Fréttablaðið - 17.04.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 17.04.2012, Blaðsíða 18
18 17. apríl 2012 ÞRIÐJUDAGUR Í fyrri pistli hef ég fjallað um hvernig þoka mætti stjórn- arskrármálinu áfram með því að kalla saman þjóðfund til að tjá sig með afgerandi hætti um álitamálin. Hér verður þráðurinn tekinn upp þar sem þessum þjóðfundi er lokið. Úrvinnsla Að fengnu áliti þjóðarinnar með einum eða öðrum hætti, verður Alþingi, og einkum stjórnsýslu- og eftirlitsnefnd þess, að bretta upp ermarnar og ganga frá frumvarpi að nýrri stjórnarskrá byggðu á til- lögum stjórnlagaráðs en að teknu tilliti til þeirra valkosta sem þjóð- in – eða staðgenglar hennar – hafa ótvírætt valið. Tímin er naum- ur, ekki síst í ljósi þess að á síð- asta misseri fyrir þingkosning- ar vill hugur þingmanna snúast um margt annað en uppbyggilega málavinnu. Í ljósi upphaflegra áforma um að stjórnlagaþing starfaði í hrinum með samráði við Alþingi á milli, tel ég viturlegt að stjórnlagaráð vinni með þingnefndinni að loka- frágangi stjórnarskrárfrumvarps- ins. Þetta er ekki sagt af vanvirðu við þingið, heldur af umhyggju fyrir málefninu. Það yrði að sjálf- sögðu þingnefndin sem bæri loka- ábyrgð á frumvarpinu og legði það fram fyrir þingheim allan, sem síðan fer einn með málið. Staðfesting þjóðarinnar Í frumvarpi stjórnlagaráðs er gert ráð fyrir því að framvegis verði stjórnarskrárbreytingar að hljóta staðfestingu þjóðarinn- ar. Sama hafa fyrri stjórnlaga- nefndir lagt til. Flestir, ef ekki allir, vilja að eins verði farið með stjórnarskrárumbætur nú, að þær hljóti bindandi staðfestingu kjósenda. Ákvæðin í gildandi stjórnar- skrá eru þannig að fyrst samþykk- ir Alþingi tillögu um hina nýju stjórnarskrá. Þá skal þing rofið og efnt til kosninga. Fyrsta mál nýs þings er síðan að staðfesta hina fyrri samþykkt – nú eða hafna stjórnarskránni sé sá gállinn á þinginu. En hvernig má láta þjóðina fá völdin nú? Fyrirmynd má sækja í lýðveldisstjórnarskrána 1944. Hún fór í þjóðaratkvæði, enda var svo fyrir mælt í fyrri stjórnarskrár- breytingu. Aðstæður eru því ekki eins. Engu að síður mætti nýta sömu hugsun og bæta við skilyrði í viðkomandi ákvæði í frumvarp stjórnlagaráðs. Viðbótin, sem hér er feitletruð, er sótt nær orðrétt í lýðveldisstjórnarskrána: ■ Stjórnarskipunarlög þessi öðl- ast gildi þegar Alþingi hefur samþykkt þau í samræmi við ákvæði stjórnarskipunarlaga nr. 33 frá 17. júní 1944 með áorðn- um breytingum enda hafi meiri hluti allra kosningabærra manna í landinu með leynilegri atkvæða- greiðslu samþykkt ályktun Alþingis þar að lútandi. Sú þjóðaratkvæðagreiðsla sem hér um ræðir gæti farið fram strax eftir að þingið hefur sam- þykkt það í fyrra sinnið, enda má engu breyta eftir það. Þrátt fyrir efasemdir um að blanda megi saman kosningum tel ég hafa mætti slíka þjóðar- atkvæðagreiðslu samhliða þing- kosningunum vorið 2013. Við það vinnst margt: ■ Trygging fyrir góðri þátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslunni sjálfri. ■ Kjósendur geta valið flokka og frambjóðendur til þings óháð afstöðu til stjórnarskrárbreyting- arinnar. ■ Minni tilkostnaður þar sem tvennum kosningum er slegið saman. Stjórnarskrármálið má ekki daga uppi einu sinni enn Stjórnarskrá er í senn sátt- máli þjóðar við sjálfa sig en um leið erindisbréf hennar