Fréttablaðið - 17.03.2012, Síða 24

Fréttablaðið - 17.03.2012, Síða 24
24 17. mars 2012 LAUGARDAGUR Evrópuskrifstofa Alþjóðaheil-brigðismálastofnunarinnar (WHO) vinnur nú að mótun evr- ópskrar heilbrigðisstefnu (Health 2020) og samtímis eru aðildarríki hennar að útfæra sínar eigin lang- tímaáætlanir í heilbrigðismálum. Á Íslandi mun heilbrigðisáætlun til ársins 2020 leysa af hólmi sambæri- lega áætlun sem rann sitt skeið árið 2010. Í byrjun aldarinnar virtist sem aðildarríki WHO í Evrópu væru að þróa sína stefnumótun og áætl- anagerð hvert í sína áttina, en með tilkomu nýrrar forystu á Evrópu- skrifstofu WHO í Kaupmannahöfn í ársbyrjun 2010 er nú lögð áhersla á að þessi vinna sé byggð á sömu undir stöðum. Að því er varðar gerð íslensku heilbrigðisáætlunarinnar er mikils- vert að læra af öðrum og skoða þá sérstaklega atriði eins og félags- lega áhrifaþætti heilsu, eflingu nær- samfélagsins og lýðheilsuþversnið (folkehelseprofil) þjóðarinnar. Félagslegir áhrifaþættir Á árunum 2005-2008 starfaði á vegum WHO nefnd undir forystu Englendingsins Sir Michael Marmot og beindi hún sjónum sínum að félagslegum áhrifavöldum heilsu (CSDH, Commission on Social Determinants of Health). Úttekt nefndarinnar og kannanir annarra aðila sýna að helstu áhrifa þættir heilsufars eru af félagslegum toga og sennilega hafa þeir mest að segja um þá byrði sem sjúkdómar og dauði valda í heiminum í dag. Myndin er alls staðar sú sama. Ein- staklingar sem hafa lág laun, stutta skólagöngu að baki, gegna ófaglærð- um störfum eða eru atvinnulaus- ir búa við meira heilsuleysi og lifa skemur en aðrir. Í lokaskýrslu sinni, Closing the gap in a generation frá árinu 2008, undirstrikar nefndin mikilvægi þess að bæta lífsskilyrði fólks sem býr við lakar að stæður. Víða um lönd er þessi skýrsla nú orðin grundvallarrit við mótun heilbrigðisáætlana og annarra við- eigandi aðgerða sem miða að því að efla heilsu og velferð fólks. Nærsamfélag Í allri stefnumótun er núorðið lögð áhersla á víðtækt samráð við fólkið í landinu og félagasamtök þess. Slag- orð Öryrkjabandalagsins „Ekkert um okkur, án okkar!“ er einkenn- andi fyrir þessi viðhorf. Um fjöllun tillagna á stórfundum, formlegt umsagnarferli og hugarflugs fundir eru tæki til þess að ná til þeirra er málefnin varða. Flutningur allrar nærþjónustu á sviði heilbrigðis- og félagsmála til sveitarfélaganna er áfangi á þeirri leið að skapa hér eiginlegt nærsamfélag og tryggja að borgararnir hafi áhrif á þjónustuna. Á Íslandi hafa sveitarfélögin Horna- fjörður og Akureyri tekið að sér rekstur heilsugæslu og öldrunar- mála og samþætt þessa mála- flokka félagslegri þjónustu sveitar- félaganna. Í ársbyrjun 2011 tóku sveitar félögin í landinu yfir mál- efni fatlaðra frá ríkinu og áformað er að flytja málefni aldraðra og jafnvel heilsugæsluna í heild sinni til sveitar félaganna á næstu árum. Lýðheilsuþversnið Í Noregi tóku ný lýðheilsulög gildi 1. janúar sl. og eru þau liður í að framfylgja áætlun um umbætur og samráð í heilbrigðisþjónustunni (Samhandlingsreformen). Þessi nýja löggjöf er liður í að styrkja ábyrgð og aðgerðir sveitarfélaga á sviði forvarna og heilsueflingar á öllum sviðum samfélagsins. Lýð- heilsustofnun Noregs er svo falið að halda saman upplýsingum á sam- ræmdu