Fréttablaðið - 17.04.2012, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 17.04.2012, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 17. apríl 2012 15 Samkvæmt Íslenskri orðabók eru mannréttindi „tiltekin grund- vallarréttindi hverrar manneskju, óháð þjóðerni, kynþætti, kyni, trú og skoðunum“. Mannréttindahug- takið hefur þróast í margar aldir. Fyrst um sinn náði það einkum utan um borgaraleg réttindi hins frjálsa manns, en ekki hinna sem voru ófrjálsir eða ófrjálsar. Í dag þætti fjarstæðukennt hér á landi að ætla aðeins sumum að njóta kosn- ingaréttar, en ekki þarf að líta nema hundrað ár aftur í tímann til að sjá allt annan veruleika. En hvernig er staða mannréttinda- hugtaksins á Íslandi í dag? Á undanförnum misserum hefur verið unnið að því að greina aðkomu íslenskra stjórnvalda að mannréttindamálum hér innan- lands og utan og gera hana mark- vissari í framkvæmd. Mannrétt- indi skipa nú sérstakan sess í innanríkisráðuneytinu en snerta engu að síður starfsemi allra ráðuneyta, beint og óbeint. Vel- ferðarráðuneytið fer þar með sér- lega mikilvægt hlutverk, enda er aðgengi að heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu samofið mannrétt- indahugtakinu eins og það hefur þróast. Mennta- og menningar- málaráðuneyti og utanríkisráðu- neyti eru einnig þýðingarmik- il í þessu sambandi og eiga þessi ráðuneyti öll ómetanlegt samstarf um mannréttindamál. Á þetta ekki síst við um mótun landsáætlunar í mannréttindamálum sem nú stend- ur yfir en markmiðið með henni er að mannréttindasjónarmið eigi að vera undirstaða allrar stefnumörk- unar í samfélaginu og í verkum stjórnvalda. Alþjóðlegt samstarf nauðyn Mannréttindi eru bæði innlent og alþjóðlegt viðfangsefni. Frá stofn- un hafa Sameinuðu þjóðirnar sett mannréttindi í öndvegi, enda var ljóst eftir seinni heimstyrjöld að alþjóðleg samstaða yrði að ríkja um virðingu fyrir mannréttindum. Með Mannréttindasáttmála Evrópu, sem samþykktur var um miðja síð- ustu öld, tóku ríki álfunnar hönd- um saman í von um að tryggja frið, frelsi og mannréttindi. Starf Evrópuráðsins er hornsteinn mannréttindamála í Evrópu og hefur Ísland tekið þátt í starfi ráðsins frá árinu 1950. Mannréttindasáttmálar Evrópuráðsins hafi haft veigamikla þýðingu fyrir þróun mannréttinda á Íslandi og er nýlegasta dæmið samningur Evrópuráðsins um varn- ir gegn kynferðislegri misnotkun og misneytingu gegn börnum. Fullgild- ing hans stendur nú fyrir dyrum hér á landi og í undirbúningi er átak til vitundarvakningar um kynferðis- legt ofbeldi gegn börnum. Eftir hrun hefur dregið úr form- legri aðkomu Íslands að starfi Evrópuráðsins en það er álitamál hve lengi skuli svo búið um hnúta. Mannréttindastarf Sameinuðu þjóð- anna og Evrópuráðsins er mikil- vægasta alþjóðlega samstarf sem Ísland tekur þátt í, enda hefur það bein áhrif hér heima sem og utan landsteinanna. Athugasemdir mannréttindaráðs Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sátu íslensk stjórnvöld nýver- ið fyrir svörum í svonefndu Univer- sal Periodic Review (UPR). Þetta er ný tilhögun á vettvangi mannrétt- indaráðs SÞ sem er ætlað að varpa ljósi á það sem vel er gert í fram- kvæmd mannréttindamála en einn- ig að vekja athygli á því sem betur mætti fara. Eins og heitið gefur til kynna er áhersla á að skoðunin fari fram á jafningjagrundvelli ríkja. Ríkin beina tilmælum hvert til annars en umfjöllunarefnið hverju sinni er ástand mannréttindamála í því ríki sem situr fyrir svörum, ekki þeirra ríkja sem leggja fram tillögur. Fyrirspurnir og tillögur annarra ríkja, sem settar voru fram í fyrir- töku Íslands, hafa verið