Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.03.2012, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 17.03.2012, Qupperneq 2
17. mars 2012 LAUGARDAGUR2 HEILBRIGÐISMÁL Velferðarráðu- neytið býður nú öllum konum sem hafa fengið PIP-brjósta- fyllingar síðan árið 1992 að koma í ómskoðun. Ástæðan er sú að frönsk yfirvöld gáfu út í vikunni að ekki sé hægt að útiloka að PIP- fyllingarnar sem framleiddar voru fyrir árið 2001 séu gallaðar. Fram- leiðsla á púðunum hófst árið 1992. Þetta kemur fram í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu. Ljóst er að sá fjöldi kvenna, sem yfirvöld hafa gefið út að séu með fyllingarnar, geti nú farið hækk- andi, en upphaflega var konum sem fengu púðana í sig á tíma- bilinu 2001 til 2011 boðið að koma í skoðun. Þær eru um 440 talsins. - sv Nýjar upplýsingar um PIP: Enn fleiri gætu verið gallaðir SPURNING DAGSINS 4.900 kr. Verð 8.800 kr. Afsláttur 3.900 kr. 44% 2.990 kr. Verð 5.990 kr. Afsláttur 3.000 kr. 50% Fjögurra rétta vetrarveisla á aðeins 4.900 kr. Freyðivín, humarsúpa, carpaccio, lamba-prime og súkkulaðikaka! 30x40 cm strigaprentun og blindrammi á 2.990 kr. (kostar 5.990 kr.). Persónuleg strigaprentun er gjöf sem gleður! GILDIR Í 24 TÍMA 1 ÁRS AFMÆLISVIKA VIÐ ENDURTÖKUM ÖLL VINSÆLUSTU TILBOÐIN Jóhann, er golfíþróttin komin út um víðan völl í Grímsnesi? „Já, enda legg ég til að nafni sveitar- félagsins verði breytt í Grímsness- og Golfvallarhrepp.“ Jóhann Friðbjörnsson er formaður Golf- klúbbsins Kiðjabergs sem kært hefur Grímsness- og Grafningshrepp fyrir að ætla að byggja nýjan golfvöll á Minni-Borg. LÖGREGLUMÁL Lögregla telur frumvarp Ögmundar Jónassonar innan ríkisráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir ganga allt of skammt og bæti litlu sem engu við þær heimildir sem hún hefur nú þegar. Yfirmenn hennar hafa lýst þessu sjónarmiði í samtölum við ráðherra og allsherjarnefnd Alþingis, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Frumvarpið var lagt fram í vikunni og samkvæmt því bætist við nýtt ákvæði í lög um með- ferð sakamála sem kveður á um að lögreglu sé heimilt að hefja rannsókn ef grunur vaknar um að menn ætli sér að fremja brot sem varðar fjögurra ára fangelsi og að brotið sé liður í skipulagðri glæpastarfsemi. Til þessa hefur einungis verið heimilt að hefja rannsókn á broti sem enn hefur ekki verið framið að því gefnu að það varði við átta ára fangelsisvist. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu. „Við þurfum að skoða þetta frum- varp og munum síðan væntanlega gera allsherjarnefnd grein fyrir okkar afstöðu til þess áður en við látum eitthvað uppi formlega á öðrum vettvangi. Við þurfum að vega það og meta hvað, ef eitt- hvað, er sett til viðbótar í okkar vopnabúr með þessu ákvæði,“ segir Stefán. „Miðað við það sem ég hef heyrt um þetta frumvarp innan úr okkar röðum er ljóst að það gengur alls ekki nógu langt,“ segir Snorri Magnússon, for- maður Landssambands lögreglu- manna, en tekur þó fram að hann hafi ekki kynnt sér efni þess sjálfur. „Það sem lögreglan hefur verið að kalla eftir, og Landssamband lögreglumanna styður heils hugar, eru sams konar heimildir og lög- regluliðið í löndunum í kringum okkur