til stjórn- valda, þar með til Alþingis, um réttar lýðræðislegar leikreglur. Stjórnarskrá á því að vera sprottin frá þjóðinni. Hér hefur verið reifað ferli þess að þjóðin eignist vandaða stjórnar- skrá í sátt við sem flesta. Stiklað hefur verið á stóru en nánar má lesa um málið á vefsíðu höfundar; sjá thorkellhelgason.is. Framhald stjórnarskrármálsins II Fjármálaeftirlitið (FME) er sjálfstæð eftirlitsstofnun sem hefur það hlutverk að gæta hagsmuna almennings gagnvart aðilum á markaði. Því er ætlað að tryggja heilbrigða viðskipta- hætti, traust á fjármálamörk- uðum og almannahag með því að fylgja eftir reglum sem gilda um starfsemi fjármálastofnana. Það er kunnara en frá þurfi að segja að aðilar á markaði reyna með ýmsu móti að fara í kringum slík- ar reglur. En þessir aðilar beita líka ýmsum ráðum til að draga úr áhrifum eftirlitsins. Það er gert með því að: a) veikja getu eftirlitsins til að sinna skyldum sínum, t.d. með því að bjóða starfsfólki eftirlitsins hærri laun á markaði, b) hafa eftirlitið á valdi sínu með því að mynda náin samstarfstengsl við starfs- menn og yfirmenn eftirlitsins, eða c) grafa undan trúverðugleika eftirlitsins með því að gera aðför að trúverðugleika yfirmanns- ins. Fyrir hrunið 2008 var FME á valdi þeirra sem það átti að hafa eftirlit með og brást þannig trausti almennings með ómæld- um skaða fyrir efnahag landsins. Almenningur þekkti ekki hættu- merkin og svo fór sem fór. Á aðferðunum skulum við þekkja það – því á ávöxtunum er það of seint Eftir hrun hófst fljótlega aðför að trúverðugleika hins nýja for- stjóra FME. Aðförin heppnaðist að lokum með aðstoð nýrrar stjórnar FME. Þetta gerðist í kjölfar kvartana frá aðilum á fjármálamarkaði sem höfðu brugðist trausti almennings í aðdraganda hrunsins og eru nú til rannsóknar. Almenningur var ekki að kvarta undan frammi- stöðu FME. En stjórn FME ákvað að láta þessa atrennu að trú- verðugleika forstjórans takast og studdist þar m.a. við þriðju skýrsluna sem gerð var um hæfi forstjórans á rúmu ári. Þótt sú skýrsla hafi gefið stjórn FME mörg tækifæri til að standa með sínum manni, þá gaf skýrslan stjórninni líka möguleika á hinu gagnstæða, en þó með fyrir- vörum sem stjórnin kaus að líta framhjá. Stjórnin kaus að láta trúverð- ugleika gagnvart fjármálafyrir- tækjum hafa forgang. Stjórnin vill jú standa vörð um trúverðug- leika FME „í ásýnd og reynd“. En það gerir stjórnin án þess að gera greinarmun á því að trúverðug- leiki gagnvart aðilum á markaði er eitt, en trúverðugleiki gagn- vart almenningi er annað. Þær aðferðir og sú hegðun eftirlitsins sem þarf til að byggja upp traust og viðhalda trúverðugleika gagn- vart þessum ólíku aðilum eru ósamrýmanlegar. Hér eru hættu- merkin. Ef stjórnin lítur svo á að mikilvægt sé að „vinna traust“, og „vinna náið með“ aðilum á markaði, þá fylgja því áhættur. Þetta á stjórnin að vita. Ef hún aðhyllist þessa nálgun við eftir- lit vegna þess að hún veit ekki betur, þá er það barnaskapur. Það er aðfinnsluvert. Ef stjórnin hins vegar aðhyllist þessa nálgun vitandi um áhættuna, þá er það glannaskapur. Það er ámælis- vert. Fyrir hrun notaði Lands- bankinn viðtal við þáverandi for- mann stjórnar FME til að auglýsa sinn eigin trúverðugleika þegar bankinn markaðssetti Icesave í Hollandi. Þetta gerðist að því er