Fréttablaðið - 09.03.2012, Page 13

Fréttablaðið - 09.03.2012, Page 13
FÖSTUDAGUR 9. mars 2012 13 FÓLK Efnt verður til bænastundar í Grensáskirkju á sunnudag í til- efni af því að eitt ár er liðið frá því að öflugur jarðskjálfti skók norðaustur hluta Japan. „Íslendingar hafa sýnt japönsku þjóðinni ein staka hlýju og stuðn- ing sem gefur þeim kjark og von. Fyrir það erum við afar þakklát,“ segir Miyako Þórðarson, prestur heyrnarlausra. Ekki megi þó gleyma hörmungunum sem enn snerti marga og uppbygging á svæðinu sé fremur hæg. Í upplýsingum frá japanska sendiráðinu kemur fram að á fjórða þúsund manns sé enn saknað og um 325.000 dvelji í bráðabirgðahúsnæði nú þegar ár er liðið frá jarðskjálftanum. Hann mældist 5,6 á Richter og orsakaði allt að 30 metra háa flóðbylgju sem náði mest 10 kílómetra inn í landið. Tala látinna er komin í 15.854. Í kjölfar skjálftans urðu einnig alvarlegar bilanir í Fukushima- kjarnorkuverinu sem ollu tölu- verðri geislamengun. Bænastundin, sem hefst klukk- an 14, nefnist „Eitt ár er liðið“ og eru allir hjartanlega velkomnir. - obþ Íslending- ar hafa sýnt japönsku þjóðinni ein- staka hlýju og stuðning sem gefur þeim kjark og von. Fyrir það erum við afar þakklát. MIYAKO ÞÓRÐARDÓTTIR PRESTUR HEYRNARLAUSRA SLADDI Steinbíturinn á undir högg að sækja af ýmsum ástæðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR HAFRANNSÓKNIR Staða steinbíts- stofnsins er slæm, er megin niður- staða samráðshóps sjómanna, útvegsmanna og sérfræðinga Hafrannsóknastofnunarinnar um steinbítsrannsóknir. Ýmsar orsakir voru nefndar á síðasta fundi hópsins; ofveiði, veiðar á hrygningar svæðum á klaktíma, loðnuleysi á Vestfjarða- miðum og breytt umhverfis- skilyrði undanfarinna ára. Þá kom fram á fundinum að þörf væri á eflingu rannsókna á stein- bít, en Hafró hyggst rannsaka hrygningu steinbíts frekar með því að fara í sérstakan leiðangur á Látragrunn næsta haust. - shá Rannsókna þörf á steinbít: Steinbítsstofn- inn stendur illa NEYTENDUR Heimilisbókhaldið Meniga er nú orðið hluti af net- banka Íslandsbanka. Þar með eru allir einstaklingar í við skiptum við bankann orðnir notendur Meniga. Íslandsbanki er fyrsti net- bankinn í heiminum sem býður upp á bókhaldið innbyggt í þjónustuna, en áður þurftu notendur sem skráðir voru í Meniga að tengjast öðrum vef til að vinna með sitt bókhald. Færslur hafa verið flokkaðar með sjálf- virkum hætti tvö ár aftur í tímann og þurfa viðskiptavinir að sam- þykkja skilmála Meniga til að gerast notendur. - sv Straumhvörf hjá netbanka: Íslandsbanki tengist Meniga LANDBÚNAÐUR Undanfarnar vikur hefur innvigtun mjólkur verið umtalsvert meiri en á sama tíma í fyrra, samkvæmt upp- lýsingum á vef Landssambands kúabænda. „Í liðinni viku var inn vigtunin 2.584.284 lítrar, sem er nær 90.000 lítrum meira en í sömu viku fyrir ári,“ segir þar, en aukningin nemur 3,5 prósentum. „Frá áramótum er innvigtunin orðin um 460.000 lítrum meiri en á sama tímabili árið 2011,“ segir þar jafnframt. - óká Aukningin er 3,5 prósent: Fleiri mjólkur- lítrum skilað Bænastund í Grensáskirkju vegna hörmunganna í Japan fyrir ári: Á fjórða þúsund enn saknað í Japan Strætómiðar á skrifstofu Byggðaráð Bláskógabyggðar hefur nú skipt um skoðun og látið undan ítrekuðum óskum Strætó og Sam- taka sveitarfélaga á Suðurlandi um að selja farmiða í strætó á skrifstofu sveitarfélagsins. Það verði gert í einn mánuð til reynslu. „Byggðaráð ítrekar þá skoðun sína að sala farmiða eigi mun betur heima í vögnunum sjálfum eða nær áfangastöðum fólksflutninga- bílanna en inni á skrifstofu sveitar- félaga sem í mörgum tilfellum eru staðsett alllangt frá áfangastöðunum“. BLÁSKÓGABYGGÐ UPPBYGGING Í JAPAN Enn er unnið hörðum höndum að uppbyggingu á hamfarasvæðinu í Japan. NORDIC PHOTOS / GETTY Horfðu á björtu hliðarnar H in lengs ferð byrja m eð einu skrefi Horfðu á björtu hliðarnar U pp sk al á kj öl k líf aReistu í verki viljans merki, - vilji er allt sem þarf Samtök ið aðarins Vandamál eru til þess að leysa þau Við stöndum þétt saman

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.