Bændablaðið - 06.09.2012, Blaðsíða 35

Bændablaðið - 06.09.2012, Blaðsíða 35
35Bændablaðið | Fimmtudagur 6. september 2012 4 6 7 1 2 7 8 3 3 4 5 6 1 9 7 5 3 3 9 5 3 2 2 9 3 2 8 9 8 6 5 9 2 8 6 7 1 9 1 5 3 6 3 2 4 9 5 8 9 3 8 4 6 1 5 9 1 3 9 6 4 5 9 2 8 7 6 4 74 7 6 Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www. sudoku2.com og þar er einnig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki. Ísak Einarsson var duglegur að vera úti í sumar og að fara í sund en einnig fór hann í sumarfrí til ömmu sinnar og afa. Hann hefur gaman af öllu í leikskólanum og er á leið í íþróttaskóla. Nafn: Ísak Einarsson. Aldur: 4ra ára. Stjörnumerki: Ég veit ekki. Búseta: Búðardal Skóli: Auðarskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Allt. Hvert er uppáhalds dýrið þitt? Tinna (hestur). Uppáhaldsmatur: Fiskibollur og fiskur. Uppáhaldshljómsveit: Stattu upp fyrir sjálfum þér (Blár Opal). Uppáhaldskvikmynd: Hákarlamynd. Fyrsta minningin þín? Þegar mamma keyrði mig í kerrunni. Æfir þú íþróttir, eða spilarðu á hljóðfæri? Ég fer í íþróttaskólann. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Leika í jólatölvuleik. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Lögga og búðarmaður. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Pissaði á skóna hans Björgvins. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Að horfa á útsýnið. /ehg Blómadúlluteppi – sem er bæði sígilt og fallegt PRJÓNAHORNIÐ Efni: Efnismagn fer eftir stærð teppis og heklfestu. Í þessu teppi eru 103 dúllur, það mældist 90x60 cm og til viðmiðunar fóru í það 13 dokkur alls. Lyppa superwash ull frá garn.is, litir að eigin vali. Lyppa superwash ullin er núna á tilboði inni á garn.is. Fæst einnig í Hannyrðabúðinni á Selfossi og í Gæjar og píur á Blönduósi. Heklunál nr 3,5. Dúllurnar Byrjið að hekla 5 ll með fyrsta litnum, tengið saman í hring með kl. 1. umferð: Heklið 3 ll, þær teljast sem 1 st. 1 st inn í hringinn 1ll *2st. 1ll*, endurtakið 4 sinnum frá * til *, tengið saman með kl í 3ju ll af þeim sem voru gerðar í byrjun. Skiptið um lit. 2. umferð: Tengið með nýjum lit í eitthvert af ll bilum fyrri umferðar, heklið 3 ll, 1 st, 1 ll, 2 st í sama ll bil, 2 st, 1ll , 2 st* í næsta ll bil, endurtakið 4 sinnum frá *til *, tengið með kl í 3ju ll. 3. umferð: Færið ykkur yfir í næsta ll bil með 2 kl, heklið 3 ll, 6 st í sama ll bil ,*7 st í næstu ll bil*, endurtakið frá * til * 4 sinnum, tengið með kl í 3ju ll. Skiptið um lit. 4. umferð: Tengið með lit C í hvaða st sem er, heklið 1 ll, 1 fp í sama st, 1 fp í alla st, nema þar sem st hóparnir mætast, þar er gerður 1 st sem teygir sig niður á milli st hópa 2. umferðar til að mynda krónublöð. (7 fp, 1 st - 6 sinnum) tengið með kl í 1. fp. 5. umferð: Tengið með lit D í hvaða fp sem er, heklið 3 ll, 1 st í hvern fp, nema í miðju krónublaðinu er heklað *1 st, 2 ll, 1 st* í sömu lykkju (horn myndað), tengið með kl í 3ju ll. Þegar búið er að hekla dúllurnar er best að leggja þær allar á gólfið eða borð og raða þeim saman eftir hentugleika. Dúllurnar eru saumaðar saman með lit D. Leggið 2 dúllur saman með réttu að réttu. Þegar dúllurnar eru saumaðar saman er best að sauma eina og eina saman í lengjur og sauma lengjurnar svo saman. Kantur utan um: 1. umferð: Tengið með lit D í hvaða st sem er, heklið 1 ll, 1 fp í sömu lykkju, heklið fp í hvern stuðul, nema í hornin eru gerðir 3 fp, tengið saman með kl í 1. fp. 2. umferð: Heklið 1 ll, 1 fp í sömu lykkju, 3 fp, 1 hnút (til að gera hnút eru heklaðar 3 ll og kl gerð í 1. ll þannig myndast lítill hnútur), *4 fp, 1 hnútur* endurtakið frá * til * út umferðina, í hornin eru gerðir 2 fp, tengið saman með kl. Höfundur: Elín Guðrúnardóttir FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Ætlar að verða lögga og búðarmaður 5 1 Ísak Einarsson á heima í Búðardal. Uppáhaldshljómsveitin hans er Blár Opal og er besta lagið að hans mati Stattu upp fyrir sjálfum þér. Menningararfurinn á myndum Nýlega komu út tvær ljósmynda- bækur á ensku um íslensku torfbæina og íslensku þjóð- búningana. Í torfbæjabókinni gefur að líta ljós- myndir frá fyrri hluta síðustu aldar sem sýna íslensku torfbæina á mis- munandi tímum. Í þjóðbúningabók- inni eru sýnishorn af sparibúning- um íslenskra kvenna á fyrri hluta síðustu aldar, upphlut, peysufö tum og skautbún- ingi. Íslensku torfbæirnir og þjóðbúningarnir eru merkir í menningarsögulegu tilliti og eru bækurnar hugsaðar til að kynna þessi verðmæti okkar Íslendinga fyrir erlendu fólki. Húfur fyrir fólk á öllum aldri Prjónakonan Guðrún S. Magnúsdóttir sendi á dög- unum frá sér prjónabókina Húfuprjón á vegum For- lagsins, en hún er eins- konar framhald af bókinni Sokkaprjón sem áður hefur komið út eftir sama höfund. Guðrún hefur áratuga reynslu af prjónaskap sem handavinnukennari og við tómstundir sínar. Í Húfuprjóni gefur að líta 57 uppskriftir á kríli, krakka, konur og karla þar sem litríkar og fjölbreyttar upp- - skriftirnar eru einfaldar og skýrar en einnig eru í bókinni góð ráð og kennsla í prjóni og hekli.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.