Bændablaðið - 06.09.2012, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 06.09.2012, Blaðsíða 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. september 2012 Sundlaugin í Ólafsvík er um margt merkileg laug. Árið 1961 sam- þykkti hreppsnefnd Ólafsvíkur að hefja undirbúning að bygg- ingu sundlaugar og íþróttahúss og var fé að upphæð 100 þúsund krónur veitt til framkvæmdanna. Jes Einar Þorsteinsson arkitekt var ráðinn hönnuður hússins og var til ráðgjafar þar til húsið var vígt árið 1970. Nú hafa verið gerðar nýjar teikningar vegna fyrirhug- aðra breytinga en meðal þeirra er útiaðstaða. Laugin er að sögn heimamanna „kósý“ innilaug sem hefur að mestu haldið sínu upprunalegu útliti. Einn heitur pottur er við laugina. Það sem er merkilegt við laugina umfram flestar aðrar laugar er að áður var hún íþróttahús á vetrum. Þá var lagt parket gólf yfir laugina sjálfa og kenndar skólaíþróttir auk annarra íþrótta. Sundkennsla fór því fram að vori og hausti. Þessu fyrirkomulagi var hætt árið 2000 þegar nýtt íþrótta- hús var vígt í Ólafsvík. Sundlaugin í Ólafsvík er opin frá 16:00 til 20:00 á virkum dögum og frá 13:00 til 17:00 á laugardögum í vetur. Nánari upplýsingar má fá í síma 433-9910 eða með pósti á net- fangið sigrun@snb.is. Sundlaugin í Ólafsvík Laugar landsins Dagana 22. til 25. ágúst sl. var haldinn vinnufundur um WorldFeng (WF) með Sænska Íslandshestafélaginu, SIF, í Strömsholm í Svíþjóð. Svíar ákváðu strax í upphafi að nýta sér WF sem sitt eina ættbókarkerfi, voru fyrstir utan Íslands til að opna frían aðgang að WF fyrir alla félaga sína og hafa verið dyggir stuðningsmenn WF-verkefnisins alla tíð. Utan fóru Þorberg Þ. Þorbergsson, forritari WF og Jón Baldur Lorange, verkefnisstjóri WF. Megintilgangur fundarins var að fara yfir útgáfuáætl- un WF 2012 og 2013 og endurmeta hana í ljósi þeirra athugasemda sem Svíar lögðu í púkkið. Fundað var með Göran Häggberg, ræktunarleið- toga SIF, og Magdalenu Hoveklint, skrásetjara WF í Svíþjóð. Göran er á níræðisaldri og var einn af stofn- endum Sænska Íslandshestafélagsins fyrir um 40 árum síðan. Magdalena hefur unnið á skrifstofu SIF undan- farinn áratug og hefur því unnið í WF frá því hann var opnaður árið 2001. Svíar nýta WF sem ættbókarkerfi með svipuðum hætti og Íslendingar og Danir; sem aðalskráningarkerfi, til útgáfu hestavegabréfa og eigenda- skírteina, fyrir kynbótasýningar, DNA-ætternisgreiningar o.s.frv. Þá var fundað með dr. Þorvaldi Árnasyni, höfundi BLUPsins fyrir íslensk hross, en hann er búsettur í Svíþjóð. Umræðuefnið var sá hluti WF sem snýr að ,,valpörunum“ og hvernig mætti endurbæta þann hluta svo hann nýttist ræktendum enn betur í WF. Þorvaldur gerði einnig grein fyrir nýjum og athyglisverðum niður- stöðum rannsókna um ,,töltgenið“ sem nýlega voru kynntar í tímarit- inu Nature, en Þorvaldur kom að þessum rannsóknum. Í framhaldinu var haldinn fundur með Sofiu Mikko, forstöðumanni DNA-rannsókna við Landbúnaðarháskólann í Uppsölum (SLU), en SLU hefur verið þátttak- andi í DNA-verkefninu innan WF á undanförnum árum og sent inn DNA- ætternisniðurstöður í miðlægan gagnagrunn WF ásamt átta öðrum rannsóknarstofum. Á fundinum var m.a. leyst úr ýmsum tæknilegum úrlausnarefnum með tæknimönnum SLU, svo sem gagnasamskiptum milli tölvukerfa, svo unnt væri að auka þjónustuna við ræktendur. Að síðustu var haldinn kvöldfundur um WF með nokkrum áhugasömum félögum í SIF til að ræða um notagildi upprunaættbókar- innar fyrir sænska hrossaræktendur. Í maí fór Jón Baldur í heimsókn til Danska Íslandshestafélagsins í Vilhelmsborg í sömu erindagjörðum. WorldFengur: Ný útgáfa 12. september 2012 Þann 12. september verður sett á netið ný útgáfa af WorldFeng sem hefur verið í þróun undanfarna mánuði samkvæmt útgáfuplani WorldFengs. Helstu nýjungar eru: Eigendur hrossa um allan heim geta sett inn ljósmyndir af hrossum sínum beint í gegnum heimaréttina sína. Félagar í Danska Íslandshestafél- aginu