Bændablaðið - 06.09.2012, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 06.09.2012, Blaðsíða 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. september 2012 Lesendabás Nýr árgangur hefur nú skóla- göngu í grunnskólum landsins og foreldrar fylgja börnum sínum gjarnan vel eftir fyrstu dagana. Það eru mikil tímamót að hefja nám í grunnskóla og 10 ára lögbundin skólaskylda tekur við í lífi barnanna. Því fylgja ýmsar skyldur foreldra. Viðmót starfsfólks skólans getur skipt sköpum um hug foreldra til þessa nýja hlutverks sem og leiðbeiningar og góðar upplýs- ingar strax við upphaf skóla- göngunnar. Margir skólar hafa fastar hefðir um fræðslu fyrir foreldra eða svokölluð skólafærninámskeið og boða foreldra á sérstakan fund þar sem þeim er kynnt skóla- starfið og samstarf heimila og skóla. Á slíkum fræðslufundum er mikilvægt að foreldrafélag skólans kynni starfsreglur sínar og starfsemi og fari yfir réttindi og skyldur foreldra. Sé barnið að hefja skólagöngu í nýjum skóla geta foreldrar kynnt sér skólanám- skrá og starfsemina á heimasíðu skólans eða leitað eftir upplýs- ingum á skrifstofu skólans. Hefðir og verklagsreglur geta verið mis- munandi eftir skólum. Rannsóknir sýna að börn þeirra foreldra sem eiga hlutdeild í skólastarfinu eru líklegri til að sýna góða hegðun og framkomu. Jafnframt sýna rannsóknir að áhrif foreldra á námsárangur barna er mun meiri en almennt hefur verið talið. Stuðningur foreldra felst fyrst og fremst í þeim gildum og viðhorfum sem ríkja á heimili barnsins til menntunar og skóla- starfs. Það er umræðan heima, lífsstíll foreldra og væntingar, hvatning þeirra og örvun sem skiptir svo miklu máli og getur verið undirstaða námsárangurs og farsæls skólastarfs. Af þessum ástæðum þarf grunnskólinn að leita allra leiða til að gefa for- eldrum aukna og markvissa hlut- deild í skólastarfinu og líta á þá sem mikilvæga samstarfsaðila á jafnréttisgrundvelli. Öllum má vera ljós ávinningur af virkri þátttöku foreldra í skóla- starfinu. Til að geta sinnt þeim skyldum sínum og verið virkir þátttakendur í skólagöngu barna sinna þurfa foreldrar að þekkja hinar formlegu leiðir til að miðla upplýsingum og vita hvernig þeir geta komið hagsmunamálum sínum og nemenda á framfæri. Foreldrar þurfa að hittast og þekkj- ast til að geta átt farsælt samstarf og mikilvægt er að eiga samskipti augliti til auglitis við aðra foreldra, nemendur og starfsfólk skólans við hin ýmsu tækifæri. Virkt lýðræði er þar sem almenningur tekur virkan þátt í ákvarðanatökum um sín mál og til að undirbúa farsælt samstarf er mikilvægt að foreldrar séu virkir í skólastarfinu alla skólagöngu barnsins. Foreldrar eru helstu hagsmunagæslumenn nemenda. Með samstarfi og borgaralegri þátttöku hafa foreldrar tekið þátt í skólaþróun og komið mörgum framfaramálum til leiðar. Með því að taka þátt í félagslífi bekkjarins með foreldrum sínum og læra og lifa í lýðræðislegu umhverfi öðlast börn aukna borgaravitund. Þar eru foreldrar og kennarar fyrirmyndir og börn læra af þeim hvernig hægt er að bera sig að, læra meðákvörð- unarrétt og hvernig þau geta gegnt lýðræðisskyldum sínum þegar fram í sækir. Foreldrar þurfa að huga vel að líðan barna sinna, bæði líkamlegri og andlegri, nú þegar takturinn í tilverunni breytist. Gæta þarf þess að börnin komi úthvíld í skólann, séu vel nærð, sinni heimanámi og taki þátt í bekkjarstarfinu. Þannig leggja foreldrar sig fram um að skapa börnunum jákvætt og upp- byggilegt námsumhverfi til að þau verði betur móttækileg fyrir því sem skólinn hefur fram að færa. Helga Margrét Guðmundsdóttir, tómstunda- og félagsmála- fræðingur Foreldrar eru helstu hagsmuna- gæslumenn nemenda Helga Margrét Guðmundsdóttir, Á vargurinn bandamenn hjá Umhverfisstofnun? Ég hef á tilfinningunni að líf- fræðingarnir séu hræddir um að ekki yrði mikið að gera hjá þeim ef okkur vargveiðimönnum væri hleypt að skipulagningu vargveið- anna. Þeirra vinna felst í því að viðhalda verkefninu út í hið óend- anlega (sést best á rjúpnarannsókn- unum endalausu), en við veiðimenn myndum afgreiða verkefnið fljótt og vel; það tæki okkur 3 til 5 ár að svo til útrýma minknum og koma refastofninum í ásættanlegt horf fyrir náttúruna. Refaveiðar hafa verið stundaðar í árhundruð og minkaveiðar nærri því allan tímann síðan fyrstu dýrin sluppu úr búunum í kringum árið 1931. „Okkar reynsla af umhverfis- ráðuneytinu hefur verið með þeim hætti að við berum einfaldlega ekki