Fréttablaðið - 17.04.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 17.04.2012, Blaðsíða 6
17. apríl 2012 ÞRIÐJUDAGUR6 N J Ó T U M Þ E S S A Ð H R E Y F A O K K U R 50% afsláttur LEIFUR Á VINNUSTOFUNNI Á næstu dögum verður verkinu pakkað saman og það flutt til London, þar sem það verður sett upp í maí. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓLK „Þetta er búið að vera feiki- lega áhugavert verkefni og er mik- ill heiður,“ segir Leifur Breiðfjörð listamaður sem var valinn úr hópi fjörutíu listamanna til þess að gera glugga í dómkirkjunni Southwark í London. Glugginn er til- einkaður Elísabetu ann- arri drottningu, og verð- ur vígður á valdaafmæli hennar í byrjun júní. „Mér þótti vænt um að fá þetta verkefni og ég ákvað strax að vinna þetta allt sjálfur, alveg frá byrjun.“ Ákveðið var að efna til samkeppni fyrir tveimur árum og var um fjörutíu glerlistamönnum boðið að taka þátt. Leifur er sá eini sem er ekki frá Bretlandi. Í fyrrasumar var honum tilkynnt að hann hefði unnið keppnina. Að því loknu fór málið fyrir fimm nefndir, bæði innan kirkjunnar og í húsa- friðunarnefnd. Þegar allar nefnd- irnar höfðu samþykkt verkið þurfti að kynna það í 28 daga í kirkjunni. Því var ekki ljóst fyrr en í janúar að af verkinu yrði, en Leifur tók sénsinn og byrjaði að vinna í októ- ber, segir Sigríður Jóhannsdóttir kona hans. Leifur segir merkileg og skemmtileg tengsl við dómkirkjuna í Reykjavík í verkinu. Hann notar meðal annars gler sem áður var í gluggum kirkjunnar. „Þegar ég var að velja glerið í þessa mynd vantaði mig ákveðna liti. Ég fór að kíkja á allt glerið sem ég átti og fann þetta.“ Hann segir að þegar kirkjunni var breytt árið 1985 hafi hann haft milligöngu um kaup á nýju gleri í kórglugga. Henda átti glerinu sem tekið var úr, en hann fékk að eiga búta af gula glerinu og hefur geymt þá allar götur síðan. Southwark-kirkjan er meðal elstu gotnesku bygginganna í London. Sá hluti kirkjunnar þar sem glugginn verður er frá því um 1215. Leifur mun á næstu dögum pakka verkinu saman til flutnings og eftir helgi verður það sent með hraðpósti beint í kirkjuna í London, þar sem það verður sett upp í maí. thorunn@frettabladid.is Hannar glugga fyrir Elísabetu drottningu Leifur Breiðfjörð listamaður var valinn úr hópi fjörutíu listamanna til að gera glugga í dómkirkju í London. Glugginn er tileinkaður Elísabetu drottn- ingu og verður vígður á sextíu ára valdaafmælinu. Haldið er upp á sextíu ára valdaafmæli Elísabetar drottn- ingar allt þetta ár, en dagana frá 2. til 5. júní verður mikil hátíð. Gefið hefur verið frí mánudag og þriðjudag vegna hátíðarhaldanna. Meðal þess stærsta sem mun eiga sér stað er sigling um þús- und báta og skipa á ánni Thames, sunnudaginn 3. júní. Brúm yfir ána verður lokað meðan á þessu stendur og búist er við um sex milljónum manna á bökkum árinnar. Þennan sama sunnudag verður listaverk Leifs vígt í Southwark- dómkirkjunni. Kirkjan tekur um 2.500 manns í sæti og hefur yfir 2.000 verið boðið til athafnar- innar 3. júní. Leifur og Sigríður kona hans verða meðal gesta í kirkjunni. Gríðarmikil hátíðarhöld gerir grillmat að hreinu lostæti! E N N E M M / S IA / N M 46 40 7 E N N E M TVÆR NÝJARBRAGÐTEGUNDIR Save the Children á Íslandi BEIRÚT, AP Ban Ki-moon, aðalritari Samein- uðu þjóðanna (SÞ), brýndi fyrir sýrlenskum stjórnvöldum í gær að tryggja fullt ferða- frelsi eftirlitsmanna SÞ í landinu. Eftir- litsmenn Sameinuðu þjóðanna komu til Sýrlands í gær en hlutverk þeirra er að fylgjast með því að staðið sé við vopnahlé stríðandi fylkinga í landinu. Vopnahléið virtist vera að leysast upp í ófrið á sunnudag þegar stjórnarherinn skaut sprengjum að íbúðahverfum í borg- inni Homs þar sem uppreisnarmenn ráða ríkjum. Árásunum hefur hins vegar ekki verið fylgt eftir og þá hafa átök í landinu minnk- að merkjanlega frá því að vopnahléið tók gildi fyrir fimm dögum. Í samtali við blaðamenn í Brussel kall- aði Ban eftir því að eftirlitsmennirnir yrðu ekki hindraðir að neinu leyti í störfum sínum. Hann sagði vopnahléið mjög brot- hætt en við það yrði að standa. Alþjóðasamfélagið vonast eftir því að til- koma eftirlitsmanna frá SÞ letji stjórnar- herinn og uppreisnarmennina í landinu frá frekari átökum. Haldi vopnahléið verður reynt að stíga frekari skref í friðaráætlun Kofi Annans, sérlegs erindreka SÞ í Sýr- landi, sem Bashar al-Assad, forseti Sýr- lands, hefur samþykkt. - mþl Ban Ki-moon segir sýrlensk stjórnvöld verða að tryggja fullt ferðafrelsi eftirlitsmanna SÞ í landinu: Eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna farnir af stað DAMASKUS Í GÆR Eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna komu til Damaskus seint á sunnudag og hófu skoðunar- ferðir í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Vilt þú að Sjálfstæðisflokkurinn hafi aðkomu að næstu ríkis- stjórn? JÁ 44,2% NEI 55,8% SPURNING DAGSINS Í DAG: Á að hætta aðildarviðræðum við ESB eða gera hlé á þeim vegna Icesave-dómsmálsins? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN Mér þótti vænt um að fá þetta verkefni og ég ákvað strax að vinna þetta allt sjálfur, alveg frá byrjun. LEIFUR BREIÐFJÖRÐ MYNDLISTAMAÐUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.