geta skráð inn geldingu og afdrif í gegnum heimaréttina (gátu áður aðeins skráð athugasemd um hross sín). Í Svíþjóð munu eigend- ur geta skráð geldingu í heimarétt. Kynbótasýningar á forsíðu ,,free- zone“verða flokkaðar eftir því hvort þeim er lokið eða ekki, sýningum er raðað eftir tímaröð (miðað við dagsetninguna í dag) og síðan löndum. Ræktendur geta tengt hross sín beint við grunnupplýsingar um hross á ,,free-zone“ af heimasíðum sínum án endurgjalds. Unnt er að leita eftir við- urkenndumstóðhestum í þeim löndum þar sem stóðhestar þurfa að vera viðurkenndir til að nota í ræktunarstarfi. Margvíslegar endurbætur á skrán- ingu skrásetjara WF á ættbókar- upplýsingum. Samningurinn við Stefnu endurnýjaður Í sumar var samningur við hugbúnað- arhúsið Stefnu á Akureyri um hugbún- aðargerð fyrir Bændasamtök Íslands (BÍ) endurnýjaður. Árangursríkt sam- starf hefur verið milli upplýsinga- tæknisviðs Bændasamtakanna og Stefnu ehf. um hugbúnaðargerð frá árinu 2007. Á þessu tímabili hefur verið unnið að þróun á HUPPU, AFURÐ og Bændatorgi í samstarfi við forritara upplýsingatæknisviðs BÍ en öll þessi vefforrit eru skrifuð í PHP forritunarmálinu ofan á Oracle mið- læga gagnagrunna Bændasamtakanna. sviðsstjóri tölvudeildar Bændasamtaka Íslands jbl@bondi.is Jón Baldur Lorange Upplýsingatækni og fjarskipti Upplýsingatæknibásinn Svíar dyggir stuðningsmenn WorldFengs verkefnisins: Voru fyrstir utan Íslands til að opna frían aðgang Þorberg, Magdalena og Göran létt í lund. Mynd / JBL Sveitasæla 2012 Skagfirðingar hafa alltaf kunnað að skemmta sér og öðrum með ýmsu móti. Landbúnaðarsýningin og bændahátíðin Sveitasæla var haldin laugardaginn 25. ágúst í reiðhöllinni Svaðastöðum. Bændablaðið leit við og fangaði stemminguna í máli og myndum. Inni í reiðhöllinni voru um 30 sýnendur með kynningar- og sölu- bása sem flestir tengdust landbúnaði á einn eða annan hátt og var mis- mikið lagt upp úr stærð og umfangi bása, en sumir sýnendur náðu meiri athygli gesta en aðrir. Vel uppsettur kynningarbás frá minkabúinu á Mön í Gnúpverjahreppi vakti verðskuld- aða athygli með fallegri uppstillingu, en þar voru kynntir ýmsir handunnir skrautmunir sem unnir eru úr minka- s k i n n u m . Einnig sýndu þau muninn á minkaskinn- um dagsins í dag og fyrir um 20-25 árum og var greinilegt að munurinn í stærð og áferð skinna er mikill. Það er sama hvar Guðmundur Hallgrímsson kemur og sýnir rún- ing, alltaf nær hann að fanga athygli þeirra sem eru í námunda við hann og eftir að hafa rúið kindurnar lét hann börn sem voru á sýningarsvæðinu fara með ullina til tveggja kvenna frá Ullarselinu á Hvanneyri til að sýna hvernig lopaband var unnið úr ullinni. Á útisvæðinu voru nokkrir véla- salar með kynningar á nýjustu land- búnaðartækjunum s.s. dráttarvélum í öllum stærðum og gerðum, vögnum, sáningarvélum og vökvunarbúnaði sem virkaði vel í norðangarranum. Þar var einnig keppt í hæfni gröfu- manna og haldin sýning á smala- hundum, en hundarnir smöluðu nokkrum kindum inn í ansi athyglis- verða vigt sem getur flokkað fé eftir þunga og sparað mikla vinnu við flokkun á sláturfé. Sýnendur á úti- svæðinu höfðu orð á því að töluvert færri gestir hefðu verið á Sveitasælu í ár miðað við árið áður og vildu kenna um að stutt hafi verið frá sýningunni að Hrafnagili fyrr í mánuðinum, en undirritaður vill frekar kenna um norðannæðingi sem gerði það að verkum að flestir sýningargestir voru aðallega inni í reiðhöllinni, því ef maður var á útisvæðinu fékk maður að finna hvaðan sögnin að vera að „krókna“ gæti hugsanlega verið ættuð. Takk fyrir góða sýningu og skemmtun. /HLJ Guðmundur Hallgrímsson sýndi snilli sína við að rýja fé með vélklippum. Stelpurnar úr Ullarselinu á Hvanneyri sýndu hvernig ullin var unnin og gert band úr henni. Áætlað var að um 2000 manns hefðu heimsótt sýninguna og stundum var höllin vel mönnuð. Myndir /HLJ

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.