Fréttablaðið - 19.01.2012, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 19.01.2012, Blaðsíða 40
19. janúar 2012 FIMMTUDAGUR32 32 menning@frettabladid.is Bækur ★★★★★ Dagbók Ólafíu Arndísar Kristjana Friðbjörnsdóttir JPV útgáfa Stórgóð og grallaraleg krakkasaga Eins og titillinn ber með sér, þá notast höfundur við dagbókarformið í þessari bók. Ólafía Arndís er 12 ára og nýflutt til Dalvíkur ásamt foreldrum sínum og yngri bróður. Hún er mjög ósátt við þá ákvörðun, fer í rokna fýlu og skrifar í dag- bókina til þess að fá útrás fyrir tilfinningar sínar. Áhrifavaldur hennar er Anna Frank, en í upphafi sögu er Ólafía Arndís að lesa dagbókina hennar. Í unglingadramanu samsamar hún sig Önnu og telur að þær séu á sama báti, neyddar til innilokunar með fjölskyldu sinni (en það er raunar áður en hún kemst að því að Dagbók Önnu Frank endar illa!). Fýlan bráir fljótt af Ólafíu Arndísi og á Dalvík eignast hún hundinn Tótu og góða vini, Anton Ísberg og lömuðu stúlkuna Matthildi. Lífið er þó ekkert skemmtilegt ef það er of fullkomið og Ólafía stendur í þó nokkru stímabraki við frekjudósina Töru, sem nefnd er Tarantúla, og ræður öllu í krakkahópnum í bænum. Persóna Ólafíu er heillandi vegna þess að hún er ekki ofurgáfaður og með- vitaður unglingur, heldur leyfir höfundur henni að vera svolítill vitleysingur (tja, svona eins og við erum flest þegar við erum tólf ára). Hún er dyntótt, fáfróð og fordómafull á köflum, en alltaf skemmtileg og hún kann þá list að læra af reynslunni. Eins og góðum barnabókahöfundi sæmir, þá notar Kristjana Friðbjörns- dóttir aðstöðu sína til þess að fræða um leið og hún skemmtir. Ólafía Arndís gælir lengi við þá hugsun að strjúka frá Dalvík og því er henni umhugað um að útvega sér vinnu til þess að eiga fyrir fargjaldinu aftur suður. Hún er beðin að lesa fyrir Gunnhildi, gamla konu sem á orðið erfitt með að lesa sjálf, og tekur því launanna vegna, þó að í upphafi lítist hinni tólf ára gömlu Ólafíu ekkert á blikuna; að þurfa að híma yfir eldgamalli kerlingu og lesa fyrir hana upphátt úr Nonnabókunum! Gunnhildur reynist þó hin skemmtilegasta og hún kennir Ólafíu sitthvað um gamla tíma. Krakkarnir Ólafía og Anton Ísberg reyna líka að grennslast fyrir um eiganda dagbókar frá árinu 1934, sem Ólafía Arndís finnur í kjallara hússins sem hún býr í og það bætir spennu við frásögnina. Dagbók Ólafíu Arndísar er fyrst og fremst skemmtileg, en líka fróðleg, vegna þess að höfundur tengir saman fortíð og samtíð á snjallan máta (meðal annars með því að láta þrjár dagbækur frá mismunandi tímum kallast á). Sagan er fjör- lega rituð og það er mikil leikgleði í textanum. Málfarið er ennfremur galgopa- og hressilegt. Eiginlega get ég varla ímyndað mér lesglaða krakka sem ekki falla kylliflöt fyrir þessari bók. Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Niðurstaða: Fjörug og grallaraleg saga, sem líka er fræðandi á margvíslegan máta. Sími í m iðasölu 551 120 0 „Hreinsun er dýrmætt stykki...“ SA - TMM „Þessar leikkonur vinna þrekvirki...“ KHH - Fréttatíminn „Umfjöllunarefnið er nokkuð sem ekki verður horft undan“ SGV - Morgunblaðið Síðasta sýning 13. janúar, aukasýning 20. janúar! Áleitið og óvægið verk sem lætur engan ósnortinn!HREINSUN eftir SOFI OKSANEN Hinn rúmlega sjötugi eðlis- fræðingur Eysteinn Péturs- son gaf nýverið út sína fyrstu breiðskífu, Það er margt í mannheimi. Sonur hans, tónlistarmaðurinn Svavar Pétur, hvatti föður sinn til dáða, tók plötuna upp og gefur hana út. „Ég var alls ekki viss um að þessi tónlist ætti erindi til almennings, en sonur minn hvatti mig áfram. Einnig hef ég lengi átt draum um að