr og 70 Belgian Blue holdakýr Fagferð til Frakklands og Belgíu – síðari hluti Að sjálfsögðu fengu allir gestirnir að smakka framleiðsluna hjá Romain Dolobel sem hér sést hella rifsberjavíni í glös. Myndir / Kjartan Guðjónsson. Ostar þurfa tíma til þess að þroskast og í kjallara íbúðarhúss Alice Barlet voru margar hillur af ostum af ýmsum gerðum, sem biðu þess að verða tilbúnir til pökkunar og sölu. Hér má sjá, ótrúlegt en satt, eina af fjölmörgum köngulóm sem sjá um að gera ákveðna ostategund að þeirri lúxusvöru sem hún er. Tveggja mánaða gamlir nautkálfarnir eru strax byrjaðir að safna miklum holdum eins og sjá má.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.