Fréttablaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 1
ÁFRAM STELPUR! Kvennaframboðið fagnaði 30 ára afmæli sínu í gær, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Í tilefni þessa hélt Jafnréttisstofa málþing á Hótel KEA þar sem fjöldi kvenna úr framboðinu kom saman. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup júlí - september 2011 Föstudagur skoðun 16 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Fólk Lífið veðrið í dag 9. mars 2012 59. tölublað 12. árgangur Fullveldismál í forgrunni Evrópumálaráðhera Danmerkur styður aðild Íslands að ESB. föstudagsviðtal 12 É g hef gengið á milli húsa, talað við Rifsarana og fengið mjög góð við-brögð,“ segir Kári Viðarsson sem ætlar að fá alla íbúa Rifs á Snæfellsnesi, 165 að tölu, á tónleika í Frystihúsinu á sunnudaginn og slá þannig Íslandsmet í mætingu miðað við höfðatölu. Tón-leikarnir eru þeir fyrstu í húsinu sem er nokkurs konar menningarmiðstöð og Kári hefur nýtt til leikhússýninga síðustu ár. „Ég fékk þá hugmynd fð þeir hefjast en fæst þó til að gefa upp að tónlistin sé fjölskylduvæn. „Þetta verð- ur ekkert harðkjarnarokk eða breið-holts hipphopp. Bara frábærir lista-menn sem spila ljúfa, einlæga og fallega tónlist fyrir Rifsara.“ Hvað með aðra en Rifsbúa, mega þeir koma á tónleikana? „Nei, það er nú ekki illa meint en öðrum en Rifsurum er ekki boðið. Ég held hreinlega að þ ð kekki fl STEFNIR Á ÍSLANDS- MET Í MÆTINGULANDIÐ Leikarinn og leikstjórinn Kári Viðarson stendur fyrir tónleikum í Frysti- húsinu á Rifi á sunnudaginn. Hann ætlar að fylla salinn með öllum 165 íbúum bæjarins og gera um það heimildarmyndina 100% mæting. BJARTSÝNN Kári Viðarsson er bjart-sýnn á að markmiðið um 100% mætingu Rifsbúa á tónleikana muni nást.MYND/ANTON UNGT TÓNLISTARFÓLK Nótan – uppskeruhátíð tónlistarskóla fer fram í þriðja sinn á laugardag og sunnudag en þátt- takendur eru af öllu landinu | WWW.NOTAN.IS HUMARSALAT & HVÍTVÍN 2.250 kr.Humarsalat með hægelduðum smátómötum, mangó, sultuðum rauðlauk og ristuðum cashew-hnetum ásamt hvítvínsglasi. BLÁSKEL & HVÍTVÍN 2.950 kr.Hvítvínssoðin bláskel úr Breiðafirði ásamt hvítvínsglasi. FERSKT & FREISTANDISPENNANDI SJÁVARRÉTTATILBOÐ 9. MARS 2012 LÉT FJARLÆGJA PIP-PÚÐANA HARPA EINARS 100% NÁTTÚRULEG SELMA ÆTLAÐI AÐ VERÐA LÖGFRÆÐINGUR SILJA ÚLFARSDÓTTIR MIÐLAR REYNSLUNNI SVARTAR Á FRUMSÝNINGU 26% Gouda ostur í kílóastykkjum á tilboði ms.is Smiðjuvegi 2 · Kópavogi · Sími 544 2121 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-16 · www.rumgott.is YFIR 10.000 EINSTAKLINGAR hafa nýtt sér legugreininguna frá okkur og fengið rúm sérsniðið að þeirra þörfum. Komdu og prófaðu og við gerum þér tilboð í heilsurúm sem hentar þér! HEILBRIGÐISMÁL Hlutfall kvenna í sjúklinga- hópnum á Vogi hefur hækkað á síðustu árum og er nú komið upp í 37 prósent. Árið 1980 var það 20 prósent. Áfengisneysla íslenskra kvenna hefur farið vaxandi á síðasta áratug og er hlutfall karla og kvenna sem neyta aldrei áfengis nú orðið nánast jafnt, eða um fimm prósent. Í byrjun níunda áratugarins sögðust um 45 prósent kvenna yfir fimmtugt aldrei neyta áfengis og þriðjungur á aldrinum 30 til 40 ára. Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ, segir fjölgunina greinilega. „Það er orðinn minnsti munur á áfengis- neyslu kvenna og karla á Íslandi af öllum löndum í heiminum,“ segir hann. „Það drekka nánast allir á Íslandi í dag, nema þeir sem eru þurrir.“ Gunnar Smári bendir á að þróunin hér á landi sé afar ólík sumum öðrum löndum í heiminum, og tekur þar dæmi um Rússland, Írland og Miðjarðarhafslöndin, þar sem hlut- fall kvenna sem aldrei neyta áfengis sé mun hærra en hér. Varðandi mögulegar ástæður fyrir þessari þróun veltir Gunnar Smári upp spurningunni um kynjajafnrétti. „Konur þurfa að geta gert allt eins og karlar, þar á meðal drukkið eins og þeir,“ segir hann. „Það hefði verið betra að fara hina leiðina, þar sem karlarnir hefðu þurft að læra að drekka eins og konur.“ Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, á von á því að á næstunni komi inn hópur kvenna sem enn á eftir að leita sér aðstoðar. „Það er þróun undanfarinna ára, eins og komið hefur fram hjá Lýðheilsustöð og í skýrslum okkar.“ Rafn M. Jónsson, verkefnastjóri áfengis- og vímuvarna hjá landlæknisembættinu, segir nauðsynlegt að skoða þær ástæður sem liggja að baki aukinni áfengisneyslu kvenna í sam- félaginu. „Konurnar hafa sótt á, það er alveg klárt,“ segir Rafn og bendir á að samkvæmt rannsókn Lýðheilsustöðvar frá árinu 2004 eykst hlut- fall kvenna sem neyta áfengis eftir því sem þær eru betur menntaðar. „Því er öfugt farið með karla, en það má sjá jákvæð tengsl milli áfengis neyslu og menntunar kvenna í aldurs- hópnum 35 til 54 ára. Eftir því sem konur eru menntaðri, því meira drekka þær.“ Samkvæmt nýlegum könnunum Lýðheilsu- stöðvar drekka um það bil 95 prósent þjóðarinnar, hvort sem um er að ræða konur eða karla. En bindindisfólki hefur hlutfallslega fækkað hraðar meðal kvenna. - sv Íslenskar konur búnar að ná körlunum í drykkjunni Hlutfall bindindiskvenna á Íslandi hefur lækkað úr 45 prósentum í fimm prósent síðan árið 1975. Lítill munur er á drykkju kynjanna hér á landi. Hlutfall kvenna á Vogi hefur hækkað mikið á síðustu árum. Það hefði verið betra að fara hina leiðina, þar sem karlarnir hefðu þurft að læra að drekka eins og konur. GUNNAR SMÁRI EGILSSON FORMAÐUR SÁÁ ÁFRAM ÉL Í dag verða suðvestan 8-18 m/s, hvassast við S-ströndina. Él S-og V-lands en skýjað NA-til. Hiti um frostmark. VEÐUR 4 2 1 0 0 -2 Sömdu lag saman Helgi Björnsson og John Grant hafa nýlokið við að semja lag. fólk 34 100 prósent mæting Kári Viðarsson stendur fyrir tónleikum á Rifi á sunnudag með öllum íbúum þorpsins. Fullkominn leikmaður Lionel Messi raðar inn mörkum með Barcelona í Meistaradeildinni. sport 30 LANDSDÓMUR Hreiðar Már Sig- urðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, sagði að sér blöskruðu eftirás kýringar Seðlabanka- manna um að þeir hafi séð hrunið fyrir, þegar hann bar vitni fyrir Landsdómi í gær. Hreiðar sagði að stjórnvöld hefðu gert mistök þegar þau tóku Glitni yfir og að neyðarlögin hefðu orðið til þess að Kaupþing féll. Hann sagði að til hafi staðið að flytja hluta af starfsemi Kaupþings úr landi í lok september 2008, og að lokamarkmiðið hafi verið að flytja höfuðstöðvar bankans til London. Vitnisburður Hreiðars Más var talsvert annar en þeirra embættis- manna sem hingað til hafa borið vitni fyrir Landsdómi. - bj, þsj / sjá síður 8 og 10 Hreiðar Már fyrir Landsdómi: Segir neyðar- lögin hafa fellt Kaupþing AÞENA, AP Grikkland náði í gær mikilvægum áfanga í baráttunni við skuldavanda þegar lána- drottnar ríkissjóðs í einka- geirunum samþykktu niðurfærslu og breytingu skulda. Einkaaðilar, til dæmis bankar, lífeyrisjóðir og vogunarsjóðir, sem áttu samtals 177 milljarða evra inni hjá gríska ríkinu, höfðu frest til gærkvöldsins til að taka sjálfviljugir þátt í skuld- breytingingunni, sem felur í sér afskriftir á skuldum, lækkun vaxta og frestun afborgana. Skulda- lækkunin er talin munu nema 107 milljörðum evra, að jafngildi 17.700 milljarða íslenskra króna. Til þess að skuldbreytingin yrði að veruleika þurftu að minnsta kosti þrír fjórðu einkaaðilanna að sam- þykkja niðurfellingu síns hluta og sú varð raunin þó að ekki hafi legið fyrir í gærkvöldi hversu marg- ir neituðu að taka þátt. Þetta hlut- fall dugar til þess að gríska ríkið geti skuldbundið þau fyrirtæki til þátttöku. Ekki eru þó allir á því að þessi aðgerð muni duga til, þar á meðal Peter Bofinger, aðstoðarmaður Angelu Merkel Þýskalandskanslara. Hann segir í viðtali við Bloom- berg fréttastofuna að skuldirnar verði Grikkjum áfram mjög erfiðar og næst muni önnur ríki og seðla- bankar þurfa að fella niður hluta af skuldum gríska ríkisins. „Og það þarf að gerast á næstu tólf mánuðum,“ sagði Bofinger. - gb, þj Einkaaðilar samþykkja að færa skuldir niður um 17.700 milljarða króna: Tóku á sig afskriftir fyrir Grikki 17.700 milljarða ís- lenskra króna munu einkaaðilar taka á sig í niður- færslu grískra skulda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.