aðgengi- legar á vefsíðu mannréttindaráðs- ins um nokkurt skeið, auk þess sem gerð var grein fyrir þeim á vef inn- anríkisráðuneytisins og á opnum fundi í Hörpu þann 9. desember sl. Lokaskýrsla fyrirtektarinnar var tekin til samþykktar á fundi mann- réttindaráðsins 15. mars sl. Íslensk stjórnvöld fengu fjöl- margar jákvæðar athugasemdir í UPR-ferlinu og er litið til Íslands sem fyrirmyndar á sumum svið- um. Fulltrúar í mannréttinda- ráðinu veittu meðal annars athygli aðgerðum íslenskra stjórnvalda til að vinna að jafnrétti kynjanna, aðgerðum gegn mansali og vændi, bættri löggjöf um hælisleitend- ur, auk þess sem Barnahúsinu var hrósað sérstaklega og stjórn- völd hvött til þess að vinna að útbreiðslu þess á alþjóðavettvangi svo eitthvað sé nefnt. Eftir skoðun sérfræðinga stjórn- sýslunnar samþykktu íslensk stjórnvöld ríflega 67 af þeim 84 athugasemdum sem settar voru fram eða lýstu því yfir að þær væru þegar komnar til framkvæmda. Um 12 athugasemdir verða teknar til skoðunar og kannað hvort ástæða sé til að verða við þeim. Flestar athugasemdanna lutu að áhyggjum af stöðu útlendinga, kyn- bundnu ofbeldi og meðferð kynferð- isbrota og heimilisofbeldismála, kynferðislegu ofbeldi gegn börn- um, jafnrétti kynjanna og fang- elsismálum. Einnig voru íslensk stjórnvöld hvött til að koma á lagg- irnar innlendri mannréttindastofn- un í samræmi við alþjóðleg viðmið og undirgangast ýmsar mannrétt- indaskuldbindingar. Verk að vinna Það er okkar mat að Íslending- ar hafi verk að vinna í mannrétt- indamálum, bæði heima og heim- an. Í því skyni þarf að efla framlag Íslands á því sviði. Ábendingar erlendis frá tökum við alvarlega, útskýrum okkar málstað ef með þarf og færum hlutina til betri vegar eftir því sem við á. Ísland á í engu að vera eftirbátur annarra þjóða í mannréttindamálum. Það er okkar mat að Íslendingar hafi verk að vinna í mannréttindamálum, bæði heima og heiman. Mannréttindi heima og heiman Mannréttindi Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra AF NETINU Framtíð á Íslandi? Ég kvaddi fyrir stuttu gamla vini. Þau voru að selja allt sitt hafurtask og flytja af landi brott. Stefna ekki að því að koma aftur heim. Staðan á Íslandi barst í tal. Fleiri viðstaddir sögðu að þeir væru að íhuga að fara. Allt barnafólk með góða menntun og í ágætis vinnu. Allir að basla við að halda í húsnæðið, reka bílinn og borga tómstundir fyrir börnin sín. Hús- næðislánakerfið væri allt í rugli, verðtryggðu lánin hækka bara og hækka, launin duga varla til að standa undir lágmarksframfærslu og afborgunum, og áherslan virðist vera á að refsa fólki fyrir að standa í skilum, – hvað þá að eiga börn. Samanburður við vini þeirra erlendis þegar kæmi að launum og lánum væri sláandi. http://blog.eyjan.is Eygló Harðardóttir Auðvelt að útvega vinnu Mér heyrist vanta störf. Reglulega er fárast yfir, að fólk fái ekki vinnu, einkum ungt fólk með takmarkaða menntun. Á sama tíma eiga margir erfitt með að skilja, hvernig ódýrast er að leysa þennan vanda. Tala af fyrirlitningu um ferðaþjón- ustu. Er samt ódýrasta leiðin til að búa til atvinnutækifæri. Alger andstæða stóriðjunnar, sem er dýrasta leiðin til að búa til atvinnu. Ferðaþjónusta er orðin stærsta atvinnugreinin og með mesta vinnsluvirðið. Hún magnast um tugi prósenta á hverju ári. Til að tryggja framtíð hennar þarf að búa svo um hnúta, að ekki verði bak- slag, heldur samfelld aukning. http://jonas.is/ Jónas Kristjánsson fjordur.is Fjarðargata 13-15 ~ 220 Hafnarfjörður ~ Sími 565 5666 Tilboð og afslættir 16.-18. apríl Við fögnum vorinu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.