Alþýðublaðið - 22.02.1924, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.02.1924, Blaðsíða 4
4 meiiu á einuin stað sökum þess, aÖ meira hafi verið sparað á öðr- um en hóflegt var. Ekki er það heldur alt ᣠeyðsla, sem talið er eyðsla, t. d, ef það, sem eytt er í, gefur meira af sór en eyðslunni nemur. Margt er það eflaust, sem að skaðlausu mætLi spara meira en gert er, og eflaust er það einnig margt,, sem þö,f væri á að eyða meira 16 til en gert er, en auð- vitað ber að líta á, hvort það só hægt, enda þótt þörfin sé nokkuð biýn. í því efni ber eins að líta á fiamtíð og nútíð. Eítt af því, er ég tel að hægt værí að spara nokkuð af, er alþingis- kostnaðurinn, t. d. með fækkun þiúgmanna og fleiiu, sem þá um leið myndi sparast. fingið miðast að eins við þau störf, er það á að inna af hendi, og þarf það ekki að vera fjöl- mennara en svo, að það geti lokið þeim. Nægilegur þingmanna- fjöldi er sem sé það, að hægt só að skipa í nefndir um öll helztu mál þingsins án þess, að sami maður só í svo mörgum nefndum, að til ‘ tafar yi ði afgreiðslu mál- ánna í þinginu íyrir þá sök, hve lengi þau væru í nefndum. Ekkert skiiyrði er það fyrir góðum og greiðum störfum, að nefndir sóu mannmargar, heldur einmitt hið gagnstæða. 5 menna nefnd getur afkastað eins miklu og vel unnu verki og 7 manna nefnd, og 3 manna nefnd eins og 5 manna nefnd. Um færri getur auðvitað, ekki verið sð ræða, þar eð odda- maður (úrskurðarmaður) verður ætíð að vera í hverri nefnd. Nefndir geta jafnt klofnað, hvort sem þær eru fámennar eða fjöl- mennar, svo að fjölmenni er alls engin vörn gegn kiofningi, nema síður só. Aðalatriðin í nefndarskipun er, að þeir menn, er vinna eigá saman i nefnd, hafi hug á sam- komulagi og beri gott skyn á það mál, sem um er að ræða. Pað getur oft orðið þannig í nefndar- störfum, að hver einasti nefndar- maður verði að láta dálítið af sinni upphaflegu skoðun til þesB, að hægt só að semja eitt sam- eiginlegt nefndaráiit um málið. Einn hinn versti ókostur á nefnd- armanni er að vilja í engu slaka til og ekkert tillit taka til skoðana annara, þó að auðvitað só líka hægt að fara of langt í því efni. Yiðvíkjandi mannfjölda í nefndum má segja, að betur sjái augu en auga, og eftir því mættu nefndir ekki vera fámennar, en samkvæmt þeirri meginhugsun gæti fjöldi nefndarmanna og enda þingmanna orðið óendanlegur. Að öðru jöfnu eru meiri llkindi til, að nefndar- störf gangi greiðlegar því færri sem eru í nefnd, því að engin lík- indi eru til, að íáir menn, hver um sig, yrðu langorðari en maigir, enda eru nefndir skipaðar 1 stað heildar af reynslu fyrir því, að fáir, einkum skyDsamir menn, geti betur ráðið máli til Iykta en margir, því að úr því geti orðið niðurstöðulaust þjark og rifriidi. Samkvæmt áðursögðu tel ég nægilegt, að þingmenn væru ekki fleiri en 32 að tölu, og væru þá 3 til 7 menn í nefnd. Flestum ætla óg að vera í fjárhagsnefnd og fjárveitiDganefnd. Menn úr fjár- h-gsnefnd skyldu vera í fjárveit- inganefnd og úr fjárveitinganefnd í sjávarútvegsnefnd og landbúnað- arnefnd sinn í hvorri og ef til vill í fleirum. Engin staðhæfing er það, að þingmenn þurfl ekki að vera fleiri en hér er talið, en jafnframt tel ég mega fuliýrða, að 42 (sem nú eru) séu óþuflega margir. Með tilliti til þessa ætlast óg til, að þingið só að eins ein deild (málstofa), svo sem verður í sam- einuðu þingi' enda er hægt að setja ýms ákvæði til tryggingar fyiir vandaðri afgreiðslu málanna, ef þess þætti þurfa. í sambandi við réttlætið gagn- vart, mannfjöldanum í landinu er hór miðað við manntalið 1920, og þó að mannfjöldinn í ýmsum stöðum á landinu og landinu í heild hafi eitthvað breyzt, þá er það svo lítið, að þess gætir vart, svo að nokkru nemi. Yið það’ að fjölga þingmönnum Reykjavikur úr 2 upp í 4 hefir að sjálfsögðu átt að róttlæta hlut- töku Reykjavíkur gagnvart öðrum kjördæmum landsins; þó er mjög langt frá því, að það hafi tekist Með því kosningafyrirkomulagi, sem nú er, er ekki hægt aÖ kom- ast hj l. rneira eða minna ranglæli ------------ ,N Steini svitnaði mikið undir hjólbörunum, því eldavélin var svo skrámbi þung. í dag og á morgun sel ég sykur mjög ódýrt. Hann?s Jóns- son, Langaveg 28. bæði gagnvart mannfjölda og stjórnmálasJcoðunum fólksins, því að þœr eiga að endurbergmálast í þingifiu. í hlutfalli við Seyðisfjörð (fá- mennasta kjördæmið) ætti Reykja- að hafa 20 þingmenn og alt landið 108 þingmenn. En í hlutfalli við Raykjavík (fjölmennasta kjördæmið) ætti á öllu landinu að vera 21 þÍDgmaður. Eftir mannfjölda á hvern þingmann í Reykjavík (4410,5) ætti eDginn þingmaður að vera í nema 5 fjölmennustu kjördæmum landsins. (Frh.) Jón Halldórsson. Innlend tíðindi. (Frá . fréttastolunni.) Sandgerði, 20. febr. Bátar réru hér í dag og fyrrá dag og fengu margir 10—12 skippund af bezta þorski. í gær varð ekki róið. í Keflavík mun afli hafa verið líkur og hér og sömuleiðis í Njarðvíkum: Sandgerði 21. febr. Uppgripaafli var hér í dag, Flestir bátar, sem komnir eru að. hata fengið yfir 20 sklppund og hafa orðið að hausa mikið af fiski um borð jifnóðum vegna rúmleysis. Er þetta langbezti afla- dagurinn hér á vertíðinni. Hálfdrættið. Uppíýsingar, sem Fréttastofan hefir fengið um kjör hálfdrættinga á þilskipum og birtust í Mbl., eru því miður ekki nákvæmar, en nákvæmari upplýsingar verða sakir þrengsla að bíðci morguns. Ritstjóri ©g ábyrgðarnmðnr: Hailbjösn HsiidóratðB. Pzmírmífyk HaUgríias Stessdiktssenar, Bsrgsuðæstrirti 1$,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.