Fréttablaðið - 17.04.2012, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 17.04.2012, Blaðsíða 38
17. apríl 2012 ÞRIÐJUDAGUR26 Gjöfin þín Ef þú verslar vörur frá Estée Lauder fyrir 6.200 krónur eða meira, dagana 17. – 24. apríl í Lyfju Lágmúla, Lyfju Smáratorgi og Lyfju Selfossi Gjöfin inniheldur: Splash Away Cleanser– andlitshreinsi, 30ml Fresh Balancing Exfoliator – kornakrem, 30ml Idealist – sermi sem jafnar út litamisfellur, 7ml Daywear – háþróað andlitkrem, 15ml Advance Night Repair Eye – augnkrem, 5ml Pure Color Lipstick – varalit, fulla stærð, lit Candy shimmer Sumtuous Mascara – svartan maskara Sumarlega snyrtistösku Verðgildi gjafarinnar er ca. 24.740.- *meðan birgðir endast. Brúðuleikritið „Númi með höfuð- in sjö“ verður sýnt í Iðnó klukkan 17.30 á morgun. Sýningin er hluti af barnamenningarhátíð sem hefst sama dag. Númi er mesti hrakfallabálkur og lendir í ýmsum hrakningum þar til hann fer að nota höfuðið og hugsa um afleiðingar uppátækja sinna. Bókin um Núma með höf- uðin sjö er eftir Sjón en brúðu- leikritið gerði Helga Steffensen. Helga og Gígja Hólmgeirsdótt- ir stjórna brúðunum. Sýningin tekur rúma hálfa klukkustund. Númi á barnahátíð NÚMI Leikritið um Núma byggir á bók eftir rithöfundinn Sjón. NOTA BENE Þótt vægi latínu hafi minnkað gætir áhrifa hennar enn víða. Nota Bene – latína á Íslandi nefnist ný bók eftir Jón R. Hjálmarsson sem Suðurlandsútgáfan gefur út. Í bókinni er sagt frá latnesk- um áhrifum hér á landi og nefnd dæmi þar um svo sem í manna- nöfnum, máli kirkju og skóla og ýmsu fleira. Þá eru í bókinni lat- neskar bænir, ljóð, sögur og sagnir og ýmiss annar fróðleikur auk latneskra orðtaka, spakmæla og algengra skammstafana. Jón R. Hjálmarsson er fyrr- verandi skólastjóri í Skógum og fræðslustjóri á Selfossi. Bókin var gefin út í tilefni níræðisafmælis höfundar í mars en eins og hann segir í formála var latínan meðal höfuðnámsgreina í máladeild þegar hann var í menntaskóla fyrir rúmum sextíu árum. Síðan þá hefur dregið mjög úr vægi latínunnar en þetta tungumál var gríðarmikill áhrifavaldur um aldir og áhrifa latínunnar gætir víða í íslensku sem og í fjölmörgum öðrum tungumálum. Nýtt rit um áhrif latínu Að meðaltali fjórar íslenskar bíó- myndir verða sýndar á dag í lista- miðstöðinni Lincoln Center í New York dagana 18. til 26. apríl. Það voru Kvikmyndaklúbbur Lincoln Center og Kvikmyndamiðstöð Íslands sem skipulögðu dagskrána sem ber yfirskriftina Myndir frá jaðrinum: Sígildar og nýjar íslenskar kvikmyndir. Á annan veg, kvikmynd Haf- steins Gunnars Sigurðarsonar frá árinu 2011, verður opnunarmynd- in á dagskránni í Lincoln Cen- ter, en í heild verða þar sýndar tuttugu kvikmyndir, sem spanna rúmlega sex áratugi í kvikmynda- sögu Íslands. Meðal annarra kvik- mynda sem sýndar verða má nefna Milli fjalls og fjöru í leikstjórn Lofts Guðmundssonar, Rokk í Reykjavík í leikstjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar, Nóa Albínóa í leikstjórn Dags Kára Gunnarsson- ar og Eldfjall í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar. Sýning kvikmyndanna þykir mikill heiður fyrir íslenska kvik- myndagerð og gæti hæglega orðið til að auka veg hennar, en á hverju ári heimsækja um 5 millj- ónir gesta hina ýmsu listviðburði í Lincoln Center, sem hýsir meðal annars Metropolitan-óperuna, Fíl- harmóníusveit New York-borgar og New York-ballettinn. - hhs Íslenskt bíó í brennidepli í New York Á ANNAN VEG Kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar frá árinu 2011 er opnunarmyndin á dagskránni í Lincoln Center.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.