Fréttablaðið - 17.04.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 17.04.2012, Blaðsíða 4
17. apríl 2012 ÞRIÐJUDAGUR4 GENGIÐ 16.04.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 229,0383 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,58 128,18 202,12 203,10 166,14 167,06 22,331 22,461 21,965 22,095 18,697 18,807 1,5792 1,5884 195,95 197,11 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is Í síðasta laugardagsblaði var Hlíðar- fjall í Mývatnssveit fyrir mistök spyrt saman við skíðaparadísina Hlíðarfjall við Akureyri. Tugir kílómetra eru á milli þessara fjalla, sem eiga fátt sam- eiginlegt annað en nafnið. Beðist er velvirðingar á mistökunum. HALDIÐ TIL HAGA 204 STK. PAKKNINGAR 2mg 2.871kr. 5.742kr. 4mg: 3.999kr. 7.998kr. NOREGUR „Ég viðurkenni þessi verk en ekki neinn refsiverðan verknað og ber við nauðvörn,“ sagði Anders Behring Breivik í dómsal í Ósló í gær, þegar sak- sóknari hafði lesið upp ákæru- skjalið á hendur honum. Í lestri saksóknara kom fram að Breivik hefði myrt 77 manns þann 22. júlí á síðastliðnu ári, þar af átta manns með öflugri sprengingu í miðborg Óslóar og 69 manns með skotvopnum á Úteyju, þar sem þá stóð yfir sam- koma ungliðahreyfingar Verka- mannaflokksins. Að auki særð- ust að minnsta kosti 200 manns í Ósló og 100 manns á Úteyju. Fjölmargir fleiri voru í lífshættu á báðum stöðum og hryðjuverk- in skutu Norðmönnum almennt skelk í bringu. Í réttarsalnum voru sýndar upptökur úr eftirlitsmyndavélum í Ósló, þar sem sprengingin sést greinilega og ekkert fór á milli mála um skelfileg áhrif hennar á líf og limi nærstaddra. Upp- tökurnar höfðu mikil áhrif á við- stadda en Breivik sýndi þó engin viðbrögð á meðan þetta var sýnt. Hann sýndi heldur ekki mikil viðbrögð meðan leikin var upp- taka af símtali stúlku, sem hringdi í lögregluna meðan hún faldi sig inni á salerni í Kaffihús- inu á Úteyju. Meðan á símtalinu stóð heyrðist greinilega að Brei- vik var í óða önn að drepa fólk fyrir utan salernið og hafði þessi upptaka ekki síður áhrif á við- stadda en upptökurnar úr eftir- litsmyndavélunum í Ósló, þótt Breivik sjálfur hefði látið sér fátt um finnast. Hann varð hins vegar greini- lega hrærður og felldi tár þegar saksóknari sýndi í réttarsalnum áróðursmyndbandið sem Breivik hafði gert og birti að hluta á vef- síðunni Youtube skömmu áður en hann lét til skarar skríða í sumar. Breivik telur sig hafa verið í fullum rétti til að vinna þessi voðaverk og segist ekki viður- kenna lögsögu dómstólsins í þessu máli. „Ég viðurkenni ekki norska dómstóla því þið fáið umboð ykkar frá norskum stjórnmála- flokkum sem aðhyllast fjölmenn- ingarstefnu,“ sagði Breivik strax á fyrsta degi réttarhaldanna. Geir Lippested, lögmaður Breiviks, bætti því við á blaða- mannafundi síðar um daginn að hinn ákærði hefði helst viljað að málið yrði tekið fyrir hjá stríðs- glæpadómstól, þar sem hann líti svo á að fjöldamorðin í Ósló og á Úteyju hafi verið liður í stríði sínu gegn fjölmenningarsam- félaginu. Í dag hefst svo málflutning- ur Breiviks og verjenda hans og stendur fram á næsta mánudag. Sá hluti réttarhaldanna hefst á því að Breivik les upp greinar- gerð sína, þar sem hann fær tækifæri til að útskýra gerðir sínar. Ekki verður sjónvarpað frá þeim lestri. Gert er ráð fyrir að réttarhöld- in standi í tíu vikur og búist er við dómi upp úr miðjum júlí. gudsteinn@frettabladid.is Segir morðin ekki refsiverð Anders Behring Breivik viðurkennir að hafa drepið 77 manns og sært fjölda fólks að auki alvarlega, en hann neitar að hafa með því gerst sekur um glæp þar sem verkið hafi verið unnið í nauðvörn fyrir evr- ópskt samfélag. Gert er ráð fyrir að réttarhöldin standi í tíu vikur og dóms er að vænta upp úr miðjum júlí. Norski dómstóllinn hefur nokkra möguleika samkvæmt norskum lögum til þess að ákveða refsingu í máli Anders Behring Breivik, fari svo að hann verði á endanum talinn sakhæfur. Einn möguleikinn er að kveða upp venjulegan fangelsisdóm, sem að hámarki er 21 ár fyrir