virðist án þess að formanninum væri gert ljóst í hvaða samhengi nota ætti viðtalið. FME er dæmi um opinbera stofnun þar sem afsláttur er gef- inn á kröfum lýðræðisins í þágu frelsis markaðarins. Það er gert undir þeim formerkjum að draga úr hættunni á pólitísku inngripi, því það veit á spillingu. Stjórn FME er skipuð af efnahags- og viðskiptaráðherra. Stjórnin getur ráðið og rekið forstjóra án þess að lýðræðislega kjörinn fulltrúi almennings, ráðherrann, komi þar nærri. Stjórnin er ígildi ráð- herravalds, en ber enga pólitíska ábyrgð gagnvart almenningi og getur því farið sínu fram. Núverandi stjórn hafði ekkert ráðningarsamband við forstjór- ann sem hún rak og getur því bent á „ráðningarmistök“ fyrri stjórnar og snúið sér að ráðningu nýs forstjóra. Formaðurinn virð- ist ekki þekkja reglur og starfs- umhverfi opinberrar stjórnsýslu, en á samt að gæta almannahags- muna í einni af lykilstofnunum íslenska fjármálakerfisins. Fram- ganga formannsins gagnvart þessum forstöðumanni ríkisins í aðdraganda að uppsögn einkennd- ist af viðvaningshætti fremur en fagmennsku. Stjórnin braut lög í atganginum, en naut samt stuðnings efnahags- og viðskipta- ráðuneytisins aðeins nokkrum klukkustundum eftir ábendingu fjármálaráðuneytisins um að lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna hafa gilt um þetta embætti síðan 1998. Hér berast böndin að stjórnvöldum og þeim kerfisvanda sem ríkir í opinberri stjórnsýslu á Íslandi. Ábyrgð stjórnvalda Stjórnvöld hafa brugðist almenn- ingi. Ekki bara núverandi stjórn- völd, heldur stjórnvöld allra tíma í sögu lýðveldisins. Stjórn- málamenn hafa til þessa komið sér hjá því að koma á skipulögðu ráðningar- og frammistöðumats- kerfi fyrir æðstu embættismenn og forstöðumenn ríkisins. Fyrir vikið er auðvelt að vega að trú- verðugleika fólks sem er valið til þess að veita sameiginlegum málefnum samfélagsins forstöðu og veikja þar með þær stofn- anir stjórnsýslunnar sem þeim er trúað fyrir. Þegar stofnanir samfélagsins standa berskjald- aðar frammi fyrir hagsmunaöfl- um markaðarins sem hafa sínar eigin leiðir að eyrum ráðherra, þá hallar á almannahag. Aðför að eftirliti Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Miele þvottavélar og þurrkarar Verð á íslenskum rafbókum Rafbækur hafa verið að ryðja sér til rúms undanfarin ár og þær munu einnig koma í auknum mæli inn á íslenskan bókamark- að. Á því leikur enginn vafi. Nú má velta því fyrir sér frá mörg- um sjónarhornum hvað sé eðli- legt að greiða fyrir rafbók og hvernig verðmyndun á sér stað. Fullyrða má að kostnaður við útgáfu rafbóka sé almennt minni en prentaðra bóka þar sem ekki þarf að prenta eitt einasta eintak. Prentkostnaður við meðalskáld- sögu er líklega í kringum þús- und krónur miðað við 3-4 þúsund eintaka upplag. Að auki spar- ast lagerpláss, dreifingarkostn- aður og kostnaður við óseld ein- tök. Svo má nefna að ekkert tré er fellt og breytt í pappír með öllum þeim kostnaði og mengun sem því fylgir. Ég tel því klárlega að verð á rafbókum eigi og muni verða ódýrara en á prentuðum bókum. Það er hins vegar ósennilegt að þær verði á sambærilegu verði og rafbækur á ensku á erlendum vef- verslunum, enda er markaðurinn fyrir íslenskar bækur allt annar. Í hverju felst kostnaðurinn? Það þarf eftir sem áður að rit- stýra, brjóta