Fréttablaðið - 17.04.2012, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 17.04.2012, Blaðsíða 1
veðrið í dag VIÐSKIPTI Erlendir kröfuhafar munu fá íslenskar krónur sem þeir eiga greidda inn á nýja, sérstaka reikninga í íslenskum bönkum sem munu lúta eftir- liti Seðlabanka Íslands. Bank- inn mun heimila þetta á næstu dögum. Þeir munu hins vegar þurfa leyfi Seðlabankans til að breyta krónunum í erlendar myntir, líkt og aðrir erlendir krónueigendur sem eru fastir inni í íslensku gjaldeyris- höftunum. Þetta mun þýða að erlendir for- gangskröfuhafar Glitnis, sem fengu um tíu milljarða íslenskra króna greidda út úr þrotabúi bankans um miðjan mars, fá þær greiddar inn á reikn- inga í sínu nafni en geta ekki farið með fé sitt úr landi nema í samstarfi við Seðla- bankann. Þetta staðfestir Kristján Óskarsson, framkvæmdastjóri Glitnis, í samtali við Fréttablaðið. Seðla- bankinn vildi ekki svara spurn- ingum um málið. Forgangskröfuhafar í bú Glitn- is eru meðal annars breskar bæjar- og sveitastjórnir. Þrem- ur dögum áður en að þeir fengu fyrstu greiðslu sína út úr búi bankans, sem féll í október 2008, voru gjaldeyrishöft á Íslandi hert og undanþága vegna greiðslna til þeirra í íslenskum krónum felld úr gildi. Féð var því sett inn á geymslu- reikning á meðan beðið var heim- ildar Seðlabankans til að greiða það út. Kristján segir slíka heimild ekki hafa borist, en að breytinga sé von. „Íslensku krónurnar eru enn inni á geymslureikningi. Seðlabankinn ætlar að heimila greiðslu þeirra inn á sérstaka reikninga í íslenskum bönkum. Það er ekki frágengið enn þá en á að klárast á næstu dögum.“ Aðspurður um hvað sé svona sérstakt við umrædda reikninga segir Kristján þá vera þannig að Seðlabank- inn geti fylgst með þeim. „Það verður útbúin sérstök höfuð- bók í bankakerfinu fyrir þessa reikninga. Það þýðir að inni á þeirri höfuðbók verða bara íslenskar krónur sem verða greiddar til kröfuhafa.“ K r istjá n seg i r helsta muninn fyrir þrotabú Glitnis, eftir að féð verður greitt inn á hina sérstöku reikninga, felast í því að þá ber það ekki lengur ábyrgð á fénu, líkt og þegar það er á geymslureikningi. „Þá mun þetta teljast greiðsla til viðkom- andi aðila, þó svo að hann þurfi að fá leyfi Seðlabankans til að breyta krónunum í erlendar mynt- ir. Þetta verður þá bara krónu- reikningur í eigu kröfuhafans. Þá er þetta bara spurning um sam- komulag hans við Seðlabankann hvernig og hvenær hann fær að fara út.“ -þsj / sjá síðu 12 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup júlí - september 2011 Þriðjudagur skoðun 14 3 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Fólk Strigaskór MPM-námið á Íslandi 17. apríl 2012 89. tölublað 12. árgangur SETUR SÉR MARKMIÐ Hlaupin voru góð leiðtil að l Hæstaréttarlögmaðurinn Herdís Hall- marsdóttir byrjaði að stunda hlaup árið 2008 en til að byrja með var það ekki af mikilli alvöru. „Vinkona mín sagði að ég gæti hlaupið tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoni. Ég hafði aldrei farið út að hlaupa en sagði að það yrði ekkert mál. Fljótlega komst ég að því að þetta var erfiðara en að segja það.“ Boltinn fór að rúlla og smátt og smátt fann Herdís að hlaupin voru góð leið til að slaka á og losa um andlega og líkamlega spennu. „Það var mikið álag á mér á þessum tíma, vinnutíminn var fjórtán til sextán tímar á dag. Síðan komu upp veikindi í fjölskyldunni þannig að ég varð að finna einhverja leið til að halda mér á floti. Það var þá sem hlaupin komu sterk inn og björguðu líkamlegri og andlegri heilsu minni.“ Herdís hefur undanfarin ár starfað i slitastjórn Landsbankans og segir mikinn ávinning í því að geta stundað hreyfingu hvar sem er. „Vinnan kallar á ferðalög erlendis þannig að ég þurfti að finna sport sem auðvelt væri að stinga ofan í ferðatösku. Hlaupaskórnir eru þannig að þeir smellpassa hvar sem er og ég er ekki bundin af því að mæta á ákveðinn stað á ákveðnum tíma.“ Í nóvember síðastliðnum fór Herdís til Seattle gagngert til að taka þátt í hálfu maraþoni og segir það mikla upp- lifun. Hún stefnir á enn frekari afrek í framtíðinni. „Í dag er ég í 26 vikna hlaupa prógrammi til að undirbúa mig fyrir mitt fyrsta heila maraþon. Það verður í Berlín í september og ég hleyp núna átta til tíu kílómetra á dag fjórum sinnum í viku.