Fréttablaðið - 09.03.2012, Side 12
9. mars 2012 FÖSTUDAGUR12
Föstudagsviðtaliðföstuda
gur Nicolai Wammen, Evrópumálaráðherra Danmerkur
ESB snýst
um annað
og fleira en
fjármál og
peninga.
Sambandið
er líka friðar-
verkefni og
það gildir
sérstaklega
um stækkun-
armál.
525 8000
www.bilaland.is
KLETTHÁLSI 11 og EIRHÖFÐA (Bílakjarninn)
VIÐ ERUM Á TVEIMUR STÖÐUM:
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
10
0
4
N
icolai Wammen hefur
verið ein helsta vonar-
stjarna danskra jafn-
aðar manna síðustu ár.
Hann tók sæti á þingi,
þrítugur að aldri, árið
2001 og sat þar fram til ársins 2004.
Hann var svo kjörinn borgarstjóri
í Árósum árið 2005 og gegndi því
embætti fram á síðasta haust þegar
hann var aftur kjörinn á þing og var
skipaður Evrópumálaráðherra í ríkis-
stjórn Helle Thorning-Schmidt.
Sem slíkur hefur hann gert víðreist
enda situr Danmörk í forsæti Evrópu-
sambandsins fram í lok júní. Hann
var staddur hér á landi í upphafi viku
þar sem hann ræddi við forsvars-
menn ríkis stjórnarinnar um framgang
aðildar viðræðnanna og stöðu mála í
Evrópusambandinu.
Hvaða þýðingu hefur forystuhlut-
verkið fyrir Danmörku og hverju vonist
þið til að áorka?
Það fer ekki á milli mála að Dan-
mörk tekur við forystunni á afar
erfiðum tíma í sögu Evrópu. Álfan er
nú í sinni dýpstu kreppu frá stríðs-
lokum þannig að verkefnið er mikil
áskorun, en við Danir erum þraut seigir
og munum leggja okkur öll fram.
Okkar takmark er að koma Evrópu
aftur í gang. Við höfum náð merkum
áfanga með sáttmálanum um fjármála-
stöðugleika og vonumst til þess að það
muni koma í veg fyrir að fyrri mis-
tök verði endurtekin. Við höfum þurft
að grípa til aðhaldsaðgerða og niður-
skurðar sem er afar mikilvægt til að
tryggja að Evrópa komist aftur á rétta
braut, en skilaboð Danmerkur í for-
sæti ESB eru ekki bara niður skurður,
heldur verðum við líka að stuðla að
vexti og fjölgun starfa. 23 milljónir
manna eru nú atvinnulausar í ESB og
þar af átta milljónir ungs fólks. Ætlun
okkar er að stuðla að vexti frá síðasta
ári og við höfum myndað okkur stefnu
til framtíðar í þeim málum. Bæði
viljum við fjárfesta í vexti, en líka
ganga úr skugga um að skynsamlega
sé haldið um fjármuni til þess að sem
mest fáist með hverri evru.
Nú hefur innri markaður ESB verið
við lýði í tuttugu ár og við viljum hefja
umbætur á því fyrirkomulagi til að
minnka skriffinnsku, auka neytenda-
vernd og lækka verð og örva með því
vöxtinn enn frekar.
Nú standa Danir utan við Evru-
svæðið, en krónan er tengd evru í
gegnum gengis samstarfið ERM II.
Myndi það breyta miklu fyrir Dan-
mörku að taka skrefið til fulls og taka
upp evru?
Danir höfnuðu upptöku evrunnar á
sínum tíma og stjórnvöld hafa virt þá
ákvörðun. Það eru því engin áform um
að boða til annarrar þjóðaratkvæða-
greiðslu um málið. Við skrifuðum
engu að síður undir sáttmálann um
fjármálastöðugleika fyrir nokkrum
dögum og munum taka þátt í honum
að flestu leyti. Við höfum hins vegar
valið að taka ekki upp evruna og það
virða hin aðildarríkin fullkomlega.
Hér á Íslandi eru víða uppi efa-
semdir um ESB og ýmis mál sem
tengjast ESB-aðild. Sú hefur líka verið
raunin í ýmsum hópum í Danmörku,
til dæmis varðandi Evrópudómstólinn
og fullveldi aðildarríkjanna. Hefur sú
umræða breyst á síðustu misserum?
Efnahagsvandinn er efst á baugi
í umræðu um Evrópumál í dag. Það
er, hvernig við getum komið Evrópu
upp úr öldudalnum og um leið verndað
hagsmuni Danmerkur á þessum við-
sjárverðu tímum. Það eru vissulega
mörg önnur málefni sem brenna á
fólki en ef þú spyrðir fólkið í landinu
myndu flestir svara því til að baráttan
gegn atvinnuleysi sé þeim efst í huga
sem og hvort Evrópa komist af stað
á ný. 70% af öllum okkar útflutningi
fara til annarra ESB-ríkja og um hálf
milljón danskra starfa er beintengd
því þannig að þróun mála hefur mikil
áhrif á almenning í landinu.
