Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.03.2012, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 09.03.2012, Qupperneq 24
4 • LÍFIÐ 9. MARS 2012 GLÆSILEGAR Á FRUMSÝNINGU Vesalingarnir, einn allra vinsælasti söngleikur leikhússögunnar, var frumsýndur á fjölum Þjóðleikhússins í flutningi einvala liðs leikara og söngvara um síðustu helgi. Frumsýningargestir voru glæsilegir í hátíðarskapi. MYNDIR/ELLÝ OG KOLBRÚN ÓLÖF ÁGÚSTA KARLSDÓTTIR LÆKNARITARI UNNUR ÖSP STEFÁNSDÓTTIR LEIKKONA TINNA GUNNLAUGSDÓTTIR LEIKHÚSSTJÓRI ANDREA GYLFADÓTTIR SÖNGKONA SIGRÍÐUR THORLACIUS SÖNGKONA KRISTBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR FJÁRFESTIR ÞÓRA SIGURÐARDÓTTIR RITHÖFUNDUR SIGRÍÐUR EYRÚN FRIÐRIKSDÓTTIR LEIKKONA Hver er konan? Selma Björns- dóttir hérna megin. Starf? Leikstjóri í Þjóðleikhúsinu, leikstjóri talsetninga í Myndformi, söngkona og leikkona. Bakgrunnur/menntun? Verslunar- skóli Íslands, Bristol Old Vic Theater School, Ferðamálaskóli Flugleiða, masterclass í Complete Vocal Technique. Hvernig kom það til að þú tókst að þér að leikstýra Vesalingunum? Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleik- hússtjóri boðaði mig á fund sinn fyrir tæpu ári síðan og bauð mér þetta glæsilega verkefni. Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um. Ætlaðir þú alltaf að verða leik- stjóri? Ó nei! Ég ætlaði að verða lögfræðingur og kántrísöngkona í Dallas. Er reyndar kántrísöngkona í frístundum en get ekki sagt að lögfræðin heilli mig lengur. Megum við eiga von á að sjá þig aftur á sviði? Já já, er einmitt að fara að stökkva inn í tvær leik- sýningar núna í mars og apríl. Annars vegar Dubbeldusch með Vesturporti í Gamla bíói í lok mars og hins vegar Rómeó og Júlíu með Vesturporti í Borgarleik- húsinu í apríl. Áttu þér draumaverkefni? Já en þau eru leyndó. Vil ekki að aðrir viti um þau fyrr en þau verða að veruleika. Hvernig gengur að samtvinna ferilinn og móðurhlutverkið? Það gengur vel. Þegar ég tek stór verkefni að mér skipulegg ég mig vel og set líf mitt í mjög fastar skorður til að ná að klára dags- verkið. Svo á ég stórkostlega foreldra sem hjálpa mér mikið og systur og vini sem leggja mér lið. Hvað gerirðu þegar þú ert ekki að vinna? Mér lætur illa að hafa lítið að gera því þá hellist yfir mig þvílík leti að ég geri ekki hand- tak! En þegar ég á lausa stund frá vinnu þá fer ég í ræktina til hennar Ásthildar Björns dóttur í Laugum og hún pískar mér út, hitti vini mína, fer í sund, út að borða, í leikhús, í sveitina og margt fleira. Hvert er þitt mottó í lífinu? Að gera betur í dag en í gær, njóta hverrar stundar, hlæja brjálæðis- lega, elska fólkið mitt og vini mína og lifa í núinu. ÆTLAÐI AÐ VERÐA LÖGFRÆÐ- INGUR OG KÁNTRÍSÖNGKONA ATHAFNAKONAN MYND/GASSI Kjólar í miklu úrvali st. 36-48 Verð frá 14.990 Fyrir fermingarveisluna

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.