koma þessum lögum á varan- legt form og halda þeim á lífi, að minnsta kosti meðan ég sjálfur lifi,“ segir hinn 72 ára gamli eðlis- fræðingur Eysteinn Pétursson sem gaf út sína fyrstu plötu, Það er margt í mannheimi, fyrir jólin. Tónlistarmaðurinn Svavar Pétur úr sveitunum Skakkamanage og Prinspóló, sonur Eysteins, tók plötuna upp í skorpum víðs vegar um landið á síðustu fimm árum og gefur hana út undir merkjum Skakkapopp. Eysteinn starfaði lengi sem eðlis fræðingur á Land spítalanum en settist í helgan stein fyrir skemmstu. Hann segist alla tíð hafa haft áhuga á tónlist, en fyrsta hljóðfærið sem hann lék á var harmonikka sem drengur af nágrannabæ í Suðursveit fékk að geyma heima hjá Eysteini þegar hann var um átta ára aldurinn. „Ég suðaði í mömmu að fá að kíkja í töskuna og hún leyfði mér það að lokum því ég hef alltaf verið ýtinn. Ég tók aðeins í hljóðfærið en passaði mig svo á því að loka töskunni vel á eftir svo ekki sæist að við hana hefði verið átt,“ segir Eysteinn og hlær, sem aldrei hefur lært í tónlistarskóla. „Æ síðan hefur það verið árátta hjá mér að fá að snerta öll þau hljóðfæri sem ég sé og reyna að ná úr þeim einhverjum tónum. Það hefur tekist með öll hljóðfæri sem ég hef prófað nema trompet. Þessa þrjá takka skil ég alls ekki.“ Eysteinn hóf að leika á gítar á námsárunum í Kaupmannahöfn á sjöunda áratugnum, nánar tiltekið á stúdentagörðum við Tagensvej, um það leyti sem þjóðlagatónlistin hóf að ryðja sér rúms. „Fólk í kringum mig taldi að ég hefði þokka lega söng rödd og vildi að ég yrði einhvers konar trúbador, sem ég varð reyndar aldrei, en í gegnum tíðina hef ég gamnað mér við að semja stöku lag og komið fram á mannamótum við og við. Þegar vel liggur á mér syng ég og spila heima við, fjölskyldunni til misjafnlega mikillar skemmtunar,“ segir Eysteinn, en á plötunni syngur hann eigin lög, gömul þjóðlög og söngva sem voru í hávegum hafðir á námsárunum í Kaupmannahöfn. Aðspurður segir eðlisfræðingur- inn ekki standa til að leggja í gerð annarrar plötu að svo stöddu. „Það eru engin áform um það, enda var nógu erfitt að koma þessari plötu saman,“ segir Eysteinn, sem flytur lög í Bókabúð máls og menningar klukkan 16 á morgun. kjartan@frettabladid.is Vildi halda lögunum á lífi ÞAÐ ER MARGT Í MANNHEIMI „Þegar vel liggur á mér syng ég og spila heima við, fjölskyldunni til misjafnlega mikillar skemmtunar,“ segir Eysteinn Pétursson, sem gaf nýlega út sína fyrstu plötu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Frönsk kvikmyndahátíð verður haldin dagana 27. janúar til 9. febrúar í Háskólabíói og 17. til 20. febrúar í Borgarbíói á Akureyri. Meðal mynda sem verða á hátíðinni í ár er myndin The Artist eftir Michel Hazanavicius sem vann þrenn Golden Globe-verðlaun og er talin sigurstrangleg í baráttunni um Óskarinn. Í henni segir frá George Valentin, sem var stjarna þöglu kvikmyndanna í Hollywood 1927. Vinsældir og athygli myndarinnar hafa komið öllum að óvörum því hún er svarthvít og þögul. Alliance française í Reykjavík skipu leggur hátíðina í sam- vinnu við Græna ljósið, Institut français og sendi ráð Frakklands á Íslandi. Fjöl breyti legar myndir frá Frakklandi og frönsku- mælandi svæðum heimsins verða sýndar á hátíðinni sem nú er haldin í tólfta sinn. The Artist á Frönsku kvikmyndahátíðinni ÞORBJÖRG BR. GUNNARSDÓTTIR verður með sýningarstjóraspjall um sýninguna Kyrralíf í Hafnarborg sem var opnuð þann 7. janúar síðastliðinn. Á sýningunni er athyglinni beint að kyrralífsmyndum eftir íslenska listamenn og glímu þeirra við form og liti sem listformið felur í sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.