Fréttablaðið - 17.04.2012, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 17.04.2012, Blaðsíða 20
FÓLK|HEILSA Um þessar mundir standa yfir indverskir dagar í Bíó Paradís við Hverfisgötu þar sem sýndar eru Bollywood-kvikmyndir. Bollywood-tónlist er afar vinsæl hér á landi og sömuleiðis dansarnir. Helga Dögg segir að hún hafi farið að dansa Bollywood hjá Kram- húsinu fyrir tilviljun. „Vinkona mín sagði frá því á Face- book að hún og fleiri konur væru að byrja í Bollywood-dansi. Mér fannst það hljóma spennandi og ákvað að drífa mig með þeim. Ég féll strax fyrir dansinum og get þakkað það kennar- anum, Margréti Erlu Maack, sem kynnti þetta svo skemmtilega. Maður fær heilmikla hreyfingu út úr dans- inum en auk þess er svo mikil gleði í loftinu,“ segir Helga sem hefur sýnt með hópnum á árshátíðum, brúð- kaupum og á Menningarnótt svo eitt- hvað sé nefnt. „Maður þarf ekki að vera listdans- ari til að dansa Bollywood og það er engin keppni í gangi. Konur á öllum aldri geta verið með og mér skilst að hreyfingin sé sérstaklega góð fyrir þær sem hafa náð miðjum aldri og þar yfir,“ segir Helga enn fremur en þess má geta að allir dansa berfættir og í léttum fatnaði. Skrautlegir búningar eru notaðir á sýningum. „Margrét Erla hefur einnig verið með námskeið sem kallast Bolly-belly-brennsla en í þeim tímum er blandað saman magadansi og Bollywood-dansi. Það er heilmikil líkamsrækt í þeim tímum. Hreyfingarnar eru góðar því að í dansinum notar maður vöðva sem hreyfast ekki mikið annars.“ Helga segir að sjö ára dóttir sín hafi mikinn áhuga á Bollywood og vilji gjarnan dansa með móður sinni. „Tímarnir eru því miður bara einu sinni í viku en mættu vera oftar því þetta er svo skemmtilegt,“ segir Helga Dögg. FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefð- bundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is s 512 5473, Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s 512 5432 Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Breski dáleiðslukennarinn John Sellars hefur um árabil notað dáleiðslu til að hjálpa fólki að ná tökum á ýmsum vandamálum með góðum árangri. Á næstunni ætl- ar Sellars að kenna dáleiðslutækni og miðla af reynslu sinni á diplóma- námskeiði í klínískri dáleiðslu á Ís- landi. Fjögur pláss eru laus á námskeið- ið sem hefst 4. maí og námskeið í september/nóvember er þegar mikið bókað. Vegna anna á næsta ári við námskeið víða um Evrópu er óvíst að fleiri námskeið verði á Ís- landi þar til 2014. ● Innifalið í námskeiðsgjaldi er árgjald í Félag dáleiðslutækna http://dáleiðsla.is. ● Fólk lærir dáleiðslu til ýmissa nota. Til dæmis hafa sálfræðinem- ar lært hjá John á Íslandi og þeir eru ánægðir með að geta byrjað að hjálpa fólki strax með ýmis vandamál frekar en að þurfa að bíða í mörg ár þar til þeir útskrif- ast úr sálfræði. ● Bæði sálfræðingar og geðlæknar hafa lært dáleiðslu hjá John og nota hana til að ná betri árangri í sínum störfum. ● Nokkrir tannlæknar hafa lært hjá John í Reykjavík og nota dáleiðsl- una fyrst og fremst til að gera upplifun sinna viðskiptavina þægi- lega, draga úr verkjum og ótta og eyða „tannlæknahræðslu“. ● Einnig hafa læknar og hjúkrunar- fræðingar lært hjá John hér á Ís- landi og nota dáleiðsluna við sín daglegu störf. ● Þá hafa margs konar meðferð- araðilar lært hjá John og nota þessa tækni með öðrum aðferð- um sem þeir beita með góðum ár- angri. Meðal annars hafa íþrótta- þjálfarar lært hjá John og hafa síðan hjálpað íþróttamönnum að stórbæta árangur sinn. ● Ekki þarf sérstaka menntun eða próf til að læra dáleiðslu. ● Nokkrir nemendanna vinna fyrst og fremst við dáleiðslu í dag eftir að hafa lært hana hjá John. ● Dáleiðsla virkar einnig mjög vel á nemendurna sjálfa. Bæði læra þeir sjálfsdáleiðslu og eins dáleiða nemendur hver annan frá fyrsta degi. Það er stundum sagt að það sé þekkt aukaverkun af dáleiðslunáminu að viðkom- andi líður mun betur á eftir og er hamingjusamari. Flestir leysa alls konar mál í eigin lífi í framhaldi af náminu. ● Hvert námskeið sendur í átta daga og er haldið í tvennu lagi, fjóra daga í senn og með mán- aðar millibili. Næsta námskeið verður 4. - 7. maí og 1. - 4. júní. ● Kennt er alla dagana frá 10–17. ● Nánari upplýsingar á heimasíðu námskeiðsins: http://4.is/nam- skeid. DÁLEIÐSLUNÁMSKEIÐ JOHNS SELLARS Í MAÍ KYNNING FÍKN, KVÍÐI OG ÞUNGLYNDI, SKORTUR Á SJÁLFSTRAUSTI OG FÓBÍUR eru vandamál sem má vinna bug á með aðstoð dáleiðslu, og hún hjálpar þeim sem vilja hætta að reykja að sögn dáleiðslukennarans Johns Sellars. Hann hefur haldið nokkur dáleiðslunámskeið á Íslandi og næsta námskeið hefst 4. maí. REYNSLUSAGA SJÁLFSTRAUST / SJÁLFSMYND Dáleiðslutœkni virkar mjög vel til að bœta og finna aftur glatað sjálfstraust. Kona um þrítugt: Ég leitaði til þín þar sem sjálfstraustið var svo lítið að ég fékk mig alls ekki til að fara með krakkana í sund og þar með sýna mig í sundbol. Þótt ég vissi að útlit mitt vœri alveg eðlilegt gat ég einhvern veginn ekki fengið mig til að trúa því. Ég er ekki frá því að þetta hafi þrœlvirkað á mig. Mér leið mjög vel í dáleiðslunni hjá þér en var ekki viss hvort þetta hefði gert eitt- hvað. Nokkru seinna tók ég eftir, og aðrir í kringum mig, að sjálfstraustið hafði aukist til muna. Meðal annars fór ég á mannamót og var í leggings og stuttum, stutterma kjól sem ég hefði aldrei farið í fyrir nokkrum mánuðum og ég er búin að fara í sund með krakkana. DANSAR TIL GLEÐI Helga Dögg Björgvinsdóttir er þriggja barna móðir og dansar Bolly- wood-dans í góðum félagsskap. GLEÐI OG GÓÐ HREYFING Í BOLLYWOOD-DANSI HELGA DÖGG BJÖRGVINSDÓTTIR, framkvæmdastjóri hjá Crymogea, hefur stundað Bollywood-dans frá árinu 2010. Hún segir mikla gleði fylgja dansinum. NÁMSKEIÐ Í REYKJAVÍK Næsta námskeið dáleiðslukennarans Johns Sellars hefst 4. maí í Reykjavík. MYND/HAG FLOTTIR BÚN- INGAR Hér er Helga Dögg í rauðum klæðum á jólasýningu Kram- hússins. MYND/JÓN SVAVARSSON KJÓLADAGAR Skipholti 29b • S. 551 0770 – 15% AF KJÓLUM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.