Bændablaðið - 06.09.2012, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 06.09.2012, Blaðsíða 40
17. tölublað 2012 Fimmtudagur 6. september Næsta tölublað Bændablaðsins kemur út 20. september Sendum um allt land! Fóðurblandan hf Korngörðum 12 104 Reykjavík 570 9800 www.fodur.is N Ý PR EN T eh f. All–Min Magnesíum steinefnablanda Ný samsetning – lækkað verð er sérblönduð fyrir Fóðurblönduna í 25 kg pokum. Ætlað að koma í veg fyrir steinefna- og snefilefnaskort hjá nautgripum. Inniheldur m.a. 13% magnesíum, kalsíum, fosfór, natríum, biotin, selen og einnig vítamín A, E og D3. Blandan er afar lystug steinefnablanda með háu innihaldi E-vítamíns. Biotinið gefur heilbrigðari klaufir. Blandan uppfyllir þörfina sem vantar í gróffóðrið. FB Verslun Selfossi Austurvegi 64a 570 9840 FB Verslun Hvolsvelli Hlíðarvegi 2-4 570 9850 FB Verslun Egilsstöðum Kaupvangi 11 570 9860 Styrkir til jarðræktar 2012 Sækja þarf um styrk vegna grasræktar, grænfóður- og korn- ræktar fyrir 10. sept- ember. Reglur og umsóknar- eyðublað er að finna á bondi.is. Hægt er að sækja um rafrænt á Bændatorginu. Bændasamtök Íslands Bændahöllinni - Reykjavík Á RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahá- tíðinni í Reykjavík (27. sept – 7. okt) verður kastljósinu beint að umhverfismálum í átta heim- ildarmyndum sem sýndar eru í flokknum Öðruvísi morgundagur. meðal þeirra eru myndirnar: Fljóðbylgjan og kirsuberjablómið (The Tsunami and the Cherry blossom) Eftirlifendur á þeim svæðum sem urðu hvað verst úti þegar flóðbylgjan skall á Japan í fyrra finna hjá sér hug- rekki til að endurreisa og endurlífga heimabyggð sína þegar hátíð kirsu- berjablómsins hefst. Magnað sjón- rænt ljóð um hverfulleika lífsins og lækningamátt blómsins sem Japanir elska. Tilnefnd til Óskarsverðlauna. Vetrarhirðingjar (Winter nomads) Carole og Pascal hefja 600 km langa vetrarreisu sína milli beitilanda á mótum Frakklands og Sviss með þrjá asna, fjóra hunda og átta hundruð fjár. Þau bjóða kuldanum og snjónum birginn þótt þau hafi ekkert nema ábreiðu úr striga og loðskinn til að skýla sér að næturlagi. Þetta er ævintýramynd úr hjarta svæðis sem er að ganga gegnum miklar breytingar. Pad Yatra: Ferðin græna (Pad Yatra: A green Odyssey) Ferðin græna er ævintýraför 700 ein- staklinga sem fóru um Himalaya- fjöllin með það fyrir augum að bjarga jökullendinu sem nú er á von- arvöl vegna gróðurhúsaáhrifanna. Göngugarparnir sýna umhverfinu samkennd með því að ganga þorp úr þorpi og kenna með góðu fordæmi. Þeir lifa af slys, veikindi og hungur og standa að lokum uppi með hálft tonn af plasti á bakinu. Þannig hefst græn bylting uppi við þak heimsins sem á sér engan líka. Lokapöntun við vinina (Last call at the Oasis) Myndin varpar ljósi á mikilvægi vatns í okkar daglega lífi. Hún flettir ofan af núverandi fyrirkomulagi í umgengni og dreifingu vatns og sýnir slæm áhrif þess fyrirkomulags á mörg samfélög. Í myndinni kemur baráttukonan Erin Brockovich við sögu auk virtra sérfræðinga eins og Peter Gleick, Alex Prud’homme, Jay Famiglietti and Robert Glennon. Myndin er frá sama fyrirtæki og færði okkur myndirnar Food, Inc og An Inconvenient Truth. RIFF kvikmyndahátíðin: Öðruvísi morgundagur –Kastljósið á umhverfismál

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.