Bændablaðið - 06.09.2012, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 06.09.2012, Blaðsíða 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. september 2012 Íslensk hönnun Sigrún Einarsdóttir hönnuður heldur úti hönnunarsíðunni cooldesign.is þar sem hún selur ýmsar vörur sem hún hefur hannað og farið út í framleiðslu á. Hún lærði grafíska hönnun í París, fór í framhaldinu í vöru- hönnunarnám við Iðnskólann í Hafnarfirði og hafa margar hug- myndir sprottið fram og orðið að veruleika eftir námsárin. Upphaf: Ég hef unnið við hönnun frá 1987, bæði á auglýsingastofum og sem sjálfstætt starfandi hönnuður og á þessum langa tíma komið að ýmsu sem tengist hönnun. Eftir svo lang- an tíma í tvívíðri hönnun langaði mig að færa mig yfir í þrívíða og dreif sem sagt í því. Ég hef alltaf haft gaman af að teikna og skapa og var síkrotandi sem barn. Þegar kom að því að velja sér starfs- grundvöll fékk ég mjög sterka og góða hvatningu frá vinkonu minni um að fara inn á þessa braut, hún hafði meiri trú á mér en ég sjálf! Ég flaug inn í Parsons og var þar í fjögur ár. Efniviður: Í Iðnskólanum eru frábær verkstæði og þar lærði ég að smíða úr tré, málmi og plasti. Ég blanda saman þessum ólíkum efnum, ég nota líka óhefðbundin efni og form í hvers- dagslega hluti, eins og til dæmis diskamottur Errós sem eru í formi málarapalettu og prentaðar á endur- unninn karton sem er margnota, og Duggadugg-skálarnar, sem eru gerðar úr endurunnum og spón- lögðum pappa og smíða ég hverja og eina sjálf. Fuglahúsaljóskerin eru handrennd fyrir mig af Aldísi systur minni, úr steinleir en ég skreyti svo hvert og eitt. Innblástur: Alls staðar að úr daglegu lífi. Ég heillast af litum og graf- ískum formum, gleði og húmor og blanda þessu inn í vörurnar. Að hugsa út fyrir hinn venjulega ramma heillar mig og að fara óhefðbundnar leiðir. Framundan: Að selja og að koma vörum mín- um meira á framfæri. Ég hvet fólk eindregið til að kíkja á heimasíðu mína, www.cooldesign.is – og ef einhvern sem þetta les langar að selja vörur mínar, þá endilega að hafa samband. Nú, svo er ég að vinna í nýjum og spennandi vörum sem vonandi líta dagsins ljós fyrr en seinna. /ehg Hugsar út fyrir rammann -

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.