hefur, aðallega á hinum Norðurlöndunum,“ segir Snorri. „Þær eru nokkuð víðtækari. Þar þurfa málin ekki ekki að vera komin á það stig að tiltekið brot sé yfirvofandi. Þar getur lög- regla, á fullkomlega löglegan hátt, fylgst með ákveðnum hópum í samfélaginu án þess að þeir séu endilega að fara að fremja brot í dag eða á morgun og safnað um þá upplýsingum sem síðan geta leitt til opinberra mála,“ útskýrir hann. Þetta sé hins vegar allt undir ströngu eftirliti opinberra aðila og þingnefnda. stigur@frettabladid.is Lögreglan gagnrýnir frumvarp Ögmundar Frumvarp Ögmundar Jónassonar um forvirkar rannsóknarheimildir gengur allt of skammt, að mati lögreglu. Formaður Landssambands lögreglumanna segir að einungis sé kallað eftir sams konar heimildum og tíðkist í nágrannalöndum. SKIPULÖGÐ GLÆPASAMTÖK Vítisenglar eru skilgreindir sem skipulögð glæpasamtök og lögreglan hefur miklar áhyggjur af uppgangi þeirra hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI STEFÁN EIRÍKSSON SNORRI MAGNÚSSON SVÍÞJÓÐ Jörgen Lindskog, foringi vélhjólasamtakanna Outlaws í bænum Ronneby í Suður-Svíþjóð, fannst látinn fyrr í vikunni. Augljóst var af verksum- merkjum að um morð var að ræða og telur lögregla flest benda til þess að morðið tengist skipu- lagðri glæpastarfsemi, annað hvort átökum milli glæpagengja eða innan Outlaws. Lindskog, sem var 49 ára gamall og fjögurra barna faðir, átti að mæta fyrir rétt í Karlskrona á þriðjudag, ákærður fyrir hótanir og ofbeldisverk. Hann hefur áður hlotið dóma en þó ekki vegna ofbeldismála. Lindskog m æt t i h i n s ve g a r ek k i f y r i r r é t t - inn, en fannst svo látinn sex tímum síðar undir bifreið á þjóðvegi í skóg- lendi skammt utan við Ronneby. Tvö skotsár voru á hnakka hans, en hann hafði verið látinn í nokk- urn tíma þegar vegfarendur urðu hans varir og hringdu á lögreglu. Aftonbladet í Svíþjóð segir í umfjöllun sinni um málið að Lindskog hafi verið augljóslega taugatrekktur af ein hverjum ókunnum sökum. Heimildir blaðsins herma að ummerki á vettvangi hafi bent til þess að um aftöku hafi verið að ræða. Lögregla útilokar ekki að morðið tengist illdeilum Outlaws við annan klúbb, Red and White Crew að nafni, sem er stuðnings- klúbbur Hells Angels í Svíþjóð, en einnig hafa verið átök innan Outlaws upp á síðkastið. - þj Mannskæð átök milli skipulagðra glæpahópa í Svíþjóð: Sænskur glæpaforingi myrtur JÖRGEN LINDSKOG DÓMSMÁL Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnar formaður Kaupþings, lýsti yfir sakleysi sínu í dómssal í gær við fyrirtöku í Al Thani- málinu svokallaða. Hinir þrír sakborningarnir; Hreiðar Már Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson, sem allir eru í hópi stjórnenda og eigenda Kaupþings, mættu ekki fyrir dóminn. „Ég lýsi mig saklausan af þeim ávirðingum sem á mig eru bornar,“ sagði Sigurður í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, þar sem hann yfirgaf réttarsal. Sigurður er ákærður ásamt Hreiðari Má fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun í tengslum við meint sýndarviðskipti Mohamed Bin Khalifa Al Thani, bróður emírsins frá Katar, á fimm pró- senta hlut í Kaupþingi rétt fyrir hrun. Málið var fyrst tekið fyrir hinn sjöunda þessa mánaðar, en þá mætti enginn sakborninganna fyrir dóminn og var málinu því frestað. Brotin geta varðað allt að sex ára fangelsi og allt að níu ára fangelsi verði þeir sakfelldir og dómari ákveði að bæta við refsingu allt að helming hennar, en heimild er fyrir slíku í hegningar lögum. Málinu verður fram haldið 29. mars næst- komandi. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að lög- menn þremenninganna, sem ekki mættu í gær, hygðust mæta þá. - þj Fyrirtaka í málinu gegn Kaupþingsmönnum vegna Al Thani-kaupanna: Sigurður sagðist vera saklaus SVÍÞJÓÐ Stokkhólmsborg hefur frá árinu 2005 kallað sig „The Capital of Scandinavia“, það er að segja höfuðborg Skandinavíu. Þetta slagorð fór í taugarnar á fulltrúum annarra höfuðborga Norðurlanda á fjárfestinga- og fasteignamessu 200 stærstu borga Evrópu í Cannes á dögunum, að því er greint er frá á vef Svenska Dagbladet. Norðmenn eru sagðir hafa verið sérstaklega pirraðir. Einn fulltrúa þeirra, Erling Fossen, sagði þetta dæmigert sænskt mikilmennskubrjálæði. Svíar benda á að Stokkhólmur sé stærsta borg Norðurlanda. - ibs Slagorð veldur titringi: Norðmenn eru fúlir út í Svía LÖGREGLUMÁL Karlmaður var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild eftir fólskulega líkamsárás fyrir utan veitingahús við Smiðjustíg um klukkan eitt í fyrrinótt. Maðurinn var með áverka í andliti eftir að árásarmaðurinn sló hann niður og kenndi eymsla í kviðarholi en árásarmaðurinn sparkaði ítrekað í hann liggjandi. Þolandinn veit ekki hver árásar maðurinn er og hafði sá forðað sér áður en lögregla kom á vettvang. Árásin virðist hafa verið tilefnislaus, því hvorugur átti eitthvað sökótt við hinn. Líkamsárás á Smiðjustíg: Sparkað ítrekað í liggjandi mann STOKKHÓLMUR Norðmenn eru ósáttir við nafngiftina „Höfuðborg Skandinavíu“. NEITAR SÖK Sigurður Einarsson, fyrrum stjórnarformaður Kaupþings, lýsti yfir sakleysi sínu þegar mál gegn honum og þremur öðrum Kaupþingsmönnum var tekið fyrir í gær. MYND/STÖÐ 2 NÁTTÚRUFAR Um miðjan þennan mánuð náðist 250 tegunda markið á pödduvef Náttúrufræðistofn- unar. Vefnum var hleypt af stokk- unum 14. ágúst 2009, en þá voru kynntar til sögunnar 80 tegundir. „Stefnan var sett á það í upphafi að bæta tveim nýjum tegundum á vefinn í viku hverri. Það hefur gengið þokkalega eftir ef undan- skilin eru hlé vegna sumarleyfa og flutninga aðseturs Náttúrufræði- stofnunar frá Reykjavík til Garða- bæjar haustið 2010,“ segir á vef Náttúrufræðistofnunar. - óká Stöðug fjölgun á pödduvef: Hafa náð 250 tegunda marki RAUÐHUMLA Um rauðhumlur er fjallað á pödduvefnum. Þær nefnast líka ryðhumlur. MYND/ERLING ÓLAFSSON LÖGREGLUMÁL Lagt var hald á sex hundruð grömm af kannabis í húsleit lögreglu á Selfossi á mið- vikudag. Grunur lék á um ræktun og gaf fíkniefnahundurinn Buster vísbendingu um að í húsinu væru fíkniefni. Húsráðandi, sem hand- tekinn var á vinnustað sínum, viðurkenndi að hafa stundað ræktun síðustu mánuði. Hann hafði verið í fjárhagskröggum og ætlaði að selja efnin. Lögregla áætlar að virði efnanna nemi rúmum tveimur milljónum króna. - óká Handtekinn á vinnustað: 600 grömm af kannabis tekin Sig dó
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.