formi um ástandið í heil- brigðismálum í sérhverju sveitar- félagi, fylki og í landinu sem heild, svonefndu lýðheilsuþversniði eða lýðheilsuprófíl. Þetta á að auðvelda allar aðgerðir til að bæta heilsu- far á hverjum stað fyrir sig og svo geta allir farið inn á netsíðu stofn- unarinnar í leit að frekari fróðleik. Þarna er t.d. að finna upplýsingar um algengi sykursýki, ofþyngd og offitu, sálræn vandamál, slys o.fl. Nálgun sem þessi gæti e.t.v. komið að góðum notum hér á landi. Heilsa 2020 Ný heilbrigðisáætlun verður að hafa að meginmarkmiði að bæta heilsu og vellíðan fólks, draga úr ójöfnuði og tryggja sjálfbært notenda miðað heilbrigðis- og velferðar kerfi. Upp- lýsingar um félagslega áhrifa- þætti heilsu, efling nærþjónustu og gleggri þekking á lýðheilsu lands- manna eru öll lykilatriði sem nauð- synlegt er að styðjast við þegar mótuð er heildstæð framtíðarsýn og markmið fyrir heilbrigðisáætlun til ársins 2020 eru skilgreind. Ójöfnuður hindrar bætt heilsufar Margir eru kallaðir sem álit-legir forsetaframbjóðendur. Í mínum huga er Auður Guðjóns- dóttir skurðhjúkrunar fræðingur afar vænlegur frambjóðandi í for- setakjöri. Hún er vel þekkt sem óþreytandi baráttukona í þágu lækninga við mænuskaða. Sem stofnandi Mænuskaða stofnunar Íslands hefur henni tekist að fá færustu sérfræðinga heims til að horfa út fyrir rammann. Nýlega átti Auður frumkvæði að því að Norðurlandaráð samþykkti að Norðurlöndin hefðu forgöngu um að hrinda af stokkunum skipulagðri leit að lækningu við mænuskaða. Það þarf ekki lítið þrek og hugsjón til að halda slíku til streitu og hafa í gegn. Ef það er eitthvað eitt sem prýðir Auði öðru fremur, þá er það leiðtogahæfileikinn. Hún hefur einstakt lag á að koma málum áfram, hrífa fólk með sér með mælskunni og halda stefnunni. Forseti er þjóðarleið- togi og Auður á svo sannarlega heima í slíku hlutverki. Ef svona dugmikil og fram- sækin kona yrði kosin í þetta mikilvæga embætti gæti hún beint sjónum að mannúðarmálum, heilbrigðismálum og jafnréttis- málum; málaflokkum sem eru henni afar hugleiknir og skipta þjóðina og allt mannkynið afar miklu máli. Þannig yrði hún for- seti allrar þjóðarinnar. Það er engin spurning að þessi dugmikla, heiðarlega og hlátur- milda kona mundi njóta sín vel sem gestgjafi þjóðarinnar. Mín tilfinning er sú að Auður mundi bera með sér ferska vinda inn á Bessastaði og leiða þjóðina til góðra verka. Vonandi fyrirgefur Auður mér þessa framhleypni. Ég tel mig þó þekkja hana nógu vel til þess að vita að ef hún telur að hún geti látið enn meira gott af sér leiða sem forseti, þá mun hún íhuga málið. Hún hefur aldrei verið hrædd við að taka slaginn. Kjarnakonu á Bessa- staði Þeir sem taka ekki mark á sög-unni eru dæmdir til að endur- upplifa hana,“ segir málshátturinn. Við höfum háð stríð við aðrar þjóðir um fisk eins og allir vita. Oft voru fjölmörg útlend skip á miðunum og öllum ljóst, að auð- lindin gæti ei þolað fjölþjóðlegan ágang til langframa. Það var því látið sverfa til stáls. Nú er vitað að flestir nytja- stofnar í heiminum hafa látið á sjá og sumir svo um munar. Þorskur er ekki svipur hjá sjón og stærstu nýtingaraðilar afneita stöðugt eigin þætti í fiskleysinu. Því er hampað að utanaðkomandi þættir liggi að baki og einnig er hamrað