fullt traust til ráðuneytisins,“ segir Óðinn Sigþórsson, for- maður Landssambands veiðifélaga (Morgunblaðið, 25 ágúst 2012). Þetta er eins og talað út úr mínu hjarta, eftir að fræðingarnir tóku við veiðistjórnun hefur ref fjölgað um 30%. Það er enn verið að skrifa loka- skýrslu um minkaveiðiátakið sem var á Snæfellsnesi og í Eyjafirði fyrir nokkrum árum og verður spennandi að lesa hana og sjá hvað líffræðing- arnir leggja til. Ég svo sem veit hver niðurstaðan verður; rannsaka meira. Ég og veiðifélagar mínir höfum bjargað ótal lífum með vinnu okkar. (Hér á eftir fylgir bútur úr sam- tali.) „Hvernig getur það verið, þú ert alltaf að drepa eitthvað,“ segir við- mælandi minn. Þetta snýst ekki um að drepa, eng- inn vargveiðimaður hugsar þannig. Þetta er bara vinna, eins og til dæmis að eyða geitungabúum, sem öllum finnst eðlilegasti hlutur í heimi vegna þess að flestir eru hræddir við geitunga. Minkur og refur eru vargar í nátt- úrunni og þurfa visst aðhald, minkur- inn er þar mesta vandamálið. „Og hvað með það, á ekki minkur- inn sama rétt og við til að lifa? Er ekki nóg æti fyrir hann? Ég sé ekki vandamálið.“ Ef vargurinn fengi frið fyrir okkur veiðimönnum, þá væri ekki langt að bíða þess að fækkaði eitthvað fugla- tegundum. Flestir vita hvernig fór fyrir flórgoðanum. „En af hverju ert þú að drepa tófur líka, þær eru bara fallegar og gaman að sjá myndir af þeim, til dæmis frá Hornströndum.“ Hefur þú komið á Hornstrandir og hlustað á fuglasönginn þar? „Nei, ég hef bara séð myndir á Facebook hjá kærasta vinkonu minnar.“ Já, einmitt, en hefur þú séð ein- hverja mynd á Facebook af mófuglum á Hornströndum, hjá kærasta vinkon- unnar? .....Löng þögn... „Nei, en hann tók mynd af æðarfugli.“ Og af hverju ætli hann hafi ekki tekið mynd af öðrum tegundum? Það er vegna þess að þar er ekki eftir nema einn mófugl. Refurinn er friðaður þar og nær að útrýma öllu lífi. „Getur ekki verið að það hafi aldrei verið mikið af mófugli þarna?“ Við getum ekki svarað því svo vísindamenn trúi. Fólk sem bjó þar áður fyrr og ólst þar upp segir frá því að mikið fuglalíf hafi verið þarna, en líffræðingarnir trúa því ekki. „Hvað vilt þú þá gera til að rétt- læta fyrir mér að fækka ref þarna? Það ætti að telja fugla á einhverju afmörkuðu svæði eitt sumar, byrja á veiðum á ref á öllu svæðinu strax og sjá hver niðurstaðan verður eftir 3 til 5 ár. En ég get lofað þér því að það mun strax sjást munur á fuglalífinu eftir fyrsta sumarið. „Já, en mér finnst ófært að ríkið sé að borga með veiðum og nota skatt- inn sem ég borga, af hverju geta ekki bændurnir og þeir sem hagsmuni hafa af veiðunum borgað sjálfir?“ Já en þú gleymir einu, bændur borga líka skatta, og síðustu ár hefur ríkið ekki borgað eina krónu til raf- aveiða. Þá finnst öllum sem stunda einhverja útivist gaman að heyra fuglasöng. „Mér finnst það samt út í hött að ríkið borgi með skattpeningunum mínum eyðingu á ref og mink.“ Þú mátt hafa skoðun þína í friði fyrir mér, en heldur þú að bóndi austur á fjörðum sé alveg sáttur með að skatturinn sem hann borgar renni til sinfóníuhljómsveitarinnar sem heldur örfáa tónleika á ári, fyrir snobbhænsn úr þéttbýlinu, drekkandi freyðivín úr háum glösum? „En hvernig stendur þá á því að ykkur veiðimönnum gengur ekki betur í baráttu við varginn, þarf þá ekki að rannsaka varginn meira, til þess að ná árangri? Nei, það þarf ekki. Vísindamenn hafa verið að rannsaka atferli, hegðun og framkomu minksins síðan elstu menn muna og þeir vita núna að minkur sem heldur sig við sjávar- síðuna borðar helst sjávarfang, og minkur sem heldur sig inn til landsins borðar meira af kjötmeti ýmiskonar, fugla og mýs, einnig fiskseiði við vötn. Við verðum að átta okkur á því að lífið er ekki eins og í Disney-mynd. Það eina sem ætti að rannsaka er, hvað er búið að rannsaka minkinn mikið, og eins hversu mikið er að sleppa úr minkabúunum enn í dag. Við vargveiðimenn „berj- umst“ á mörgum vígstöðvum; við Umhverfisstofnun, sveitarstjórnir og einstöku sinnum við landeigendur, til viðbótar við varginn. Jón Pétursson minkaveiðimaður. Þennan hvíta búrmink veiddi ég í gildru 1 maí 2012. Þessa mynd tók Guðjón Kristjánsson af ref sem hann skaut í varpinu í Langeyjarnesi, fengurinn hjá rebba var 2 æðarungar og 3 kríuungar. Nissan X-Trail. Nýskr. 3/2005, ekinn 84 þ.km, bensín, sjálfskiptur. Einn eigandi frá upphafi. Verð kr.1.690.000. Rnr.111543.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.