Fréttablaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 9. mars 2012 13 FÓLK Efnt verður til bænastundar í Grensáskirkju á sunnudag í til- efni af því að eitt ár er liðið frá því að öflugur jarðskjálfti skók norðaustur hluta Japan. „Íslendingar hafa sýnt japönsku þjóðinni ein staka hlýju og stuðn- ing sem gefur þeim kjark og von. Fyrir það erum við afar þakklát,“ segir Miyako Þórðarson, prestur heyrnarlausra. Ekki megi þó gleyma hörmungunum sem enn snerti marga og uppbygging á svæðinu sé fremur hæg. Í upplýsingum frá japanska sendiráðinu kemur fram að á fjórða þúsund manns sé enn saknað og um 325.000 dvelji í bráðabirgðahúsnæði nú þegar ár er liðið frá jarðskjálftanum. Hann mældist 5,6 á Richter og orsakaði allt að 30 metra háa flóðbylgju sem náði mest 10 kílómetra inn í landið. Tala látinna er komin í 15.854. Í kjölfar skjálftans urðu einnig alvarlegar bilanir í Fukushima- kjarnorkuverinu sem ollu tölu- verðri geislamengun. Bænastundin, sem hefst klukk- an 14, nefnist „Eitt ár er liðið“ og eru allir hjartanlega velkomnir. - obþ Íslending- ar hafa sýnt japönsku þjóðinni ein- staka hlýju og stuðning sem gefur þeim kjark og von. Fyrir það erum við afar þakklát. MIYAKO ÞÓRÐARDÓTTIR PRESTUR HEYRNARLAUSRA SLADDI Steinbíturinn á undir högg að sækja af ýmsum ástæðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR HAFRANNSÓKNIR Staða steinbíts- stofnsins er slæm, er megin niður- staða samráðshóps sjómanna, útvegsmanna og sérfræðinga Hafrannsóknastofnunarinnar um steinbítsrannsóknir. Ýmsar orsakir voru nefndar á síðasta fundi hópsins; ofveiði, veiðar á hrygningar svæðum á klaktíma, loðnuleysi á Vestfjarða- miðum og breytt umhverfis- skilyrði undanfarinna ára. Þá kom fram á fundinum að þörf væri á eflingu rannsókna á stein- bít, en Hafró hyggst rannsaka hrygningu steinbíts frekar með því að fara í sérstakan leiðangur á Látragrunn næsta haust. - shá Rannsókna þörf á steinbít: Steinbítsstofn- inn stendur illa NEYTENDUR Heimilisbókhaldið Meniga er nú orðið hluti af net- banka Íslandsbanka. Þar með eru allir einstaklingar í við skiptum við bankann orðnir notendur Meniga. Íslandsbanki er fyrsti net- bankinn í heiminum sem býður upp á bókhaldið innbyggt í þjónustuna, en áður þurftu notendur sem skráðir voru í Meniga að tengjast öðrum vef til að vinna með sitt bókhald. Færslur hafa verið flokkaðar með sjálf- virkum hætti tvö ár aftur í tímann og þurfa viðskiptavinir að sam- þykkja skilmála Meniga til að gerast notendur. - sv Straumhvörf hjá netbanka: Íslandsbanki tengist Meniga LANDBÚNAÐUR Undanfarnar vikur hefur innvigtun mjólkur verið umtalsvert meiri en á sama tíma í fyrra, samkvæmt upp- lýsingum á vef Landssambands kúabænda. „Í liðinni viku var inn vigtunin 2.584.284 lítrar, sem er nær 90.000 lítrum meira en í sömu viku fyrir ári,“ segir þar, en aukningin nemur 3,5 prósentum. „Frá áramótum er innvigtunin orðin um 460.000 lítrum meiri en á sama tímabili árið 2011,“ segir þar jafnframt. - óká Aukningin er 3,5 prósent: Fleiri mjólkur- lítrum skilað Bænastund í Grensáskirkju vegna hörmunganna í Japan fyrir ári: Á fjórða þúsund enn saknað í Japan Strætómiðar á skrifstofu Byggðaráð Bláskógabyggðar hefur nú skipt um skoðun og látið undan ítrekuðum óskum Strætó og Sam- taka sveitarfélaga á Suðurlandi um að selja farmiða í strætó á skrifstofu sveitarfélagsins. Það verði gert í einn mánuð til reynslu. „Byggðaráð ítrekar þá skoðun sína að sala farmiða eigi mun betur heima í vögnunum sjálfum eða nær áfangastöðum fólksflutninga- bílanna en inni á skrifstofu sveitar- félaga sem í mörgum tilfellum eru staðsett alllangt frá áfangastöðunum“. BLÁSKÓGABYGGÐ UPPBYGGING Í JAPAN Enn er unnið hörðum höndum að uppbyggingu á hamfarasvæðinu í Japan. NORDIC PHOTOS / GETTY Horfðu á björtu hliðarnar H in lengs ferð byrja m eð einu skrefi Horfðu á björtu hliðarnar U pp sk al á kj öl k líf aReistu í verki viljans merki, - vilji er allt sem þarf Samtök ið aðarins Vandamál eru til þess að leysa þau Við stöndum þétt saman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.