um, hanna útlit, prófarkalesa, markaðssetja og selja. Auglýsinga- og kynningar- kostnaður er líklega sá sami og fyrir venjulegar bækur. Þá eru ótalin ritlaun og það sem útgef- andi og söluaðili fá í sinn skerf og svo tekur ríkið sitt í formi virðisaukaskatts. Að auki þarf að passa upp á það að rafrænum bókunum sé ekki stolið af netinu og því fylgir kostnaður að búa þær svo úr garði að það gangi eftir. Svo má aftur deila um hvort öll sú fyrirhöfn skili tilætlunum árangri. Það eru rökin sem heyr- ast fyrir háu verði rafbóka. Það er líka sennilegt að rafbækur sem gefnar eru út af sjálfstæðum útgefendum eða höfundum verði á öðru verðbili en bækur forlag- anna þar sem þær eru unnar í gegnum færri eða enga milliliði. Ég hef töluvert velt því fyrir mér og rætt við aðra hvað sé eðlilegt og réttlátt að greiða fyrir íslenska rafbók. Eftir tölu- verða íhugun er ég tilbúin til að greiða allt að tvöfalda þá upphæð sem ég borga erlendis (sem er að jafnaði 8-10 dollarar) eða íslenskt kiljuverð. Ástæðan fyrir því að ég er tilbúin til að greiða tvisvar sinnum kostnaðinn við erlendar bækur er löngun mín til lesa á móðurmálinu. Ég get samt ekki talað fyrir aðra. Síðan ég eignaðist kindilinn minn og svo spjaldtölvuna þá hef ég mest lesið á erlendum tungu- málum, og jafnframt aldrei keypt eins mikið af bókum. Ég vil helst lesa á íslensku og kaupa íslensk- ar rafbækur en mér finnst þær of dýrar hjá Forlaginu – önnur forlög eins og Emma.is eru ódýr- ari. Ég verð að viðurkenna að það fauk í mig um daginn þegar ég sá að ný innbundin bók var á tilboði ódýrari en rafræn á net- inu og fannst mér misboðið sem viðskiptavini. Þá geri ég líka kröfu um það að geta fengið raf- bók fljótt og með lítilli fyrirhöfn hvort heldur ég kýs að lesa hana á kindlinum mínum, spjaldtölv- unni, eða á símanum en láta ekki útgefendur stýra því á hvaða tæki ég les. Helsta áskorunin framundan er að búa til íslenskar rafbækur. Ég áætla gróflega að fjöldi raf- bóka á íslensku sé á bilinu 200- 250 sem bliknar í samanburði við framboð á öðrum tungumálum. Ég á mér þá ósk að útgefendur og rithöfundar taki stærri skref í átt að rafbókaútgáfu og endurskoði verðlagningu rafbóka með það í huga að lesendur eru upp til hópa heiðarlegt fólk sem vill kaupa rafbækur til aflestrar á eðlilegu verði. Kannski er runninn upp sá tími að hægt sé að breyta bóka- markaðnum og dreifa bóksölu yfir lengri tíma en jólabókaver- tíðin býður upp á, með því að gefa út rafbækur allan ársins hring. Ég myndi altént vera hæstánægð að hafa aðgang að nýjum bókum yfir allt árið en ég er nú líka ótta- legur bókaormur. Kannski verð- ur líka einhvern tíma að veru- leika sá möguleiki að fá lánaða íslenska rafbók á bókasafninu en það er önnur saga. Menning Hrafnhildur Hreinsdóttir upplýsingafræðingur og bókaormur Í hverju felst kostnaðurinn? Það þarf eftir sem áður að ritstýra, brjóta um, hanna útlit, prófarkalesa, markaðssetja og selja. Ný stjórnarskrá Þorkell Helgason sat í stjórnlagaráði Fjármálaeftirlitið Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir lektor í opinberri stjórnsýslu við HÍ Stjórnmálamenn hafa til þessa komið sér hjá því að koma á skipulögðu ráðn- ingar- og frammistöðu- matskerfi fyrir æðstu embættismenn og for- stöðumenn ríkisins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.