alvarlegustu brotin. Vegna þess að brotin eru fleiri en eitt, og öll jafn alvarleg, er síðan hægt að þyngja þessa refsingu, allt upp í tvöfaldan þyngsta fangelsisdóm sem næmi þá 42 árum. Sérlega hættulega glæpamenn er hins vegar hægt að dæma í öryggis- gæslu, sömuleiðis í 21 ár, og þann dóm er einnig hægt að tvöfalda vegna þess að alvarlegu brotin eru fleiri en eitt. Verði Breivik dæmdur í öryggisgæslu frekar en venjulegt fangelsi, eins og norskir sérfræðingar telja nú líklegast, þá er þar á ofan hægt að framlengja gæslutímann um fimm ár í senn, aftur og aftur allt til æviloka ef ástæða þykir til. Verði niðurstaða réttarhaldanna hins vegar sú að Breivik teljist vegna geðveilu ekki sakhæfur, þá yrði hann settur í öryggisgæslu á réttargeðdeild ótímabundið. Í því tilviki yrði það alfarið á valdi lækna að meta hvort og þá hvenær óhætt yrði að láta Breivik lausan. Refsimöguleikar í máli Breiviks BRAST Í GRÁT Anders Behring Breivik virtist ekki hafa stjórn á tilfinningum sínum þegar sýnt var áróðursmyndbandið, sem hann sjálfur gerði og birti á netinu skömmu fyrir fjöldamorðin. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SAMFÉLAGSMÁL Fjórir fengu í gær styrki úr Watanabe-styrktarsjóðn- um við athöfn í Háskóla Íslands (HÍ). Japanski athafnamaðurinn Toshiozo Watanabe stofnaði sjóðinn árið 2008 í þeim tilgangi að styrkja fræðileg tengsl Íslands og Japan. Styrkþegar í ár eru Guðrún Valdimarsdóttir, Valý Þórsteins- dóttir, Saho Kameyama og Shohei Watanabe. Sá síðastnefndi er mik- ill aðdáandi verka Halldórs Lax- ness og ætlar að nýta styrkinn til að nema íslensku við HÍ. Alls nema styrkirnir rúmum 3,5 milljónum króna. - þj Styrkveitingar úr styrktarsjóði Toshiozo Watanabe við Háskóla Íslands: Laxnessaðdáandi frá Japan fær styrk STYRKHAFAR Fjórir fengu afhenta styrki úr Watanabe-sjóðnum í gær. Þar á meðal er Shohei Watanabe sem er aðdáandi Halldórs Laxness. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VÍSINDI Stofn keisaramörgæsa á Suðurskautslandinu er tvöfalt stærri en talið var, samkvæmt nýrri rannsókn. Vísindamenn gátu metið stofnstærðina með því að rýna í háskerpumyndir sem teknar voru úr gervitungli. Alls töldu vísindamennirnir um 595 þúsund keisaramörgæsir en áður var stofninn talinn vera á bilinu 270 til 350 þúsund dýr. Til stendur að telja mörgæsirn- ar með þessum hætti reglulega til að meta áhrif gróðurhúsa- áhrifanna á mörgæsirnar. - bj Gervitungl telur mörgæsir: Stofninn stærri en talið var VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 19° 16° 11° 9° 12° 10° 8° 8° 21° 12° 16° 24° 29° 7° 9° 17° 5° Á MORGUN 5-10 m/s. FIMMTUDAGUR 3-8 m/s. -2 -2 -1 3 -2 0 4 5 4 2 6 4 7 8 6 5 5 6 10 8 10 5 0 0 2 5 4 0 1 6 4 5 BJARTVIÐRI Það verða litlar breyt- ingar næstu daga í veðrinu. Yfi rleitt hægur vindur og þurrt. Lítur út fyrir að sumardagurinn fyrsti verði bjartur og fallegur en heldur svalt í veðri, einkum norðaust- anlands. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður Ég viðurkenni ekki norska dómstóla því þið fáið umboð ykkar frá norskum stjórnmálaflokkum. ANDERS BERING BREIVIK FJÖLDAMORÐINGI ÚGANDA, AP Átök hafa að nýju brotist út við landamæri Súd- ans og nýja ríkisins Suður-Súd- ans síðustu daga. Tekist er á um yfirráð yfir nokkrum bæjum og svæðum við landamærin sem bæði ríki gera tilkall til. Yfirvöld í Súdan sögðust í gær hafa hertekið svæði þar sem íbúar telja sig tilheyra Suður- Súdan. Gerði súdanski herinn meðal annars loftárásir á bæinn Bentiu sem samkvæmt yfirvöld- um í Suður-Súdan urðu fimm óbreyttum borgurum að bana. Átökin milli súdanska hersins og uppreisnarmanna í suðurhluta landsins sem stofnuðu eigið ríki á síðasta ári, hafa staðið yfir með hléum frá því um mitt ár í fyrra. - mþl Fimm létust í loftárás: Átök við landa- mæri Súdans BENTIU Í SUÐUR-SÚDAN Í GÆR Súdanski flugherinn gerði í gær loftárásir á nokkra bæi við landamæri Súdans og Suður- Súdans, þar á meðal bæinn Bentiu þar sem fimm létust. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.