Er skynsamlegt, á þessum erfiðu
tímum fyrir ESB, að vinna að fjölgun
aðildarþjóða í stað þess að þétta raðir
núverandi aðildarríkja?
Ég er þeirrar skoðunar að við
megum ekki vanrækja stækkunar-
mál. ESB snýst um annað og fleira
en fjármál og peninga. Sambandið er
líka friðarverkefni og það gildir sér-
staklega um stækkunarmál. Til dæmis
hafa ríkin á Vestur-Balkanskaga
stefnt að aðild og nú fyrir nokkrum
dögum varð Serbía síðasta ríkið sem
var formlega tekið í hóp umsækjenda.
Það snýst ekki síður um frið en gagn-
kvæman efnahagsávinning.
Hvað við kemur Íslandi yrðuð þið
eitt af þeim ríkjum sem myndu leggja
hvað mest af mörkum til sam bandsins.
Þið eruð nútímalýðræðisríki með
Fullveldismál alltaf í forgrunni
Nicolai Wammen, Evrópumálaráðherra Danmerkur, sótti Ísland heim í vikunni. Þorgils Jónsson ræddi við Wammen um forystu-
hlutverk Danmerkur í Evrópusambandinu, yfirstandandi efnahagsþrengingar og aðildarviðræður Íslands við ESB. Hann styður
aðild Íslands heilshugar en leggur þó mikla áherslu á að þegar allt komi til alls liggi ákvörðun um ESB-aðild hjá íslensku þjóðinni.
GAGNKVÆMIR HAGSMUNIR Nicolai Wammen, Evrópumálaráðherra Danmerkur, segir að bæði Ísland og ESB geti haft mikinn ávinning af aðild landins ef til hennar komi.
Það sé þó alfarið undir íslensku þjóðinni komið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
öflugt velferðarkerfi auk þess að hafa
vel menntað fólk og standa framarlega
í þróun og rannsóknum, sérstaklega
hvað varðar græna orku. Þið yrðuð
svo auðvitað stórveldi í sjávarútvegi
ef þið gengjuð í sambandið. Þannig er
ég viss um að aðild ykkar væri bæði
ESB og Íslandi til hagsbóta. Þar yrðuð
þið hluti af fjölskyldu sem er bæði
stærsta hagkerfi í heimi og sér til þess
að þegar kreppir að þurfi enginn með-
limanna að standa einn. Ég vil samt
taka það skýrt fram að það er alfarið
undir íslensku þjóðinni komið hvort af
aðild verði. Það er ykkar ákvörðun og
við virðum það.
Telur þú að það sé raunhæft mark-
mið að ljúka aðildarviðræðum Íslands
fyrir alþingiskosningar næsta vor, eins
og sumir hafa talað fyrir?
Á meðan Danmörk er í forsæti
ESB verður lögð mikil áhersla á upp-
byggilegar og skjótar umræður milli
Íslands og ESB. Það er of snemmt að
segja hvenær viðræðunum gæti lokið
en við munum gera allt sem í okkar
valdi stendur til að tryggja að þetta
gangi hratt fyrir sig.
Enn eru mörg erfið málefni óút-
kljáð eins og fiskveiðar, landbúnaður
og hvalveiðar. Er raunhæft að finna á
þeim lausn sem báðir aðilar geta sætt
sig við?
Öll ný aðildarríki verða að takast á
við erfið málefni eins og landbúnað og
umhverfismálefni, og í tilfelli Íslands
verður sjávarútvegurinn einnig mikil
áskorun. Ég er hins vegar von góður
um að ef báðir aðilar nálgast mál-
efnin á uppbyggilegan hátt sé hægt að
finna milliveg sem tryggir hagsmuni
beggja.
Eitt af stærstu umfjöllunarefnum
sem tengjast aðild að ESB, hvort sem
er í núverandi aðildarríkjum eða þeim
sem eru í umsóknarferli, er spurningin
um fullveldi. Hvernig nálgast Danir,
sem eru óumdeilanlega lítil þjóð í hinu
evrópska samhengi, spurninguna um
fullveldi?
Danska stjórnarskráin kveður
afar skýrt á um fullveldi landsins. Í
umræðunni um stöðugleika sáttmálann
var því til dæmis velt upp hvort sam-
komulagið fæli í sér fullveldisafsal
að einhverju leyti. Málið var hins
vegar tekið til nánari skoðunar innan
stjórnkerfisins og niðurstaðan var
sú að Danmörk væri ekki að afsala
sér fullveldi með því að samþykkja
samninginn. Því þyrfti ekki að leggja
samkomulagið fyrir þjóðaratkvæða-
greiðslu.
Hins vegar er fullveldis spurningin
alltaf í forgrunni umræðu í hverju
ríki. Aðild að ESB hefur vissulega í för
með sér afsal fullveldis að vissu leyti,
en þess í stað eru ríki tekin inn í stóra
fjölskyldu með öllum þeim ávinningi
og skuldbindingum sem því fylgja.