Bændablaðið - 06.09.2012, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 06.09.2012, Blaðsíða 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. september 2012 Helgi Árnason er fæddur á jörð- inni 1956 en foreldrar hanns byggðu nýbýlið Hjarðarás út úr Snartarstöðum. Helgi er búfræðingur að mennt. Sigurlína Jóhanna Jóhannesdóttir sem fædd er 1957 er alin er upp af öldruðum systkinum í Flekkudal í Kjós. Sigurlína útskrifaðist sem ökukennari árið 1996 og hefur starfað við það síðan. Lína og Helgi taka við búskap 1978 á Hvoli en Hvoll er einnig byggður út úr Snartarstaðajörðinni. Þegar Hjarðarásjörðin losnaði tóku þau einnig við henni árið 1991 og þessir sameinuðu partar út úr Snartarstöðum voru skírðir Snartarstaðir 2. Snartarstaðir 2 er ríkisjörð. Býli? Snartarstaðir 2. Staðsett í sveit? Við Kópasker í Norðurþingi. Ábúendur? Hjónin Helgi Árnason og Sigurlína Jóhanna Jóhannesdóttir, auk barna sinna, Einars Atla 31 árs, og Úlfhildar Ídu 26 ára og tengdadótturinnar Elin Petronella Hannulla. Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Auk þessara barna sem hafa hér enn aðsetur, eigum við einn 33 ára gamlan son, Guðna Þorra, og tengdadótturinna Ríkey Ferdinandsdóttur sem fært hafa okkur tvö barnabörn; Patrek Helga og Hrafnhildi Jóhönnu. Þau hafa numið land í Noregi. Stærð jarðar? 8.000 hektarar. Tegund býlis? Blandað bú, þar sem sauðfé leikur aðalhlutverkið, hestar eru ræktaðir til notkunar innan bús og til sölu eftir tamningu. Þá erum við með æðarkollur, stundum járn- smíði og fuglahræðugerð. Skógrækt er á um 170 hekturum jarðarinnar. Fjöldi búfjár og tegundir? 500 fjár, 25 hestar, 6 hundar og æðar- kollur, en ekki er til siðs meðal æðarræktenda að gefa upp fjölda þeirra. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Á vetruna eru gjafir morgna og kvölds og á milli þeirra eru hestar tamdir, bæði heimahestar og aðrir þeir hestar sem komið er með í tamningu, en hér á Snartarstöðum 2 er reiðskemma hestamannafélagsins Feykis. Smíði á sundurdráttarrenn- um og klaufsnyrtistólum fyrir sauðfé fer oft fram á dauða tímanum yfir veturinn. Á vorin og/eða haustin er fjöldinn allur af trjáplöntum gróður- settur. Annars er þessum venjulegu sveitastörfum sinnt. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtulegustu sveita- störfin eru göngur en leiðinlegustu að halda utan um fjármálin og passa upp á reikninga. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Með svipuðu sniði, nema með hækk- andi aldri ábúenda fer allt að ganga hægar fyrir sig. Hvaða skoðun hafið þið á félags- málum bænda? Þau eru bara í góðum gír. Hvernig mun íslenskum land- búnaði vegna í framtíðinni? Vel, sérstaklega ef við segjum nei við ESB. Hvar teljið þið að helstu tæki- færin séu í útflutningi íslenskra búvara? Í lambakjöt sem lúxus- vörum. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Misgamalt grænmeti. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Ærfille í hvítlauks- rjómasósu. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar ég gleymdi að skrúfa fyrir vatnið í tað-fjárhús- unum að kvöldi og þegar ég kom að morguninn eftir komu 350 ær syndandi á móti mér. Í bókinni Matsveppir í nátt- úru Íslands eftir Ásu Margréti Ásgrímsdóttur gefur að líta fjölmargar uppskriftir og ráð- leggingar um hvernig best sé að meðhöndla villta, íslenska og æta matsveppi til hins ýtrasta í matargerðina. Tagliatelle með villisveppum › 30 g eða lófafylli af kóngssvepp › eða öðrum þurrkuðum sveppum › 2 msk ólífuolía › 3 hvítlauksgeirar, marðir létt með flötu hnífsblaði › 200 ml hvítvín eða vatnið sem sveppirnir voru bleyttir í › (eða blanda af hvoru tveggja; einnig má nota vatn og grænmetis- eða sveppakraft) › 250 ml rjómi (má sleppa og nota þá meiri vökva í staðinn) › salt og nýmalaður pipar › 400 g tagliatelle eða annað pasta af stærri gerðinni › fersk basilíka › rifinn parmesanostur Aðferð: Sveppirnir muldir svolítið og lagðir í bleyti í volgt vatn í 2 klst. Olían hituð á pönnu, heilu hvítlauksgeir- arnir steiktir í henni góða stund við meðalhita en svo teknir af pönnunni og fleygt. Vatninu hellt af sveppunum (og það geymt ef á að nota það) og þeir síðan þerraðir á eldhúspappír og steiktir í olíunni góða stund við meðalhita. Kryddað með salti og pipar. Víni, sveppavatni eða soði hellt út í og látið malla í 10 mínútur eða þar til vökv¬inn hefur minnkað um helming. Rjóminn er svo settur saman við og soðið örlítið lengur. Pastað er soðið í saltvatni samkvæmt leiðbeiningum á pakka og þegar það er hæfilega soðið er því hellt í sigti og látið renna af því. Það er svo sett út í sveppasósuna, saxaðri basilíku blandað saman við og öllu hellt í skál. Borið fram með nýrifnum parmesanosti og góðu brauði. Djúpsteiktir sveppir › 500 g ferskir hattsveppir › hveiti › pipar › salt › 1 egg › brauðmylsna Aðferð: Stafirnir skornir af sveppunum. Höttunum er svo velt upp úr hveiti krydduðu með pipar og salti, síðan eggi og loks brauðmylsnu. Steiktir í vel heitri olíu í 3-5 mínútur og látið renna af þeim á eldhúspappír. Bornir fram sem meðlæti eða sem smáréttur með öðrum mat. /ehg Líf og lyst BÆRINN OKKAR Íslenskir, villtir sveppir í matargerðina MATARKRÓKURINN Snartarstaðir II Mynd /Kristbjörg Sigurðardóttir Nýbornar ær sendar út í harðindi norðursins.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.