Fréttablaðið - 17.04.2012, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 17.04.2012, Blaðsíða 26
17. APRÍL 2012 ÞRIÐJUDAGUR4 ● MPM-námið á Íslandi Í náminu er víða komið við til að tryggja að að verkefnastjórar framtíðarinnar geti beitt sér við hinar ólíkustu aðstæður – jafnt hér á landi sem erlendis. MPM-nemendur læra um undir- búning og áætlanagerð í verkefn- um og þeir fá þjálfun í að beita sí- gildum aðferðum við gerð og eftir- fylgni áætlana. Þeir læra um gerð vallíkana til að velja á milli verk- efna, með því að skoða fjárhagslega þætti og meta arðsemi, en einnig með því að skoða þætti sem erfið- ara er að mæla. Rætt er um hvern- ig skipuheildir marka sér stefnu og ráðast í verkefni til að raun- gera hana. Fjallað er um stjórnun og samræmingu verkefnastofna og verkefnaskráa og breytingastjór- nun til að hrinda flóknum skipu- lagsbreytingum í framkvæmd. Hlutverk í verkefnum eru skoð- uð ítarlega, meðal annars hlutverk verkefnaleiðtogans. Nemendur spegla sig í leiðtogafræðum, fræð- ast um þá þætti sem hafa áhrif á teymisvinnu og hvernig standa má með markvissum hætti að mótun verkefnisteyma svo þau verði skil- virk. Hlutverk og ábyrgð verkefna- leiðtogans er ígrunduð en einnig er rætt um samskipti og ólíka menn- ingarheima og nauðsyn þess að skilja bakgrunn og menningu sam- starfsaðila úr öðrum heimshlutum. Fjallað er um vöruþróun og sjónum beint að hefðbundnum jafnt sem ný- stárlegum aðferðum til að stjórna flóknum vöruþróunarverkefnum. Rætt er um verkefnastjórnun út frá sjónarhorni skipuheilda og hvern- ig auka má verkefnastjórnunarleg- an þroska innan þeirra. Skoðaðar eru hefðbundnar aðferðir í verk- efnastjórnun en einnig nýstárleg- ar aðferðir, s.s. Agile-aðferðir, sem koma úr hugbúnaðargeiranum og fela í sér sveigjanleika gagnvart breytingum. Í lokaverkefni skoða nemendur sérstaklega tiltekna þætti MPM-námsins sem höfðuðu sérstaklega til þeirra, og vinna að þróun hugmynda sinna og aðferða undir handleiðslu fræðimanna úr háskólasamfélaginu og stuðla þann- ig að þróun verkefnastjórnunar- fræða og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Fjöldi erlendra kennara koma að náminu og eru þeir í fremstu röð á sínu sviði. Þeir koma meðal annars frá MIT, Stanford, Middlesex University, Heriott-Watts, of víðar. MPM-námið á Íslandi www.ru.is/mpm MEISTARANÁM Í VERKEFNASTJÓRNUN www.hr.is/mpm Verið velkomin á opinn kynningarfund um meistaranám í verkefnastjórnun í Háskólanum í Reykjavík. MPM námið er hagnýtt stjórnendanám með vinnu sem hentar þeim sem vilja stýra fjölbreyttum og krefjandi verkefnum. Hvar: Háskólinn í Reykjavík, stofa V102 Hvenær: þriðjudaginn 17. apríl Tími: kl. 17:00–18:00 Skráning á mpm@ru.is OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR Í MEISTARANÁM TIL 30. APRÍL MPM Viðfangsefni í MPM-námi Í MPM-námi er áhersla lögð á að halda góðum tengslum við íslenskt samfélag í borg og byggð. Árlega er farið í vettvangs- ferðir þar sem áhugaverð verkefni eru skoðuð. Hópar hafa farið til Austfjarða, Norð- urlands, til Snæfellsness, um Suðurland, og víðar. Vorferðin í ár var farin 13. og 14. apríl. Hópurinn fræddist um jarð- hitanýtingu á Hellisheiði og í Landeyjahöfn þar sem sjávar- straumar og eldgos hafa sett strik í reikninginn. Íslandsmet í brú- arsmíði var slegið við Múlakvísl sumarið 2011 og hópurinn fékk að vita hvernig kvíslin var brúuð á örfáum dögum. Tveir bæir undir Eyjafjöllum voru heimsóttir þar sem ábúendur hafa efnt til nýrr- ar sóknar í kjölfar náttúruhamfara. Á Hvassafelli var veitingastað- urinn Gamla fjósið opnaður haustið 2011 og á Þorvaldseyri var sett upp sýning sumarið 2010 um eldgosin á Fimmvörðuhálsi og í Eyja- fjallajökli auk þess sem framleiðslu verðmæta úr korni og repju var haldið áfram. Héraðssafnið á Skógum var skoðað, stærsta hér- aðssafn á Íslandi. Höfuðstöðvar Landgræðslunnar í Gunnarsholti voru heimsóttar og fræðst um sögu hennar og hlutverk auk fjöl- margra brýnna verkefna í þágu lands og þjóðar. Að síðustu var sveitarfélagið Árborg heimsótt, ekið um Selfoss og hlýtt á kynningu um stefnumótun sveitarfélagsins, uppbyggingu eftir jarðskjálfta, helstu verkefni og fyrirætlanir til framtíðar. Þema vorferðarinnar var barátta landsmanna við náttúruöflin og viðleitnin til að beisla þau. Þótt náttúran geti verið óblíð þá má með samtakamætti, verkkunnáttu, góðum undirbúningi og óbilandi bjartsýni og trú ganga á vit framtíðar með góðum árangri. MPM- hópurinn var snortinn af frásögnum, viðhorfum og móttökum gest- gjafanna. Bestu þakkir til Ólafs og Guðnýjar á Þorvaldseyri, Sveins hjá Landgræðslunni, Heiðu Bjargar í Gamla fjósinu, Einars og Bjarna hjá Vegagerðinni, Gísla hjá Siglingastofnun, Helga hjá Orku- veitunni og Helga hjá Orkusýn, Þórðar hjá Héraðssafninu að Skóg- um og Ástu hjá Árborg. Árlegar vorferðir í MPM-námi Í MPM-námi er lögð áhersla á bæði „harðar” verkvísindalegar aðferðir og „mjúkar” stjórnunaraðferðir. Í vorferðinni 2012 var Ólafur á Þorvaldseyri sóttur heim en í kjölfar „hrunsins” og eldgossins í Eyjafjallajökli var haldið námskeið í áfallastjórnun. Nemndur hafa fjölbreyttan bakgrunn og miðla hver öðrum af reynslu sinni og þekkingu. Námskeiðið Verkefastjórnun á framandi slóð leiðbeinir um umgengni við fólk af ólíkum menningarheimum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.