Fréttablaðið - 09.03.2012, Síða 28

Fréttablaðið - 09.03.2012, Síða 28
8 • LÍFIÐ 9. MARS 2012 Ég hugsa að konur af annarri kynslóð hafi þurft að mæta miklu meira andstreymi af hálfu karl- manna í frétta- mennskunni hér á árum áður. Jafnréttið er held ég komið inn í genetíska vitund jafnaldra minna að miklu leyti. Stöðvar 2 eru miklir ráð gjafar mínir og styðja við bakið á mér í hvert sinn sem ég þarf á að halda. Það er allt annað hugarfar hjá karlkyns jafn- öldrum mínum en þeim eldri. Við erum jafningjar og leitum óhikað hvert til annars. Ég hugsa að konur af annarri kynslóð hafi þurft að mæta miklu meira andstreymi af hálfu karl- manna í fréttamennskunni hér á árum áður. Jafnréttið er held ég komið inn í genetíska vitund jafnaldra minna að miklu leyti. Til hamingju með Blaðamanna- verðlaunin – hvaða merkingu hefur þessi viðurkenning fyrir þig persónu lega? Þetta hefur mikið að segja fyrir mig og mín störf, það er mjög ánægjulegt að fá viður kenningu fyrir það sem maður gerir. Mér þykir gott að Guðmundar- og Geirfinns- málið náði athygli almennings að nýju þótt ég hugsi oft til ættingja þessara manna. Það er örugglega erfitt að verið sé að rifja upp hluti sem vekja upp erfiðar minningar. Það er hins vegar líka sársauki hjá sak- borningum málsins og því megum við ekki gleyma. Ættingjar og að- standendur Sævars Ciesielski hafa barist fyrir því að málið yrði endur- upptekið og rannsakað frekar frá því að Sævar dó síðastliðið sumar. Hann barðist fyrir því alla sína tíð frá því hann lauk afplánun með engum árangri. Loksins var ákvörðun tekin um að stofna starfshóp til að rann- saka þessa umdeildu sakamálarann- sókn sem átti sér stað og ég bind miklar vonir við að hún varpi nýju ljósi á málið. Maður veit hins vegar aldrei hvernig þessi mál fara og enn í dag er réttar kerfið íhaldssamt og á erfitt með að viðurkenna mistök sín. Við blaða- og fréttamenn þurfum að vera dug- legir að halda málinu á lífi þangað til sannleikurinn kemur fram, hver sem hann kann að vera. Hvaða skoðun hefur þú almennt á Íslenskum fjölmiðlum í dag? Ég hef miklar skoðanir á íslenskum fjöl- miðlum, og ættingjum og vinum finnst ég örugglega óþolandi þegar ég sit við sjónvarpið og horfi á fréttir. Mér finnst mikilvægt að fólk átti sig á því hvað við erum að framleiða margar fréttir í svona mörgum fjölmiðlum í þessu litla samfélagi. Það er fram- leiðslukrafa á fjölmiðla landsins nánast 365 daga á ári. Það eru gerðar kröfur til okkar um að leita nýrra frétta og vinkla allt upp á nýtt upp á hvern einasta dag. Mér finnst fólk stundum ekki átta sig á því hvað við eigum duglega blaða- og fréttamenn sem leggja mikla vinnu í sín störf. Telurðu rannsóknarb laða- mennsku nægilega vel sinnt hér á landi? Miðað við það umhverfi sem við lifum við í dag er lítið fjármagn aukalega til að sinna rannsóknar- blaðamennsku þar sem framleiðslu- krafan er í forgangi og lítill mannafli til að sinna rannsóknum. Ég byrjaði í mínum frítíma að vinna í Guð- mundar- og Geirfinnsmálinu í fyrra- sumar og það tók mig heilan mánuð að framleiða klukkutíma af efni þar sem sjónvarpsframleiðslan getur verið þung og tímafrek. Það er alls ekki sjálfgefið í dag að taka sér svona langan tíma til rannsókna eins og um- hverfið er. Ritstjórar okkar vilja svo gjarnan að við rannsökum mál ítar- lega en það kostar fjarveru úr dag- legri framleiðslu og miðað við það fjármagn sem einkareknir fjölmiðlar búa við í dag er það mjög erfitt. Hvernig telurðu að hægt sé að ýta undir aukna rannsóknarblaða- mennsku? Ég fagna tilkomu Mið- stöðvar í rannsóknarblaðamennsku sem nýlega var stofnuð og er í húsa- kynnum Háskóla Íslands. Markmið hennar er að auka veg rannsóknar- blaðamennsku, styrkja tengsla net milli blaða- og fréttamanna út um allan heim þvert á landamæri og reyna að stuðla að frekari rann- sóknum í blaðamennsku. Það getur verið dýrt og tímafrekt að sinna rann- sóknar blaðamennsku, það kostar að afla sér ýmissa gagna og það krefst þess líka að fólk fái hlé frá hinni dag- legu framleiðslu. Fjölmiðlar, sérstak- lega þeir einkareknu, lifa í erfiðu fjár- Framhald af síðu 6 Tímarit: Eurowoman og Writer´s Digest Heimasíða: www.lifraent.is og www.visir.is Veitingastaður: Gló og Einar Ben Verslun: Lifandi markaður og Ilse Jacobsen í Garðabæ Hönnuður: Filippa K og ELLA Dekur: Dýrindis máltíð sem sambýlismaður minn gerir Líkamsrækt: World Class þegar tími gefst sem er alltof sjaldan. UPPÁHALDS SOHO/MARKET Á FACEBOOKGrensásvegur 8, sími 553 7300 Opið mán–fös 12–18 og laugd 12–17 Nýjar töskur !! Mikið úrval – Margir litir

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.