á hagræði óbreytts fyrirkomulags. Hagsmunaaðilar veraldarvítt við- halda þannig eigin aðgengi og einokun yfir auðlindum til sjávar. Þekktur vísindamaður sagði að botnvörpuveiðar væru eins og veiðar á íkornum með skógar- eyðingu fyrst. Botnvarpa jafnar út misfellur á sjávarbotni, kórallar muldir, svampagróðri eytt og eftir standa plógförin ein. Það hefur verið sýnt og staðfest með neðan- sjávarmyndum að kóralrifum, sem tekur hundruð ára að byggjast upp, er eytt í einni svipan. Slík kóral- rif eru hluti af viðkvæmu vistkerfi hafsins og afskiptaleysi stjórn- valda illskiljanlegt. Botnvörpusjó- menn, sumir hverjir, halda fram skaðleysi þessara veiða og segja útjöfnun bara til bóta og að ekk- ert líf sé á botni á miklu dýpi. Í þessu sambandi má nefna ráð- stefnu um margbreytileika haf- djúpanna í Kúala Lúmpúr 2004. Í fram haldinu var birt bænaskjal undirritað af 1.136 vísinda mönnum frá 69 löndum. Þeir lögðu að ríkis- stjórnum og SÞ að botnvörpu veiðar á úthöfum verði bannaðar til að bjarga vistkerfum í haf djúpunum og þar með nytjafiski. Vísinda- menn höfðu þá nýlega uppgötvað skóga af kóröllum og kórallarif á djúpu og jafnvel köldu vatni og kalla þá regnskóga hafdjúpanna. Nú er svo komið að um þriðj- ungur allra nytjafiska í heiminum líður fyrir rányrkju og er í hættu. Vísindamenn spá eyðingu allra fiskistofna um miðja öldina ef ekkert verði að gert og áfram haldið á sömu braut. En hver á að annast varnir fyrir náttúruna? Í ýmsum löndum eru sér stakar stofnanir sem upplýsa um líf hafdjúpanna, en þær mega sín lítils gegn hagsmunaaðilum sem eiga sitt undir veiðum. Hingað til hefur sönnunar byrðin verið þeirra sem nýta náttúruna og tala fyrir verndunar sjónarmiðum, en varðandi haf djúpin eru mál nú víða að breytast og yfirvöld farin að viðurkenna, að náttúruvernd eigi ekki að staðnæmast við sjávarmál. Á Íslandsmiðum eru notaðir krókar á handfæra- og línu veiðum, netaveiðar hafa reglugerðar- möskva og botnvörpu veiðar eru með misstórum vörpum og hlerum. Útgerðarmenn hafa þannig í hendi sér hvaða veiðarfæri eru notuð. Og veiðileyfi þeirra gilda um öll Íslandsmið fyrir utan staka bletti eða firði í skamman tíma og sem friðaðir eru vegna smáfisks og hrygninga. Annars ríkir frjáls- ræði í aðalatriðum til veiða og ábyrgð á veiðarfærum er í höndum útgerðar manna einna. Hvenær ætla íslenzk stjórnvöld að taka afstöðu til botnvörpunnar? Treysta þau á að LÍÚ dreifi upp- lýsingum til einstakra útgerða um skaðsemi veiðarfæra? Hvers vegna er staðreyndum um alheims rýrnun botnfiska ekki haldið til haga? Í þessu sem mörgu öðru njóta útgerðirnar vafans og halda áfram sínum mokstri óáreittar. Rányrkja auðlinda tíðkast um heim allan í skjóli þröng- og skyndihagsmuna. Gróðinn er því- líkur að auðvelt er að hafa áhrif á ríkisstjórnir og snúa þeim á sveif með hagsmunaaðilum. Á meðan blæðir heildinni og við hættum afkomu komandi kynslóða. Næsta þorskastríð á Íslandi er í nánd og mun snúast um þetta. Næsta þorskastríð Sjávarútvegsmál Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur Lýður Árnason læknir Heilbrigðismál Ingimar Einarsson ráðgjafi um stefnumótun í heilbrigðismálum Forsetaembættið Ragnheiður Davíðsdóttir háskólanemi og blaðamaður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.