“ H „Hann ýtir mér af stað en ég er dug-legri að láta okkur klára kílómetrana,” segir Herdís og hlær. Annars hleypur Herdís ein eða með hundana sína tvo. Hún segist þslá tvæ fl HLEYPUR UM ALLAN HEIMMEÐ ALLT Í FERÐATÖSKUNNI Herdís Hallmarsdóttir, hæstaréttarlögmaður í slitastjórn Landsbankans, ætlar að taka þátt í sínu fyrsta heila maraþoni í Berlín í september. GÓÐUR HRAÐI Herdís á hlaupum með hundinn Sindra í Digranesi í Kópavogi. MYND/VILHELM EITT EPLI Á DAG Epli er dýrmætt heilsumeðal og efst á lista yfir fæðutegundir sem innihalda fjölbreytt næringar- efni en þau losa líkamann við eiturefni. Epli inni- halda C-vítamín og andoxunarefni sem draga úr fitu og kólesteróli. Verð: 9.750 kr. H2O heilsukoddinn • Minnkar verki í hálsi og eykur svefngæði • Fylltur með vatni eftir þörfum hvers og einsOpið kl. 9 -18 • laugardaga kl. 11 - 16 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • eirberg.is STÓRGÓÐUR Laugavegi 178 - Sími: 551 3366Þú mætir - við mælum og aðstoðumwww.misty.isOpið frá 10-18 virka daga.10-14 laugardaga teg 3911 - frábær og haldgóður í D,DD,E,F,FF,G,GG skálum á kr. 7.850,- Boston leður svart, hvítt st. 35-48rautt st. 36-42blátt st. 36-47 Roma Rúskinn lj.blátt d.blátt 36-42 Verona svart, hvítt st. 36-41 Bari leður rautt, sand, bláttst. 36-42 Monako leður svart, hvítt rúskinn og microfib. st. 36-46 Paris leður svart, hvítt, blátt m/microfib og rúskinnssólast. 36-42 Boníto ehf. • Praxis Faxafen 10, 108 Reykjavík sí i -námið á slandi MEISTARANÁM Í VERKEFNASTJÓRNUN Í HÁSKÓLANUM Í REYKJAVÍK STRIGASKÓRÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2012 Kynningarblað Úrvalið, litadýrðin, viðgerðir, fróðleikur og góð ráð. FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG N1 BLAÐIÐ Ertu nógu þroskaður fyrir bragðið? ms.is/odalsostar ÍS LE N SK A SI A .IS M SA 5 63 72 1 2. 20 11 LISTAVERK FYRIR DROTTNINGUNA Leifur Breið- fjörð listamaður vann samkeppni um gerð glugga í Southwark dómkirkjunni í London, en glugginn er gerður til heiðurs Elísabetu Englandsdrottningu. Fjörutíu listamenn tóku þátt í samkeppninni. Glugginn verður vígður í tengslum við sextíu ára valdaafmæli drottningarinnar í sumar. Sjá síðu 6 FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Völli Snær á BBC BBC Lifestyle hefur hafið sýningar á þáttunum Delicious Iceland. popp 34 VÍSINDI Ný rannsókn á stærð jökla í Himalajafjöllunum sýnir að sumir jöklanna hafa stækkað umtalsvert á síðustu árum, á meðan aðrir hopa eins og jöklar annars staðar í heiminum á síðustu árum. „Við höfum satt að segja ekki hugmynd um hvers vegna þetta er,“ segir Julie Gardelle, sem fór fyrir hópi franskra vísindamanna sem rannsökuðu jöklana, í samtali við fréttavef BBC. „Við höfum getið okkur þess til að þetta geti tengst veðurfari á þessu svæði þar sem aukin úrkoma á ákveðnum svæðum geti haft þessi áhrif,“ segir Gardelle. Ástand jökla í Himalajafjöll- unum er afar mikilvægt þeim 1,3 milljörðum manna sem reiða sig á vatn frá jöklunum. Rannsóknum á ástandi þeirra hefur hins vegar verið ábótavant, enda afar erfitt að fara um svæðið til að stunda mæl- ingar á jöklunum. Frönsku vísindamennirnir notuð- ust við mælingar úr gervitunglum og tölvulíkön til að áætla flatarmál og þykkt jökla á svæðinu. - bj Óvæntar niðurstöður í viðamikilli rannsókn á stærð jökla í Himalajafjöllunum: Sumir jöklanna virðast stækka Við getum okkur þess til að þetta tengist veðurfari. JULIE GARDELLE VÍSINDAMAÐUR BJARTVIÐRI Í dag verða norð- austan 5-10 m/s og bjart með köflum einkum S- og V-til en stöku él NA-lands. Hiti 0-8 stig en vægt frost í innsveitum NA-til. VEÐUR 4 5 0 -2 -2 4 Enn þá fleiri krónur festar inni í höftum Erlendir kröfuhafar bankanna eiga að fá íslenskar krónur greiddar inn á sérstaka reikninga sem lúta eftirliti Seðlabankans. Á að gerast á næstu dögum. Íslensku krónurn- ar eru enn inni á geymslureikningi. Seðlabankinn ætlar að heimila greiðslu þeirra inn á sérstaka reikninga. KRISTJÁN ÓSKARSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI GLITNIS Hleypur um allan heim Herdís Hallmarsdóttir, hæstaréttarlögmaður í slitastjórn Landsbankans, stefnir á maraþon í Berlín. Aðför að eftirliti FME er dæmi um opinbera stofnun þar sem afsláttur er gefinn á kröfum lýðræðisins í þágu frelsis markaðarins. skoðun 18 Ekkert sumarfrí strax Stjörnumenn unnu 17 stiga útisigur á deildarmeisturum Grindavíkur í gær. sport 30

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.