Fréttablaðið - 17.04.2012, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 17.04.2012, Blaðsíða 39
ÞRIÐJUDAGUR 17. apríl 2012 27 arionbanki.is – 444 7000 Aðskilnaður viðskipta- og fjárfestingarbanka Taktu þátt í mikilvægri umræðu og snæddu með okkur morgunverð í höfuð stöðvum Arion banka í Borgartúni 19. Fundurinn hefst klukkan 8.30 og stendur til 10.30. Nánari upplýsingar og skráning á arionbanki.is Ein af þeim mikilvægu spurningum sem íslenskt samfélag reynir að svara um þessar mundir varðar framtíðarskipan íslenska fjármála- kerfisins. Markmiðið er að byggja hér á landi upp traust fjármálakerfi sem hentar íslenskum aðstæðum. Á morgunverðarfundi greiningardeildar Arion banka, föstudaginn 20. apríl, verður kynnt ný skýrsla greiningardeildarinnar um hugmyndir um aðskilnað fjárfestingarbankastarfsemi og viðskipta- bankastarfsemi. Á fundinum munu sérfræðingar alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins McKinsey jafnframt varpa ljósi á hvað þarf að hafa í huga við mat á þessum hugmyndum. Dagskrá fundarins Aðskilnaður viðskipta- og fjárfestingarbanka- starfsemi: Breyting til batnaðar? Davíð Stefánsson, sérfræðingur greiningardeildar Arion banka Separation of retail and investment banking: an international perspective and key considerations Samantekt Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka Morgunverðarfundur föstudaginn 20. apríl Paul Jenkins, McKinsey, Osló Marc Lient, McKinsey, London „Við höfum verið að spila lög hér og þar en þetta eru fyrstu alvöru tónleikarnir okkar hérlendis á árinu,“ segir Haukur Heiðar Hauksson söngvari hljómsveitar- innar Diktu sem kveður veturinn með tónleikum á Faktorý á mið- vikudagskvöldið. Frá áramótum hafa strákarnir í Diktu einbeitt sér alfarið að erlend- um markaði. „Svo erum við búnir að vera að jafna okkur eftir jólin en við erum allir svoddan jólabörn,“ segir Heiðar. Fjórða plata hljóm- sveitarinnar, Trust Me, kom út hér- lendis á síðasta ári og er væntan- leg í verslanir í Þýskalandi 8.júní næstkomandi. „Við gáfum síðustu plötuna okkar líka út í Þýskalandi og hún fékk góða spilun. Það er erf- itt að komast inn á þýskan mark- að þar sem hann er rosalega stór og fjölbreyttur,“ bætir Heiðar við. Hann segir að stefnt sé á að dreifa plötunni víðar um Evrópu en að Ameríkumarkaður verði þó látinn bíða ögn lengur. Á tónleikunum á Faktorý mun Dikta spila nýtt efni í bland við eldri smelli og hljómsveitin 1860 hitar upp, en hún var meðal ann- ars tilnefnd til verðlauna sem bjartasta vonin á íslensku tón- listarverðlaununum fyrr á árinu. „Þetta verður hörkugott kvöld og bara þúsundkall inn, það er ekki rassgat,“ segir Haukur að lokum. - trs Dikta kveður veturinn með tónleikum á Faktorý GEFA ÚT Í ÞÝSKALANDI Strákarnir í Diktu hafa unnið að því að undanförnu að koma sér vel fyrir á erlendum markaði og gefa út plötu sína, Trust Me, í Þýskalandi nú í júní. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Þriðjudagur 17. apríl 2012 ➜ Ópera 18.15 Háskólabíó sýnir Verdi óperuna Rigoletto í beinni útsendingu frá The Royal Opera House í London. ➜ Félagsvist 20.00 Félagsvist verður spiluð hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík, Stangar- hyl 4. ➜ Hátíðir 11.00 Barnamenningarhátíð Reykja- víkur hefst með opnunarathöfn í Hörpu. ➜ Bókmenntir 14.00 Bókasafn Seltjarnarness tekur þátt í Bókasafnsdeginum, sem er í dag, með dagskrá á safninu yfir daginn. 14.00 Bókasafnsdagurinn verður haldinn hátíðlegur í Bókasafni Mosfells- bæjar. Ýmsir atburðir verða allan daginn og tónleikar með Agli Ólafssoni og Tríói Reynis Sigurðssonar hefjast klukkan 20.00. Aðgangur ókeypis. ➜ Tónlist 20.00 Nýtt íslenskt verk eftir Borgar Magnason, Imaginary numbers, verður frumflutt í Salnum, Kópavogi. Auk þess verður Kvintett Prokofievs opus 39 fluttur af einvalaliði tónlistarfólks. 20.30 Eistneska jazzsöngkonan Margot Kiis kemur fram á jazztónleikaröðinni á KEX Hostel, Skúlagötu 28. Aðgangur er ókeypis. 21.00 Lára Rúnars og Myrra Rós halda tónleika á kaffihúsinu Bifröst. Aðgangs- eyrir er kr. 1.500. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.