Fréttablaðið - 09.03.2012, Síða 26

Fréttablaðið - 09.03.2012, Síða 26
6 • LÍFIÐ 9. MARS 2012 AUGLÝSING: WELEDA KYNNIR Segðu okkur aðeins frá ferli þínum! Ég byrjaði að skrifa í Stúdenta blað Háskóla Íslands 2003 sem ég síðar ritstýrði og gaf út í 70.000 eintökum. Það var sannarlega góð byrjun á ferlinum og gaf mér víðtæka reynslu. Sumarið 2004 hóf ég svo störf sem næturfrétta maður hjá RÚV þar sem mér voru kennd grundvallar atriði fréttamennsku undir styrkri stjórn næturfréttamannsins Kristófers Svavarssonar. Þetta var langþráð starf og mér fannst ég afskaplega heppin að vera ráðin. Þetta sumar var lærdómsríkt og lagði grunninn að þekkingu minni í faginu. Ég starfaði á Rúv, bæði hjá útvarpinu og sjón- varpinu, til 2007 með skóla og var svo ráðin á Stöð 2 sama ár. Þar hef ég verið til dagsins í dag og hef ekki tölu á þeim fjölda frétta sem ég hef unnið. Stefndirðu alltaf á að starfa í fjöl- miðlum? Ég stefndi fyrst á lögfræði en sá svo að það hentaði mér ekki. Þegar ég hóf nám í stjórnmálafræði sá ég hvað félags vísindin heilluðu mig miklu frekar og þá vaknaði áhuginn á fjölmiðlum. Ég var beðin um að skrifa í blað sem Kraftur, samtök ungs fólks með krabbamein gaf út. Það var ör- lagaríkt viðtal sem ég tók fyrir blað- ið en ég ræddi við Önnu Pálínu Árna- dóttur söngkonu sem lést síðar langt fyrir aldur fram úr sínum sjúkdómi. Að fá tækifæri til að tala við þessa konu og heyra hug leiðingar hennar um veikindin og áhrif þeirra var mér hreinlega ómetanlegt og staðfesti mína sannfæringu um að ég vildi verða blaða- og frétta maður. Hug- leiðingar Önnu Pálínu mótuðu mig fyrir lífstíð og ég hugsa oft til hennar því hún tók á þessum sjúkdómi með svo einstöku hugarfari. Ég hugsa líka oft um það hvernig ferill minn hefði farið hefði ég ekki hitt hana því hún virkilega hafði áhrif á mig. Áttu þér ákveðnar fyrir myndir í fjölmiðlaheiminum? Fyrir myndir mínar í fjölmiðlum hafa alltaf verið sterkar fjölmiðlakonur og þar má nefna Eddu Andrésdóttur, Thelmu Tómasson, Elínu Hirst o.s.frv. Þetta eru sterkar, kjarkmiklar kvenfyrir- myndir og miklir brautryðjendur í ís- lensku fréttaumhverfi. Hvernig er að vera kona í þessu umhverfi í dag? Ég fann sérstak- lega fyrir því að ég væri kona þegar ég var að byrja í fréttamennsku. Þá var ég frekar óreynd og ný í faginu. Með árunum hef ég hins vegar lært að brýna klærnar, segja skoðun mína umbúðalaust hátt og skýrt og finnst þetta minna mál í dag. Ég þyki samt alveg viðkvæm en reynslan og tíminn hafa líka gert mig sterkari. Mínir karlkynsstarfsfélagar á Fréttastofu HEF LÆRT AÐ SEGJA SKOÐUN MÍNA UMBÚÐALAUST ALMOND FACIAL CARE eða möndluandlitsvörulínan frá Weleda er lyktarlaus andlitslína og er sérstaklega þróuð fyrir viðkvæma húð (rósroða). Fæst í heilsuvöruverslunum. HELGA ARNARDÓTTIR ALDUR: 32 ára STARF: FRÉTTAMAÐUR Á STÖÐ 2 MENNTUN: BA í stjórnmálafræði og frönsku frá Háskóla Íslands og MA í international Journalism frá City Uni- versity of London MAKI: Reynir Örn Þrastarson Framhald á síðu 8 Helga Arnardóttir hlaut Blaða- mannaverðlaun Íslands nýverið fyrir umfjöllun um endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins í Íslandi í dag. Helga stefndi alltaf á lögfræðinám en segir örlagaríkt viðtal sem hún tók hafa ráðið því að hún valdi blaða- og fréttamennsku. Helga deildi skoðunum sínum á fjölmiðlaheiminum, rannsóknarblaða- mennsku og fleira áhugaverðu með Lífinu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.